Tíminn - 09.08.1987, Síða 4
4 Tíminn
Sunnudagur 9. ágúst 1987
1
Sunnudags-
LEIDARI
Tilbreyting í
tíðindaleysinu
Mikið er tíðindaleysið þessa dagana. Menn
fletta blessuðum blöðunum sínum og finna fátt
markvert. Á forsíðum skarta alls konar hug-
leiðingar á næstum því metafysisku plani, því
það er svo fátt að gerast í raunveruleikanum.
Það er varasamt að misstíga sig á vegum
dyggðarinnar á slíkum tímum, því smátt er
það sem hundstungan ekki finnur núna. Smá-
þjófar fá stóruppslátt og unglingar sem drekka
yfir sig á útihátíð eru myndaðir í bak og fyrir
og skrifað um þá lengra mál en þótt stríðsátök
hefðu brotist út.
Annars er tilfinningin fyrir tíðindaleysinu
aðeins árétting á þeirri tilbreytingarþörf sem
nútímamanninn hrjáir og stöðugt er alið á með
nýjum afþreyingarmiðlum. í gúrkutíðinni hafa
ýmsir gefið þeim meiri gaum en áður. Og þá
kemur í ljós að þessir sömu miðlar eru í sjálfu
sér ekki annað en tilbreytingarleysið uppmál-
að. „Rásir“ þær sem nú eru farnar að ganga
allan sólarhringinn eru að mestu að útvarpa
ekki neinu, þótt þær aldrei þagni. Þeirra list er
sú að móta úr sama leirnum upp aftur og aftur
eitthvað sem á yfirborðinu líkist nýjung en er
alltaf sama klessan. Kumpánlegt glamur þátta-
stjóranna rennur jafn liðugt um sjálft sig og
diskurinn á plötuspilaranum - fæstir muna
stundinni lengur hvað þeir sögðu, enda er það
varla ætlunin. Það verður aðeins að gæta þess
að ekki hætti að flóa út úr þessum belg orða
og tóna. Þannig fer svo á endanum að
hlustandinn verður enn tómari en ella -
tilbreytingin reynist engin tilbreyting vera
þegar öllu er á botninn hvolft.
Afleiðingar falskrar tilbreytingar hljóta að
koma fram þegar frá líður. Reynt er að gera
hina yfirborðslegu gapuxa ljósvakans að
eftirbreytniverðum „stjörnum“, sem rugla
hlýtur heilbrigt gildismat hlustenda, sem
gjarna eru ungir að árum. Allskonar þvaður,
þáttómyndir og kjánalegar hringingar út um
borg og bý er til þess fallið að menn hætti að
gera greinarmun á hvað er frambærilegt og
hvað ekki. Þarna er verið að stæla fjölmiðlun
sem viðgengist hefur í löndum þar sem al-
menningur er lítt upplýstur og ólæsi væntan-
lega mikið.
Stökkið inn í þessa tegund fjölmiðlunar
hefur borið brátt að. Enn hefur mörgum ekki
tekist að verða dús við hana. En að líkindum
kemur sá tími senn. Mönnum mun lærast að
gera minni kröfur og þá verður allt eins og vera
ber.
Umsjón Helgarblaðs:
Atli Magnússon
Bergljót Davíðsdóttir
Kristján Björnsson
ERLEND MÁL
Þórarinn Þórarinssoni
Fellur indverska
ættarveldið vegna
eiginkonu Gandhis?
Hún er talin hafa mikil áhrif á mann sinn
HINN 15. þ.m. verða liðin 40 ár
síðan Indland hlaut sjálfstæði.
Næstum allan þann tíma hefur
sama ættin farið með æðstu völdin.
Jawarharlal Nehru var forsætisráð-
herra 1947-1964. Indira dóttir hans
var forsætisráðherra 1966-1978 og
aftur 1880. Hún gegndi forsætis-
ráðherraembættinu þangað til í
september 1984, þegar hún var
myrt, en þá tók Rajiv Gandhi,
sonur hennar við því og hefur
gegnt því síðan. Hann efndi til
þingkosninga í desember 1984 og
vann flokkur hans yfirburðasigur.
Því hafði ekki verið spáð, að
Rajiv Gandhi yrði eftirmaður móð-
ur sinnar. Eldri syni hennar, Sonj-
ay, hafði verið ætlað það hlutverk,
og hann búið sig undir það, en
hann fórst f flugslysi í júní 1984.
Rajiv Gandhi hafði að loknu
háskólanámi í Bretlandi gerst flug-
maður og ráðist sem slíkur til
ítalska flugfélagsins, sest að á Ítalíu
og gifst ítalskri konu, Sonia Maino,
en þau höfðu kynnst er þau voru
við nám við háskólann í Cambri-
dge. Sonia átti meginþátt í því, að
Rajiv réðist til ítalska flugfélagsins.
