Tíminn - 09.08.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Sunnudagur 9. ágúst 1987
Sighvatur
Björgvinsson
í þingmanna-
viðtali.
Þegar ég renni bíinum upp að húsinu no. 19 við
Ljárskóga, sé ég hvar hár maður og stæðilegur er að grúska
í bíl með opna vélarhlíf. Þegar betur er að gáð sé ég að
X^maðurinn er Sighvatur Björgvinsson nýkjörinn alþings-
maður.
Ég býð gott kvöld og hann tekur
ntér Ijúfmannlega og býður mér að
ganga inn um leið og hann segist
hafa verið að aðstoða drengina
með bíl sem þeir ætli að nota til að
komast á einhverja útihátíðina um
verslunarmannahelgina.
Inni hitti ég fyrir eiginkonuna,
Björku Melax og yngsta soninn,
Rúnar fimmtán ára. I’au Sighvatur
og Björk eiga fjögur börn, tvær
dætur og tvo syni. Elsta dóttirin
Bryndís, tuttugu og fjögurra ára er
gift Englendingi og býr á Kýpur
þar sem hún hefur nýlega opnað
diskótek sem ber nafnið Holly-
wood. Næst er Elín tuttugu og eins
árs sem dvelur í Kaupmannahöfn í
sumar og næst yngstur er Björgvin
nemi í Verslunarskólanum og
starfar í byggingavinnu í sumar.
Björk býður kaffi og við það
liðkast um málbeinið. Eg byrja á
að spyrja Sighvat hvort hann sé
fæddur og uppalinn fyrir vestan.
„Nei, ég er ekki fæddur fyrir
vestan, heldur fluttu foreldrar mín-
ir með mig til Patreksfjarðar áður
en ég man eftir mér. Faðir minn
Björgvin Sighvatsson var erindrcki
Alþýðusambands Islands á þeim
árum. Við bjuggum á Patreksfirði
um skamma hríð, eða þar til hann
réði sig til ísafjarðar sem kennari
og seinna skólastjóri. En Vestfirð-
ing tel ég mig vera og er það í
hjarta mínu.“
Sighvatur hefur verið utan þings
í eitt kjörtímabil og er að koma að
nýju inn eftirkosningarnar í vor.
En hvar eru hans pólitísku rætur?
Er hann alinn upp sem verðandi
pólitíkus?
„Það ntá frekast segja að þessi
pólitíska innræting sé komin frá
ömmu minni og afa ásamt bræðrum
ömmu. Þetta fólk bjó á Patreks-
firði, í húsum sem nefndust
Kambshús. Bræðurnir voru allir
virkir í verkalýðshreyfingunni á
Patreksfirði og allir voru þeir
kratar; þekktir undir nafninu
„Kambarar". Faðir minn var einn-
ig virkur í pólitísku starfi á ísafirði,
en ekki hvatti hann mig til að fara
út í pólitíkina. Þegar það var þó
orðin staðreynd fékk ég fullan
stuðning frá honum", segir Sig-
hvatur brosandi.
Ég spyr hvenær hann hafi fyrst
verulega farið að hafa afskipti af
stjórnmálum.
„Ætli menntaskólaárin á Akur-
eyri hafi ekki haft sterk áhrif, og
þar hóf ég að starfa með félagi
ungra jafnaðarmanna. Skólabræð-
urnir voru líka margir hverjir pólit-
ískir og má þar nefna; núverandi
dómsmálaráðherra, Jón Sigurðs-
son, Jón Sæmund Sigurjónsson
nýkjörinn alþingsmann fyrir Al-
þýðuflokkinn, Halldór Blöndal,
þingmann Sjálfstæðisflokks og Má
„Ekki alltaf nóg að
vera orðheppinn á
framboðsfundum.“
Pétursson bróður Páls á Höllustöð-
um.
Ég naut mín mjög vel á Akureyri
og mikið var um Vestfirðinga í
Menntaskólanum, því þeir fóru
frekar norður til náms, en til
Reykjavíkur."
Síðan tekur viðskiptafræðin við
og ritstjórn á Alþýðublaðinu.
„Já, ég lauk nú aldrei nema
tveimur árum í Háskólanum því ég
hélt áfram að skipta mér af pólitík
eftir að ég kom til Reykjavíkur.
Það má eiginlega segja að straum-
hvörf hjá mér- í pólitík hafi verið
með grein sem ég skrifaði í Al-
þýðublaðið í kosningabaráttunni
1967. Eftir að þessi grein birtist
kont Gylfi Þ. Gíslason til mín og
hafði það eftir Þórarni Þórarinssyni
á Tímanum, að þessi grein hafi
verið besta grein sem hann hefði
lesið í kosningabaráttunni. Nokkru
seinna lét Benedikt Gröndal af
störfum sem ritstjóri Alþýðublaðs-
ins, en áður hafði hann komið á
minn fund og rætt um það við mig
hvort ég vildi taka við. Ég hafði þá
aldrei komið nálægt blaða-
mennsku, og segi Bendikt það.
Hann hélt nú að það væri ekki svo
mikið mál og ég ætti að geta
stundað námið með. Ég tók þessu
boði Benedikts, en það kom nú
fljótlega í Ijós að blaðamennskan
var fullt starf. Ég fann það líka
fljótlega að blaðamennska er
nokkuð sem festist í blóðinu, mað-
ur verður háður hcnni.
Það var dálítið gaman að því að
ég kem þarna inn eins og hver
annar grænjaxl, en þá var annar
ritstjóri Alþýðublaðsins, Kristján
Bersi Ólafsson. Hann var mikil
hjálparhella og kenndi mér mikið.
