Tíminn - 05.05.1987, Page 15

Tíminn - 05.05.1987, Page 15
Þriðjudagur 5. maí 1987 MINNING Tíminn 15 Sigríður Ólafsdóttir Fædd 25. apríl 1904 Dáin 23. apríl 1987 Sigríður Ólafsdóttir lést á Hrafn- istu í Reykjavík 23. apríl sl., 82 ára. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Halldórssonar og Magneu Bjarna- dóttur, sem bjuggu á Arnarfelli í Þingvallasveit og Sigríður fæddist þar. 1926 giftist hún Finnboga Árna- syni, síðar yfirfiskmatsmanni frá Miðdalskoti í Laugardal, fyrstu búskaparárin bjuggu þau á Ketilvöll- um í Laugardal en fluttu til Reykja- víkur og festu kaup á Bergstöðum við Kaplaskjólsveg og bjuggu þar sinn búskap. Og átti með honum fjögur börn, Kristin, kvæntan Guð- björgu Jóhannsdóttur; Magneu, gifta Þorláki Runólfssyni; Jónu, gifta Birni Björnssyni; Guðrúnu, gifta Ögmundi H. Stephensen. Okkur tengdabörnunum var öllum vel tekið er við komum á heimili þeirra hjóna. Sigríður var mikil dugnaðarkona og hugsaði vel um heimili og fjölskyldu. Eftir að hún var orðin ein og börnin gift og búin að stofna sín heimili fannst henni hún hafa lítið fyrir stafni enda alltaf verið vinnu- söm á stóru heimili. Lá leið hennar til vinnu hjá Lyfjadeild ÁTVR og vann hún þar meðan heilsa leyfði. Um líkt leyti flutti hún í litla íbúð sem hún festi kaup á við Hverfisgötu 73. Það voru margir sem komu við á Hverfisgötunni, skyldfólk og vinir, enda margra leið þegar farið var í bæinn og vitað að heitt kaffi og meðlæti veitt af stórhug og ánægju. Síðustu tíu árin eftir að heilsunni fór að hraka hefur Sigríður verið barnið okkar allra og er það vel því góð var hún móðir og tengdamóðir. Öllum sem kynntust Sigríði þótti* vænt um hana enda hennar verk og hjálpsemi góð meðan heilsa leyfði, til hjálpar öðrum. Ég vil enda þessi fáu orð með erindi: Öllum sem eru í nauðum ást mína berðu þeim. Berðu þeim blessun mína berðu hana um allan heim. (G. Dahl) Blessuð sé minning góðrar sam- ferðakonu sem umbar mikið og kunni að fyrirgefa. Þorlákur Runólfsson. Á fyrsta degi sumars lagði hún amma augun aftur í hinsta sinn eftir langa lífdaga, bæði sæta og súra. Þó ég viti nú minnst um það, því allir dagar voru góðir í návist hennar, alltaf sama róin og friðurinn sem fylgdi henni og hún gerði alltaf gott úr öllu hjá okkur krökkunum. Sama hvenær maður kom til hennar, hún var alltaf með bros á vör. Megi Guð og englarnir blessa hana ömmu mína í hinum nýju heimkynnum og þakka ég henni fyrir samveruna og alla góðu dagana. Friður sé með henni. „Far þú í friði friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. “ (V.Br) Sigríður Þorláksdóttir Aðalsteinn Höskuldsson Fæddur 23. ágúst 1920 Dáinn 17. apríl 1987. Gróður jarðar er fjölbreyttur, sumar jurtirnar eru stórar og fyrir- ferðamiklar, aðrar eru smáar og hlédrægar og láta lítið yfir sér, en bera fegurstu blómin ef að er gáð. Vinu okkar Aðalsteinn Höskulds- son sem við kveðjum nú var einn þeirra