Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. júlí 1987 Tíminn 7 BUNAÐARFELAG ÍSLANDS STOFNAÐ 1837 félögunum, þar sem hreppabúnað- arfélögin eru. Forsetar, formenn og búnaðarmálastjórar í gegnum tíðina Forsetar og síðar formenn Bún- aðarfélagsins hafa verið þessir: Þórður Sveinbjörnsson háyfir- dómari frá 1837 til 1856. Ólafur Pálsson tekur við. og er til 1868. Við af honum tekur Halldór Kr. Friðriksson sem var kennari við Lærða skólann. Hann var til ársins 1901. Hann var jafnframt fyrsti formaður Búnaðarfélags íslands. Síðan tekur Þórhallur Bjarnason síðar biskup við formennsku og er til 1907 og eftir honum kemur Guðmundur Helgason sem er til 1917. Eggert Briem bóndi í Viðey er formaður í tvö ár en Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum var kosinn formaður árið 1919. Með breytingu í jarðræktarlögunum árið 1923 er hann ráðinn búnaðar- málastjóri. Árið 1923 verður Guð- jón Guðlaugsson frá Ljúfustöðum formaður Búnaðarfélagsins, en síðan kemur Tryggvi Þórhallsson árið 1925, síðan Magnús Þorláks- son Blikastöðum árið 1935 til 1939 þegar Bjarni Ásgeirsson frá Reykj- um tekur við og er til 1951. Þor- steinn Sigurðsson Vatnsleysu er þá kosinn formaðuren ÁsgeirBjarna- son Ásgarði var formaður frá 1971 til 1987. Ásgeirbaðstundanendur- kjöri á síðasta búnaðarþingi og við af honum tók núverandi formaður Búnaðarfélagsins, Hjörtur E. Þór- arinsson á Tjörn í Svarfaðardal. Búnaðarmálastjórar hafa verið sem fyrr segir Sigurður Sigurðsson frá 1923 til 1935. Metúsalem Stef- ánsson var annar af tveimur búnað- armálastjórum árin 1926 til 1935, en árið 1935 tekur Steingrímur Steinþórsson til 1963. Þá tekur Halldór Pálsson við og hann hættir árið 1980 þegar Jónas Jónsson tekur við. Ólafur E. Stefánsson var eitt ár búnaðarmálastjóri, þ.e. árið 1964ámeðan Halldórvaríleyfi. ABS Aðspurður um helstu breytingar á starfi búnaðarmálastjóra síðan hann tók við árið 1980, nefndi Jónas einkum þær breytingar sem orðið hafa vegna tölvuvæðingar. Gífurleg breyting hafi orðið þegar búnaðarsamböndin fóru að taka tölvuna í sína notkun. Með svokölluðu bændabókhaldi sem hefur verið þróað í samvinnu milli búnaðarsambandanna og Búnaðarfélags íslands er búið að treysta grundvöllinn að hagfræði- legum leiðbeiningum. Öll búnað- arsamböndin eru búin að kaupa tölvubúnað en eru misjafnlega langt komin í því að taka hann í notkun. Tveir ráðunautar hafa starfað um skeið að því að skipuleggja þessa tölvunotkun í leiðbeininga- starfinu. Annað sem reynt hefði verið að efla væri leiðbeiningastarfsemi í nýju búgreinunum. Fækkað hefði verið ráðunautum í hefðbundnu greinunum, m.a. vegna aukinnar tölvunotkunar og ráðunautar færð- ir yfir í nýbúgreinarnar. Nú sinntu tveir ráðunautar loðdýraræktinni, nýbúið væri að ráða ráðunaut í matfiskeldi auk þess sem ráðunaut- ar störfuðu í hlunnindum og í ferðaþjónustu. ABS Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðarfélags íslands: Búnaðarfélagið síungt þrátt fyrir 150 árin Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn, formaður Búnaðarfélags íslands. Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn í Svarfaðardal var fyrst kjör- inn aðalfulltrúi á Búnaðarþing árið 1971 og settist þá strax í stjórn. Hjörtur hefur búið á Tjörn ásamt konu sinni, Sigríði Hafstað síðan 1950 og hefur því búið þar í 37 ár og býr þar enn. Um áramótin mun næst yngsti sonur Hjartar, Kristján Eldjárn og kona hans Kristjana Arngrímsdóttir einnig hefja búskap á Tjörn. Tíminn tók Hjört tali í tilefni 150 ára afmælis Búnaðarfélags ís- lands og spurði hann fyrst hvað væri í verkahring formanns og stjórnar Búnaðarfélags íslands? „Ja, þú segir nokkuð. Einu sinni í mánuði kemur stjórnin saman til þess að taka ákvarðanir um alls konar erindi sem berast allsstaðar að. Á búnaðarþingum er formað- urinn sjálfkjörinn forseti þingsins og hinir stjórnarmennirnir eru varaforsetar. Ég er búinn að skipa það veglega embætti í 17 ár að vera annar varaforseti á Búnaðarþing- um og hef því fengið að setjast í forsetastólinn svona einu sinni, tvivsar og stundum aldrei. „Áhrifa Búnaðarfélags- ins gætir mjög viða“ Það er kannski erfitt að skil- greina verkahringinn, hann er nátt- úrlega að taka ákvarðanir um t.d. mannaráðningar og vera búnaðar- málastjóra til hægri handar og aðstoða hann í störfum hans. Einn- ig að afgreiða þau mál sem berast Búnaðarfélaginu. Mjög margir að- ilar óska eftir að Búnaðarfélag íslands gefi umsögn um tiltekin mál þótt félagið sé ekki ákvörðun- araðili í þeim öllum. T.d. óskar Alþingi oft eftir umsögn. Búnaðar- félagið skipar einnig mann í her stjórna, ráða og nefnda. Sem sýnis- horn af stjórnum mætti kannski nefna Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, Bjargráðasjóð, Stofn- lánadeild og Veiðimálastjórn. Það eru því fjöldamörg mál afgreidd á hverjum fundi, stór og smá og áhrifa Búnaðarfélagsins gætir mjög víða í gegnum nefndir og stjórnir. Kemur svo ekki búnaðarþing saman til hátíðafundar í sumar? „Jú, við komum saman til 70. búnaðarþings þann 15. ágúst. Við sátum 69. þing fyrr á árinu. Við ætlum að hafa svolítið tilstand í kringum afmælið og nota tækifærið til þess að reyna að meta stöðu okkar, hvernig við stöndum og hvernig horfurnar eru, vera gagn- rýnir á okkur sjálfa, ekki veitir af þegar allir aðrir eru það, jafnvel alveg ótæpilega. Það verður gert bæði í ræðu og riti og kannski ekki síst með landbúnaðarsýningunni. Þar verða margir aðilar sem sýna okkur og þjóðinni hvar við stönd- um í framleiðslumálum og hvað við getum gert. Við munum bera upp til samþykktar tillögu sem fjallar um landbúnaðinn á næstu árum. En iandbúnaðarsýningin á hins vegar að vera merkasta sýning sem haldin hefur verið á íslandi og helst öll þjóðin þarf að sjá“. Búnaðarfélagið heldur sér síungu og fylgist með tímanum Ef þú ættir að nefna eitt framar öðru í þróun Búnaðarfélagsins í 150 ár sem þér þykir hafa haft miklar breytingar í för með sér á landbúnaðinn og bændur, hvað dytti þér fyrst í hug að nefna? „Þótt Búnaðarfélagið sé orðið svona gamalt, þá finnst mér það vera ung stofnun, faglega séð, því það heldur sér síungu með endur- nýjun. Við höfum mikið af ungum ogferskum ráðunautum. Búnaðar- félagið hefur kappkostað að fylgj- ast með