Tíminn - 16.07.1987, Side 15
Fimmtudagur 16. júlí 1987
Tíminn 15
lllllllllllllllllllllllllll MINNING : J-- J',
Skarphéðinn Guðbrandsson
frá Ólafsvík
Fæddur 30. september 1906.
Dáinn 12. júlí 1987.
í dag verður jarðsettur frá Foss-
vogskirkju einn af elstu borgurum
Ólafsvíkurkaupstaðar Skarphéðinn
Guðbrandsson.
Við fráfall hans er horfinn af
sjónarsviði merkur samferðarmaður,
sem sett hefur svip sinn á Ólafsvík
og markað djúp spor í félags- og
framfarasögu byggðarlagsins, enda
átt þar heima nær alla sína ævidaga,
eða í 81 ár, en um síðustu áramót
fluttist hann með eftirlifandi konu
sinni að Hrafnistu, dvalarheimili
aldraðra sjómanna í Reykjavík. Þar
átti hann aðeins skamma viðdvöl.
Hann andaðist á Landspítalanum
12. júlí sl. eftir erfiða sjúkdómslegu.
Ég og fjölskylda mín áttum því
láni að fagna að eiga vináttu Skarp-
héðins í áratugi. Hann var eftir-
minnilegur maður, strangheiðarleg-
ur, nákvæmur, hafði sérstæða frá-
sagnargáfu og vakti athygli fyrir
fágaða framkomu, bæði við störf sín
og á hátíða- og gleðifundum.
Skarphéðinn var alla ævi eftirsótt-
ur til starfa. Hann var hamhleypa
við hvaða vinnu sem var, sérstaklega
verklaginn, lagði áherslu á vönduð
vinnubrögð og hafði mikil og góð
áhrif á vinnustað og var vinsæll með
afbrigðum.
Ævi Skarphéðins Guðbrandsson-
ar var viðburðarík. Hann lifði og tók
virkan þátt í harðri lífsbaráttu þjóð-
arinnar á tímaskeiði erfiðleika og
fátæktar til velmegunar nútímans.
Skarphéðinn fæddist í Ólafsvík.
Foreldrar hans voru Guðbrandur
Sigurðsson frá Klettakoti í Fróð-
árhreppi og Jóhanna Valentínus-
dóttir frá Kóngsbakka í Helgafells-
sveit. Þau voru mannkostafólk.
Guðbrandur frá Kóngsbakka í
Helgafellssveit. Þau voru mann-
kostafólk. Guðbrandur var hrepp-
stjóri og sparisjóðsstjóri í Ólafsvík,
Jóhanna sérstæð fyrir lífskraft sinn.
Börn þeirra voru sex. - Torfhildur
húsfrú í Keflavík ernúein eftirálífi.
Systkin í „Bifröst", en svo hét heimili
þeirra í Ólafsvík, sem síðar varð
heimili Skarphéðins og hans fjöl-
skyldu, voru samhent og héldu ávallt
nánum fjölskyldutengslum.
Skarphéðinn hóf sjómennsku að-
eins 13 ára gamall, og varð það
hlutskipti hans nær óslitið í 30 ár,
ýmist á opnum bátum eða línubát-
um, m.a. frá ísafirði og Vestmanna-
eyjum. Tíu vertíðir var hann á
togurum, m.a. á Snorra Goða, Kára
Sölmundarsyni og Skallagrími, - þá
var hann með Víglundi Jónssyni
útgerðarmanni í Ólafsvík. Skarp-
héðinn var eftirsóttur sjómaður,
hraustur og verklaginn.
Árið 1955 urðu þáttaskil á starfi
hans. Hann fékk þá réttindi sem
fiskimatsmaður á saltfisk og skreið
og vann samfellt sem slíkur í Ólafs-
vík í 20 ár. Baldur bróðir hans var
einnig í þessu starfi. Voru þeir
bræður samhentir og nutu mikils
trausts fyrir vandvirkni og áreiðan-
leika í starfi. Á þessu tímabili var
Ólafsvík orðin meðal stærstu ver-
stöðva landsins í framleiðslu sjávar-
afurða, ekki síst saltfisk og skreið.
