Tíminn - 09.08.1987, Page 6

Tíminn - 09.08.1987, Page 6
6 Tíminn Sunnudagur 9. ágúst 1987 Landsleikur skipti múhameðstrúarmanna og kristinna manna nú á tímurn, í Mið-Austurlöndum. Félögin höfðu sín svæði, landamærin. KR var félag heið- arlegra Vesturbæinga og sannra íslendinga. Frægasta spark Clausens ntun lengi verða í minnum haft, en það var í leik á móti KR í hvassviðri og regni. KR mun liafa haft yfir. Það var liðið að leikslokuni, þegar markspyrna var frá marki hún á móti? - Nú rykfrakkinn minn, þessi blái! - Þú átt engan rykfrakka, sagði hún. Til hvers vantar þig rykfrakka? Það er ekki nein rigning. - Ég ætla á Völlinn. Það er iandsleikur við Noreg, hélt ég áfrarn og dró inn magann. - Nú, svo þú ætlar á völlinn, sagði hún og horfði grunsamlega á mig. Baragenginn íbarndóm. - Hann hlýtur að vera niðri í sína, bláu frakkana og rykfrakk- ana sína. Yfir þessari skelfingu, blöktu svo fánar þjóðanna í vestan kylju og smágert regn féll á vangann, regnúði, sem var jafn fíngerður og þessi þjóð, sem hvorki kunni lengur að sigra, né tapa. I heiðursstúkunni voru margir stórir frakkar. Sendiherrar og stjórnmálamenn. Albert var í bláum, Geir borgarstjóri í brún- unt og þeir valkókuðu fyrir fram- an kjósendur sína, en Gísli Hall- kvöldin gengum við út á völl, full eftirvæntingar og undarleg gleði fyllti sál okkar. A leiðinni ræddu menn um fótbolta. Ræddu um liðið og um vesalingana, sem annaðhvort voru Valsarar, Danir, eða í Víkingi, eða hvaö þetta nú allt hét. Menn ræddu unt hann Tona, sem varði óverjandi skot, urn Björgvin Schram, Rikka, Jón á ellefu, Sigga skalla og guð veit hvað og þeir eldri töluðu með innöndunt um Þorgeir, Steina Mos, Hans Kragh, Gísla í Hala og Clausenspörkin. Við töluðum ýmist í lágum hljóðum, cða urðum hávær cr við ræddum um afrek þeirra. Og svo í eldskini hnígandi sólar gengum við heim, ýmist dans- andi af gleði, eða að kvöldsólin rak okkur í gegn, ásamt þjáning- unni, ef liðið hafði tapað. III. En það fóru ekki allir á völlinn. Pabbi fór til dærnis aldrei á völlinn. Hann hélt að vísu með KR, en lét sér nægja að horfa á hann Jón í Skipholti, sem var mikill knattspyrnuunn- andi og átti stráka í landsliðinu. Jón í Skipholti hafði verið á skútum og hann fór alltaf á völlinn, eftir að hann hætti til sjós. Hann var svolítið haltur, eða stakk við, og þegar KR hafði tapaö, dróst Jón í Skipholti mcö veikum buröum eftir Grandaveginunt, en þegar KR vann, hvarf heltin. Óg þá fór hann hratt yfir hann Jón í Skip- holti, til að segja konunni frá sigrinunt, en Þórunn kona hans fór ekki á völlinn. Já og ef grannt er skoðað, var heintferðin af vellinum ef til vill áhrifameiri en leikurinn sjálfur, og um leið fyrirferöameiri í minningunni, því í þá daga tóku menn lcikina með sér heim. Þeir báru þá inná sér, cða á bakinu og þeir sváfu á brjósti okkar alla nóttina. Og suma dagana urðu ákveðnir leikir að stöðugu unt- ræðuefni meðal okkarstrákanna og hinna fullorðnu. Og þegar mikið gekk á, rötuðum við varla heim. Ef til vill þykja skoðanirokkar á knattspyrnu frumstæðar núna. En áhorfendur, eða áhangendur félags, skipta þó töluverðu rnáli ennþá, að mér skilst. Ef til vil var Guðmundur Halldór, togaramaður hinn dæmigerði KR-ingur áhorfenda- pallanna. Að vísu er togara- sjómaðurinn fyrst og fremst gestur á heimiíi sínu, eða var það, jafnvel löngu eftir að Sjó- ntannafélagið hafði verið stofnað. Viðstaðan í landi því oft lítil, nenta þá helst á sumrin. Togararnir voru járnhnoðað- ar þrælakistur, sem spúðu eldi og gufu. Járn braut járn. Eigi að síður voru nokkrar tómstundir hjá togaramönnum í plássi. Togarar sigldu, þeir fór í slipp. Stundum brotnaði eitthvað, eða gaf sig, og fyrir kom að þeim var