Tíminn - 09.08.1987, Qupperneq 15

Tíminn - 09.08.1987, Qupperneq 15
Sunnudagur 9. ágúst 1987 TÍMANS RÁS Kristján Björnsson: Tíminn 15 Signt yfir réttleysið Drykkjur annarra eru mínar ær og kýr. Ég hef starfað við það hálfa ævina að fást viðölvað fólk, að mér finnst. Þegar ég var yngri en nú má sjá, var ég oftast með félögum mínum á skralli okkar. Þá var gjarnan reynt að finna upp á ein- hverju sniðugu til að hægt væri að fjalla um það á óformlegum sam- komum daginn eftir nóttina áður. Það skal tíundað hér skilmerki- lega að oft kom það í minn hlut að skýra hinum frá því hversu sniðugir þeir höfðu verið. Það var vegna þess að ég hef aldrei haft nokkra list á áfengi eða nokkru sterkara en kaffi. Upp á hverju var fundið og hvað var brallað? Sjaldnast var . fundi slitið fyrr en myndin af liðinni atburðarás var orðin frekar heilleg að sjá. Þessir tímar hafa oft komið í huga ntinn, eftir að ég fór að telja mig kominn til vits og ára, þegar ölvunarfréttir ber á góma. Ekki beint af vandlætingu. heldur miklu frekar af því að ég er orðinn ropandi saddur af afleiðingunt brennivínsdrykkju. Versta helgin er nú gengin yfir og flestir eru sem óðast að klastra saman minningunni og móralnum. Megi þeir skríða saman í andlitinu í friði. Bóndi einn hér austur í Gnúpverjahreppi kallaði þessa helgi aldrei annað en vitlausra- mannahelgi. Hafði hann dregið þá niðurstöðu sína af árvissum hrinum og hriðjum í mannlegu hátterni og framkomu. Engin hætta er á því að skoðun bóndans hafi breyst mikið um síðustu helgi. Mannréttindi En af hverju ekki vín og svall? Þurfa ekki allir að fá sfna útrás og fá skemmtanaþörfinni fullnægt? Svo er sagt. Ungum sem eldri, er boðað á nóttu og degi, að ekki sé nokkra hamingju að finna nema í mann- fagnaði og spennandi kynnum kynjanna. Landlækni er nú meira að segja farið að ofbjóða og hefur í samvinnu við ýmsa aðila tekið að sér að tjasla upp á siðgæðið. Hefur hann á vissan hátt farið út fyrir það verksvið sem honum ber skylda til að sinna. Hann er með öðrum orðunt farinn að prédika gætni og lágmarks varúð þó að enginn hafi beinlínis ætlast til þess af honurn sem embættismanni. Það er því miður alltof sjaldgæft að sjá menn rísa upp af beddanum og búast til varnar. Gagn væri til dæmis að því að heyra orð frá fagmönnum í uppeld- ismálum og einnig frá siðgæðis- postulum af betra taginu. Ekki er vanþörf á því aö ýmsir þeir emb- ættismenn, sem þetta hlutverk er ætlað að frumskyldu, reyni að standa sig í stykkinu. Vel færi til dæmis á því að heyra kjarnyrtan boðskap frá biskupi vorurn og herradómi seinustu dagana fyrir aðra eins helgi og þessa síðustu. Því virðist ekki hafa verið við komandi sökum anna eða innri mála. Hvað sem veldur þá varð hér lítiö úr. Merkur klerkur í Borgarfirði beitti fyrir sig fagnaðarerindinu og kippti að sér hendinni í sambandi við útiguðsþjónustu í Húsafelli, þegar hann sá hvert stefndi. Ungur æskulýðsklerkur hljóp þá í skarðið og söng með Stuðmönnum nokkra hreyfisöngva fyrir krakkahnokk- ana og lét þau signa sig á sunnu- dagsmorgni. Umferðarráð setti milljónir í áróður fyrir því að menn færu ekki af stað á bifreiðum sínum með of mikið áfengi í blóðinu. Mesta mildi ntá telja að flestir virðast hafa farið eftir varnaðarorðum Óla og Ólafs og vonandi eiga ekki eftir að berast fleiri fréttir af slysum helgarinnar. Ein var sú áhersla sem ekki fékk mikinn byr í þessu sambandi. Mannréttindamál. Óli H. og Ólafur læknir vöruðu helst við því að velferð og fararheill gætu verið í