Tíminn - 09.08.1987, Page 8
8 Tíminn
Sunnudagur 9. ágúst 1987
PILSA-
VEIÐARI,
SKÁLD OG
ÁFLOGA-
HUNDUR
EKKI þykir
lengur í f'rá-
sögur fær-
andi þótt
menn séu
bæfti drykk-
felldir og
kvensamir. Varla þarf annaö
en bregöa sér á vertshús í
höfuöborginni eða skrall ein-
hvers staöar úti á lands-
byggöinni og þaö mun ekki
verða þverfótað fyrir þcssari
„manntegund.“ En öðru vísi
var það hér fyrr á tíð. Ekki
svo að skilja að vessarnir hati
ekki grassérað jafn freklega
þá og nú, en samkvæmt boði
tíðarandans var það oftast
betur dulið. En alltaf voru þó
einhverjir sem svo voru frek-
ir til fjörsins að orð lagðist á,
menn óeirðasamir og að-
gangsharöir við kvenpening-
inn, sem oft virðist hafa látiö
sér vel líka. Hér segjum við
af einum, Báröastaöa Jóni,
hvers orðstír var lengi uppi
austur á Fjörðum og á Hér-
aði.
- sagt frá
Bárðastaða
Jóni sem vel
kunni að meta
vín og fagrar
meyjar
Kvennavinurinn
Hann átti til merkisnianna að
telja - afinn var Jón nokkur að
auknefni „Pamfíll", cn faðirinn Árni
Jónson frá Eyvindará. Sá þótti nokk-
uð upp á kvenhöndina. Kynni lians
við konu þá er hann átti Bárðarstaða
Jón nteð urðu með þeim hætti að
hann tók að halda við konu nafna
síns, Árna nokkurs Rustikussonar á
Fljótsbakka, og náði henni um stðir
af honum. Fyrsti ávöxtur þeirrar
ásta varð Jón, fæddur 1788.
Þessi piltur þótti snemma
mannvænlegur. Hann var fríður
sýnum, Ijós yfirlitum, hávaxinn,
þrekinn um herðar og bringu og
limaður vel, eins og fyrri tíðar menn
orðuðu það. Hann var gáfumaður,
skáldmæltur í besta lagi - sem best
naut sín í níðvísum alls konar -
NEYSLUVATNS-
HITARAR
Vinsælu METRO rafmagns-vatnshitarar til hvers kyns
nota i ibúðina eða sumarhúsið.
Þú færð rnikið af heitu vatni til böðunar og i uppvask.
Sjálfvirk hitastýring. Hitarinn er emeleraður að inn-
an og hefur þess vegna mjög góða endingu. Ódýr í
notkun og auðveldur i uppsetningu.
Fæst i stærðum frá 5—300 lítra.
Gott verð og greiðslukjör við allra hæfi.
LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022
Jón gat sem unglingur barn vift roskinni og lítilsigldri konu og hlaut hið mesta ámæli fyrir.
glettinn og áræðinn. Hann gerðist
fróður um lög og gerðist á ýmsum
sviðum atkvæðamikill og varð
snemma glíminn og sterkur. Um-
hverfið setti líka sinn svip á mótun
hans þar sem þá voru í Eiða og
Hjaltastaðaþinghá margir menn
óeirðasamir og drykkfelldir.
Margir voru menn þessir lítríkir í
dagfari sínu og einn var presturinn
Björn Vigfússon, sem þjónaði Eiða-
prestakalli. Hann var gefinn fyrir
sopann og að auki glímumaður
mikill, kunni þá íþrótt öðrum betur
eystrá.
Af þessum guðsmanni lærði Jón
Árnason nú að glíma og kvað þá:
“A Iki felli ég ört - með sann
Eiðaþinghár rekka,
utan prestinn einn saman,
allt eins og að drekka. “
Þaðvarum þetta leyti sem Jóni varð
fyrst alvarlega hált á kvensemi þeirri
er hann síðar varð frægur af. Hann
gat barn við hálffimmtugri konu,
fátækri og umkomulítilli og hlaut
hann mesta ámæli af. Ekki síst varð
Björn klerkur honum reiður og lét
hann finna það. Jón þykktist við á
móti og lét prestinn kenna á skáld-
skaparhæfileikum sínum. Prestur
var skrautgefinn og þótti tilhaldsam-
ur í klæðaburði og á þá strengi sló
nú Jón:
„Sex vesta presturinn sést hefurhér,
sex kjóla danska á holdinu bcr.
Sex sinnum ofan í Scyðisfjörð fer,
sexfaldar skuldirnar innheimtirsér. “
Þegar Anna. kona prests, heyrði
vísuna, kvað hún:
„ Við pinklaða kerlingu plátugrér sá
Pamfílsson spilaði, cn hvcrnig fór
þá?
