Tíminn - 09.08.1987, Blaðsíða 5
Tíminn 5
Sunnudagur 9. ágúst 1987
Saga úr Vesturbænum
Jónas heitinn Guðmundsson rithöfundur var kunnur KR-ingur og þegar Knattspyrnufélag Reykjavíkur
varö 85 ára var hann fenginn til aö rita eftirfarandi hugleiðingu um lífið á bak við knattspyrnuna.
Sjálfur segir hann að honum hafi brugðið í brún er hann heyrði það fyrir satt að félagið sitt væri
orðið svo gamalt.
Þá kom upp í huga hans, hvað hann varð hissa þegar hann var barn og var sagt að Vínardrengjakórinn
hefði átt 350 ára afmæli þá um vorið. “Og enn rámar mig í þá skelfingu, er því fylgdi, að vita að það
voru í raun og veru öldungar, sem héldu uppi þessum yndislega söng, er stóð nær himni en jörð. En
ég áræddi ekki að spyrja, því þetta var á þeirri tíð, sem það var yfirleitt mjög óviðeigandi að spyrja,
ef það var eitthvað sem manni lá á að vita um heiminn, að ekki sé nú minnst á það, ef það var eitthvað
um kroppinn. Og þá var heldur ekkert sjónvarp, þannig að hver og einn varð að ímynda sér hinn 350
ára gamla Vínarkór; drengjakórinn og hið hræðilega leyndarmál hans, því þá, eins og nú, var ellin eina
aðferðin, sem menn þekktu til langlífis.“
Tendraður af þeirri dálitlu upphefð að fá að rita í fótboltablað, skrifaði hann eftirfarandi grein um
landsleik:
s
G fór að hugsa um
liðna daga, og
hvernig samfélagið í
Vesturbænum tor-
tímdist smárn saman
í dagsins önn. Og í raun og veru
náði ég aldrei langt í knatt-
spyrnu. Og svo var það hitt, að
mitt útræði var í þeirri lendingu,
sem bolti var sjaldgæfur, því á
þeirri eik snérist baráttan um
annað.
Að vísu fór ég á Völlinn,
þegar ég var í landi, en smám
saman fækkaði þeim ferðum.
Og loks kom að því að mörg ár
voru liðin, síðan ég hafði farið á
hnattspyrnuleik, og þá var það,
sem strákurinn sagði:
- Ætlar þú á Völlinn pabbi og
hann gat ekki leynt eftirvæting-
unni?
- Fara hvað?
Á Völlinn. Nei ég ætlaði ekki
á Völlinn. Ekki svo að skilja, að
ég væri á móti knattspyrnu,
heldur var það hitt, að ég hafði
svo lítinn tíma. Já og svo voru
það taugarnar. Ég vildi sjá
íþróttir í sjónvarpi, því með því
vinnst yfirleitt tvennt: Þú veist
úrslitin fyrirfram og svo getur þú
bara slökkt, ef leikurinn verður
þér ofviða; þér verður um megn
að sjá félag þitt, eða land tapa.
Á íþróttavelli getur þú hins-
vegar ekki skrúfað fyrir neitt.
Þú hefur gefið þig örlögunum á
vald. Og ég ætlaði ekki að horfa
á landsliðið leika við Norðmenn.
- Já en Elmar verður með,
sagði strákurinn og ég fór allt í
Jónas Guðmundsson rithöfundur.
einu að hugsa um það, að ef til
vill gerði ég of lítið fyrir strákana
og ég fann, að ég varð að láta
undanogfara. Bara í þetta sinn.
- Já kannske ég fari á Völlinn
sagði ég og ég sá augu hans
Ijóma. Mér fannst eitthvað
vakna í huga mér líka og ég
reyndi að draga inn magann og
sýnast svolítið spengilegri á
göngunni heim og dapurlegt
regnið seytlaði um andlit mitt og
laugaði sáiina og hjartað.
Það er á föstudaginn sagði
hann. Já á föstudaginn, endur-
tók ég og herti gönguna. Og ég
fór að hugsa til þeirrar tíðar,
þegar leikið var á Melavellinum.
Það voru stórkostlegir tímar. Þá
var aldrei rigning, eins og núna.
Nei þá var sól, næstum hvern
einasta dag og fólkið var brúnt
og ilmaði svo þekkilega, þrátt
fyrir það að þá færi enginn til
Spánar, nema saltfiskurinn og
menn sem voru í nefndum. Og í
þá daga fóru menn á völlinn, þó
ekki væri nema tii þess að hæðast
að Dönum, sem voru vondir í
frjálsum. Huseby setti ný met á
hverju kvöldiog það samagjörði
Torfi, Finnbjörn og Clausen-
bræður, og kvöldin liðu í þeim
unaði, er því fylgir að tilheyra
kappsfullri, drenglyndri þjóð, -
og réttu félagi.
Þá var því ekki að leyna, að
fótboltinn var oftast skemmti-
legri en frjálsar. Hann heitir víst
knattspyrna núna, og þá varð
aðsóknin líka mest, því þá var
auðvitað ekkert sjónvarp, og á
Húsgögn á hagkvæmu verði
\
I iuuvivviii v« --
INMRETTINGAR fiO oq
SUÐURL ANDSBR AUT 18 vO
Mjög ódýrt:
Skrifborð
Svefnbekkir
Bókahillur
Kommóður
Hljómtækjabekkir
o.fl., o.fl.
Veitingar
og
ferðamannaverslun
opiö aiia daga frá kl. 9.00—23.30
VÖRUHÚSKÁ
MIÐSTÖÐ VIÐSKIPTANNA Á SUÐURLANDI OPIÐ: MÁNUD.- FIMMTUD. 09-17.30 FÖSTUD. 09-19 LAUGARD. 09-12