Tíminn - 16.07.1987, Síða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 16. júlí 1987
Ráðningamál ríkisstofnana:
Aðeins 2 öryrkjar
af 260 fá atvinnu
Aðeins tveir öryrkjar af tvö-
hundruð og sextíu sem sótt hafa
um aðstoð ráðningarskrifstofu
Reykjavíkurborgar við starfsút-
vegun, hafa verið ráðnir til ríkis-
stofnana og ríkisfyrirtækja í gegn-
um öryrkjadeild ráðningarskrif-
stofunnar. Þetta kom fram í árs-
skýrslu öryrkjadeildar ráðningar-
skrifstofu Reykjavíkurborgar fyrir
árið 1986.
Þetta gerist þrátt fyrir að í lögum
um málefni fatlaðra er tekið fram,
að þeir sem notið hafa endurhæ-
fingar eigi öðrum fremur rétt á
atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi, ef
hæfni þeirra til starfs er meiri eða
jöfn hæfni annarra sem um starfið
sækja. Virðist því vera allnokkur
tregða hjá forstöðumönnum rtkis-
fyrirtækja að fylgja eftir þessum
lögum, enda.kemur fram í skýrsl-
unni að öryrkjadeild ráðningar-
skrifstofunnar hafi leitað öllu
minna til ríkisins á síðasta ári en
áður vegna þessarar tregðu.
f skýrslunni kemur einnig fram
að nokkuð sé farið að gæta þreytu
hjá sumum þeim atvinnuveitend-
um sem ráðið hafa fatlaða til sín,
sérstaklega eftir að lágmarkslaun
hækkuðu til muna. Komi það til
vegna þess að þó margir fatlaðir
séu afbragðs vinnukraftar, þá sé
því ekki að neita að margir geti
ekki talist fullgildir vinnukraftar
vegna fötlunar. Því er í skýrslunni
lögð áhersla á að sett verði ný og
rýmri reglugerð um öryrkjavinnu
svo Tryggingastofnun ríkisins geti
komið til móts við atvinnurekend-
ur við að koma á fót „skýldum
störfum" eða „vernduðum
hornum" þar sem fólk nyti meira
öryggis á vinnustað en gengur og
gerist. -HM
■r'ísv
70.alþjóðaþing
Lionshreyfingarinnar:
Svavar
Gests í
alþjóða-
stjórn
Svavar Gests hefur verið kjörinn
sem fulltrúi Norðurlandanna í al-
þjóðastjórn Lionshreyfingarinnar
næstu tvö árin. Með því er Svavar
orðinn æðsti maður Lionshreyfing-
arinnar á Norðurlöndum sem telur
um 70 þúsund félaga.
f alþjóðastjórninni eru 28 meðlim-
ir víðs vegar að úr heiminum og ber
hver þeirra ábyrgð á starfi Lions-
hreyfingarinnar á sínu umdæmi-
ssvæði.
Svavar hlaut kosninguna á 70.
þingi Lionshreyfingarinnar sem
haldið var á Taiwan í byrjun júlí. Á
sama þingi var gerð sú lagabreyting
að konur hefðu jafnan rétt og karlar
að taka þátt í störfum hreyfingarinn-
ar. Því er Lionshreyfingin ekki leng-
ur eingöngu karlahreyfing og því
farið að fjúka í flest skjól fyrir
karlpeninginn. -HM
Nýja ráðhúsið:
Borgarstjórinn
er plássfrekur
Ef marka má teikningar af nýja
ráðhúsinu er gert ráð fyrir að borgar-
stjóri Reykjavíkur sé mun plássfrek-
ari en aðrir embættismenn borgar-
innar. Gert er ráð fyrir að borgar-
stjórinn þurfi alls 130 fermetra undir
sig, ritara sinn og þá er bíða eftir
viðtali. Hins vegar er gert ráð fyrir
að annar háttsettur embættismaður
borgarinnar borgarritari, ritari hans
og þeir sem eftir honum bíða, geti
látið sér nægja rúmlega helmingi
minna pláss eða 60 fermetra.
Ekki er enn búið að taka ákvörðun
um hvort og þá hvenær hafist verður
handa við byggingu hins nýja
ráðhúss, sem fyrirhugað er að standi
við suðvesturhorn Tjarnarinnar.
Framkvæmdir gætu þess vegna hafist
á þessu ári því við fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar fyrir árið 1987
voru 60 milljónir lagðar til hliðar í
sérstakan ráðhússjóð ef ákveðið yrði
að hefja byggingu á þessu ári.
Ljóst er að ef af byggingu ráðhúss-
ins verður mun mikil röskun verða á
Tjörninni á meðan framkvæmdum
stendur þar sem gert er ráð fyrir
þremur hæðum neðanjarðar fyrir
bílastæði. Því eru líkur á að borgar-
stjórn muni leggja áherslu á að
bygging ráðhússins taki eins stuttan
tíma og mögulegt er ef af fram-
kvæmdum verður. -HM
Félagsmálastofnun:
Barn tekið af heimili
Lögreglan varð á þriðjudag að
koma Félagsmálastofnun til að-
stoðar við að færa 11 daga gamalt
barn af heimili þess í Breiðholti,.