talsverðri hættu. Sið- ferði okkar hefur víst oftast tekið teljandi stakkaskiptum þegar eigin velferð og fararheill eru í voða. Það virðist því auðsætt að árangur mega þeir Ólarnir helst þakka þessum veikleika mannsins. Náungi okkar tekur helst við leið- beiningunni ef honum er sýnt fram á áhrif hennar á eigin velferð og afkomu. En hvernig tengjast mannrétt- indamálin þessari vafasömu um- ræðu um áfengisdrykkju og vel- ferðarhyggju. Það er ekki svo auð- velt að skýra það í svona stuttu máli. Samt er því þannig varið að flest okkar vilja bregðast ókvæða við ef vitað er af skertum mannrétt- indum einhvers staðar í heiminum. Hver okkar rís ekki upp á aftur- lappirnar af vandlætingu ef við vitum af ranglæti, kúgun og þján- ingu. Minna fer fyrir untræðu og vand- lætingu þegar við sjálf höfum svipt okkur ákveðnum réttindum í skamman tíma eða langan. Það er til dæmis ekki lengur leyfilegt að aka bifreið eftir að hafa bragðað áfengi. Ekki er einu sinni tekin af þér alvöru skýrsla eða hlustað á þig af nokkurri athygli á meðan þú ert undir áhrifum áfengis. Ég fengi t.d. ekki að skrifa þennan pistil núna væri ég rallhálfur. Sjálfsagt væri hann líka mun lakari að ntáli og merkingu ef ég væri upptekinn af því að raða saman myndinni af svalli og skrölti liðinna nátta. Það er margt sem ekki ntá og það getur tekið alltof langan tíma að láta af sér rcnna, til að aftur sé liægt að hefjast handa við alvöru verk. Algleymið á þessar slæmu hliðar eins og hinar Ijósari. Það hefur bara svo oft veriö hamrað á gildi þess að lara á fyllerí að ég nenni ekki að taka undir þann sönginn. Já, það cr þá á endanum skerð- ing á tjáningarfrelsi, athafnafrclsi, réttarfrelsi og mannlegri reisn að hella sig fullan. Hvað varðar Ólaf Iækni finnst mér að ekki hafi verið þörf á svona mikilli verjuherterð fyrir þessa helgi eins og hann hélt. Læknirinn ætti að vita það vel hversu mjög getan minnkar við drykkju. Það veit þó ég. Auðvitað eru það margir sem ekki ná að stjórna áfengisnotkun sinni á nokkurn hátt. Hinir sem enn telja sig geta haft vald á þessum vanda ættu að fara að hugsa sinn gang áður en signt verður yfir þá í hinsta sinn. Það þarf þá heldur ekki að skálda eins mikið inn í minninguna. jjfcígr í getrauninni að þessu sinni birtum við mynd af hátindi fagurra fjalla. Sem áður er spurningin sú hvaða fjöll hér er um að ræða og hvar á landinu þau eru. Hægt er að senda okkur lausnina á helgarblaðið með aðstoð Pósts og síma. Lausn á síðustu getraun var Svartifoss í Skaftafelli. KROSSGATA feLKIÐ fií? f/ASAK OP I^FPfLS- LÍST NOÚL i-bfíUÐ L£Gfí BÓK' V *í ÖFVG Kop 6 Í 1 fífíúfíK ILMfl T?iuk| UÓT > X < b\ 1 HSÐfí 5 JURT TfíKfí J 3 ÝTTÍ TFfíM Kor/Nfj ÍKúi'fiÐj HfiLfí í>UKfi ílD • •— • \ J V KOtlfí SIDAR CL^ÚF- WVlfíiHV %/ELFlR UM ' BÚÐIR ýo E>- JNN 1 TLftUTfí 5 iÍREVF- 75 T RoÐ > 8 HPfíPO —■— MOflK WSTUrtb UN S5 > Ro® L Hc>T£L’ f&ÚB DCRC, VFfN | SERE>- rsr 7 SJ/ÍVAK DÝRlÐ HLYNÚfí fi?—-—■ Wr JD J 1 , ÞRcNC, Tíáfi&t - &UÐ KoiJfí — a J 8 FGNU fjca TJTITr VIPI 1 III j i 1 sP£LJ (o I> f* vJ€> • íRErofi 'fíRNft J °l FAL'fiT StoTflg, BVR KORN HLllTiÉ frjFfíUH ?7VW J Jo Sc N6L- us mrr L£LES BEíTiJ HfíRS 4 STRfll) Mí f iNKOnW • j /y KO^O sm* J ■ ÍFl/NtJM sjSK UTfítJ TYÍK. A n rtMA BrLfí sro'F- UK MULDUR BÝ IIISFUtJh /S XEYRl ÓTTfí LITA 1 J /3 ELLEFL/ £FaJ| OFOG KoE> F&r?- SETN. V 1 7-Ovc NúlL "rro'V'/J pbl fíR KRíWUIfi A/£S j 1s TÍ'PUÐU \£Y&t) F F4ÍK1 öoffgr H-fiLPl TfW- S/ÍTt KlhlH l yr GER f FfiUTT

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.