Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 11. júlí 1987 FRETTAYFIRLIT SYDNEY — Bob Hawke forsætisráðherra Ástralíu og Verkamannaflokkur hans fengu ekki góðar fréttir í gær þegar síðustu skoðanakann- anir fyrir kosningarnar í dag sýndu að hin íhaldssama stjórnarandstaða var farin að draga verulega á Hawke og hans menn í vinsældum. SEOUL — Búist er við mikl- um breytingum í forystu stjórn- arflokksins, Lýðræðislega rétt- lætisflokksins, í Suður-Kóreu í næstu viku eftir að Chun Doo Hwan forseti tilkynnti í gær að hann ætlaði aé hætta sem leiðtogi flokksins til að flýta fyrir lýðræoislegum endurbótum í landinu. GENF — Símon Peres utan- ríkisráðherra ísraels hélt frá Genf í gær og sagði viðræður sínar þar við Hosni Mubarak forseta Egyptalands hafa verið árangursríkar. Ráðamennirnir tveir ræddu saman i tvær klukkustundir á fimmtudag um möguleikana á að halda al- þjóolega ráðstefnu um leiðir til friéar I Mið-Austurlöndum. MOSKVA — Háttsettur sov- éskur embættismaður sagði að hugmyndin um heimsbylt- ingu kommúnista væri orðin úrelt og ætti ekki við utanríkis- stefnu nútímans. Yevgeny Primakov, náinn samstarfs- maður Mikhail Gorbatsjovs Sovétleiðtoga, sagði í grein í Prövdu að nauðsynlegt væri að draga úr fjármagni til her- mála svo hægt væri að minnka efnahagslegan mismun milli Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna. ALGEIRSBORG — Skær- uliðar Polisario, sem berjst gegn stjórnarhernum í Mar- okkó og fyrir sjálfstæðu ríki I vesturhluta Sahara eyðimerk- urinnar, sögðust hafa fellt 275 hermenn úr Marokkóher og tekið 73 til fanga í mikilli sókn á miðvikudag, þegar yfir stóðu viðræður milli þessara tveggja aðila í Genf. DAKAR — Frjálslyndir hvítir Suður-Afríkubúar, sem eiga fund með fulltrúum hins útlæga Afríska þjóðarráðs í Senegal þessa dagana, sögðust ekki ætla að láta neina gagnrýni stöðva sig í að ræða við f ulltrúa þessarar helstu bönnuðu blökkumannahreyfingar í S- Afríku. LUNDÚNIR — Stjórnvöld í íran sögðu að hersveitir sínar myndu hætta öllum árásum á olíuflutningaskip á siglinau í Persaflóanum um leið og Frak- ar hættu að skjóta á írönsk skip. Þau sögðust hins vegar munu hefna fyrir hverja árás Iraka með því að skjóta á bandarísk, sovésk eða skip annara rlkja. ÚTLÖND Hinn nýi Rambó lætur móðann mása vestur í Washington: North fangar hugi sjónvarpsáhorfenda Margir telja hann verðugan forsetaframbjóðanda - Var tilgangur sölunnar að fá lausa gísla fyrir vopn? Washington - Reuter Oliver North undirofursti, fyrrum starfsmaður bandaríska þjóðarör- yggisráðsins, hefur aðeins verið í vitnastúkunni og svarað spurningum í tengslum við vopnasöluna til Irans í nokkra daga en þegar eru uppi raddir um að hann væri verðugur forsetaframbjóðandi ellegar kvik- myndastjarna, frægur fyrirlesari og milljónamæringur. Ástæðan fyrir framgangi North felst fyrst og fremst í sjónvarpsúts- endingunum frá yfirheyrslunum. Hinn 43 ára gamli undirofursti er strákslegur og myndarlegur og hefur „einstakan hæfileika til að tjá sig í gegnum sjónvarp," eins og Howard Rosenberg, sjónvarpsgagnrýnandi The Los Angeles Times, sagði í samtali við Reuters fréttastofuna í gær. Sumir leiðtogar íhaldsmanna í