tímanum m.a. með því að ráða til sín ráðunauta í nýjum og nýjum greinum. Fyrst voru ráðu- nautar í jarðrækt og búfjárrækt því þá var fyrst og fremst búið með kýr og kindur. Eftir því sem landbún- aðurinn hefur færst yfir á fleiri svið hafa ráðunautar komið þangað til starfa. Straumhvörf eins og köld vatnsbuna að óvörum Hins vegar eru straumhvörfin í landbúnaðinum að koma yfir okk- ur núna, ekki sem gleðitíðindi heldur sem ótíðindi, þ.e. þegar við þurftum að fara að slást við að draga framleiðsluna saman. Áður hafði alla tíð verið markmiðið að auka framleiðsluna en svo kom það yfir okkur eins og köld gusa, tiltölulega að óvörum að við þyrft- um að snúa við blaðinu. Þetta hefur ekki komið illa við bændur eingöngu, heldur líka ráðunautana okkar. Það hefur verið afskaplega erfitt verkefni fyrir þá að fara að leiðbeina undir algjörlega nýjum skilyrðum og þá að sýna mönnum hvernig hægt er að framleiða með minni tilkostnaði." Finnst þér Búnaðarfélagið vera nógu vel í stakk búið til að sinna þeim leiðbeiningum sem það á að sinna? „Nei við þyrftum að hafa fleiri ráðunauta. Við getum t.d. ekki sinnt loðdýraræktinni sem skyldi og við erum ekki sterkir á garð- yrkjusviðinu. Við höfðum 2 ráðu- nauta þar en höfum nú bara einn. Nei við höfum ekki það lið sem við þyrftum að hafa. Hvaða nýbúgrein heldurðu að geti helst komið í stað minnkandi sauðfjárbúskapar og kúabúskap- ar? „Það er enginn vafi á því að efnilegasta nýgreinin er loðdýra- ræktin. Hún er nú þegar farin að veita eitt til tvö hundruð manns atvinnu sem er mjög mikið á örfá- um árum. Sumir hafa fulla atvinnu af þessu en aðrir að hluta. Þessi grein gæti hugsanlega slagað upp í sauðfjárræktina að mikilvægi til. Svo eru menn með fiskirækt. Þetta er ógurlega stórt atvinnuspursmál en kannski síður til þess fallið að vera atvinnugrein hjá einum og einum bónda. Þróunin er sú að menn reka þetta í stórum stíl og þá í félagi. Hins vegar getur vel stað- sett fiskeldisstöð gefið góð atvinn- utækifæri á sveitabýlum og er farin að gera það nú þegar, t.d. í Keld- uhverfi. Þar er þetta farið að hafa verulega þýðingu fyrir fólk sem sækir vinnu heiman frá sér. En það er keppikefli okkar í Búnaðarfélaginu að reyna að halda byggðinni eins og hún er og að sem fæst býli fari í eyði. Því er það mikilvægt að atvinnutækifæri séu líka til utan við sjálf býlin, en í námunda. Enda er það ekki einkamál bændanna að halda sveit- unum lifandi og sterkum, það snertir mjög persónulega marga aðra sem búa í sveitahéruðum og þprpum og óþarfi er upp að telja“. Hvernig sérðu fyrir þér íslenskan landbúnað eftir 5 til 10 ár. Held- urðu að hann verði kominn í jafnvægi þá? „Já eftir 10 ár hugsa ég að við verðum búin að ná því marki sem er nú opinbert markmið okkar og kemur fram í stjórnarsáttmálanum sem ég var að lesa rétt í þessu. Það er markmið að stilla framleiðslunni sem mest eftirþörfum innanlands- markaðarins. Eg held að við verð- um búin að ná því marki eftir 10 ár. Þá verður sauðfjárræktin orðin eitthvað minni en hún er nú, naut- griparæktin verður svipuð og í dag því við erum ekki með offram- leiðslu þar