Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 11. júlí 1987 Títninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGísiason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- SvavarogSólblóma Tímanum hafa borist fyrstu viðbrögð hinnar nýju stjórnarandstöðu við aðgerðum nýrrar ríkisstjórnar. Pau birtast í bréfi þingflokks Alþýðubandalagsins til forsætisráðherra vegna setningar bráðabirgðalaga um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum. Meginefni bréfs Alþýðubandalagsins og helsta framlag stjórnarandstöðunnar til gagnrýni á bráða birgðalög- in, sem taka til margvíslegra atriða er, að ekki verði lagður þyngdarskattur á bifreiðar fatlaðara, en bráðabirgðalögin gera ráð fyrir þyngdarskatti á bílaeigendur landsins. Nú getur verið eðlilegt að álíta að fatlaðir sérstaklega eigi við nógan vanda að stríða, þótt ekki* sé verið að íþyngja þeim með bifreiðasköttum eins og öðrum landsmönnum. En vel má vera að þeim þyki sér enginn sómi sýndur með því að taka þá þannig út úr eina og sér og frábiðja þá skatti af þessu tagi. Hefur ýmisleg fyrirtekt fatlaðra á liðnum árum einmitt sýnt, að þeim er mikið í mun að sýna að þeir eru færir um að keppa í íþróttum og halda í svaðilfarir á bátum, sem margt fullhraust fólk mundi veigra sér við. F»að er því ekki víst að fatlaðir kæri sig um meiri undanþágur en nauðsyn krefur. Einnig kæmi þeim betur en flóknar undanþágur að fá greiðslur frá því opinbera vegna fötlunar sinnar. Hvað sem þessu líður hefur forsætisráðherra lýst yfir að aldrei hafi komið til tals að leggja þennan skatt á fatlaða. í raun snýst bréf Alþýðubandalagsins til forsætis ráðherra, sem undirritað er af Svavari Gestssyni, ekki fyrst og fremst um hagsmuni fatlaðara, vegna þess að varla þarf heilan þingflokk til að samþykkja um slíka undanþágu svo eðlileg virðist hún vera verði ekki aðrar leiðir fundnar til jafnvægis fyrir fatlaða, heldur er hér um að ræða þekkt tilfinningaatriði, sem stjórnamálaflokkur notar sjálfum sér til framdráttar, þótt raunar ekkert liggi fyrir um að fatlaðir kæri sig um áskorun þingflokksins. Sem fyrsta mál stjórnar- andstöðu, þar sem efnahagslíf þjóðarinnar er til umfjöllunar er ekki stærðinni fyrir að fara. Og fari stjórnarandstaðan eftir þessu gæti verið ástæða til að biðja guð að hjálpa ríkisstjórninni. Henni er hollt að búa við sterkan málflutning stjórnarandstöðu, eins og öllum ríkisstjórnum er hollt, en ekki málflutning sem jaðrar við það broslega. Stofnanir gera mikið að því að tengja sig eða framleiðslu sína við veikindi eða sjúkdóma. Líknar- stofnanir eru auðvitað sér á parti, svo og Lionshreyf- ingin og aðrar ámóta. Aftur á móti verður seint sagt um Alþýðubandalagið að það sé Lionsklúbbur. Það verður heldur ekki séð til hvers Smjörlíki h.f. gerði nýverið samning við Landssamtök hjartasjúklinga um að láta eina krónu af hverju seldu kílói af Sólblóma renna til samtakanna. Var það gert í auglýsingaskyni? Og er þá hægt að græða á hjartasj- úklingum? Eðlilega leiðin væri auðvitað að Smjörlíki h.f. veitti árlega fé til samtakanna og segði engum frá því. Svavar Gestsson og Sólblóma eru nokkuð á sama báti, nema Sólblóma er ekki enn komið í stjórnarandstöðu. p 1 . AÐ verður ekki annað sagt en að sólin hafi heilsað ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar með hlýleg- asta móti þegar hún tók við valdsumboðinu úr hendi forseta íslands, frú Vigdísar Finnboga- dóttur, um nónbil sl. miðviku- dag. Tíminn vonar að sólin vcrmi áfram þá eilefumenninga, sem þá tóku við ráðherradómi. Ekki ætlar þó ritari þessa bréf sér þá dul að halda því fram að sólin skíni áfram á stjórnarheim- ilið. Margt bendir til að hið andstæða verði ríkjandi og þar valdi annað en málefni. Pessar stjórnarmyndunarvið- ræður hafa verið langdregnar og erfiðar. Það tók 73 daga að koma ríkisstjórnarfleyinu á flot. Hinn frægi frasi Jóns Baldvins „I mean business“ fölnaði fljótar en nokkur kratarós. Að vísu er hér uin heldur styttri tíma að ræða en tók að mynda ríkisstjórn sömu flokka undir forsæti alþýðuflokks- leiðtogans Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar 1947. Það merkilega við þessar við- ræður er sú staðreynd að tveir flokksformenn, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Þorsteinn Páls- son hafa verið þátttakendur t viðræðunum hartnær frá upp- hafi. Þar hefur uppvakningur Jóns Baldvins Hannibalssonar og Styrmis Gunnarssonar, Við- reisnardraugurinn, trúlega ráðið mestu um. Þrátt fyrir að flokksleiðtog- arnir tveir, Þorsteinn og Jón Baldvin, væru að tala saman meira og minna alla dagana 73 þá varalltaf bullandi ágreiningur milli þeirra og lífi var ekki blásið í þessa ríkisstjórn fyrr en