manna sem barst ekki mikið á en gott og fagurt var að kynnast. Aðalsteinn fæddist að Hallsstöðum í Nauteyrarhreppi þann 23. ágúst 1920 einn af 4 sonum hjónanna Petru Guðmundsdóttur ljósmóður og Höskuldar Jónssonar bónda, en dóttir þeirra fórst ung af slysförum. Fjölskyldan flutti að Tungu í sömu sveit og þar ólst hann upp en þaðan lá leið hans m.a. að Bændaskólanum á Hvanneyri og þaðan útskrifaðist hann sem búfræðingur 1942. Megin hluti starfsævi hans varð hins vegar ekki við búskap heldur akstur, fyrst sem vagnstjóri um langt skeið hjá SVR og síðan starfaði hann hjá Landsbanka íslands. Aðalsteinn var tvíkvæntur og eignaðist 6 börn, Reyni, Viðar, Helgu, Hörð, Hösk- uld og Sigríði. Við áttum því láni að fagna að kynnast Aðalsteini fyrir nokkrum árum er hann flutti til sonar síns Reynis og konu hans Jónínu Hlíðar að Sigmundarstöðum í Hálsasveit. Hann hafði þá þegar kynnst þeim sjúkdómi sem hann bar með æðru- leysi þar til yfir lauk. En Aðalsteinn bar ekki raunir sínar á torg, hins vegar varðveitti hann lífsgleði sína allt til hinstu stundar. Aðalsteinn hafði feikna mikla og fagra söngrödd og hefði trúlega getað gert sönginn að ævistarfi ef hann hefði haft tækifæri til þess, en góð tónlist átti hug hans allan. Hann söng í kór starfsmanna SVR og átti drjúgan þátt í því að karlakór tók til starfa í uppsveitum Borgarfjarðar, kórinn Söngbræður undir stjórn Sig- urðar Guðmundssoanr á Kirkjubóli. Það var gott að vera nálægt Aðal- steini, grunnt var á gleði og söng og allt sem hann tók sér fyrir hendur lék í höndunum á honum, smíðaði hann m.a. ýmsa muni fyrir vini og vanda- menn. Nú sjáum við á bak góðum nágr- anna og ferðafélaga, við þökkum honum samfylgdina og vottum fjöl- skyldu hans samúð okkar. Blóm Aðalsteins Höskuldssonar eru föln- uð en eftir lifir minningin um góðan dreng. Þórður og Þórunn Amheiðarstöðum. ÞORSKABARETT í MAÍ-MÁNUÐI Grínlandsliðið í miklum ham! Sýndur öll föstudags- og laugardagskvöld Þriðji kafli Þórskabarettsins sívinsæla verður í maí-mánuði, en þá má búast við að gestir þurfi að þenja hláturtaugarnar til hins ítrasta. Spaugstofugrínistarnir Karl Ágúst Úlfsson, Siggi Sigurjóns og gríntenórinn Örn Árnason mæta galvaskir til leiks ásamt Ómari Ragnárssyni og Hauki Heiðar. Mætum öll hress með bros á vör og þá er stutt i hláturinn! Hin þrælgóða hljómsveit SANTOS og söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir leika fyrir dansi. Rifjaðar verða upp nokkrar helstu dægurlagaperlur i gegnum tiðina. Án gríns: Læknir á staðnum fyrir þá sem fá alvarlegt hláturskast. Þríréttaðurveislukvöldverðursem engan svíkur. Athugið að panta borð timanlega hjá veitingastjóra í sfmum 23333 og 23335. Tekið er á móti borðapöntunum alla virka daga frá kl. 10.00-18.00 og á laugardög- um eftirkl. 