Tíminn - 09.08.1987, Blaðsíða 13
koma jafnvægi á að nýju.
í kosningunum núna þá náðu
stuðningmenn okkar Karvels að
vinna saman og mjög gott samstarf
var á milli okkar Karvels í þessari
kosningarbaráttu, sem var þar að
auki mjög skemmtileg."
Ég er ekki alveg sátt við þetta
svar og spyr Sighvat hvort honum
finnist hann vera utanvelta í
flokknum.
„Nei það finnst mér alls ekki,
þvert á móti er nú orðin mikil og
góð samvinna á milli mín og þeirra
sem ég hef stundum eldað grátt
silfur við. 1 hreinskilni sagt, þá gat
ég alveg eins átt von á þurrum
móttökum þegar ég kom inn í
þingflokkinn að nýju. Þvert á móti
fékk ég hlýjar móttökur og mér
finnst Jón Baldvin hafa sýnt vel-
vilja í minn garð.
Mér þótti t.d. vænt um að Jón
Baldvin skyldi bjóða mér for-
mennsku í fjárveitinganefnd, þeg-
ar það lá fyrir að það kæmi í hlut
Aljrýðuflokksins að veita þeirri
nefnd forystu. Það var nokkuð sem
ég átti ekki von á, og lít þannig á
að í því hafi falist tilboð af hans
hálfu að stríðsöxin verði grafin
fyrir fullt og allt.“
Við snúum talinu að sfðust fjór-
um árum sem Sighvatur hefur verið
utan þings og hvort ekki hafi verið
áfall að falla út af þingi.
Sighvatur segir að það hafi kom-
ið sér afskaplega á óvart, og fyrir
mann eins og hann sem hafði verið
á kafi í pólitík allt frá því hann
stofnaði heimili hafi hann verið
farinn að líta á þetta sem starf.
Hann segist alls ekki hafa átt von
á að falla í prófkjöri, og ekki einu
sinni leitt hugann að því hvað þá
tæki við.
„Það var í sjálfu sér ekki mesta
áfallið að ná ekki inn á þing, heldur
hitt að standa allt í einu uppi
atvinnulaus. Ég var orðinn fertug-
ur og hafði aldrei komið nálægt
öðru en því sem tengdist pólitík,
og allt í einu að áttaði ég mig á að
sú starfsbraut var ekki lengur fyrir
hendi. Síðan vaknaði ég upp við að
maður sem hafði verið eins mikið
í stjórnmálum eins og ég, var
hreint ekki gjaldgengur á vinnu-
markaðnum.
íslenskt þjóðfélag er nú einu
sinni þannig að menn halda að
„Síðan vaknaði ég upp
við að fyrrverandi
stjórnmálamenn eru
alls ekki gjaldgengir á
vinnumarkaði.“
fyrrverandi stjórnmálamaður geti
hreinlega ekkert gert, og atvinnu-
rekendur sækjast ekki eftir þeim í
störf. Allar fjarhagsáætlanir mínar
hrundu að sjálfsögðu við að missa
vinnuna og varð meiri háttar
vandamál að sjá fyrir sér og sínum.
Það tók mitt eitt og hálft ár að fá
starf sem ég var ánægður með; hjá.
Norræna félaginu. Ég hafði setið í
Norðurlandaráði og hafði áhuga á
norænni samvinnu og þetta starf
hefur gefið mér mikið."
Við tölum vítt og breitt um
Norræna félagið og Sighvatur segir
að kona sín hafi rekið augun í
auglýsingu þar sem auglýst var
eftir framkvæmdarstjóra og spurt
hvort þetta væri ekki eitthvað fyrir
hann. Sighvatur segist hafa sótt um
í bríarí. Ástæðan fyrir að auglýst
var eftir framkvæmdarstjóra, var
sú að þing Norræna félagsins hafði
löngu áður samþykkt lagabreyting-
ar, m.a um að sérstakur fram-
kvæmdarstjóri skyldi starfa hjá fé-
laginu. Nokkuð fjaðrafok var í
kringum ráðningu framkvæmda-
stjóra, en samstarfið við stjórnina
hefur verið með miklum ágætum.
Um áframhaldandi veru hjá Nor-
ræna félaginu segist Sighvatur ckki
geta sagt um, það sé stjórnarinnar
að ákveða það.
„Þegar ég lít tilbaka, þá hefur
fjarveran frá þingi haft að ýmsu
leyti jákvæð áhrif á mig sjálfan.
Mér finnst ég hafa haft gott af að
hafa verið utan þings þessi fjögur
ár og séð að lífið er ekki bara
pólitík. Að horfa á hlutina úr
fjarlægð þroskar mann og ég held
að ég sé ekki eins metnaðargjarn
pólitíkus og ég var.“
Nú hefur verið gott jafnvægi í lífi
Sighvats fyrir utan pólitíkina og
hann ánægður með sitt starf. Hvað
kemur til að hann fer í framboð
aftur?
„Áður en ég tók þá ákvörðun,
ferðaðist ég um Vestfirði og talaði
við það fólk sam hafi stutt mig.
