Tíminn - 09.08.1987, Side 14
14 Tíminn
Sunnudagur 9. ágúst 1987
Iflllllilllllllllllllllll POPP-SÍÐAN
Blús Djamm:
Loksins
Centaur,
loksins
Fyrsta alvöru blúsplatan komin út
Hvort sem ykkur líkar betur sent frá sér. Þeir sönnuöu á
eða verr, þá er sá tími kominn Hótel Borg þann 23ja júní að
að þið bjóðiö hljómsveitina þettaerekkitilviljun. þeirhéldu
Centaur velkomna. Og hvers þar frábæra tónleika. Með öðr-
vegna?Svariðcrstuttoglaggott: um orðum: Centaur er einhver
Centaur sendi frá sér fyrir stuttu besta hljómsvcit landsins í dag.
plötuna Blús Djamm sem cr Saga hljómsveitarinnar liggur
einhvcr bestheppnaða og ein- langt aftur í tímann. Þó ekki svo
hver langskemmtilegasta plata langt að elstu menn muni ekki,
sem íslensk hljómsveit hefur en þó lengur en flestir ímynda
Siggi söngvari Centaur.
Hann er fæddur og uppalinn
og er forsprakki einnar bestu
hljómsveitar landsins.
sér. Og í gegnum árin hefur
sveitin mikið reynt að spila
þungarokk og rokk í svipuðum
anda. Þeim hefur tekist misvel
upp og hafa haft hlutina frekar
á móti sér en með, en samt hefur
sveitin haldið nánast óbreytt sam-
an og á köflum hefur Centaur
unnið hörðum höndum. Þeir
spiluðu mikið á Ölkeldunni á
sínum tíma og þeir sem heyrðu
í þeim þar, láta sér Blús Djamm
ekki koma á óvart, þar spiluðu
þessir piltar blúsinn af mikilli
innlifun og unnu sér inn þá
miklu reynslu sem skín í gegnum
plötuna og fyrrnefnda hljóm-
leika.
Platan, Blús Djamnt
Ekkert frumsamið lag er á
plötunni! Öll lögin eru velþekkt-
ir blús „standardar“ sem sumir
eru til í hundruðum útgáfa með
jafnmörgum flytjendum.
Kannski er hægt að gagnrýna
hljómsveitina fyrir að vera ekki
með neitt frumsamið lag. En frá
sjónarhóli Poppsíðunnar liggur
styrkur plötunnar einmitt í þessu.
Það hefði getað verið erfitt að
setja frumsamin lög inn í þá
heild sem viö heyrum án þess að
það kæmi niður á heildar út-
komunni, sem er mjög sterk.
Lagavalið er mjög fjölbreytt og
hljómsveitin flytur lögin eins og
henni er lagið, með útkomu sem
er rosalega vel heppnuð, og
spillir ekki fyrir upphaflegum
sjarma laganna. En hvaða lög
eru svo á plötunni? Hlið eitt er
opnuð með lagi eftir Sonny Boy
Williams. Það heitir Peachter og
cr nokkuö dæmigert fyrir plöt-
una í heild. Lifandi, grípandi,
vel spilað og hefur alla burði til
þess að verða vinsælt. Þannig er
platan öli. Ekki er hægt að taka
neitt lag út og stimpla það betur
heppnað en annað. í þessu ligg-
ur styrkur plötunnar. Hún er
heilsteypt og vel heppnuð. Af
öðrum lögum á plötunni má
nefna Susie Q sem Creedance
Clerwater Revival gerðu vinsælt
hér fyrir mörgum árum. Green
Stuff sem The Blues Band gerði
það gott með. Steve’s Blues eftir
Stive Winwood, Red House eftir
Jim Hendrix og svona mætti
telja áfram.
Já, þetta er blúsplata, og þetta
er blúsplata sem vert er að veita
eftirtekt. Hún er rosalega vel
spiluð. Lögin eru vel sett saman
og flutningur þeirra og útsetn-
ingar til fyrirmyndar. Þetta er
eflaust ein fyrsta alvöru blúsplat-
an sem gefin er út hérlendis, og
sem slíkri ber henni að fagna.