Hann varð of frekur, svo hljóðum
upp brá
hálffimmtug tvinna nipt. Ná, ná, ná,
ná. “
Upp frá þessu fóru að ganga
kvennafarssögur af Jóni og komu
upp margar vísur eftir hann, sem
ekki þóttu samboðnar virðingu þess
manns sem hann var.
Einarsdætur
Á Hjartarstöðum bjó Einar nokk-
ur Jónsson um þessar mundir og átti
hann mörg börn og gjörvileg. Þar á
meðal voru fjórar dætur. forkunnar-
fríðar sýnum og skartgefnar, en
taldar lausar í rásinni. Þær hétu
Þuríður, Sigríður, Þóranna og
Katrín. Þegar Jón sá þær í fyrsta
skipti við kirkju á hann að hafa sagt:
„Þetta eru þær álitlegustu systur sem
ég hef séð í einu! Það hefði verið
gaman fyrir einn mann að komast
yfir þær allar!"
Og ekki leið á löngu þar til
kunningsskapur hófst með Jóni og
þessu fólki. Komst Jón í dáleika við
konu Einars og systurnar og leið
ekki á löngu uns óorð lagðist á. Var
sagt að þær gæfu fleirum en Jóni
fullhýrt auga og þó einkum Sigríður.
Þar kom að hún varð ólétt og ól
meybarn sem hún kenndi Jóni. En
ekki vildi piltur í hnapphelduna að
sinni og taldi Sigríði á að kenna
barnið þrem mönnum öðrum, sem
haft höfðu augastað á henni. Er sagt
að hún segði til fjögurra alls, en allir
sóru fyrir barnið nema Jón. Um
þetta var ort á þessari níðvísnaöld:
„í vor fyrir Siggu segir þrír
sóru óðir sem vitlaus dýr.
Ei mátti aflausn þverra/“
Dóttir Sigríðar, sem hét Arina,
varð síðar lifandi eftirmynd Jóns að
hæfileikum og í sjón og viðurkennd
dóttir hans. Og eitthvað var Jón
bendlaður við þær Einarsdætur allar.
Sigríður beið hins vegar þann hnekki
við barneignina að hún varð ógæfu-
söm og lamaðist. En það dró ekki úr
„skáldum" í héraðinu við níðvfsna-
gerðina:
„Illa fór er Einarsdætur urðu að
hórum.
Sigga legin fannst af fjórum,
flekkur varð á silfurtórum. “
Óiafur holdsveiki
Eitt skáldanna eystra var Ólafur,
nefndur „holdsveiki,“þar sem hann
var haldinn limafallssýki. Hann var
á umrenningi, afburðagáfaður og
skáld, haldinn ákvæðaskáld að auki.
Hann var oft vanstilltur og hefni-
gjarn, en vinveittur þeim sem voru
honum góðir.
Svo bar til er Ólafur var á ferð
niður dalina til Eskifjarðar að hann
mætti mönnum úr Eiðaþinghá og
hringlaði þar í járni í farangrinum.
Jón var þar á meðal og voru þeir
búnir að staupa sig og orðnir hávær-
ir. Kastaði Ólafur fram vísu en Jón
svaraði með níðvísu. Þykknaði þá í
Ólafi holdsveika og varð úr þessu
óvild og fjandskapur þeirra í millum.
Meðal annars orti Ólafur þetta um
Jón:
„ Við þig klingir vömm óslyng,
víða syngur formæling,
ei með ringa ávirðing,
Eiðaþinghár svívirðing. “
Heldur þótti halla á Jón í þessari
viðureign, enda bar nú svo til að
hann lagðist veikur og haldið af
sumum vegna ákvæðamáttar kveð-
skapar Ólafs. Þá var níð Ólafs ritað
á blað, það brennt og öskunni sáð út
á kaffi er Ólafur drakk! Þegar hann
frétti af þessu varð hann æðisgenginn
af reiði. Þá gekk faðir Jóns og fleiri
góðgjarnir menn á milli og sættu þá,
því alls þótti mega vænta af báðum.
Þótti það gæfuraun að þreyta harð-
skipti við Guðs volaða. Féll þetta
þar með niður.
Meiri skáldskaparíþrótt
Jón átti í útistöðum við marga
aðra, enda menn margir harðgervir
og drykkfelldir um þetta leyti, sem
áður er sagt.
Einn var Jóhannes Árnason, sem
bjó að Sævarenda. Hann var þungur
til vinnu en hafði víða verið og átt
all mörg börn, sem lentu á sveitinni.