Bandaríkjunum hafa lýst yfir mikilli ánægju með frammistöðu Norths og tvö þekkt nöfn úr þeirra hópi hafa gengið svo langt að fullyrða að undirofurstinn væri verðugt forset- aefni. North gerði þó lítið úr þessum orðum í gær þegar hann var enn einu sinni í sviðsljósinu í þingsalnum þar sem vitnaleiðslurnar standa yfir: „Ég hef nákvæmlega engan pólitískan metnað," sagði kappinn og bætti við að hann myndi hvorki hlaupa eftir neinu né frá neinu. Já, vitnaleiðslunum yfir þessum mikilvæga cinstaklingi í hneykslis- málinu er tengist vopnasölu Banda- ríkjastjórnar til írans og færslu á gróða af henni til stuðnings Contra skæruliðunum í Nicaragua, var hald- ið áfram í gær. Þingnefndirnar sem rannsaka málið héldu áfram að spyrja North í þaula og talið var að um fimmtíu milljónir sjónvarps- áhorfenda hefðu fylgst með beinum útsendingum stóru sjónvarpsstöðv- anna frá yfirheyrslunum. Um 10% fleirisjónvarpsáhorfend- ur hafa fylgst með yfirheyrslunum yfir North en venjulega sjá vinsæl- ustu spurningaþættina og sápuóper- urnar þar vestra. 1 gær sagði North að hin leynilega vopnasala Reaganstjórnarinnar til írans hefði upphaflega verið tilraun til að kaupa frelsi fyrir gíslana sem haldið var í Líbanon af hópum hlynntum stjórninni í Teheran. North sagði þingnefndunum að Reagan forseti hefði frá upphafi gert öllum ljóst að hann vildi fá gíslana heim eins fljótt og auðið var. Þegar fyrst upplýstist um vopna- söluna í fyrrahaust neitaði Reagan að hafa verið að versla með vopn fyrir gísla en nokkrum mánuðum síðar dró hann í land og viðurkenndi að aðgerðin hefði farið út í þessi viðskipti. „Ég get fullvissað ykkur... um að umhyggja forsetans fyrir gíslunum var mikilvægari en öll pólitísk mál- efni og metnaður," sagði North til varnar forseta sínum. UTLOND UMSJÓN: Heimir Bergsson BLAÐAMAÐUR; Oliver North: Þykir hafa „einstakan hæfíleika sjónvarp“. sig í gegnum Bandaríkin: Los Angeles - Reuter Til ieigu: Fangelsisklefi fyrir átta- tíu dollara á dag. Fyrir þann pening má líka fá þrjár máltíðir daglega og fanginn getur horft á sjónvarp eins og honum líkar og lokað sjálfur hurðinni á eftir sér. Leikarinn Sean Penn verður bráð- lega einn af þeim sem notfærir sér þessa þjónustu yfirvalda í Los Ange- íes sem er til þess gerð að draga úr þrönginni í hinum venj ulegu fangels- um. Penn, eiginmaður söngkonunnar frægu Madonnu, var nýlega dæmdur í sextíu daga fangelsisvist fyrir að berja aðstoðarmann í kvikmynd- averi og keyra ógætilega. Það eru ekki allir, sem gerst hafa brotlegir við lögin, sem sótt geta um að komast í þessa fangelsisklefa, illræmdu glæpamennirnir eru ennþá geymdir í hefðbundnum fangelsum en þeir sem aðeins hafa lítillega brotið lögin og eiga dollara geta sótt um lúxusinn. Klefar þessir virðast njóta veru- lega vinsælda t.d. hjá þeim sem teknir hafa verið drukknir undir stýri. { einni nágrannabyggð Los Angelesborgar eru klefarnir til að mynda bókaðir fjóra mánuði fram í tímann. Tilgangurinn með þessu boði er að græða peninga og sums staðar hefur þegar orðið gróði af leigunni. Svíþjóö: Smokka- þurrð að sumarlagi Stokkhólmur - Reutcr Sænsk yfirvöld reyna nú að koma til móts við mikla eftirspurn eftir smokkum sem kemur