Tíminn - 16.07.1987, Qupperneq 10
10 Tíminn
ÍÞRÓTTIR
íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild:
Framsigur í Kef lavík
- Keflvíkingar gerðu sjálfsmark snemma í leiknum
Frá Margréti Sanders á Sudurnesjum:
Fram sigraði ÍBK2-0 í 1. deildinni
í knattspyrnu í Keflavík í gærkvöldi
eftir að staðan hafði verið 1-0 í
hálfleik. Framarar byrjuðu af mikl-
um krafti og spiluðu oft stór-
skemmtilega knattspyrnu án þess að
skapa sér afgerandi færi. Það entist
þó bara fyrstu fimmtán mínúturnar,
þá komu Keflvíkingar meira inn í
leikinn.
Fyrra markið kom á 10. mín.
þegar Viðar Þorkelsson gaf fyrir
mark Keflvíkinga, í Guðmund Sig-
hvatsson varnarmann og þaðan í
markið; sjálfsmark. Engin góð færi
eða hætta skapaðist allan hálfleikinn
nema þá helst á 30. mín. þegar Peter
Farrell skaut rétt framhjá úr auka-
spyrnu.
í síðari hálfleik átti Sigurður
Björgvinsson gott skot á 65. mín. og
var það vel varið af Friðrik Friðriks-
syni markverði Fram og tveimur
mínútum síðar átti Ormar Örlygsson
skot rétt framhjá hinu markinu.
Pétur Arnþórsson skoraði síðara
mark Fram á 70. mín. eftir sendingu
frá Kristjáni Jónssyni.
Freyr Bragason átti gott skot á 76.
mín. og á 81. mín. skaut Gunnar
Oddsson rétt framhjá eftir auka-
spyrnu af 30 m færi.
Leikurinn var nokkuð jafn að
undanteknu fyrsta korterinu en
Framarar virtust þó örlítið ákveðn-
ari. Keflvíkingar fengu snemma á
sig sjálfsmark og hafði það slæm
áhrif á liðið eins og gefur að skilja.
Pétur Arnþórsson átti mjög góðan
leik hjá Fram. Jóhann Magnússon
Keflvíkingur gætti Ragnars Mar-
geirssonar mjög vel og Sigurður
Björgvinsson átti einnig góðan leik.
íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild kvenna:
Valur vann ÍA
- Ingibjörg skoraði tvö
Frá KrLstni Rcimarssyni á Akranesi:
Ingibjörg Jónsdóttir skoraði
bæði mörk Vals í 2-1 sigri liðsins á
ÍA í 1. deild kvenna á Akranesi í
gærkvöldi. Staðan í hálfleik var
jöfn, 1-1 og var það Ragnheiður
Jónasdóttir sem skoraði mark ÍA.
Fyrri hálfleikur var vægast sagt
mjög tíðindalítill. Skagastúlkur
fengu tvö færi. í fyrra skiptið var
Laufey Sigurðardóttir þar á ferð-
inni en Erna Lúðvíksdóttir varði
vel. Ingibjörg komst svo ein innfyr-
ir illa sofandi vörn ÍA á 28. mín.
og skoraði 1-0. Ragnheiður jafnaði
á 35. mín. með mjög Iausu skoti
cftir góða sókn Skagastúlkna.
Seinni hálfleikurinn var hressari
og voru Valsstúlkur öllu sterkari.
Árný Magnúsdóttir átti skot f stöng
strax á 3. mín. og stuttu síðar
komst Ingibjörg aftur ein innfyrir
og átti ekki í vandræðum með að
skora, 2-1 fyrir Val. Skagastúlkur
komust meira inn í leikinn er á leið
og átti Ragna Lóa Stefánsdóttir
m.a. skot í stöng. Þá varði Ema vel
frá Guðrúnu Gísladóttur sem kom
inná sem varamaður.
Ingibjörg og Erna voru sterkast-
ar í Valsliðinu en engin ein skaraði
framúr í liði ÍA.
Leikurinn var á heildina séð
nokkuð jafn en ekki vel leikinn,
mikið um langspyrnur og minna
um spil.
Staðan í 1. deild karla á íslands-
mótinu í knattspyrnu eftir leikinn
í gærkvöldi:
ÍBK-Fram 0-2 (0-1)
(Sjálfsmark, Pótur Arnþórsson)
Valur................ 9531 17-6 18
KR .................. 9441 16-6 16
ÍA.............. 9 5 13 13-11 16
Þór ............ 9 5 0 4 16-15 15
Fram ........... 7 3 2 2 8-7 11
KA ............. 9 3 2 4 7-8 11
ÍBK ............ 8 3 2 3 15-18 11
Völsungur....... 8 2 3 3 9-10 9
Víðir........... 9063 4-12 6
FH ............. 9 117 7-19 4
Staðan í 2. deild karla á ís-
landsmótinu í knattspyrnu að
loknum 9 umferðum:
UBK-Einherji 2-0 (1-0)
(Ólafur Bjömsson 2)
Selfoss-Víkingur 2-1 (1-0)
(Jón Birgir Kristjánsson, Jón Gunnar
Bergs)-(Jón Bjarni Guðmundsson)
Leiftur-Þróttur 3-0 (2-0)
(Óskar Ingimundarson, Sigurbjörn
Jakobsson, Halldór Guðmundsson)
Sjálfsmark Keflvíkinga að verða staðreynd, boltinn hrökk af Guðmundi Sighvatssyni sem liggur lengst til hægri og yfir línuna fór boltinn án þess
að Þorsteinn Bjarnason markvörður fengi nokkuð að gert. Tímamynd Pjetur.
