Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. júlí 1987 Tíminn 5 Kaup og sala á kvóta fiskiskipa: Vestfirðingar með mestu kvótasöluna Vestfirðingar eru manna dugleg- astir að selja kvótann sinn til annarra verstöðva á landinu, sam- kvæmt skýrslum sjávarútvegsráð- uneytisins, en tímaritið Sjávar- fréttir fékk leyfi ráðuneytisins til að skoða skýrslur um kvótatilfærsl- ur milli byggðarlaga og vinna upp úr þeim, og birtast niðurstöður þessara athugana í nýjasta tölubl- aði þess. Frá Vestfjörðum voru 2.485 þorskígildi færð til annarra ver- stöðva, en aðeins 933 tekin inn í staðinn. Vestfirðir létu því tæpum 1600 þorskígildum meira frá sér en voru flutt þangað. Á sama tíma eru það Vestfirðingar sem segjast tapa mestu á núverandi kvótakerfi, og hafa margoft krafist aukins kvóta í sitt hérað. Þetta er þó ekki án skýringa. Hluti skýringarinnar gæti verið fólginn í kvótatilfærslum milli ver- stöðva tengd rækjuveiðum. Til- færslurnar eru fólgnar í því að aðkomubátar eru fengnir til að landa á Vestfjörðum rækju, og fengu að hluta til borgað í þorsk- kvóta. Önnur skýring gæti verið að flestir togarar Vestfirðinga eru á sóknarmarki og mega því ekki stunda kvótaviðskipti. Þriðja skýringin gæti verið hin svokalla „geymsla kvóta", en hún felst í því, að samkvæmt lögum kvóta- kerfisins er heimilt að færa 10% kvóta síðasta árs yfir á þetta ár. Þeir sem áttu meira en 10% eftir af honum um síðustu áramót gátu þá fært umframmagnið yfir á önnur skip, í stað þess að láta hann einfaldlega falla niður. Þannig gat annað skip „geymt“ kvóta hins skipsins. En hvað hefur sjávarútvegsráðu- neytið um málið að segja? Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri: „Það kann að vera, og er oft tilvikið, að skipin veiða fyrir heimamenn og landa á heimahöfn Landað úr Guðbjörgu ÍS. kvótans, enda þó að þau séu skráð annars staðar. Maður verður í fyrsta lagi að hafa mjög stóran fyrirvara um flutning milli byggðar- laga. Því flutningur kvóta milli byggðarlaga þarf ekki endilega að vera flutningur í lönduðum afla milli byggðarlaga. Heldur einungis flutningur milli skrásetningar- merkingar þeirra skipa sem aflann veiða. Önnur dæmi sýna að Vest- fjarðabátar hafi verið á rækju og ekki nýtt þorskkvótann þess vegna. Þeir hafi frekar kosið rækjuna og þá framselt þorskfiskkvótann á móti. Þannig framselt kvótann út úr byggðarlaginu að því leytinu til að bátar sem skrásettir eru annars staðar sem veiða aflann, en að hvaða marki honum er landað í byggðarlaginu er ekki alveg Ijóst, en örugglega er eitthvað af því. En vissulega er sá möguleiki fyrir hendi að þeir sem stunda rækjuna hafi framselt þorskkvótann alger- lega úr byggðarlaginu, en oft er það sett sem skilyrði fyrir sölu kvóta að skipin landi í heimahöfn þess sem kvótann seldi“ sagði Árni. Vestfirðingar liafa einnig sínar skýringar. „Þetta er náttúrulega ekkert magn, þetta er skítur á priki. Við gnæfum þarna upp úr af því að við fiskum meira en aðrir og okkur vantar kvóta ef eitthvað er. Þessi „sala“ tilheyrir bara rækju- bátunum, það selur enginn sem er á ferskfiski hér, ekki einn einasti. Það eru eiginlega allir togararnir á sóknarmarki, þannig að þetta eru eingöngu rækjubátarnir" sagði Guðmundur Guðmundsson, hjá Útvegsmannafélagi Vestfjarða. Á landinu öllu voru 11.300 þorskígildi flutt á milli skipa, sem ekki eru gerð út frá sömu verstöð, og þó það virðist mikið við fyrstu sýn, þá er þetta ekki nema 3,2% af heildarþorskafla síðasta árs. Þessar tilfærslur eru háðar samþykki sveit- arstjóra og verkalýðsféiaga á við- komandi stöðum og á skýrslum sjávarútvegsráðuneytisins eru þær 200 talsins. Vesturland er landshluta dugleg- astur við að kaupa kvóta, því Vestlendingar kaupa 1750 þor- skígildum meira en þeir selja, en stór hluti skýringarinnar felst í því að útgerðarmenn suðvestanlands fengu skip að vestan til að veiða fyrir sig, landa þar og síðan var aflinn settur á vörubíla og fluttur suður í vinnslu þar er kvótinn var upprunninn frá. Af einstökum plássum var það Sauðárkrókur sem keypti mestan kvóta, eða rúmlega 1100 þorskí- gildi. Það á sér þó eðlilegar skýringar. Tveir togara Sauð- kræklinga töfðust í Þýskalandi vegna breytinga og voru önnur skip fengin til að veiða kvótann, en langstærsti hluti veiðinnar hélst innan héraðs til vinnslu. -SÓL STOLL Vestur-þýsk gæðavara Reyndar af bútæknideild landbúnaðarins. Stoll Z 400 heyþyrla 4ra stj. 5 arma Vbr. 4,2 m . kr. 85.700,- Stoll R311 stjörnumugavél 8 arma Vbr. 3,1 m .. kr. 70.800,- Stoll Z 500 heyþyrla 4ra stj. 6 arma Vbr. 5,1 m . kr. 97.300,- Stoll R331D stjörnumúgvél 10 arma Vbr. 3,35 m. kr. 77.700,- GÓÐ GREIÐSLUKJÖR Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.