til vegna hræðslu við hinn illræmda sjúkdóm eyðni og á þeim tíma þegar sumarhitinn vekur upp kynhvötina í auknum mæli. „Ástandið er alvarlegt," sagði Gustav Mellström framkvæmda- stjóri ríkisfyrirtækis sem sér um markaðssetningu allra smokka í Svíaríki og selur suma til annarra Norðurlanda. Gustav átti við að framleiðslan annaði varla eftir- spurninni og virtist sem Svíar væru sérlega ástsjúkir á þessu sumri. Gustav og hans menn fara með smokka til fjórtán þúsund sölu- staða vfðs vegar í Svíþjóð svo hinar átta milljónir landsntanna geti notið góðs af. „Öll heimsbyggðin kallar á fleiri smokka og smokkafyrirtæki eiga í vandræðum með að fram- leiða nóg. Við höfum hreinlega ekki verið undirbúnir þessu“, sagði Gustav sér og sínu fyrirtæki til afsökunar. Salan á gúmmíverjunum hefur tvöfaldast á síðustu tólf mánuð- um og Svíar kaupa nú um eina milljón smokka á viku hverri. Lúxusfangar leigja Bandaríkin: Mjallhvít lá á þingi Washington - Reuter Mjallhvít tapaði á þingi í Banda- ríkjunum í vikunni þegar nefnd innan öldungadeildarinnar komst að þeirri niðurstöðu að það bæri of mikinn keim af auglýsingaáróðri að nefna eina viku ársins eftir þessari ævintýrahetju. Nefndin var að fjalla um tillögu þess efnis að 13. júlí og vikan í kring yrði nefnd Mjallhvítarvikan. Á þessu ári eru liðin fimmtíu ár frá því að teiknimynd Walt Disneys um Mjallhvíti var sýnd, fyrsta teikni- myndin í fullri lengd. Myndin verður sýnd að nýju í næstu viku til að minnast þessa atburðar. Tillagan um Mjallhvítarvikuna naut mikils stuðnings í öldungadeild- inni en þar sem hún var talin ganga þvert á reglur um bann við augllýs- ingaáróðri í þessu sambandi var henni að lokum hafnað. Lesendabréf í sovéska Sannleikanum: Kvartað yfir breytingum Moskva - Reuter Yfirmaður verksmiðjudeildar í sovésku iðnaðarborginni Sver- dlovsk skrifaði í Prövdu (Sannleik) í gær og kvartaði yfir áhrifum hinna efnahagslegu breytinga sem Mikhail Gorbatsjov leiðtogi lands- ins stendur fyrir. M. Sergeyev skrifaði lesenda- bréf undir fyrirsögninni „Af hverju að vera aé vinna?“. Þar sagðist yfirmaðurinn hafa eytt allri starfs- ævi sinni í stjórnunarstörf en ný- lega hefðu eftirlitsmenn komið og sektað hann vegna þess að verka- menn hans höfðu látið gæði vör- unnar liggja á milli hluta. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu að bréfið í gær væri athygl- isvert sökum þess hversu beina gagnrýni væri þar að finna á hina nýju efnahagsstefnu Kremlherr- anna. Sergeyev karlinn var greinilega þreyttur og bitur og sagðist vera að íhuga að fá sér starf sem verkamað- ur því þannig gæti hann unnið aukavinnu með starfinu og fengið fleiri rúblur en hann ynni sér inn sem framkvæmdastjóri. Búast má við að Sergeyev verði svarað fullum hálsi í bréfum í Prövdu á næstunni þar sem hann verður sjálfsagt skammaður fyrir að ná ekki að breyta framleiðslu- einingu sinni til samræmis við ríkj- andi stefnu. Verkamenn Sergeyevs þjást greinilega af því sem kallað hefur verið „prósentumanía" þar eystra, það er að segja að hugsa meira um að framleiða það magn sem ríkis- valdið gerir kröfu til en láta gæði vörunnar alveg eiga sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.