Tíminn - 16.07.1987, Síða 4
Fimmtudagur 16. júlí 1987
4 Tíminn
Iðntæknistofnun:
Samræmdur staðall við
stærðarmælingu á húsum
Til þessa hefur gætt mikils ósam-
ræmis í mælingum á stærð bygginga
hérlendis og mismunandi reiknis-
reglur notaðar. Þetta hefur verið
öllum sem nálægt fasteignamarkað-
inum koma, til mikilla vandræða og
ágreiningur verið manna á milli um
stærðir eigna.
Nú hefur Iðntæknistofnun íslands
gefið út bækling um íslenskan staðal,
sem koma á í veg fyrir þetta ósam-
ræmi í mælingu. Þeir sem unnið hafa
að endurskoðun íslensks staðals eru
þeir Gunngeir Pétursson skrifstofu-
stjóri Byggingarfulltrúa Reykjavík-
urborgar, Hafsteinn Pálsson deildar-
stjóri Rannsóknarstofnunar bygg-
ingariðnaðarins og Stefán Ingólfsson
fyrv.deildarstjóri Fasteignamats
ríkisins.
Á blaðamannafundi sem Iðn-
tæknistofnun efndi til, kom fram að
hingað til hafa 9 aðilar á landinu
fengist við útreikninga á stærðum
bygginga og engin fengið sömu út-
komu og því verið þjóðarbúinu dýrt
að ekki skuli hafa verið til ákveðnar
reglur um útreikninga.
Áætlaði Stefán Ingólfsson að um
það bil þrjár milljónir króna myndu
sparast á ári með útkomu bæklings-
ins þ.e.a.s. ef allir koma til með að
nota þennan staðal. Bæklingurinn er
mjög einfaldur og ætti að koma
öllum þeim sem vilja reikna út
íbúðarstærð sína að miklu gagni.
Einnig ætti að vera úr sögunni að
sama íbúðin sé auglýst misstór hjá
fasteignasölum.
í bæklingnum kemur fram að um
sameign, svalir og stigauppganga
gildir ákveðinn staðall til útreikn-
inga, en það er einmitt það sem hvað
oftast hefur valdið ágreiningi um
stærðir íbúða.
Bæklingin geta menn nálgast hjá
Byggingafulltrúa Reykjavíkurborg-
ar og Byggingaþjónustunni Hall-
veigarstíg. - BD
20 milljónir teknar
inn á C-gíró
Höfundar bæklings um stærðarmælingu bygginga. F.v. Hafsteinn Pálsson
deildarstjóri, Stefán IngóIfsson,verkfræðingur, Gunngeir Pétursson, skrif-
stofustjóri. Tímamynd: Brein
Við borgum um 20 milljónir á ári
fyrir C-gíróþjónustu Pósts- og síma-
málastjórnar eftir að hún hækkaði
um 33% við síðustu mánaðamót.
Veitt hafði verið 9,5% meðaltals-
hækkun á þjónustu stofnunarinnar.
Vegna þess að gjald fyrir almennar
bréfasendingar hækkaði ekki nema
um 8,3%, úr 12 kr. í 13 kr., var
gripið til þess ráðs að ná inn mismun-
inum með því að hækka til muna
gjaldið fyrir C-gíróþjónustuna.
Þetta kom fram í svari Guðmundar
Björnssonar framkvæmdastjóra
fjármáladeildar er Tíminn leitaði
eftir skýringum á þessari miklu
hækkun, úrl5kr. í20kr.,semmætir
nú viðskiptavinum banka, spari-
sjóða og pósthúsa.
Guðmundur tók fram að seðlarnir
hefðu ekki hækkað síðastliðin ár og
á sama tíma hefði kostnaður aukist
smátt og smátt. Samningur Pósts og
síma við prentsmiðjuna er bundinn
við verðhækkun pappírs og launa.
Langstærsti hluti greiðslunnar er
engu að síður þjónustugjald en ekki
efniskostnaður. Þessu þjónustu-
gjaldi skipta bankar, sparisjóðir og
pósthús á milli sín samkvæmt nánari
ákvörðun Samstarfsnefndar um
gíróþjónustu. KB
Frá afhendingu fyrsta leiðakortsins. Til vinstri eru Þórarinn Jón Magnússon rítari ferðamáianefndar og Páll Pálsson
formaður ferðamálanefndar. Til hægri eru JC- félagarnir Guðni Gunnarsson fráfarandi formaður JCH, Svava H.
Svavarsdótttir og Ægir Björgvinsson.
Upprennandi
ferðamannabær
Fimm manna ferðamálanefnd í
Hafnarfirði áætlar nú hvernig
hentugast muni að gera bæinn að
ferðamannabæ. Fyrir fáeinum dög-
um var tjaldstæði tekið í notkun á
Víðistaðasvæðinu þar sem unnið er
að miklu útivistarsvæði samkvæmt
nýsamþykktu skipulagi. Við opnun
tjaldstæðisins notaði JC- Hafnar-
fjörður tækifærið og afhenti fulltrú-
um ferðamálanefndar fyrsta kortið
af Hafnarfirði sem prentað er fyrir
ferðamenn. Það er á ensku, en næsta
sumar verður einnig prentuð íslensk
útgáfa af kortinu.
