Tíminn - 16.07.1987, Side 19

Tíminn - 16.07.1987, Side 19
Fimmtudagur 16. júlí 1987 Tíminn 19 MEIRIHRAÐA Silfurbrúðkaup Spánarkonungs: Hraðamælingar Stöku sinnum sést lögreglan við hraðamælingar hér í borginni og víðar. Væntanlega geta allir viður- kennt að þessar aðgerðir lögreglu eru nauðsynlegar og mættu gjarnan vera meiri. Tilgangurinn er vitan- lega sá að koma í veg fyrir hættu- legan hraðakstur og reyna að halda ökuhraðanum nærri þeim tak- mörkum sem sett eru á hverri götu eða vegi. Þessi hraðamörk eru umdeilanleg enda er meginreglan varðandi hraða ökutækis í umferð- arlögum sú, að miða beri hraða ökutækis við gerð þess, ástand vegar og aðstæður. Þrátt fyrir þessa meginreglu ber að virða auglýstan hámarkshraða á hverjum vegar- kafla. Það getur verið erfitt, þegar hraðinn sem auglýstur er, er í engu samræmi við gerð ökutækis, ástand vegar eða aðstæður. Rétt svona sem dæmi vil ég nefna að 100 kílómetra hraði eftir Kringlu- mýrarbraut frá Kópavogi upp und- ir Bústaðavegsbrú er ekki hættu- legur að mínu áliti, á góðum bíl, í þurru veðri og björtu þegar jafnvel enginn annar bíll er á ferð eftir götunni. í þungaumferð að morgni eða kvöldi væri slíkur akst- ur glæpsamlegur. Nú er staðreynd að algengur hraði á þessum um- rædda vegarkafla er um 80 kíló- metrar við nær allar aðstæður og á nær hverskonar ökutækjum. Á kaflanum frá Kópavogi að Miklu- braut eru þrír aðalhættustaðir. Hægri akreinin við Fossvogsveg, allar akreinarnar við Listabraut, (sem á korti nýju símaskrárinnar heitir af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ,,Háaleiti“) vinstri og þó aðallega miðakreinin við Hamra- hlíð. Vegna þessara þriggja hættu- staða er 80 kílómetra hraði of mikill hraði í hinni venjulegu um- ferð vinnudagsins og þá að sjálf- sögðu refsiverður. Að kvöldlagi um nætur eða snemma morguns við góðar aðstæður er 80 km. hraði 20 km. meiri en löglegt er á þessum vegi. Það er samt sem áður ekki ógætilegur akstur ef ökumaðurinn hefur hætturnar þrjár í huga og hagar akstrinum eftir því. Þess vegna er óraunsætt að beita öku- menn sektum þótt 80 km. hraði sjáist á þessum vegarkafla við bestu aðstæður. Sem betur fer virðist lögreglan haga vinnu sinni við hraðamælingar í samræmi við þetta sjónarmið, eða með öðrum orðum lögreglan virðist beita hraðamæl- ingum til þess að koma í veg fyrir hættulegan hraðakstur en gerir minna úr hraða sem ekki veldur öðrum vegfarendum hættu eða óþægindum. Þetta eru skynsamleg ÞAU GIFTUST EKKI vinnubrögð. Sem annað dæmi vil ég nefna Kleppsveginn-Elliðaár- vog. Þar mætti vera verulegur mun- ur á aksturshraða að degi og aftur á móti að nóttu eða þann tíma sem börn og vinnutæki eru ekki á ferðinni. Þar með er ég kominn að þeirri hugmynd að göturnar verði ein- faldlega merktar mismunandi hraðaskiltum, nætur og daga skilti, tvær tölur, önnur fyrir tímann frá klukkan 22.00 til 6.00 að morgni, næturhraðinn og hin fyrir tímann 6.00 að morgni til 22.00 að kvöldi, daghraðinn. Til þess arna þyrfti reyndar lagabreytingu. Of lítill hraði Hik, óöryggi og of lítill hraði á þátt í mörgum umferðaróhöppum í borginni, sérstaklega þó aftaná ákeyrslurnar. Sumir ökumenn leggja tvisvar upp í fjórum sinnum af stað á gatnamótum til þess að komast yfir. Sleppa mörgum góð- um og öruggum tækifærum og æða svo af stað inn í alltof stutt bil, þegar síst skyldi. Aksturslag alltof margra er hikandi og fálmandi og svo lúsast þessir sauðir áfram í sælli vissu um að lítill hraði sé sama og öruggur akstur. Reyndar er ég viss um að hæg- aksturs bílstjórar valda fleiri um- ferðaróhöppum en hraðaksturs- mennirnir. Hraðakstursmennirnir valda hins vegar væntanlega frem- ur hinum meiri óhöppum, en þá er þess einnig að gæta að hægaksturs bílstjóri hefur hugsanlega í raun valdið óhappinu, þó sökin falli á hraðakstursmanninn. Ég tel að mikill munur hraða í umferðinni hér í borg sé aðal- vandamál vegfarenda okkar. Far- sælast væri ef hraðinn gæti legið milli 50 til 70 kílómetra hraða í daglegri umferð en 50 til 80 að nóttu og er ég þá að ræða aðalleið- ir. Til þess að ná þessu þarf að taka AFÁST Fyrir 25 árum var haldið brúð- kaup Juans Carlosar Spánarprins og grísku prinsessunnar Sophiu með pomp og prakt. Þar með var fullnægt áætlunum ríkra og