Víkingur........ 9 6 12 18-12 19
Leiftur.......... 95 13 12-6 16
ÍR ............. 9 4 2 3 18-14 14
Þróttur............... 9414 18-17 13
UBK .................. 9414 10-9 13
ÍBV ............ 9 3 4 2 15-15 13
Selfoss......... 9 3 3 3 17-19 12
Einherji........ 9333 10-14 12
KS ............. 9 3 2 4 13-17 11
ÍBÍ ............ 9 10 8 10-18 3
Islandsmótið í knattspyrnu, 2. deild:
Víkingar lágu á Selfossi
Leiftursmenn nálgast toppsætið
eftir sigur á Þrótturum
íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild kvenna:
Rautt í leikhléi
- ÍBK vann KA með tveimur mörkum gegn engu
Frá Margréti Sanders á Suðurnesjum:
VEISLA í HVERRI DÓS
KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA
AKUREYRI SÍMI: 96-21400
Þrír leikir voru í 2. deildinni í
knattspyrnu í gærkvöldi. Á Selfossi
lögðu heimamenn efsta liðið, Vík-
inga, með tveimur mörkum gegn
einu. Bæði lið börðust vel í leiknum
en sigur Selfyssinga var fyllilega
sanngjarn.
Fyrsta markið kom strax á upp-
hafsmínútu leiksins, Jón Birgir
Kristjánsson batt enda á fallega
sókn Selfyssinga með góðu marki.
Víkingar svöruðu um miðjan síðari
hálfleik með marki Jóns Bjarna
Guðmundssonar. Eftir það tóku
Selfyssingar leikinn í sínar hendur.
Jón Gunnar Bergs skallaði í stöng
í fyrri hálfleik en bætti unt betur í
þeim síðari er hann komst einn
innfyrir og skoraði örugglega og
tryggði Selfyssingum sigur.
Leiftur sigraði Þrótt 3-0 á Ólafs-
firði. Mörk Leifturs skoruðu Óskar
Ingimundarson og Sigurbjörn Jak-
obsson í fyrri hálfleik og Halldór
Guðmundsson í síðari hálfleik.
Sigurinn var sanngjarn en markatal-
aan gefur ekki rétta mynd af gangi
leiksins. Þróttarar voru mikið með
boltann í síðari hálfleik en náðu ekki
að skapa sér afgerandi færi.
Hver stórleikurinn rekur nú annan
á Ólafsfirði, næstkomandi laugardag
kemur efsta lið 2. deildar, Víkingúr,
í heimsókn og á miðvikudagskvöld
kemur 1. deildarlið Fram og leikur
við heimamenn í Mjólkurbikarnum.
Breiðablik vann Einherja 2-0 í
döprum leik á Kópavogsvellinum.
Ólafur Björnsson fyrirliði Blikanna
skoraði bæði mörkin, það fyrra með
góðum skalla aftur fyrir sig en það
síðara úr vítaspyrnu. Ólafur og Þor-
steinn Geirsson voru bestir í liði
Blikanna en Hreggviður markvörð-
ur Ágústsson var bestur hjá Vopn-
firðingunum.
Lítið sást af spili í leiknuin og var
hann afskaplega daufur á að horfa.
Blikarnir voru sterkari og var sigur
þeirra sanngjarn en heldur stór. Þeir
misnotuðu vítaspyrnu snemma í
leiknum, Jón Þórir Jónsson lét verja
frá sér.
Næsta umferð í 2. deild verður á
laugardaginn.
-HÁ/hb/öþ
Keflvíkingar sigruðu KA-stúlk-
urnar 2-1 í 1. deild kvenna á þriðju-
dagskvöld. Jafnræði var í fyrri hálf-
leik en þó má segja að KA hafi verið
meira með boltann en ÍBK bj&itti
hættulegum skyndisóknum^Á 13.
mín. var aukaspyrna fyrir íitan teig,
Guðný markvörður sló boltann frá.
KA- stúlkur áttu skot sem varnar-
maður Keflvíkinga varði með hendi
og dómarinn dæmdi réttilega víti
sem Hjördís Úlvarsdóttir skoraði
úr. Um miðjan hálfleik átti Guðný
skot í slá úr aukaspyrnu og á síðustu
mínútu fyrri hálfleiks fékk Svandís
stungusendingu innfyrir en var
brugðið og fengu Keflavíkurstúlk-
urnar víti sem Anna María tók. Skot
hennar fór yfir en markmaður hafði
hreyft sig og fékk hún að endurtaka
vítið. Þá skoraði hún örugglega og
staðan 1-1 í hálfleik.
Til tíðinda dró í hálfleiknum,
Hjördís Úlvarsdóttir var ósátt við
endurtekninguna á vítinu og fékk að
sjá rauða spjaldið í hálfleiknum! KA
stúlkur spiluðu því 10 það sem eftir
var.
KA sótti mun meira í seinni
hálfleik. Á 50. mín. skaut Stellt
Hjaltadóttir rétt yfir úr aukaspymu
og 10 mín. síðar varði Guðný vel
eftir hornspyrnu. Valgerður komst
innfyrir vörnina á 62. mín. og átti
gott skot en Guðný varði. Þegar 10
mín. voru til leiksloka náði ÍBK
yfirhöndinni en þær skoruðu þó ekki
fyrr en á lokamínútunni. Inga Birna
skaut góðu skoti, markvörður KA
varði vel en hélt ekki boltanum og
Kristín Blöndal nýtti sér það og
skoraði.