Reyndi mikið á starf fiskimats-
manna, en þeir voru fáir á þessum
árum.
Eftir að Skarphéðinn hætti mats-
störfum stundaði hann almenna
vinnu til ársloka 1986, að hann
ákvað sjálfur verklok.
Meðal þeirra verka sem þeir bræð-
ur Skarphéðinn og Baldur eru
rómaðir fyrir eru smíðar. Þeir voru
báðir eftirsóttir bæði til nýsmíða og
viðhalds húsa, - samstarf þeirra á
þessu sviði var með miklum ágætum,
vandvirkni og dugnaður svo af bar.
Hinn 12. desember 1936 varð
mesti gæfudagur í lífi Skarphéðins.
Þá gekk hann í hjónaband með
eftirlifandi eiginkonu sini, Laufeyju
Þórðardóttur frá Borgarholti í
Miklaholtshreppi, mikilli mann-
kostakonu. Sambúð þeirra hefur
ávallt verið traust og þau samhent
um allt. Heimili þeirra að „Bifröst“
bar vitni myndarskap þeirra hjóna,
gestrisni og hlýhug.
Þau eignuðust fjögur börn. Eitt
þeirra, Guðbrandur, dó fárra mán-
aða. Þau sem lifa föður sinn eru:
Guðrún gift Gylfa Guðmundssyni,
búa í Reykjavík, Vilberg, fráskilinn,
búsettur í Noregi, og Hreiðar giftur
Svölu Thomsen, búa í Reykjavík.
Skarphéðinn var vakinn og sof-
andi fyrir hag barna sinna og barna-
barna. Hann lagði sig fram um að
tryggja framtíð þeirra meðan þrek
leyfði.
Eftirminnilegur maður er fallinn
frá, maður sem setti svip sinn á
daglegt líf í litlu sjávarþorpi. Ævi
hans hefur verið viðburðarík og
litauðug. Sérkenni hans voru atorka,
vinnusemi, heiðarleiki, vandvirkni.
Minning hans mun lifa.
Ég og mitt fólk mun minnast
Skarphéðins Guðbrandssonar með
virðingu, hlýhug og þakklæti fyrir
trausta og eftirminnilega vináttu.
Við flytjum Laufeyju og börnum
innilegar samúðarkveðjur og biðjum
Guð að blessa þeim minninguna.
Alexander Stefánsson.
Ósmekkleg kveðja
Hr. ritstjóri Tímans
Mér barst í hendur hjálagt bréf
fyrir nokkrum dögum. Þetta bréf.
ber yfirskriftina „Hamingjubréf".
Bréfið er nafnlaust og ódagsett það
er sent á nafn mannsins míns, sem
lést á afmælisdaginn sinn þ. 9. apríl
s.l. Ég skil ekki hvernig nokkur
getur fengið af sér að senda svona
bréf. Það er ekki hægt að endur-
senda nafnlaust bréf! Ég vil alvarlega
benda þeim á, sem halda að þeir geti
bjargað eigin skinni, með því að
senda svona bréf, að athuga vel hver
viðtakandi er, það er ekki nóg, að
senda 20 bréf á eitthvað nafn, sem
sendandi þekkir ekkert til. Það gæti
sært fleiri en mig, því vil ég biðja
yður að birta þetta í blaði yðar, til
aðvörunar þeim, sem hafa svona
bréf undir höndum.
Með vinsemd og þökk
Bjarney Ólafsdóttir
Engjavegi 24
400 ísafirði
Fer bréfið hér á eftir:
Hamingjubréf:
Þetta brér er sent til þín svo að þú
fáir
happ og hamingju
Upprunalega bréfið var skrifað í
New England. Bréfið hefur farið
umhverfis jörðina að minnsta kosti
10 sinnum. Hamingjan er þér send.
Innan fjögurra daga eftir að þú hefur
fengið bréfið, kemur happið til þín.
Þetta er ekkert spaug.
Happið kemur til þín líkt og bréf
í pósti. Sendu afrit til fólks, sem þú
heldur að þarfnist happs og ham-
ingju. Sendu enga peninga, þar sem
hamingjan er ekki mæld í aurum.
Geymdu ekki bréfið.
Sendu það áfram innan 96 tíma.
