Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 13
Tíminn 13 Laugardagur 11. júlí 1987 Hannes Guðbrandsson bóndi, Hækingsdal, Kjós Fæddur 7. október 1897 Dáinn 6. júlí 1987 Blessad verí grasið sem grær í kríngum húsin bóndans og les mér Ijóð hans þrá og sigur hins þögula manns. Mér kemur í hug þetta ljóð Snorra Hjartar nú þegar ég minnist tengda- föður míns. Hannes var fæddur að Eyrar-Útkoti 7. október 1897 og var á 90. aldursári er hann lést. Foreldr- ar hans voru Guðfinna Þorvarðar- dóttir og Guðbrandur Einarsson. Að Hækingsdal flutti hann með foreldrum sínum árið 1905 og átti þar heimili síðan. Ungur hleypti Hannes heimdraganum og fór á bændaskólann á Hvanneyri. Halldór Vilhjálmsson var þá skólastjóri þar og mat Hannes hann mikils. Á Hvanneyri kynntist hann fyrri konu sinni, Guðrúnu Gísladóttur. 1923 hófu þau búskap á Hækingsdal, en sama ár missti hann konu sína frá ungum syni, Hauki f. 17/12 1921. Seinni kona Hannesar var Guðrún Sigríður Elísdóttir og áttu þau 7 börn saman, en þau eru Gunnar Þórir f. 28/3 1929, Birgirf. 22/3 1930, Guðfinna f. 2/4 1932, Guðbjörg f. 28/4 1933, Helga f. 16/10 1934, Guðbrandur Grétar f. 28/9 1936 og Elís f. 8/1 1942. Árið 1944 missti hann seinni konu sína langt um aldur fram. Ekkert barna sinna lét hann frá sér og varð nú bæði faðir og móðir og vann innandyra sem utan með dyggri aðstoð elstu barna sinna. Þetta er mikil örlaga- og hetjusaga. Hannes var bóndi af lífi, starfi og hugsjón, dýravinur, fjárglöggur og einstakt snyrtimenni í umgengni við búpen- ing sinn og hey. Blessað veri grasið sem blíðkar reiði sandsins grasið sem græðir jarðar mein (SHj Ræktun lands, að sjá mela og skriður verða að fagurgrænu túni var Hannesi nautn og fram á áttræðis aldur var hann að rækta. Það var Hannesi mikið gleðiefni að tveir yngstu synir hans fetuðu í fótspor hans og urðu bændur, Guðbrandur í Hækingsdal og Elís í Hlíðarási, nýbýli úr Hækingsdalslandi. Fé- lagsmál lét Hannes mjög til sín taka. Ungur gekk hann til liðs við ung- mennafélagshreyfinguna, einkunn- arorð hennar, frelsi, jafnrétti og bræðralag hafði hann jafnan að leið- arljósi. Var hann um tíma formaður U.M.F. Drengs, sat í stjórn Veiði- félags Kjósarhrepps og um tíma í hreppsnefnd. Hannes var og ötull stuðningsmaður Framsóknarflokks- ins. Ég vil að leiðarlokum þakka tengdaföður mínum samveruna öll 25 árin sem við bjuggum saman, einkum vil ég þakka fyrir hönd barna minna þann þátt og það for- dæmi sent hann átti í uppeldi þeirra og þroska, sem fylgir þcim langt inn í framtíðina. Blessað veri grasið sem grær yfir leiðin felur hina dánu friði og von Hækingsdal 9. júlí 1987 Annabella Harðardóttir ||1 Frá Borgar- Mr skipulagi Skipulagssýning í byggingarþjónustunni Hallveigarstíg 1, stendur yfir sýning á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004 ásamt ýmsum öðrum skipulagsverkefnum. Sýningin er opin alla virka daga kl. 10.00-18.00. Á þriðjudögum milli kl. 16.00 og 18.00 verður starfsmaður frá Borgarskipulagi á staðnum og svarar fyrirspurnum. Sýningin verður opin til 5. ágúst. Einnig eru veittar upplýsingar um aðalskipulagið á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3 (3ju hæð) frá kl.9.00-16.00 alla virka daga. ES NOTAÐAR BÚVÉLAR TIL SÖLU MF 135 dráttarvél 47 ha. árg. 1978 MF 135 dráttarvél 47 ha. árg. 1967 MF135dráttarvél47ha. m/ámoksturstækjumárg. 1974 Ursus C360 dráttarvél 60 ha. árg. 1980 IH CASE XL 585 dráttarvél 62 ha. 4WD árg. 1985 IMT 567 DV dráttarvél 4WD árg. 1985 Universal 550 dráttarvél 50 ha. árg. 1983 FAHR K550 fjölhnífavagn 28 rúmm. 2ja hás. árg 1986 Karboni CR44 heyhleðsluvagn 26 rúmm. árg. 1982 Torub votheysvagn m/hliðarsturtu árg. 1974 Góðir greiðsluskilmálar Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680 TANGARSÓKN GEGN VÍMU Ferðaáætlun unglinga frá félagsmiðstöðvunum ÞRÓTTHEIMUM OG FROST ASKJÓLI Dagur VUMtomusteðir Glstistaöur Áaatluö vegalangd 7. júlí Krýsuvíkurskóli Grindavik Njarðvik Keflavik Hafnarfjöröur Reykjavik ca 95 km. 8. juli Kópavogur Reykjavík Ártúnshöföi Þorlákshöfn Hverageröi Selfoss Fólagsh. Heimal. ca 150km. 9. júli Hella Hvolsvöllur Vík í Mýrdal Kirkjubæjarkl. Fólagsh. Hof ca 150km. 10. júli Fagurhólsmýri Höfn í Hornaf. Höfn í Hornaf. ca130km. 11. júlí Djúpivogur Djúpivogur ca105 km. 12. júli Breiódalsvík Stöövarfjörður Fáskrúösfjörður Reyöarfjörður ca175km. 13. júli Reyöarfjöröur Eskifjöröur NeskaupstaÖur Egilsstaöir ca 70km. 14. júlí Seyöisfjöröur Egilsstaðir Egilsstaöir Egilsstaöir ca Okm. 15. júli Reykjahlið Reykjahlíö ca170 km. 16. júli Húsavik Akureyri ca155 km. 17. júli Akureyri Akureyri Akureyri ca Okm 18. júlí Dalvík Ólafsfjöröur Siglufjöröur Hofsós ca 155 km. 19. júlí Hofsós Sauóárkrókur Blönduós Hvammstangi ca. 150 km. 20. júlí Hvammstangi Hólmavik Hólmavik ca 50 km. 21.JÚIÍ Súóavík ísafjöröur (safjöróur ca 30 km. 22. júli Bolungarvík Flateyri Búóardalur ca 50km. 23. júlí Þingeyri Búöardalur Stykkishólmur Borgarnes Ðorgarnes ca180km. 24 júli Akranes Mosfellssveit Reykjavik ca150 km. Reykjavík Samtals vegalengd ca 1.965km. Bændur-áreigendur Höfum til sölu sumaralinn sjóbirting af hinum frábæra vestur-skaftfellska stofni. Einnig sjó- bleikju. Góður kostur til ræktunar í ám, sem eru of kaldar fyrir lax. Vinnusími 99-7250 og heimasími 99-7214, Þórir Eldisstöðin í Vík hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.