Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Tíminn - 09.08.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.08.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Sunnudagur 9. ágúst 1987 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL, SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAK, Skipun lögregluforingja, sem hætti að lítast á blikuna: Grafíð upp 23 lík og kryfjið, Michaela Roeder, 27 ára og einkar vel menntuö, var yfir- hjúkrunarkona á gjörgæslu- deild sjúkrahússins. - þetta er fjöldamorð Sjúkrahús Heilags Antoníusar í Wuppertal í V-Þýskalandi er stórt og þar eru auðvitað inargir sjúklingar, eins og nærri má geta í 500 þúsund manna borg. Hluti þeirra er aldrað fólk og fyrir kemur að það lifir ekki af skurðaðgerð. í september 1985 lést sjötugur maður, Willi Trepper eftir aðgerð á hálsi. Við það fékk 25 ára hjúkrunarfræðingur, Albert Fissler, nokkrar samviskukvalir. Hann hafði nefnilega séð yfirhjúkrunarkonuna sprauta Trepper skömmu fyrir dauða hans, en að því Fissler best vissi, átti ekki að sprauta sjúklinginn. yORU þctta mistök? Hann átti erfitl mcð að trúa því því Michaela Rocder var afar reynd og áreiðan- leg og auk þcss scrmenntuð í gjör- gæslu- og svæfingarhjúkrun, þó hún væri aðeins 27 ára. Ef vill til vissi hún ntcira um ástand Treppers en Fissler, að hann áleit, en hvað sem því leið, var hún yfirmanneskja og hlaut því að vita, hvað hún gerði. Fissler sá heldur ekki, að hann gæti neitt að gert, allra síst krafið Roeder um skýringu. Best væri bara að gleynia þcssu. En honum gekk það illa og ósjálfrátt uppgötvaði hann, að hann fylgdist betur með gerðum Roeder en áður. Mánuður leið og annar sjötugur sjúklingur, Alfred Dinger kom á gjörgæsluna. Hann hafði lent í um- ferðarslysi og var ekki mikið slasað- ur. Aldurs vegna þótti þó best að hafa hann á þessari dcild. Enginn hafði gert ráð fyrir að Dinger létist, en daginn eftir að hann var lagður inn, stóð „hjartaá- fall“ á dánarvottorði hans. Albert Fissler og Michaela Roeder voru bæði á vakt og Fisslcr fannst þetta svo undarlcgt, að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann gat ekki leitt þetta hjá sér. Eftir nokkra umhugsun minntist hann á málið við vin sinn og starfs- bróður, hinn 28 ára Dieter Helden- berg. Þeir ákváðu að hittast á kaffi- húsi, því kaffistofa sjúkrahússins var tæpast réttur staður fyrir svona um- ræður. Fissler kom beint að efninu, en Heldenberg var seinn að átta sig. - Hvað ertu eiginlcga að segja? spurði hann, þegar það rann loks upp fyrir honum. - Eg vcit það eiginlega ekki, svar- aði Fissler. - Mér líður bara ekki vel í sambandi við það. Síðan bætti hann við andláti Treppcrs mánuði áður. - Þetta er skrýtið, samsinnti Heldenberg. - En það hlýtur að vera tilviljun. Michaela getur varla hafa myrt sjúklinga sína, eða hvað? - Þettaerþáafaróheppilcgtilvilj- un, sagði Fissler. - Hvað ætti ég að gera? - Haltu áfram að fylgjast með, sagði Heldenberg. - Ég hef augun hjá mér líka. í desemberbyrjun 1985 var Maria Kloepping lögð á gjörgæsludeild. Hún var 82 ára og mjaðmargrindar- brotin, sem er algengt hjá fólki á þessum aldri. Að öðru lcyti var hún sérlega hress. - Ég verö farin heim fyrir jól, sagði hún. - Barnabörnin konta i heimsókn. Hún hafði á réttu að standa að hluta, því vissulega fór hún af deild- inni löngu fyrir jól. Þann 7. desem- ber var nefnilega lík hennar flutt í kjallara sjúkrahússins. Hún hafði látist á vakt Michaelu Roeder og bæði Fissler og Heldenberg höfðu séð Roeder gefa henni sprautu, þó hvergi væri mælt fyrir um neina slíka lyfjagjöf. Nú kom þeim félögum saman um að frekari þögn af þé'irra hálfu væri hreint ábyrgðarleysi. F.itthvert yfir- vald varð að fá vitneskju um þetta. Lögreglumenn vinna að uppgreftri líkanna. þess. Á hinn bóginn gat læknirinn ekki látið frásögn Fisslers og Heldenbergs scm vind um eyru þjóta, auk þess mjaðmarbrotinn. Fáir á þeim aldri lifa slíkt af. Engin lyfjagjöf með sprautu var fyrirskipuð, en bæði Fissler og Held- enberg sáu Roeder sprauta gamla manninn. Þeir biðu átekta í tvo daga, en þá fóru þeir líka ■ til yfirmanns deildarinnar og skýrðu Þrjú fórnarlamba fjöldamorðingjans Johannes Schmitz AnnyJoedecke Paul Musiol Þeir fóru afar varlega í sakirnar og óskuðu eftir viðtali við einn af hæst settu læknum