vold- ugra ætta í Evrópu, ekki síst móður brúðarinnar sem sögð var ráðrík og ákveðin í betra lagi, en unga fólkið gekkst undir örlög sín af þeirri hlýðni og skyldurækni sem pví hafði verið innrætt frá barn- æsku. Það myndi sinna skyldum sínum og gera sér vonir um að engin stór ást ætti eftir að læðast inn í líf þess og rugla það í ríminu. Það var nefnilega langt í frá að þau Sophia og Juan Carlos hefðu sjálf haft nokkuð um þennan ráðahag að segja og það fannst þeim ekki nema sjálfsögð tilhögun. Ungi prinsinn hafði fengið stóran heim- anmund með konuefninu og prins- essan var hlaðin gulli og gersemum við brúðkaupið, rétt eins og samið hafði verið um. Svona fór um sjóferð þá! Þau hittust fyrst 1958 um borð á skemmtiferðaskipi sem mátti muna sinn fífil fegri og sökk skömmu síðar með manni og mús. Friðrika Grikkjadrottning (afi hennar var Vilhjálmur Þýskalandskeisari) hafði tekið skipið á leigu, hún var nefnilega á höttunum eftir viðeig- andi eiginmönnum handa dætrum sínum, og bauð afkvæmum háað- alsins í Evrópu í siglingu um Eyja- hafið. Það má e.t.v. segja að Friðriku hafi orðið að ósk sinni að vissu leyti, því að báðar dætur hennar, Sophia sem þá var 19 ára og Irene, 16 ára, urðu yfir sig ástfangnar - af einum og sama manninum. Sá var norski prinsinn Haraldur, sem hvorki fyrr né síðar hefur gefið annarri konu hýrt auga en Sonju konu sinni. Juan Carlos hafði líka í nógu að snúast, þ.e. - en hún kom síðar harkalega á slóðunum sofandi sem aka of hægt, en einnig þeim sem aka of hratt án þess að aðstæður gefi tilefni til. Þá þyrfti að útbúa krókótta braut með tímaprófi. Sá sem ekki færi þessa braut á tilteknum tíma missti ökuleyfið. Þetta próf færi fram við endumýjun ökuskírteinis og svo hvenær sem lögreglu þætti ástæða til, svo sem vegna umferðaróhapps sem rekja mætti til seinlætis. Ég vil að lokum benda á að víða erlendis t.d. á Norðurlöndum, þar sem umferðarhraði er miklu meiri en hér, verða samt mun færri umferð- arslys. hann snerist í kringum ítölsku konungsdótturina Mariu Gabri- ellu, sem hafði gaman af athyglinni en ekkert meir. Þessi hjónabands- miðlun Friðriku skilaði sem sagt engum árangri. En Friðrika var ekki af baki dottin. Ekkert tækifæri var látið ónotað til að koma Sophiu í nánari kynni við Juan Carlos. 1961 hittust þau í brúðkaupi hertogans af Kent og spjölluðu og dönsuðu saman en sýndu engan glóandi áhuga. Þá var Friðriku nóg boðið. Hún heimsótti ömmu prinsins og ræddi alvarlega við Franco, hinn allsráðandi ein- ræðisherra Spánar sem hafði tekið að sér uppeldi prinsins með það fyrir augum að hann yrði í framtíð- inni konungur Spánar. Franco gaf prinsinum það ráð að kíkja aðeins nánar á Grikkjaprinsessu og í aug- um Juans Carlos var ráð frá Franco Brúðkaup þeirra Sophiu Grikkja-j prinsessu og Juan Carlos Spánar- prins var haldið með pomp og prakt 1962. Þar var saman kominn blóminn úr háaðli Evrópu og þau sem mest glöddust á þcssum merk- isdegi voru Franco, einræðisherra Spánar, og Friðrika drottning Grikkja. sama og skipun. Sex vikum síðar var trúlofun prinsins og prinsess- unnar tilkynnt opinberlega. Gerðu samning um að fá loks að ráða sér sjálf og þar með var bjóminn unninn! Sagan segir að sama dag og þau fluttust inn í höllina sína „La Zarazuela“, þar sem kokkurinn og ráðskonan hafi ætlað að halda áfram að ráða ríkjum og þar með að taka við þar sem Friðrika og Fjölskyldulífíð í konungsfjölskyldunni er sagt til fyrirmyndar. Hér eru allir saman komnir ■ sumarfríi á Mallorca, Christina (21 árs) t.v. og Elena (23 ára) t.h. við foreldra sína. Felipe krónprins er 19 ára. Dæturnar tvær búa ennþá heima. Franco urðu loks að sleppa hend- inni af unga fólkinu, hafi Sophia brostið í grát og spurt hvort hún ætti aldrei að fá að ráða neinu sjálf. Þá hafi ungu hjónin svarið þess i dýran eið að þaðan í frá ætluðu þau að stjórna sínu eigin lífi og heimili . og aldrei skyldi annað þeirra taka neina ákvörðun án samráðs við hitt. Við þetta eru þau sögð hafa staðið með þeim árangri að nú, 25 árum síðar, er sögð leitun á ham- ingjusamara og samstilltara silfur- brúðkaupspari. 1975 varð Juan Carlos konungur Spánverja og Sophia drottning. Þau þykja hafa staðið sig ákaflega vel.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.