14.00 ÞÓRSCAFÉ - GALSI, GLENS OG GRÍN í MAÍ Gestum utan að landi er bent á Þórskabarettreisur FLUGLEIÐA. ☆ ☆ ☆ ☆ Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgarf.h. byggingadeild- ar óskar eftir tilboöum í byggingu og lóðarfrágang á dagheimili og leikskóla við Jöklasel 4 í Breiðholti í Reykjavík. Stærð á húsi og lóð: Flatarmál húss: 451 fermetri, rúmmál húss: 3.120 rúmmetrar, flatarmál lóðar: 3.921 fermetri. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. maí nk. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR Fríkirltjuvagi 3 — Sími 25800 Bændur 13 ára drengur óskar eftir að komast í sveit. Upplýsingar í síma 91-40718. Úthlutun úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra Hér birtist listi fyrir úthlutanir úr Franikvæmdasjóði fatlaðra fyrir árið 1987. Reykjavíkursvœdi: Visfhcimili fyrír fjölfutluð börn, v. Holtaveg. Verksamningur vegna bygg- ingaframkvæmda, verklok. 5,153 millj. Vistheimili fyrir fjölfötluð börn v. Holta- veg. Vegna kaupa á búnaði. 3 millj. Öskjuhlíðarskóli Vegna byggingafram- kvæmda, 12 millj. Sambýli fyrir þroskahefta með geðræn vandamál. Kaup á húsi. 5,2 millj. Sambýli, kaup á húsi, 3,5 miilj. Styrktarfélag vangefinna: a. Styrkur til kaupa á 3 íbúðum fyrir sambýli, 1 millj. b. Kaup á lyftu og breyting á anddyri vegna vinnustofunnar Áss Brautarholti 6, 400 þús. c. Styrkur vegna breytinga og fram- kvæmda við Lyngás, Framkvæmdum lokið, 500 þús. Sjálfsbjörg Keykjavík og nágrennis. Verndaður vinnustaður stofnkostnaður, 4 millj. Sjálfsbjörg Landssamband Hátúni 12, ljúka framkvæmdum við Sjálfsbjargar- húsið, 2,5 millj. Gigtarfélag íslands Ármúla 5, Gigtlækn- ingastöð. Vegna afborgara af lánum, v. stofnkostnaðar, 750 þús, Blindrafélag fslands Hamrahlíð 17, vegna innréttinga á sjónstöð, 500 þús. Sjónstöðin Hamrahlíð 17 Tækjakaup 500 þús. Heyrnar- og talmeinastöð Háaleitisbraut 1. Tækjakaup/búnaður v. barnamælinga, 500 þús. Merðfcrðarheimilið Trönuhólum 1, Frá- gangur lóðar, 161 þús. Sambýlið Drekavogi 16 Vegna breytinga á bílskúr, 94 þús. Skóli Geðdeildar v. Dalbraut Tækjakaup, 400 þús. Þjálfunarskólinn viö Stjörnugróf Vegna kaupa á húsnæði 5 millj. Safamýrarskóli, þjálfunarskóli. Vegna breytinga og búnaðar. 2 millj. Borgarspitali Grensásdeild Undirbúning- ur dvalar- og endurhæfingardeildar fyrir heilaskaðaða af völdum slysa- og sjúk- dóma, 1 millj. Reykjanessvæði: Sambýli, kaup á húsi og innbúi, 8,5 millj. Sambýli, kaup á húsi og innbúi, 8 millj. Örvi, vcrndaður vinnustaður Kópavogi vegna innréttinga og vélakaupa, 1.750 þús. Eftirstöðvar af stofnkostnaði við 3 sam- býli svæðisstjórnar Vallargerðir 26, 100 þús., Klettahrauni 17, 350 þús., Markar- flöt 1, 150 þús., = 600 þús. Þroskahjálp á Suðurnesjum vegna stofn- búnaðar Suðurvöllum 7-9 Keflavík, 500 þús. Keykjalundur Mosfellssveit Greiðsla á eftirstöðvum byggingarkostnaðar við endurhæfingardeild , 4,5 millj. Kópavogshæli. Endurbætur á eldri deild- um hælisins, 8 millj. Tjaldanes Mosfellssveit Lokafram- kvæmdir vegna viðbyggingar, 1,3 millj. Sólvangur Hafnarfirði. Vegna bygginga- framkvæmda nýbyggingar við Sólvang þar sem koma skal endurhæfingar- aðstaða, 1 millj. Vesturlandssvæði: Verndaður vinnustaður og dagvistun Akranesi. Kostnaður vegna bygginga- framkvæmda verndaðs vinnustaðar og dagvistunar, 8 millj. Þroskahjálp á Vesturlandi. Vegna bygg- ingar sumardvalar heimilis í Holti Borgar- firði 500 þús. Sambýli Akranesi Búnaður. 