sá ágreiningur var leystur. Styrkur Framsóknar Ekki þarf að undra tregðu þeirra viðreisnarbræðra við að leita til Framsóknarflokksins og formanns hans Steingríms Her- mannssonar. Styrkur flokksins og sérstaklega formannsins er slíkur að erfitt var fyrir hina formennina að komast undan skugga hans. Þá er með ólíkind- um að Þorsteinn Pálsson skuli hafa hafnað þegar í stað sam- starfi við Framsóknarflokkinn, þó svo að sjálfur einbúinn í fílabeinsturninum hafi háð kosningabaráttu sína á grund- velli góðs árangurs ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Ef til vill hefur sveinninn ungi verið feiminn og skömmustulegur, því það var hann sem stjórnaði ríkis- fjármálunum, en fyrir frammi- stöðu sína í þeim málaflokki fékk síðasta ríkisstjórn sinn versta vitnisburð. Nægir hér að vitna í samvisku Sjálfstæðis- flokksins, Morgunblaðið, en þar segir í leiðara s.l. fimmtudag: “... veikleiki Sjálfstæðisflokks- ins er sá, að tveimur fjármála- ráðherrum úr röðum sjálfstæðis- manna hefur mistekizt á sl. fjór- um árum að ná fram nokkrum umtalsverðum niðurskurði á út- gjöldum". Það er því ekki beysin eink- unn sem Morgunblaðið gefur kórbræðrunum fyrrverandi, Al- bert og Þorsteini. Framsókn kölluð til Það er oft sagt um óstýriláta táninga, þegar erfitt þykir að beisla þá, að þeir þurfi að rasa út greyin. Það tók þá Þorstein og Jón Baldvin mánuð að rasa út og finna þann eina möguleika sem ábyrgurgat talist í stöðunni, að leita á náðir Framsóknar- flokksins. Innanflokks- vandamál Sj álfstæðisflokksins Það vakti athygli hversu tví- stígandi Þorsteinn Pálsson var á meðan á viðræðunum stóð. Kann varla að þykja frýnilegur kostur að sitja í stjórn undir forystu formanns flokks, sem er klofinn þvers og kruss. Fyrst tapar flokkurinn 11,5% fylgis síns og 5 þingmönnum í apríl- kosningunum vegna klofnings- framboðs Alberts Guðmunds- sonar. Nefnd er sett í málið og kemst að þeirri niðurstöðu skömmu eftir “rússneska" kosn- ingu formanns á landsfundi að hann sé einangraður í fílabeins- turnum Valhallar. Minnir þetta nokkuð á þá Kremlverja? Ýmsir skríbentar bæjarblaðs sjálfstæðismanna í Kópavogi, Vogum, taka sig til og gagnrýna formanninn á þessum nótum og sumir gerast jafnvel svo fram- hleypnir að heimta sættir við Borgaraflokk. Matthías Á. Mathiesen neitar að kyngja alræði formannsins og krækir sér í ráðherrastól með hótunum, ef marka má Morgun- blaðið. Það sem nú á reynir er hvort aftökutilraun Morgun- blaðsins á forystumanni flokks- ins í Reykjanesi muni heppnast fullkomlega eða þróast í þá veru sem leiddi til uppgangs Borgara- flokksins Annar fyrrverandi ráðherra, Sverrir Hermannsson, sem greinilega hefur minni vigt en Reykjanesjarlinn er heldur ekki dulur í máli í málgagninu. “Ég mun að sjálfsögðu beita mér gegn því að hlutur landsbyggð- arinnar verði aftur fyrir borð borinn á þennan hátt við ráð- herraval. Það er ljóst að þarna reyndu þeir veiku menn sem eru í forystu tlokksins að komast úr táfestu í sterka stöðu. Við lands- byggðarmenn munum ekki una þessu lengur og grípa til þeirra vopna sem okkur standa til boða.“ Þá hafið þið það drengir og stúlkur! Þetta heitir á mannamáli stríðsyfirlýsing gegn forystu Sjálfstæðisflokksins. Einhvern veginn fær bréfritari á tilfinning- una að öll átök innan Sjálf- stæðisflokksins séu um rirenn en ekki málefni. Hvort þetta lýsir '^ólitískum þroska eða ekki skal la^ ósagt. Kynslóðaskipti eða endaskipti Það er ljóst að blómaskeiði Sjálfstæðisflokksins er endan- lega lokið. Allir þeir brestir sem komið hafa í þann stóra flokk hafa komið fram eða eru að gera það. Klofningur meðal foryst- unnar er orðinn staðreynd. Val núverandi formanns á ráðherra- efnum hefur staðfest þá gjá sem er á milli sjálfstæðismanna í borgríki Davíðs og þeirra sem utan af landsbyggðinni koma. Merkilegasta sönnun þess að dagar stórflokksins séu taldir er ráðaleysi valdamiðstöðvarinnar á Morgunblaðinu, sem mark- miðslaust veitir pólitíska löðr- unga á alla vegu. Skiptir þar engu hvort maðurinn heitir Þor- steinn eða Matthías; hvort hann er formaður flokksins eða oddviti í einu öflugasta kjör- dæmi flokksins. Ráðaleysið virðist allsráðandi í pólitískum skrifum blaðsins og vandséð hvern það vill til forystu í flokknum. Það sem eftir stendur er að pólitísk aftaka Matthíasar Á. Mathiesen er orðin að veru- leika og stuðningurinn við Þor- stein Pálsson hangirá bláþræði. Hvort Morgunblaðinu tekst að hafa endaskipti á forystu flokksins skal ekki sagt um á þessari stundu, en þeir Mogga- menn fullyrða hins vegar að betra sé að gera upp innri mál flokksins á meðan hann er í ríkisstjórn en utan hennar, þó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.