Hann var skáldmæltur, eins og virð-
ist hafa verið almennt, orti rímur og
bændabrag um Loðmfirðinga og
svona kvað hann þar um Jón:
„Bóndinn Jón á Bárðarstað
byr með þjóna fáa.
Á hann frónið áminnt það,
unnarljón og kvikfénað.
Drakons - mýra dreifi hjá
drósin áslaug heitir.
Er bústýra, enn má tjá,
álmatýr sú geðjast má. “
Jón þótti Jóhannes sneiða að sér og
kvað þegar:
„Beitir fés með borða gná,
byggir Hlés á enda.
Jóhannes hvers hefð er há.
Hans um lesa fræðgir má.
Loðmfirðinga lofkvæði,
Ijósið búþegnanna,
Hlíðarbænda hagræði
og hugnun Tungumanna.“
Jóhannes átti niðursetningsbörn á
Sunnudagur 9. ágúst1987
Tíminn 9
Hlíðar og Hróarstunguhreppum.
sem hér er svo snoturlega vikið að.
Stóð enda ekki á Jóhannesi að svara
og er þetta þar á meðal:
„Liðugt kveður lofkvæði,
lýðum misjafnt þarfur,
Bárðarstaða boluxi.
Brennistaða tarfur... “
Feitar granir fýlandi,
flestum kvígum þarfur „ o. s. frv.
Má undrum sæta hve þessir smá-
búendur hafa enst til þess að ausa
níðinu hverjir yfir aðra og efla með
sér illdeilur.
Áflogahundar
Guttormur hét maður Skúlason
að Árnastöðum, sem vann af dugn-
aði fyrir fjölskyldu sinni, því hann
var fjörmaður mikill og harðgerður,
þótt fátækur væri. Hann þóttist
verða fyrir ágangi af fé Jóns á
Bárðarstöðum. Sótti sauðfénaður
svo mjög í túnið að heita mátti að
hann træði innan bæjarhúsin. Þegar
Guttormur hafði lengi þagað reiddist
hann þessu eitt sinn ákaflega, því
hann var skapstór. Brá hann við og
hljóp á spretti yfir að Bárðarstöðum
og hitti Jón, þar sem hann stóð í
smiðju sinni. Guttormur var nærri
flaumósa og bar ótt á og sagðist
engan frið hafa í sínum húsum fyrir
fénaði hans. „Verðurðu að gæta
betur fjár þíns eða... “ „Eða hvað?“
sagði Jón og þaut upp. Guttormur
var við þessu búinn og hijóp undir
Jón. Varaðist hann þetta ekki og
féll. En með snöggum rykk fékk
hann snúið Guttorm af sér. Greip
hann þá töngina meðglóandi járninu
og sló framan á nef Guttormi, svo
nefið brotnaði. Þoldi Guttormur
ekki við fyrir kvölum og hljóp út.
Hljóp hann í ofboði út að svonefndri
Hjáleigu og kastaði sér þar niður.
Þegar Árni gamli. faðir Jóns, vissi
hvað við hafði borið og kona hans,
ávítuðu þau Jón þunglega og hlupu
til Guttorms. Lá hann þar í öngviti í
blóði sínu. Báðu þau hann lengstra
orða að koma heirn með sér og
sögðu sem satt var að þetta væri í hið
eina skipti er þeir Jón hefðu orðið
missáttir. Sögðust þau mundu launa
honum vel ef hann léti að orðum
þeirra. Kom þá og Jón, baðst fyrir-
gefningar og lofaði mörgu góðu. Fór
Guttormur loks heim með þeim og
þá góða hjúkrun. Fékk Jón honum
átta spesíur og bað hann að láta sig
ætíð vita ef hann vanhagaði um
eitthvað og lét hann síðan aldrei
skorta það er hann vanhagaði um.
Jón fékk honum líka læknishjálp svo
nefið greri, en æ síðan var á því
brotalöm og það bogið til hliðar.
Fjöldi annarra sagna eru til um
áflog og meiðingar þar sem Jón átti
hlut að máli.
Kvennafar enn
Ekki hafði Jón gleymt meyja-
blómanum, dætrum Einars að Hjart-
arstöðum og þótt þær giftust hélt
hann áfram að rækja við þær kunn-
ingsskap. Afrækti hann barnsmóður
sína, Sigríði, en gerði sér því tíðara
um Þuríði, sem nú var gift Sveini
nokkrum. sem bjó að Seljamýri.