300 þús. Vestfjarðasvæði: Þjónustumiðstöð Bræðratunga ísafirði. Greiðsla af láni 2,5 millj. Gruunskólinn Ísafirði. Breytingar á hús- næði vegna sérkennslu, 2 millj. Sjálfsbjörg fsafirði, vegna endurbóta á húsnæði 500 þús. Norðurlandssvæði vestra: Sambýli Siglufirði Eftirstöðvar af láni og stofnkostnaður, 1 millj. Sjúkraþjálfun Blönduósi. Framkvæmdir í Kvennaskólahúsinu, fyrir endurhæf- ingaraðstöðu. Afborganir v/lokafram- kvæmda 1,5 millj. Sambýli fyrir þroskahefta Sauðárkróki Kaup á húsi, 4 millj, Sjálfsbjörg Sauðárkróki. Endurbætur á húsnæði félagsins 250 þús. Sérkennsla Blönduósi Til breytinga á húsnæði 200 þús. Sjúkraþjálfun í Heilsugæslustöð á Hvammstanga. Tækjakaup 500 þús. Norðurlandssvæði eystra: Sambýli Húsavík. Kaup á húsi og búnaður 4.514 þús. , Sjálfsbjörg Akureyri. Verndaður vinnu- staður Plastiðjan Bjarg Akureyri 2 millj. Sólborg vistheimili Akureyri Vegna kaupa og uppsetningar á eldvarnakerfi 1.320 þús. Sólborg vistheimili Vegna breytinga á húsnæði til skammtímavistunar 800 þús. Styrktarfélag vangefinna og forcldrafélag barna með sérþarfir. Vegna uppbygging- ar sumarbúða að Botni Eyjaíirði 450 þús. Geðverndarfélag Akureyrar Kaup á húsi fyrir sambýli. 1,5 millj. Þjálfunarskóli ríkisins Akureyri Undir- búningur varðandi húsnæði þjálfunarsk. 1,5 millj. Austfjarðasvæði: Verndaður vinnustaður Egilsstöðum. Tækjakaup 1.250 þús. Vonarland Egilsstöðum. Frágangur inn- keyrslu og lóðar. (Malbikun). 1,6 millj. Sjúkrahús Egilsstöðum. Endurhæfing. Innréttingar og búnaður. 750 þús. Sambýli Egilsstöðum. Geymsla fyrir verkfæri 200 þús. Sjálfsbjörg Neskaupstaö Endurbætur á húsnæði 150 þús. Grunnskólinn Egils- stöðum Breytingar á húsnæði vegna sér- kennslu. 350 þús. Suðurlandssvæði: Sambýli Vallholti 9 Selfossi. Lokaframkv. samkv. verksamningi. 6,8 millj. Þjónustumiðstöð Vestmannaeyjum Hluti kaupverðs til kaupa á húsi. 2 millj. Verndaður vinnustaður Vestmannaeyj- um. 2 millj. Þjónustumiðstöðin Lambhagi Selfossi. Vegna breytinga húsnæðis 300 þús. Skaftholt í Gnjúpverjahreppi Sambýli. Endurbætur á húsnæði 500 þús. Úlfljótsvatn vegna byggingaframkv. 500 þús. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins a. Vegna flutnings í annað húsnæði. Innréttingar og búnaður 9 millj. b. Greiðsla til útborgunar vegna kaupa á húsnæði 5 millj. Húsnæðisaðstaða svæðisstjórna 1 millj. Leikfangasöfn 500 þús. Vegna 19. gr. laga um málefni fatlaðra 1 millj. Meðferðarheimili fyrir einhverf börn Sæbraut 2, 6,8 millj.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.