þar sem eftirlit stofnunarinnar hef-
ur leitt í ljós að ekki hafi verið
nægilega að því hlynnt.
Frá fæðingu barnsins hefur móð-
ir þess misnotað áfengi í þeim mæli
að Félagsmálastofnun mátti til að
skerast í leikinn og taka barnið í
sína umsjá. Til þess þurfti að kalla
á lögreglu til hjálpar.
Lögreglan verst allra frétta af
þessu máli og hjá Félagsmálastofn-
un fengust ekki aðrar upplýsingar
en að mál af þessu tagi heyri sem
betur fer til undantekninga. þj
Skilvindur borga sig
- en aðeins ef smjörið er selt á svörtum
Skilvindur voru hér í eina tíð til
á hverjum bæ- og notaðar til að
skilja að rjómann og undanrenn-
una. Rjóminn varsíðan strokkaður
og búið til smjör. Það er síðan
komið í verkahring afurðastöðva í
mjólkuriðnaði að vinna mjólkur-
vörur úr nýmjólk sem mjólkur-
tankbíllinn sækir heim í mjólkur-
hús bændanna.
En þegar fullvirðisréttur er upp-
urinn - hvað gera bændur þá?
Flestir halda áfram að leggja
mjólkina inn í afurðastöðvarnar
eftir sem áður, en aðrir bregða á
það ráð að reyna að nýta mjólkina
heima. Kálfar njóta góðs af henni
en sumir fægja gömlu skilvinduna
og strokkinn, það er að segja hafi
slík tól verið notuð á fyrri tíð.
Yngri bændur sem ekki geta fengið
þetta lánað hafa samband við bú-
véladeild Sambandsins og viti
menn - þar eru skilvindur til sölu.
Þær hafa verið til í gegnum tíðina
og aðallega seldar á afskekktari
staði en síðustu ár hafa þær einnig
verið seldar til stórbænda sem ekki
búa afskekkt.
En nú vantar strokkinn til að
strokka smjörið og þá fer í verra
því strokkar fást aðeins af þeirri
stærð sem mjólkurstöðvarnar nota.
Hins vegar má nota venjulegan bor
með aukahlut, líkt og gerist með
hrærivélar, til að strokka smjör.
Á öxul borvélarinnar er settur
diskur með boxi fyrir rjómann.
Diskurinn er settur skakkur á til
I
Skilvindur eru bæði til handsnúnar
(sjá ör á mynd) eða með rafmagns-
mótor. Þær hafa einkum selst á
afskekktari staði síðustu árin en
einnig til þeirra bænda sem farið
hafa fram úr fullvirðismarki sínu
og fá ekki greitt eyri fyrir umfram-
mjóikina.
þess að boxið sé skakkt en þá
gengur strokkunin betur. Þetta
fyrirbæri hefur verið selt hjá Sam-
bandinu, ekki í miklum mæli þó.
Á síðasta sumri seldust tíu skil-
vindur og það sem af er þessu ári
hafa selst 3 til 4 skilvindur.
Handknúin skilvinda sem getur
afkastað 100 lítrum á klukkustund
ef handaflið er nóg, kostar 31
þúsund krónur. Rafknúin skilvinda
sem afkastar 225 lítrum á klukku-
stund kostar 60 þúsund.
Úr 100 lítrum af meðalmjólk
sem gefur tæplega 4% fitu, má
gera ráð fyrir að fá ca. 89 lítra af
undanrennu og 11 lítra af rjóma.
Þessir 11 lítrar af rjóma verða
síðan að 4,6 kg af smjöri en
afgangurinn er áfir.
Einn lítri af rjóma í lausu máli
kostaði 1. júní 238 krónur í heild-
sölu. Hvert kg. smjörs kostaði á
sama tíma 244 krónur í heildsölu
og eru niðurgreiðslur til bænda þá
ekki með í tölunni, en með þeim
tvöfaldast heildsöluverðið til
bænda á hvert kg.
Bóndi sem hefur 20 kýr sem
mjólka að meðaltali 15 lítra á dag
hefur 300 lítra mjólkur á dag.
Geti hann selt heimatilbúið smjör
á heildsöluverði án niðurgreiðslna
í einn mánuð, (414 kg af smjöri),
gæti hann haft um 100 þúsund
brúttó fyrir mánuðinn eða um
3.360 krónur á dag. Hann fengi
hins vegar 264 þúsund brúttó fyrir
sama magn, væri mjólkin innan
fullvirðisréttarmarkanna.
En þessir smjörútreikningar eru
nú kannski meira til gamans því
ekki er leyfilegt að selja mjólkuraf-
urðir nema ákveðnum heilbrigðis-
kröfum sé fylgt svo sem að geril-
sneyða mjólk og svo framvegis og
hvar skyldi síðan finnast markaður
fyrir allt þetta smjör? ABS