lagt inn á Sund, þegar ekki borgaði sig lengur að gera þá út á veiðar. Þá eins og nú, og þar hímdu þeir eins og járndraugar og rottan synti í land, full skelf- ingar. Guðmundur Halldór var ekki þannig maður, að hann gæti notið tómstunda, eins og stund- um er sagt. Tómstundir voru því eyða í lífi hans - nema þegar hann gat farið á Völlinn, en það gjörði hann oftastnær. Hann var fastagestur. Guðmundur Halldór hafði unun af allri keppni í íþróttum og þá sér í lagi fótbolta, sem hann lifði sig inn í, í bókstafleg- um skilningi. Það mátti sjá það af göngulagi hans og yfirbragði hvernig leikir höfðu farið, og að sjálfsögðu tók hann leikina mcð sér heim í Verkó, og virtist ekki mönnum sinnandi ef KR tapaði leik. Það var hans félag og gat því ekki raunverulega tapað leik, nema réttlætið hefði vcrið fótum troðið. Dómarinn eða línuvörðurinn, eða að einhver hafði dottað á himnum. Og hneykslan hans var óskvikin, eins og sorgin. Til eru margar sögur af Guð- mundi Halldóri, orðsnilld hans og innlifun. Mér er það til dæmis minnisstætt, þegar hann var að koma af stórleik á vellinum, en hvort KR tapaði eða vann, erég búinn að gleynta. En allavega var Guömundur Halldór í ntikilli geðshræringu, og þegar hann kom heint, vildi svo til að enginn var heima, svo hann byrjaði á því að setja ketilinn yfiroglaga kaffi úrvatni, exporti og gcöshræringu. Þegar hann hafði lokið við að laga kaffið og var sestur til þess að drekka úr bollanum, kom kona úr næsta húsi inn, án þess að banka og varð henni dálítið hverft við. Og hún spurði hann, hvað hann sé að gcra þarna. - Gera hér. Ég er að drekka kaffi. Má bjóða þérbolla, spurði hann svolítið undrandi? Konan svaraði engu, en eftir dálítið kalda þögn, sagði hún: -Ég á nú heima hér. Guðmundur Halldór þagnaði andartak, horfði fyrst rannsak- andi á þessa biluðu konu, en síðan leit hann í kringum sig, og sá þá að ekki var allt með felldu. Og ekki er að orðlengja það, að hann hafði farið inn í vitlaust hús í Verkó. Hann átti heima á Ásvallagötu 65, en hafði í geðs- hræringu sinni farið inn í hús núnter 63. Að þessu var ntikið hlcgið, og Guðmundur kláraði sitt kaffi og fór. Þessi saga lýsir vel uppnámi fastagesta og KR-inga, en þó er þess að geta, að húsin þarna voru öll eins, og án efa llestar kaffikönnur líka. Á vorum dögum hefði Guð- mundur Halldór talist til sér- fræðinganna. Hann vildi ákveðna gerð af knattspyrnu, sumsé að menn spörkuðu mark- anna á milli. Þá gat allt skeð. Þetta nefndu ntenn Clausen- spörk í þá daga, og voru þau kennd við Arreboe Clausen, föður Clausenbræðra, Hauks og Arnar, sem síðar urðu frægir garpar í frjálsum íþróttum. Clauscn var í Frant, sem var að vísu galli, en hann naut þó viðurkenningar langt út fyrir félag sitt fyrir spörk sín, sem var þó heldur sjaldgæft, því mörkin milli knattspyrnufélaga voru mun skýrari á þeirri tíð, en þau eru á vorum dögum. Menn stunduðu fótboltalegan strangtrúnað í þá daga og sam- skipti milli félaga minntu á sam- Fram, sem hafði á móti stormi og regni að sækja. Auðvitað tók Clausen út- sparkið og hann stillti boltanum vandlcga upp, en í þá daga voru knettir úr þykku leðri og þeir drukku í sig mikið vatn í regninu og pollunum á vellinum, sem oft var eitt svað. Var boltinn orðinn mjög þungur. Það er ekki að orðlengja það, nema Clausen mun hafa hugsað með sér, hvort ekki væri nú reynandi að gjöra bara ntark, beint úr niarkspyrnunni. Og hann tók gríðarlegt tilhlaup og miðaði í hornið á ntarki KR, en hitti boltann þó ekki neitt sér- lega vel. En yfir völlinn fór boltinn og í stöngina á KR markinu - sem brotnaði í spón við höggið. Þetta var sú tegund knatt- spyrnu, sem Guðmundur Hall- dór vildi viðhafa. Hann gaf minna fyrir