sjúkrahússins, skýrðu tilvikin þrjú fyrir honum, en slepptu öllum ásökunum, létu honum aðcins eftir að draga eigin ályktanir. Læknirinn brást einnig við af fyllstu varkárni. Málið var vissulega mjög alvarlegt og ef í ljós kæmi að yfirhjúkrunarkona heföi framið glæpsamlegt athæfi, yrði slíkt til mikils hnekkis fyrir sjúkrahúsið og stjórn þess. Engin ástæða gat verið fyrir Mic- haelu Roeder að myrða sjúklinga sína, nema hún væri bókstaflega geðbiluð. Hins vegar voru geðveilar manneskjur yfirleitt útilokaðar frá að ljúka hjúkrunarnámi. því þær íundust venjulega fljótt við upphaf sem dauði einmitt þessara þriggja sjúklinga hafði komið öllunt á óvart. Hann gat ekki leitt þetta hjá sér og bað því Fisslcr að láta taka blóðsýni úr líki frú Koeppler. Hins vegar gerði hann þau mistök, að segja Fisslcr ekki, hvað hann ætti að gera við það. Fissler fór með það heim til sín og setti í kæliskápinn, áður en það var skoðað. Svo var það 7. janúar að enn eitt óvænta dauðsfallið varð á gjörgæslu- deildinni. Hin 67 ára Elizabeth Wirths lést á vakt Michaelu Roeder, en þá voru hvorki Fissler né Helden- berg á vaktinni. Hins vegar voru þeir báðir þar daginn eftir, þegar l’aul Musoli lést. Dauöi hans var ekki með öllu óvænt- ur, þar sem hann var 95 ára og frá öllu, sem þeir höfðu séð. I þetta sinn sögðu þeir álit sitt umbúðalaust. Yfirlækni deildarinnar fannsl þetta frekasta ósvífni, sem ekki hefði við nein haldgóð rök að styðjast, en kallaði þó yfirmann stjórnarinnar á sinn fund. hann fól Fissler og Heldenberg að athuga málið nánar. Sorptunnur sjúkrahússins voru aðeins tæmdar vikulega og ekki síðan Wirth og Musoli létust. Ásamt fjórum starfsmönnum viðhaldsdeild- ar. leituðu félagarnir í sorpinu. hirtu allar sprautur og lyfjaumbúðir og báru við skýrslur. Þetta var mikið verk, en bar árangur. Tvö tóm hylki undan catapresen, lyfi til að lækka blóðþrýsting, fundust í einni sorp- tunnunni og með því að rannsaka annað innihald hennar, var unnt að ákvarða, að hún var af gjörgæslu- deildinni. Hins vegar hafði ekki á neinni einustu sjúkraskýrslu verið mælt fyrir um gjöf einmitt þessa lyfs á umræddunt tíma. Enn var eftir að sjá, á hvaða vakt lyfið hafði verið notað og það var erfitt og sex dagar liðu frá því Fissler og Heldenberg fóru til yfirlæknisins, þar til Michaela Roedcr var kölluð þangað og krafin skýringa. Hún sagðist hafa fleygt hylkjunum vegna þess að síðasti notkunardagur þeirra hefði verið útrunninn. Þessi skýring var tekin góð og gild og ekkert frekar að gert. Mánuði seinna, 5. febrúar, var: landsleikur milli Þjóðverja og ftala og auðvitað sást hann í sjónvarpinu í vaktsal sjúkrahússins. -Leitt að þú skulir missa af leiknum, sagði Held- enberg við Michaelu Roeder. - Þú verður bundin við sprungna botn- langann. Gertrud Horch, 77 ára, hafði verið lögð inn um morguninn með sprunginn botnlanga. Uppskurður hafði farið fram þegar í stað og nú lá gamla konan á gjörgæslunni. Allt hafði gengið prýðilega og atvik bentu til að hún næði sér bæði fljótt og vel. Michaela Roeder hló við. - Ég verð búin með hann, áður en leikur- inn byrjar, fullyrti hún. Það voruorð að sönnu. Gertrud Horch var svo „væn“ að gefa upp öndina fyrir hálf þrjú síðdegis og á dánarvottorðinu stóð „hjartaáfall". Fissler og Hcldenberg héldu áfram að skoða sorpið frá gjörgæslu- deildinni og daginn eftir fundu þeir enn tvö hylki undan catapresen. Þau voru án minnsta vafa af vakt Roeder - og hvorki var mælt fyrir um lyfjagjöfina eða hún skráð. Rann- sókn á líki gömlu konunnar leiddi í ljós, að hún hafði verið sprautuð í handlegg. Aftur var Michaela Roedcr kölluð fyrir, en í þetta sinn hafði hún enga viðunandi skýringu á hylkjunum. neitaði meira að segja að hafa fleygt þeim. Hún var leyst frá störfum þegar í stað og tilkynnt, að héðan í frá væri málið í umsjá lögreglunnar til rannsóknar. Tveint döguni síðar var það falið Wilhelm Kreider yfirmanni rann- sóknarlögreglunnar í Wuppertal. - Glæpsamleg misnotkun lyfs, las hann upp úr bráðbirgöaskýrslu, sem hann frékk frá skrifstofunni. - Hvað þýðir það eiginlega? - Ég veit ekki meira en þú, svar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 171. Tölublað (09.08.1987)
https://timarit.is/issue/279957

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. Tölublað (09.08.1987)

Aðgerðir: