Tíminn - 09.08.1987, Page 7

Tíminn - 09.08.1987, Page 7
Sunnudagur 9. ágúst 1987 Tíminn 7 fortíðarinnar. En sérfræðingana nefndum við þá menn, sem vissu alltaf fyrirfram hvernig leikir myndu fara. Og þeir settu upp sérstakan, ábúðarfullan svip, eins og stjórnmálamenn hafa, þegar þeir tala við þjóð sína í sjónvarpinu. 4-4-3 sögðu þeir, eða átta í vörn. Það varð líka að taka með í reikninginn, og ég fann að svo, sannarlega var orðið langt síðan ég hafði farið á völlinn. Eg skildi ekki lengur fótboltamál minnar eigin þjóðar. Samt þekkti ég ýmsa þarna. Til að mynda Pétur Guöfinns- son, sjónvarpsst'^ra, sem var svo ósvífinn að hafa tekið með sér kíki, til þess að sjá óham- ingju þjóðar sinnar, svona í smæstu atriðum. Ekki hafði móðurbróðir hans, Erlendur Ó. Pétursson, borið það við að fara á völlinn á slíkum degi, en hann var frægasti formaður KR fyrr og síðar. Erlendur sýndi líka mikla ábyrgðartilfinningu í formanns- starfinu í KR og þorði t.d. aldrei á stórleiki, eða úrslitaleiki við Val. Pá sat hann á kontórnum hjá Sameinaða, eða í bíl fyrir utan völlinn, og var þar í stöð- ugu sambandi við víglínuna, eins og sannur hershöfðingi. - Og svo þegar leiknum var lokið kom hann, og þá til þess að fagna sigri, eða útskýra ósigur- inn. Aldrei hefði hann borið sjón- auka á þjáninguna, eins og þessi frændi hans. Mér féll allur ketill í eld yfir þessari ósvífni. y. Landsleikurinn við Norð- menn fór vel af stað. Fyrst léku lýðrasveitir þjóðsöngva land- anna, eins og til þess að undir- 'strika að þessir í rauðu búning- unum væru ekki í Val heldur í Noregi. Væru sérstök þjóð. Og svo var flautað til leiks og mér sortnaði fyrir augunum. Nú varð þessi þjóð að standa sig, eða... og ég hugsaði þá setningu ekki til enda. Þótt ég hafi verið þarna við- staddur, gæti ég samt ekki lýst þessum leik, scni byrjaði í þögn, sem smám saman reis og bar yfir himininn í fjölefli þúsund radda. Kvöldkyrrðin brotnaði í spón, ásamt síðasta þrcki sálarinnar. Óhamingja okkar var eitt núll en sænski dómarinn gerði það mark. Eina mark leiksins. Svona einkennilegt var það nú. Maðurferálandsleik íslands og Noregs og svo vinnur Svíþjóð eitt núll. Já allt getur skeð í knatt- spyrnu. Áfram KR. ÁRM ÚLi Vid vorum að flytja. Um þessa helgi flytjum við hjá ísól alla starf- semi okkar úr Skipholti 17 í Ármúla 17. Verið velkomin í viðskipti í nýjum og rúmbetri húsa- kynnum. Ármúli 17 108 Reykjavík Sími 68 91 23 RÚMCÓÐUR OC ÞÆGILEGUR TERŒL4WD Með því að setjast undir stýri á Tercel 4 WD geturðu sannprófað að hann er rúmgóður, þægilegur og skemmtilegur bíll í akstri. Hann er kjörinn bíll fyrir íslenskar aðstæður, jafnt á hraðbrautum sem erfiðum malarvegum. Þegar færð og veður gera akstur erfiðan ekur þú leiðar þinnar áhyggjulaus og það fer vel um bædi þig og farþegana.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.