Blómabúðin Burkni hefur tekið að
sér að starfrækja upplýsingamiðstöð
fyrir ferðamenn og er það í fyrsta
skipti, sem slík þjónusta er í Hafnar-
firði. Einnig er nýtt gistihús að opna
í Hafnarfirði. Jafnframt liggur fyrir
hjá bæjaryfirvöldum ósk um leyfi til
að reisa mótel við Reykjanesbraut í
tengslum við veitingahús, sem á að
fara að reisa þar innan skamms.
Umferðarráð:
BÖRN í BÍL
ÞURFA VÖRN
Að undanförnu hafa Umferðar-
ráði borist fjölmargar ábendingar
frá fólki víðsvegar að af landinu um
að setið sé undir smábörnum í
framsætum bíla.segir í fréttatilkynn-
ingu sem Umferðarráð hefur sent
frá sér. Þrátt fyrir þá staðreynd að
öryggisbúnaður fyrir alla aldurshópa
sé til.eru alltaf einhverjir trassar á
ferð, segir jafnframt í fyrrnefndri
fréttatilkynningu.
\ iiœ8*
Góð orð '
duga skammt.
Gott fordæmi
V Z~jl. skiptir mestu
máli
Á síðastliðnum 5 árum hafa að
meðaltali um 50 börn slasast árlega
sem farþegar í bílum. Auk þess er
vitað um fjölmörg slys á börnum í
bílum sem ekki eru tilkynnt til
lögreglu. Það þykir
því ástæða til að vara fólk við því að
börn sitji laus í bílum og sérstaklega
að þau séu laus í framsætum.
Mikilsvert er að venja börn á að
sitja alltaf í barnabílstólum jafnt á
stuttum ferðum sem löngum. Slys
gera ekki boð á undan sér. Barnið
sem vanið er á að sitja í bílstólum/
beltum alltaf veitist auðvelt að nota
öryggisbúnað áfram í lífinu. Börn
eiga rétt á því að vera örugg í bíl og
búnaður til þess að verja þau er
fáanlegur.
Vestfirðir:
Skólafólk
fær styrki
Eins og undanfarin ár verða
veittir styrkir úr „Menningarsjóði
vestfirskrar æsku“, til vestfirskra
ungmenna,til framhaldsnáms, sem
þau ekki geta stundað í heima-
byggð sinni,segir í fréttatilkynn-
ingu frá Vestfirðingafélaginu. For-
gang um styrk úr sjóðnum að öðru
jöfnu, hafa: 1. Ungmenni, sem
misst hafa fyrirvinnu sína(föður
eða móður) og einstæðar mæður.
2. Konur meðan ekki er fullt
jafnrétti launa.
Ef ekki berast umsóknir frá Vest-
fjörðum, koma eftir sömu reglum,
umsóknir frá Vestfirðingum bú-
settum annarsstaðar.
Félagssvæði Vestfirðingafélags-
ins eru Vestfirðir allir. (ísafjörður,
Isafjarðarsýslur, Barðastrandar og
Strandasýsla.)
Umsóknir skal senda fyrir lok
júlí, og þurfa meðmæli að fvlgja
umsókn,frá skólastjóra eða öðrum
sem þekkja umsækjanda, efni hans
og aðstæður.
Umsóknir skal senda til „Menn-
ingarsjóðs vestfirskrar æsku“,cd
Sigríður Valdemarsdóttir Njáls-
götu 20 jarðh.101 Reykjavík.
Á síðasta ári voru veittar 85 þúsund
kr. til fjögurra ungmenna, sem öll
eru búsett á Vestfjörðum.
í sjóðstjórn eru: Sigríður Valde-
marsdóttir, Þorlákur Jónsson og
Torfi Guðbrandsson.
Þjóðveldisbærinn:
Til sýnis
alla daga
Nú hefur Þjóðveldisbærinn í
Þjórsárdal verið opnaður almenn-
ingi til sýnis og er hann opinn alla
daga vikunnar frá kl. 13.00 til 17.00
Þjóðveldisbærinn er eftirlíking af
bæ frá þjóðveldisöld. Hann er hug-
arsmíð Harðar Ágústssonar listmál-
ara og lagði hann rústirnar á Stöng
til grundvallar við hönnun bæjarins
sem og aðrar heimildir, bæði skrif-
legar og uppistandandi mannvirki í
nágrannalöndum (þá aðallega í Nor-
egi), sem eiga rætur að rekja aftur til
miðalda.
Þjóðveldisbærinn hefur vakið at-
hygli bæði meðal innlendra og út-
lendra gesta. Ásólfur Pálsson er
bæjarvörður.
Bærinn er eign íslenska ríkisins en
rekstur hans og stjórn er í höndum
nefndar sem skipuð er af forsæt-
isráðuneytinu. Bæklingur um bæinn
er til sölu og er hann á íslensku,
ensku og þýsku.