Einn Vap-liðsforingi fékk 70.000
dollara. Jan Elliot fékk 40.000 doll-
ara, en tapaði þeim aftur, vegna þess
að hann sleit keðjuna. Sendu 20 afrit
af bréfinu. Sjáðu hvað gerist innan
fjögurra daga. Keðjan byrjaði í
Venezuela, og upprunalega bréfið
var skrifað af Saulanton Dur Pof,
trúboða í S-Ameríku. Þú skalt senda
20 afrit til ættingja og vina. Eftir
nokkra daga gerist eitthvað óvænt.
Það er alveg öruggt, jafnvel þótt þú
trúir ekki á hið yfirnáttúrlega.
Christian Dior fékk hamingjubréf
árið 1953. Hann bað ritara sinn að
gera 20 afrit af því og senda fyrir sig.
Nokkrum dögum seinna vann hann
2 milljónir í happdrætti.
Arlo Dallit, skrifstofumaður fékk
bréf, en gleymdi að senda það áfram
innan 96 tíma. Hann missti vinnuna.
Seinna fann hann bréfið aftur og
sendi það áfram. Nokkrum dögum
seinna fékk hann betra starf.
P.s. Sendu ekki peninga. Láttu
þér ekki detta það í hug. Bréfið
vinnur raunverulega.
Ath. Bréfið er raunverulega vélritað
og fjölritað.
Viðskiptafræðingar
Fræðslustörf, stjórnun og umsjón starfsþjálfunar,
skipulagsstörf o.þ.h. við Samvinnuskólann á
Bifröst eru laustil umsóknar. Viðskiptafræðimennt-
un eða önnur sambærileg menntun og reynsla
áskilin.
Mjög góð launakjör, mikil tengsl við atvinnul ífið,
atvinnumöguleikar fyrir maka og fjölskylduíbúð á
Bifröst fylgja starfi.
Umsókn sendist skólastjóra Samvinnuskólans á
Bifröst og hann veitir upplýsingar í síma 93-50001.
Samvinnuskólinn
arymann Diesel
Vestur-þýskar gæða dieselvélar,
loftkældar, sparneytnar, hljóðlátar.
Fyrirliggjandi til afgreiðslu strax.
5hö.á3000sn/mín.
5hö. á3000sn/mín.
5hö.á3000sn/mín.
Ohö. á3000sn/mín.
Beranlegar rafstöðvar
5 kw. á 3000 sn/mín.
3 fasa og 1 fasa
220 volt.
3,5 kv. á 3000 sn/mín.
1 fasa 220 volt.
í versluninni eru veittar allar
upplýsingar um verð og greiðslukjör
icL
SöiuiirOatLaDiLoir ^
Vesturgötu 16. Símar: 14680/13280
VINNUMÁLASAMBAND
SAMVINNUFÉLAGANNA
úr Ármúla 3
að Suðurlandsbraut 32,2. hæð.
Símanúmerið er óbreytt
VINNUMÁLASAMBAND
SAMVINNUFÉLAGANNA
Vinna erlendis
Hjá okkur getur þú tengið bók, sem er full af upplýsingum um störf um
allan heim, til lengri eða skemmri tíma. Um er að ræða stööur í:
Málmiðnaði, olíuiðnaði, kennslu, útivinnu, sjómennsku, hótel og
veitingastörfum, au-pair, ferðaleiðsögn, ávaxtatínslu í Frakklandi og
U.S.A. snyrtistörfum, fyrirsætustörfum, vinnu á búgörðum og bænda-
býlum eða á skemmtiferðaskipum o.m.fl.
Bókinni fylgja umsóknareyðublöð. Þetta er bók sem þú þarfnast ef þú
hugar að vinnu erlendis, þú færð upplýsingar um störf, íbúðakost,
vinnutíma o.fl. þar að auki heimilisföng c.a. 1000 staða og
vinnumiðlana. Þú kaupir þessa bók fyrir kr. 98.- sænskar, innifalið
burðargjald og 10 daga skilaréttur. Pantaðu í dag.
Skrifaðu til CENTRALHUS
Box 48,142 00 Stockholm
Ordretelefon: 08-744 1050
P.S. Við ráðum ekki í störf.