sem heitið getur. Loð- dýraræktin verður orðin helmingi stærri og sterkari grein heldur en hún er núna. Fiskiræktin verður orðin útbreiddari og farin að gefa sveitamönnum aukaatvinnu. Lengra veit ég ekki. En ég er nú svo mikill bjartsýnismaður að ég held að byggðin verði ntjög lík því sem hún er núna og verði ekki farin að grisjast neitt að ráði. Fram- leiðslumynstrið verður hins vegar orðið allt annað og nýbúgreinar þá verða orðnar miklu stærri þáttur í tekjuöfluninni. Vil sjá jafnari stöðu kynjanna í félagssamtökunum Eitt af því sem ég sé fyrir mér í landbúnaðinum eftir 10 ár er að konur verða þá komnar inn í félagssamtök okkar bæði hjá Bún- aðarfélaginu og Stéttarsamband- inu. Þetta gengur hægt en eftir 10 ár gæti nú verið að þarna væri kominn meiri jöfnuðurámilli kynj- anna. Þær verða að ganga í búnað- arfélögin hver í sinni sveit því ef þær gera það ekki komast þær ekkert lengra. Þetta vildi ég sjá breytast." Hefurðu trú á að íslenskar land- búnaðarafurðir eigi eftir að vinna sér stærri markaði erlendis en nú er? „Nei, ég er ekki trúaður á það. Það eru ekki nein þau teikn á lofti sem benda til þess að þessi gamli góði landbúnaður okkar, nautgrip- arækt og sauðfjárrækt geti staðið í samkeppni við samskonar vörur frá öðrum löndum þegar allt er yfirfullt af þessum vörum allsstað- ar. Því sé ég ekki neina breytingu, þótt ég fullyrði heldur ekki unt það. Hins vegar erum við með loðdýraræktinni einvörðungu að framleiða fyrir útflutning og þar ættum við að geta staðið öðrum fyllilega á sporði og keppt við hvern sem er vegna þcirra góðu aðstæðna sem við höfum hér“. Þú nefndir stjórnarsáttmálann. Hvernig líst þér á áform nýrrar ríkisstjórnar í landbúnaðarmál- um? „Ég var nú dálítið upp með mér af því að einn lengsti og ýtarlegasti kaflinn fjallaði um landbúnað. Ég las þetta með athygli og sá að það er ætlunin að „huga að“ svo gríðar- lega mörgu, talið upp margt stórt og smátt sem á að gaumgæfa. Ég sé náttúrulega ekki ástæðu til að hafa á móti því þótt hlutir séu skoðaðir, það er ekkert svo heilagt að ekki megi snerta það“. Hvernig líst þér á kaflann um fyrirhugaðar viðræður ríkisstjórn- ar við Stéttarsamband bænda um framkvæmd á samningi um verð- ábyrgð ríkisins með það að mark- miði að hún verði sem hagkvæmust og ódýrust og að heildarfjárfram- lög vegna útflutnings verði lækkuð en framlög til búháttabreytinga hækkuð í staðinn? „Mér sýnist að það eigi að breyta þessum samningi og það er það sem mér þótti tortryggilegast. Við teljum að þessi samningur sem gerður hefur verið til 1992 sé óskaplega þýðingarmikill fyrir okkur og að hann megi ekki undir neinum kringumstæðum brjóta niður. Ef þessi kafli þýðir að það eigi að umturna honum þá líst mér nú ekki vel á. Við þurfum tíma til breytinga; erfitt er að gera þetta eftir einhverju plani á örstuttum tíma eins og Stalín ætlaði sér þegar hann ætlaði að gera, þegar hann kom á samyrkjubúskapnum í Rússlandi. Afleiðingin var hung- ursneyð Ég held nú ekki fram að sú verði hættan, en það verður að gefa nægan tíma til breyting- anna. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.