samleik. Samspil manna unt fótbolta á Laugar- dalsvellinum vildi hann ekkert hafa ntcð að gera, og viður- kenndi reyndar aldrei þann völl. Hann hætti að sækja fótbolta- leiki. Melavöllurinn var fastmótuð heild. í Laugardalnum var ann- að mynstur, er heillaði hann ekki. En tryggð hélt hann við Melavöllinn til dauðadags. Horfði þá einkum á frjálsar, en þar voru afreksmenn að hans skapi og settu met. Guðntundur Halldór féll vel inn í KR, þannig að það var ávallt ranglátt, ef KR tapaði. Og þá var almættinu það réttara að koma með viðeigandi skýringar. IV. Föstudagurinn rann upp og þegar komið var kvöld, spurði ég konuna um rykfrakkann minn. - Hvaða rykfrakka, spuröi geymslu, og ég fór í geymsluna og fann frakkann, sent ilntaði þekkilega af blautum pappír og kalki. En hann var samt ágætur og ég fór að hugsa um það, að það var nú orðið langt síðan ég hafði farið í rykfrakka. Líklega ekki síðan ég fór síðast á Völlinn, en sem kunnugt er, þá voru, eða eru frakkar, einskonar stöðutákn á íþróttavellinum. Þannig var það a.rn.k. í gamla daga, þótt ekki rigndi hann þá jafn óhuganlega í Reykjavík og á vorum dögunt. Maður varð að vera í frakka á Vellinum. Það tilheyrði knattspyrnunni í gantla daga á sama hátt og dómarinn og línuverðirnir. í þá daga áttu líka margir fallega frakka. Einkunt og sér í lagi Víkingarnir, sem mættu allt- af í amerískum glæponafrökk- um frá Chicago. Þessum tví- hnepptu með breiðu hornunum, en svoleiðis frakkar munu vera sjaldhafnarflík knattspyrnu- manna enn þann dag í dag. Að minnsta kosti máttu bóka, að þeir sem ganga í gulum, eða bláunt frökkum úr Kashmírull, eru annaðhvort sendiherrar, söngvarar, gangsterar, eða knattspyrnumenn. Ég sá það strax og ég kont á Laugardalsvöllinn, að ntér höfðu orðið á mistök. Ég myndi ekki þola að sjá þjóð mína tapa einu sinni enn. - Vertu rólegur pabbi, sögðu strákarnir. Þeir unnu Austur- Þjóðverja og gerðu jafntefli við Frakka, en ég bað þá að hætta að hugsa upphátt. Ég hafði nefnilega visst hugboð - alveg cins og í gamla daga. Allur þessi áhorfendaskari og það var einhvern veginn allt of mikil sigurvissa í andliti þessarar þjóðar, sem stakk höndunum svo djúpt niður í gulu frakkana dórsson forseti ÍSI, sem líka var í pólitík var bara í rykfrakka, þó hann væri gömul fótbolta- stjarna, því þegar maður er forseti ÍSI, verður maður að leyna fótboltanum í sérog kaupa sér rykfrakka í staðinn. Og við bárumst með flaumnum, og blönduðumst þjóð okkar og draumi niður lágan halla, inn hliðin og í stúkuna. Ég virti áhorfendur fyrir mér. Aldrei hafði annað eins mannhaf þorað á landsleik, eins og í kvöld. Það gjörði líklega sigurinn yfir A-Þjóðverjum og jafnteflin við Frakka. Og stundum greip mig sú tilfinning að ég væri á leiðinni í fangabúðir, eða á vígvöllinn. Þjóðsöngvar hafa alltaf haft slæm áhrif á mig. Endalaus þyrpingin lötrar áfram, fet fyrir fet, og þú hefur það á tilfinningunni, að hamrabrún sé framundan og að ekki verði snúið aftur. Guð varðveiti þessa sigurvissu þjóð hugsaði ég með mér og þá sérstaklega íslenska markið á kalskemmdum vellinum fyrir neðan, sem nú starði eins og grænt auga upp í regndrukkinn hintininn. Ja svona slæmt var þetta, að jafnvel grasið hafði ekki þorað að spretta upp úr blóðvolgri jörðinni. Og áfram bárumst við nteð straumnum. Inn unt stúkudyrn- ar, framhjá þúsundununt, sem sátu með skelfinguna í augun- um, en sigurglott var málað yfir bleikar varirnar. Frakkaburður var góður og ntenn skvöldruðu saman, og þetta skvaldur gjálfraði við sál þína og hjarta. Þetta voru sérfræðingarnir. Sérfræðingar í samleik, sem nú hafði komið í staðinn fyrir Clausenspörk og óverjandi skot

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.