Tíminn - 09.08.1987, Blaðsíða 16
Unglingar vilja
Sérfræðingar í fjölskyldumálum
beggja vegna Atlantshafsins eru
ntjög í vafa um það. - Foreldrar á
borð við þá sem áðan voru nefndir,
eru síður en svo að gera sjálfum sér
eða afkvæmunum greiða, segir
bandarískur sérfræðingur. - Þetta
dugar bara ekki. Unglingarnir sjá í
gegnunt svona tiltæki og brosa í
laumi, ef þau þá beinlínis skammast
sín ekki. Unglingarnir vilja vita,
hvar þeir standa, ekki síst gagnvart
foreldrunum.
Nefnd á veguni bresku ríkisstjórn-
arinnar hefur komist að svipaðri
niðurstöðu. í nýlegri skýrslu hennar,
sem nefnist: Unglingar á níunda
áratugnum, segir að mikill meirihluti
unglinga ætlist til að foreldrar sínir
séu fyrirmynd, sem foreldrar og
ábyrgðaraðilar.
Tæp 70% unglinga leita til móður
sinnar um ráð og leiðbeiningar og á
það jafnt við um pilta og stúlkur.
Samkvæmt skýrslunni hefur til
dæmis sjónvarpið sín áhrif á börnin,
þannig að allt frá 10 ára aldri „vita“
þau sitt af hverju. Jafnframt eru þau
ráðvillt og full grunsemda um blekk-
ingar.
Prófessor við Coloradoháskóla
segir: - Unglingur er áhrifagjarn, en
afskaplega viðkvæmur og verður því
að eiga að fullorðið fólk, sem hann
getur reitt sig á.
Foreldrar, sem reyna að vera
félagar barna sinna í einu og öllu,
bregðast þar með í foreldrahlutverk-
inu og þar getur enginn komið í stað
þeirra. Slíkt er ekki bara óraunsæi,
heldur getur það beinlínis verið
skaðlegt.
Hann bætir við: - Þegar foreldr-
amir sjá sjálfa sig í hlutverki félagans,
fremur en leiðbeinandans, er látið
sem allir séu jafnir að stöðu, en
unglingarnir sjá í gegnum þetta og
gerir þá óörugga.
Fyrr eða síðar kemur að því að
foreldrið krefst þess að ráða úrslitum
um ágreining og þá reiðist unglingur-
inn gjarnan, og honum sárnar og
hann verður tortrygginn upp frá því.
Barnasájfræðingurinn Joseph
Burnstein segir í bók sinni: „Bók um
börn“ að hugsaniegt sé að börn og
unglingar kjósi að lifa samkvæmt
skriflegu samkomulagi við foreldra
sína.
I einu tilviki kom Dr. Burnstein á
slíku samkomulagi niilli móður og
11 ára dóttur hennar, Rutar. Telpan
skyldi hjálpa tii, taka af matarborð-
inu, þurrka diskana og fara út með
ruslið á hverju kvöldi frá mánudegi
til föstudags. Móðir Rutar sam-
þykkti hins vegar að fara með dóttur
sinni í bíó einu sinni í viku og gefa
henni pizzu á laugardögum.
Dr. Gadpaille, sálfræðingur, vill
svo halda því fram, að hjón, sem eru
orðin leið hvort á öðru, reyni ósjálf-
rátt að bæta það upp ntcð því að
gerast félagar barna sinna. Hann
telur þetta skaðlegt því þegar ung-
lingarnir vaxi upp og fari að hafa
samskipti við fullorðið fólk utan
heimilis, ef til vill vinnuveitendur,
sem sýna vald sitt í einu og öllu,
kunni þau ekki að taka slíku og
bregðast öndverð við.
Hann bætir við: - Það er frum-
skylda foreldra að leggja einmitt
áherslu á og viðurkenna aldurs- og
reynslumuninn sem óneitanlega er
til staðar á börnum og foreldrum.
Þeir eiga líka að miðla af reynslu
sinni, auka víðsýni unglinganna og
raunsæi, en jafnframt að hlúa að
þeirri tilfinningu, að börnin heyri
foreldrum sínum til.
Verið ekkert að hafa áhyggjur af
að börnin elski ykkur ekki, ef þið
komið fram við þau eins og yfirvald.
Þið eruð það og börnin vilja að þið
séuð leiðbeinendur og berið ábyrgð
á þeint. Það er ekki aðeins auðveld-
ara að vera foreldri en félagi, það er
líka mun skynsamlegra.
Börn og unglingar vilja að foreldrarnir séu yfirvald sem ber ábyrgð á
þeim.
OF margir foreldrar reyna
að tileinka sér smekk
barna sinna, segja barna-
sálfræðingar. Hins vegar vilja börnin
handleiðslu, ekki fleiri félaga.
Mamma dansar uni gólfin eins og
Madonna og pabbi tileinkar sér
- ekki sem félaga
hárgreiðslu Simon le Bon. Þetta eru
aðeins dænti um það sem foreldrar
leggja á sig til að komast á söntu
bylgjulengd og unglingar þeirra.
En virða krakkarnir svona viðleitni?
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavíkurflugvelli.
fslensk matvara
hefur um áraraðir glatt íslendinga erlendis.
Reyndar eru íslensk matvæli löngu orðin annað
ogmeira en „þjóðlegsérviska". Lostæti á borð við
hangikjöt, reyktan lax, kavíar og íslenska osta
hefur ósjaldan skákað dýrindis réttum
á borðum útlandanna.
íslenskt sælgæti
nýtur mikilla vinsælda handan hafsins.
Þér er óhætt að hafa talsvert magn með þér -
það verður fljótt aðhverfa (stingdu strax undan
eftirlætistegundinni þinni.)
Minjagripir og handveik
eiga alltaf vel við.
Það er sama hvert tilefni ferðarinnar er eða
við hvern þú átt stefnumót á erlendri grund.
íslenskt handverk er gjöf sem gleður.
Bækur um fsland.
Glæsilegar gjafir við flest hugsanleg tækifæri.
Einstök landkynning sem gaman er að fletta
með áhugasömum lesendum.
Blöð og tímarit fyrir ferðina.
Öll nýjustu dagblöðin með glóðvolgum,
íslenskum fréttum. Tímaritog bækur til aðlesa
á leiðinni og í ferðinni.
„ GEFÐU ÞÉR ^
GOÐANITMA
ÁÐUR EN Þ0 FERÐ ÚRIANDI.
Gjafir og glaðningur tilvina,
ættingja og viðskiptavina
erlendis.
Afþreyingarefni fyrir ferðina.
ábyrga foreldra