það er frábært að íslensk hljóm-
sveit skuli hafa þorað að gera
svona plötu og enn betra að
jafnvel skuli hafa tekist til og
raun ber vitni. Til hamingju
með eina bestu plötu ársins!
IMT DRÁTTARVÉLAR
Hydrustatiskt vökvastýri sem gerir vélina einstaklega
lipra. - Ökuhraði allt að 40 km pr. kl.st. - 10 gíra.
Einstaklega léttbyggð aðeins 2100 kg. Með 2 stórum
vökvadælum og 4 vökvaúrtökum. Lyftutengdur
dráttarkrókur. Yfirstærð af dekkjum.
Hljóðeinangrað 85 db
(A) luxushús með sléttu
gólfi og einstaklega góðu
ptsýni.
TILAFGREIÐSLU STRAX
Aðrar vélar á lager; IMT 567-65 ha.. kr. 398.000.
væntanlegar fljótlega; IMT 569-71 ha. 4WD. kr. 498.000.
Það býður enginn betri greiðslukjör
sending 549 51
SÚLANG
ÓDÝRASTA
Verð
aðeins
kr.
358.000.-
HESTAFLA
Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680
Hótel Borg 23.7.
Fyrstur upp á svið gekk Pálmi
píanóleikari hljómsveitarinnar.
Þetta er óborganlegur spilari;
hefur yfir að ráða mikilli tækni
sem kemur fram ásamt þeim
mikla húmor sem annars hæglát-
ur maður hefur yfir að ráða.
Hlöddi bassaleikari er hinn
dæmigerði bassaleikari; rólegur
og lætur lítið fara fyrir sér og er
um leið góður bassaleikari. Ein-
ar; hver þessi persóna er veit ég
ekki en sem gítarleikari er hann
frábær og hefur þá rosaflottustu
sviðsframkomu sem Poppsíðan
man eftir að ,hafa séð. Siggi er
stórkostlegur munnhörpuleik-
ari, og jafn stórkostlegur húmor-
isti og hefur ekki sungið betur í
annan tíma. Gummi á sér fyrir-
niynd sem heitir Animal og er
persónugerfingur í prúðuleikur-
unum. Báðir þrusu trommarar.
Þannig hóf hljómsveitin
hljómleikana, með því að einn
eftir öðrum tíndust þeir piltar
upp á svið og byrjuðu að spila.
Þeir fluttu fyrstu fimm lögin
formálalaust og þau má öll finna
á nýrri plötu þeirra. Annars
runnu þeir í gegnum dagskrána
án mikils kjaftæðis. Sögðu öðru
hvoru takk fyrir og héldu áfram
að spila. Eftir 45 mín. spil gerðu
þeir svo hlé og tilkynntu að þeir
myndu selja plötuna og jafn-
framt árita hana á meðan hléið
stæði yfir.
Eftir hlé settu þeir svo allt á
fullt og þegar líða tók á seinni
helming tónleikanna var stemmn-
ingin orðin svaka fín. Stelpurnar
sungu fyrir Sigga og strákarnir
gerðu betur. Öll saman gerðu
þau mikinn hávaða og allt var
þetta rosa gaman. Eftir venju-
legan leiktíma, sem voru rétt
um 90 mín., voru þeir klappaðir
upp og skildu að lokum við
þéttsetna Borgina eftir vel-
heppnaða útgáfu af Blues
Power.
Þetta voru góðir tónleikar.
Poppsíðunni fannst þeir sanna
sig sem ein besta hljómsveit
landsins. En það rná líka finna
þeim eitthvað til foráttu en það
skiptir ekki öllu máli. Að
minnsta kosti er það ekkert sem
stendur í vegi fyrir þeim og þeir
eiga örugglega eftir að verða
betri. Ogefsvoerþáerframtíð-
in öll þeirra.
Ekki er hægt að skilja við
Centaur án þess að minnast á
ímynd þá sem þeir koma fram í.
Hún er frábær, haldið ykkur við
hana.