ÞAÐ HJÁLPAÐI Rajiv Gandhi
eftir að hann tók óundirbúinn við
embætti forsætisráðherrans, að
hann naut mikillar samúðar vegna
hins sorglega fráfalls móður sinnar.
Því var líka vel tekið, þegar hann
boðaði ýmsar breytingar á stjórn-
arstefnunni í innanlandsmálum,
m.a. auknu frjálsræði f viðskipta-
lífinu. Þá fól hann ýmsum efnileg-
um ungum mönnum veigamikil
Rajiv á baki Nehrus afa sfns
ráðherraembætti. Þekktastur
þeirra var Arun Nehru, náfrændi
Rajivs, og af mörgum talinn líkleg-
asti eftirmaður hans, ef hann félli
óvænt frá. Annar var Vishwanath
Pratap Singh, gáfaður og skáld-
mæltur maður, kominn af þekktum
furstaættum. Hann hlaut embætti
fjármálaráðherra.
Tvö fyrstu stjórnarár sín naut
Rajiv óandhi mikilla vinsælda.
Það styrkti hann, að hann kom vel
fyrir og flutti mál sitt af hófsemi.
Hann hvatti eindregið til þjóðar-
einingar, en engin þjóð er senni-
lega meira sundruð en Indverjar í
stéttir, trúflokka og þjóðernis-
flokka.
En hveitibrauðsdagarnir entust
Rajiv Gandhi ekki til langframa.
Deilur trúarflokkanna og þjóðern-
isflokkanna mögnuðust að nýju.
Meðal þjóðernisflokkanna, eins og
t.d. Sihta náðu öfgamenn forust-
unni. Að undanförnu hefur flokkur
Gandhis beðið hvern ósigurinn
öðrum meiri í fylkiskosningum fyr-
ir flokkum þjóðernissinna í við-
komandi fylkjum.
Jafnframt hafa komið til sögunn-
ar vonbrigði með þær breytingar á
stjórnarstefnunni í innanlandsmál-
um, sem orðið hafa í stjórnartíð
Rajivs Gandhis.
Sumir telja þær ganga of skammt,
en aðrir að þær hafi gengið of
langt. Einkum hafa ýmsir
viðskiptahöldar kvartað undan
strangri framgöngu U.P. Singhs
sem fjármálaráðherra. Rajiv flutti
hann því úr embætti fjármálaráð-
herra í embætti varnarmálaráð-
herra. Rétt á eftir kom upp mikið
mútumál í hernum. Singh vildi
rækilega rannsókn, en herinn var
henni mótfallinn. Niðurstaða var
sú, að Gandhi vék Singh úr em-
bætti.
Áður hafði hann vikið Arun
Nehru frænda sínurn úr embætti
innanríkis- og öryggismálaráð-
Sonia og Rajiv Gandhi
herra, og virðist nú ríkja fullur
fjandskapur milli þeirra. Hins veg-
ar hefur U. P. Singh ekki snúist til
beinnar andstöðu gegn Gandhi.
ANDSTÆÐINGAR Gandhis
hafa nýlega farið að beina nýjum
ásökunum gegn Gandhi, sem geta
átt eftir að reynast honum hættu-
legar. Þær eru þess eðlis, að hann
sé undir of miklum áhrifum hinnar
ítölsku konu sinar, en vegna henn-
ar hafi hann á sínum tíma flutt úr
landi.
Því er t.d. haldið fram, að hún
hafi átt mikinn þátt í því að Arun
Nehru var vikið úr embætti. Hún
hafi ekki þolað, að Arun Nehru lét
í það skína, að hann gæti orðið
arftaki Gandhis. Þá hafi hún ekki
þolað konu V. P. Singhs. Loks hafi
hún beitt sér gegn endurkjöri Zail
Singh forseta, en Gandhi fékk
annan mann kosinn forseta með
yfirgnæfandi fylgi í þinginu, því að
íhaldsmenn þar studdu hann.
í sumum blöðum Hindúa eru
hafnar umræður um það, hvort
börn þeirra Gandhi-hjóna, en þau
eiga son og dóttur, séu meira alin
upp í anda hindúskrar trúar eða
katólskrar, en kona Gandhis er
katólsk.
Þrátt fyrir þann mótgang, sem
Gandhi hefur mætt að undanförnu,
þykir hann líklegur til að halda
velli í næstu þingkosningum, sem
eiga að fara fram eftir tvö ár. Þetta
byggist á því að andstæðingar hans
eru mjög sundraðir og eru bæði
lengst til hægri og vinstri. Þetta
getur þó breyst og hættan, sem
vofir yfir Gandhi, er ekki síst sú,
að hann sé talinn undir annarlegum
áhrifum vegna konu sinnar.