En ég fékk hins vegar eitt ráð hjá
Benedikt þegar hann kvaddi mig
og vísaði mér í ritstjórastólinn þar
sem mér var ætlað að skrifa leiðara
upp á hvern dag. Ég man enn
orðrétt það sem Benedikt sagði
þegar ég fór að lýsa áhyggjum
mínum á því vandamáli. Þá sagði
Benedikt;
„Þeir sem ætla að skrifa leiðara
daglega verða að búa yfir þeim
eiginleika að geta pissað án þess að
þeint sé mikið mál.“ Ég held að
ntikill sannleikur hafi verið í þeim
orðum, því oft komu þeir dagar
sem andagiftin lét á sér standa, en
þetta tókst.“
Síðan tekur þigmennskan við
nokkrum árum seinna hvernig bar
það til, eða var það bein afleiðing
af að vera ritstjóri Alþýðublaðsins?
„Það er þannig hjá Alþýðu-
flokknum að ritstjóri Aðþýðu-
blaðsins á jafnframt sæti í þing-
flokknum með fullum réttindum,
og þá kynntist ég störfum þing-
manna flokksins á þingi. Ég var
Hluti fjölskyldunnar saman i
garðinum. Björk, Sighvatur og
synirnir tveir Björgvin og Rúnar.
líka á þessum árunt forntaður Fé-
lags ungra jafnaðarntanna og mjög
virkur í pólitísku starfi innan
flokksins. Jú, það má rétt vera að
allt þetta hafi verið rökréttur
undanfari þess að ég bauð mig
frani til þings.
Tildrögin voru þau að Alþýðu-
flokkurinn hafði í kosningunum
1971 misst þingsæti sitt á Vestfjörð-
um vegna stórsigurs Hannibals sem
þá bauð fram í nafni Frjálslyndra
og vinstri manna. Fyrir kosning-
arnar 1974 fóru menn að litast um
eftir manni í fyrsta sæti A-listans,
þar sem Birgir Finnsson ákvað að
bjóða sig ekki fram aftur. Það
endar með því að ég velst í þetta
sæti. Það hafði nú gengið á ýmsu
áður sem sumt hefur komið fram,
en annað ekki opinberlega en það
urðu vissulega átök áður en fram-
boðslistinn var endanlega sam-
þykktur. Á tímabili 'hafði verið
rætt um að Vilmundur Gylfason
yrði í fyrsta sæti, en ég í öðru. Það
breyttist, Vilmundur kom til mín
með þá tillögu að við víxluðum
sætum, sem varð síðan niðurstað-
an.
Við Vilmundur fórum síðan
vestur í miklum flýti, því skammur
tími var til kosninga. Hvorugur
okkar hafði mikla þekkingu á má-
lefnum vestra, en ég stóð þó betur
að vígi þar sem ég var uppalinn
fyrir vestan.
Það urðu til margar skondnar
sögur um þetta framboðsferðalag
okkar og man ég til að mynda eftir
einni. Hún var á þá leið að við
hefðum ekki vitað hvar kjördæmið
byrjaði og farið á bæ í Gilsfirði
haldandi hann vera fyrsta bæinn í
kjördæminu, en hefði þess í stað
verið sá síðasti í Vesturlandskjör-
dæmi. Þar eyddum við degi í góðu
yfirlæti og við Vilmundur sáum
ekki eftir tímanum þrátt fyrir það.
En þessi saga komst á kreik og var
mikið gert grín að því að við
vissum ekki einu sinni hvar kjör-
dæmið okkar væri.
Þessi tími var ákaflega skemmti-
legur; mikið fjör á framboðsfund-
um, sem þróðust í þá átt að
hálfgert einvígi var á milii okkar
Vilmundar annars vegar og Kar-
vels Pálmasonar og Jóns Baldvins
hins vegar, sem þá buðu sig fram
fyrir hönd Frjálslyndra og vinstri
manna.
Þarna lærði ég að það er ekki
alltaf nóg að vera orðheppinn og fá
mikið klapp á fundum, því svo
sannarlega fengum bæði við og
Frjálslyndir góðar viðtökur. En
úrslit kosninga voru ekki í sam-
ræmi við þær viðtökur. Karvel
komst að vísu að sem uppbótamað-
ur, og ég einnig raunar fyrir örfá
umframatkvæði sem Alþýðuflokk-
urinn fékk í Reykjavík. En ekki
bætti Alþýðuflokkurinn á Vest-
fjörðum við sig nema um þrjátíu
atkvæðum og Frjálslyndir töpuðu
verulegu fylgi, þrátt fyrir fram-
boðsfundina. Annars var svo mjótt
á mununum að ef flokkurinn hefði
ekki fengið fylgi í Reykjavík, þá
hefði hann hreinlega þurkast út í
þessum kosningum."
Talið berst að innbyrðisátökum
í Alþýðuflokknum, og þá sérstak-
„Sú saga komst á kreik
að við Vilmundur
vissum ekki hvar
kjördæmið okkar
væri.“
lega við Jón Baldvin og Karvel
Pálmason.
„Auðvitað skilur slíkt eftir sig
ákveðin merki og tekur tíma að
jafna sig. Það má segja að á
þessum árum sem Samtök frjáls-
lyndra og vinstrimanna voru og
hétu, þá hafi verið hatrömm bar-
átta á milli þessara afla og okkar í
Alþýðuflokknum. Jón Baldvin er
mælskur maður eins og allir vita og
harður í horn að taka, og átökin
okkar á milli voru oft hörð. Þó ekki
hafi beint verið um blóðuga baráttu
að ræða, þá tekur það sinn tíma að