Var Sveinn mikill að burðum, hæg-
látur og þykkjuþungur og hundruð-
ust menn lengi hve hann þoldi tíðar
heimsóknir Jóns á heimilið. Þó dró
til þess að hann gat ekki þolað slíkt
lengur. Var þá Þuríður líka ólétt og
taldi Sveinn þungann ekki af sínum
völdum. Barnið varð sveinbarn, sem
var lifandi eftirmynd Jóns og lét hún
það heita hans nafni.
Jón var kvæntur maður og hét
kona hans Kristín, dóttir Ólafs hins
ríka á Húsavík. Meðan stóð á þess-
um ástarlífsærslum varð konan mjög
óánægð, sem von var. Bar hún sig
upp við ættingja sína sem brugðu á
það ráð að taka hana og flytja hcim
til Húsavíkur. En Jón sótti hana
þangað aftur. Loks var prestur sóttur
til þcss að lesa þau hjón sundur,
hvað sem Jón sagði. Kenndi hann
Hallgrími mági sínum um allt
saman, enda heimtaði Kristín nú
lögskilnað. Jón varsjálfum sér líkur
og greip til níðvfsnalistarinnar.
Hann kvað um Hallgrím:
,.Lyginn. prettvís, lymskur, hvinn,
Ijótt cr slíkt á Ginnars kvon.
FRÁJARAN
Erum mcö á lagcr flcstar stærðir af kululcgum
frá japanska fyrirtækinu Nachi.
Höfum cinnig hjóla- og kúplingslcgur í margar
gcröir japanskra bíla.
Mjög hagstætt verö.
rmTuiMiMr
HÖFÐABAKKA 9 REVKJAVIK
SIMI: 685656 og 84530
Jafnan föður jaga'eg minn,
ég Hallgrimur Ólafsson!"
Nú var Kristín enn flutt frá Jóni,
en hann elti hana til Húsavíkur á ný.
Kölluðu sumir þetta sáttafund.
Bjuggust menn við öllu illu af Jóni
og var sóttur Stefán bróðir hennar,
kallaður sterki, að gæta konunnar.
Urðu nokkrar stympingar, en um
síðir sá Jón þann kost vænstan að
biðjast auðmjúklega fyrirgefningar
ogsættust þau hjón hciluni sáttum.
Jón spekist
Svo er sagt að Jón tæki nú að
spekjast og breytast til hins betra og
gerðist guðhræddur og góðgjarn og
hjálpfús við þurfandi. Þó hætti hon-
um enn til prakkarskapar og er þá
einkum til nefndur presturinn Snorri
Sæmundsson og hans fjölskylda.
Þóttist hann frétta að frændkona
prests, Anna Sigríður, fríður kven-
kostur, hefði dæmt sig all hart fyrir
kvennafarið, þótt sjálf væri hún laus
á kostunum og vildi koma sér í
mjúkinn hjá prestinum. En svo bað
hcnnar Sigfús Pálsson nokkur og
fékk hennar. En þá var hún ólétt. Þá
orti Jón:
„Kippt er öllu í kærleikslið,
komið er lag á „Sussu. “
Búið að leggja bandið við
Borgarfjarðar kussu. “
Jón tók nú að gamlast ogárið 1853
veiktist hann og bað um að sóttur
yrði til sín prestur. Þjónustaði klerk-
ur hann og sagði á eftir að hann hefði
þá aldrei þjónustað guðsbarn, ef Jón
hefði ekki verið það.
Þannig hafði þá timinn mildað
geð þessa óróasama manns.
LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022
VÖRN GEGN VEÐRUN
EMPUH
ÞAKMÁl MiMG 5187
íslenskt veöurfar gerir meiri kröfur til utanhússefna en
veöurfar flestra annara landa. Ef steinn er óvarinn viö þessar
aðstæður grotnar hann niöur á skömmum tíma, aðallega
vegna frostþíðuskemmda.
Steinsílan gefur virka vörn gegn þess konar áhrifum.
Opin veggjamálning, grunnur jafnt og yfirefni á stein, múr-
stein og eldri málningu. Hefur afbragös þekju og mikið veör-
unarþol. Fjöldi lita sem halda skerpu sinni lengi án þess aö
dofna.
SILPPFEIAGIÐ
'WáCtUttyantœnÚAmíbfcto
Dugguvogi4 104 Reykjavik 91-842 55
Það er misskilningur aö járn þurfi aö veðrast.
Alltof lengi hafa menn trúaö því að galvaníserað
járn eigi að veðrast áður en það er málað. Þannig
hafa menn látið bestu ryðvörn, sem völ er á
skemmast og afleiðingin er ótímabær ryðmyndun.
Með réttum HEMPELS grunni má mála strax
og lengja þannig lífdaga bárujáms verulega.
HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn
og hefur frábært veðrunarþol.