Viðbrögðin sem ég fékk voru mjög
jákvæð og stuðningsmenn rnínir
voru tilbúnir til að vinna með mér
áfram og það má eiginlega segja að
ég hafi lagt hluta af ákvörðuninni
á þeirra herðar. Nú það var því
ekki um annað að ræða en hella sér
í slaginn, og ég get með sanni sagt
að ég hafði ákaflega gaman að
þessari kosningabaráttu. Vinnan
sem við lögðum í hana var virkilega
þess virði og við uppskárum sam-
kvæmt því.“
Við vendum okkar kvæði í kross
og talið berst að Vilmundi heitnum
Gylfasyni. Ég spyr um samstarf
þeirra og skoðanir hans á Vil-
mundi, hvort hann telji Vilmund
hafa breytt pólitísku viðhorfi al-
mennings: jafnvel markað spor
sem ekki verði afmáð.
„Við Vilmundur vorum bæði
miklir samherjar og andstæðingar.
Oft vorum við sammála, en ég gat
„Við hjónin erum eins
og moldvörpur, þegar
við komum heim úr
vinnu.“
ekki alltaf fellt mig við allar
skoðanir hans, en hann var ekki
síður verðugur samherji sem and-
stæðingur. Ég sé ákaflega mikið
eftir honum. Hann var mjög frjór
og einn af fáum mönnum sem gat
látið sér detta eitthvað nýtt í hug.
Vilmundur kom með tillögur sem
voru að mínu viti afar snjallar og
eins aðrar sem mér fundust fráleit-
ar. Vilmundurvarsvoskeinmtilega
greindur og fljótur að hugsa og átti
ég oft afar skemmtilegar viðræður
við hann.
Eftir að ég féll út af þingi, þá
Tíminn 13
Sighvatur Björgvinsson
Björk eiginkona Sighvats hlúir að
plöntu i stórglæsilegum garði
þeirra hjóna.
áttum við oft tal saman; hann hafði
garnan af að ræða hugmyndir sínar,
hugsjónir og pólitíska stöðu. En
það kom aldrei til að ég færi í
framboð með honum, enda held ég
að hann hafi ekki kært sig um það.
Vilmundur vildi nýtt fólk í
framboð; ekki gamla pólitíkusa.
Hvað varðar áhrif Vilmundar þá
er það engin spurning að hans
áhrifa gætir í öllum flokkum. Hann
breytti miklu í pólitíkinni og hugs-
unarhætti fólks almennt og við-
horfum. Margt af því sem Vil-
mundur var frumkvöðull að, en
þótti þá hin mesta fjarstæða, þykir
sjálfsagður hlutur í dag. Þá á ég við
vinnubrögð og framkontu stjórn-
málamanna almennt. Hann talaði
líka mikið um fólkið í landinu:
vildi gera það virkara í ákvarðana-
töku og frjálsara í skoðunum.
Dæmi um áhrif hans innan ann-
arra flokka er lýðræðiskynslóðin
svokallaða í Alþýðubandalaginu.
Mig minnir að ég hafi gefið henni
það nafn í biaðagrein. Það sem þau
eru að tala um núna er að nokkru
leyti frá Vilmundi komið; inntakið
og áherslurnar sem þar eru notað-
ar. Eitt af því sem viðgekkst fyrir
tíð Vilmundar var að fjölmiðla-
menn þéruðu stjórnmálamenn;
það þekkist ekki lengur, þannig að
áhrifa hans gætir víða í þjóðfélag-
inu.
Þeirra gætir fyrst og fremst í því
hvernig menn sjá hlutina, og á
hvaða hátt fólk nálgast viðfangs-
efnin; ekki síst hvaða áherslu menn
tileinka sér. Vilmundur breytti
fyrst og fremst viðhorfum stjórn-
málamanna til fólksins og fólksins
til stjórmálamannanna."
Við erum búin að tala allt of
lengi og orðin stirð, en ég á eftir að
spyrja um áhugamálin. Sighvatur
hefur ekki mörg orð um það heldur
stendur upp og býður mér að
ganga út í garð.
„Hér er mitt áhugamál," segir
hann og við blasir afar stór og
fallega ræktaður garður. Björk er
komin út líka og segir að þau séu
eins og moldvörpur þegar þau
koma heim úr vinnu. Þá er farið út
í garð og rótað í beðum og hlúð að
plöntum.
„Við erum líka með grillæði og
grillum úti svo lengi sem veður
leyfir. Mér finnst líka ákaflega gott
að borða og Björk er sérlega góður
kokkur; grúskar í kínverskum og
indverskum matreiðslubókum og
ævinlega kemur hún á óvart með
gómsætum réttum", segir Sighvat-
ur og lítur blíðlega til konu sinnar.
Það er kominn tími til að kveðja,
enda klukkan gengin langt í mið-
nætti. Það er helgi framundan og
þau segjast njóta helganna heima
og fara ósköp lítið út á lífið.
Garðurinn og húsið sem þau hafa
verið að byggja upp eigi hug þeirra.
-BD.