Tíminn - 15.09.1987, Page 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 15. september 1987
Háskólamenn þinga um norrænan kjarasamanburð:
island með hæstu nettó
laun af Norðuriöndum
- á almenna vinumarkaðnum?
ISLANO
“1---1---1---1---r-
12 1S
cxamensm
20
24
—T—
28
Almennir launþegar í íslenskum
iðnfyrirtækjum höföu áriö 1985 um
20% hærri mánaðarlaun fyrir dag-
vinnu í byrjunarlaun starfsæfinnar
heldur cn lögfræðingar, hag-
fræðingar, verkfræðingar og kenn-
arar sem hefja störf hjá ríkinu. Og
það sem meira er - að jafnvel eftir
20 ára starf greiða iðnfyrirtækin
sínu fólki ennþá hærri mánaðar-
laun fyrir dagvinnuna heldur en
ríkið sínum háskólamenntuðu
starfsmönnum. Að þcssari niður-
stöðu komust hagfræðingar Nor-
ræna háskólamannaráðsins, scm
nýlega héldu ársfund sinn hér á
landi, þar sem aðalefnð var „Nor-
rænn kjarasamanburður".
Hvervaraðtala
um Singapore?
Og það sent kannski er enn at-
hyglisverðara. H agf ræðingun u m
reiknaðist einnig til að dagvinnu-
laun í íslenskum iðnaði hafi árið
1985 vcrið mun hærri helduren hjá
fólki í sambærilcgum störfum í
Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.
Er þá átt við nettólaun fyrir dag-
vinnu, þ.c. að frádregnum tekju-
skatti og útsvari. Viröist þessi
niðurstaða skjóta nokkuö skökku
við í samanburði við allar umræð-
urnar um „Singapore norðursins" á
Islandi einmitt þctta sama ár.
Eftir mun mciri kauphækkanir á
íslandi en hinum Norðurlöndunum
síðan 1985 virðist Ijóst að dag-
vinnulaunin ein ættu því að skila
launþegum almenna vinnumarkað-
arins á íslandi mun hærri launum
en fólki í sambærilcgum störfum á
öllum hinum Norðurlöndunum að
ekki sé nú talað um þcgar 40-50%
hafa bæst við fyrir hina séríslensku
aukavinnu. Lág laun ættu því tæp-
ast að fæla atvinnulausa nágranna
okkar frá að ráða sig til starfa í ís-
lenskum iðnaði, eða laða íslenskt
iðnaðarfólk til láglaunastarfa á hin-
um Norðurlöndunum.
Aðeins Noregur
fyrirofan 1985
Niðurstöður hagfræöinganna
voru m.a. þær, að byrjandi í iðnfyr-
irtækjum á ÍSlandi hafi þá haft um
29 þús. kr. nettó í greidd dagvinnu-
laun aö meðaltali á mánuöi á ís-
landi. Samsvarandi laun voru þá
sem svaraði um 21 þús. ísl. kr. í
Þetta er meðal niðurstaðna nor-
rænu hagfræðinganna varðandi
meðal nettó árslaun fyrir dag-
vinnu á íslandi og í Svíþjóð árið
1985. Beina linan á báðum
myndunum sýnir nettó laun al-
mennra launþega í iðnfyrirtækj-
um. Á íslandi eru lögfræðingar
og kennarar hjá ríkinu þar vel
fyrir neðan i byrjun starfsæfinn-
ar og komast aldrei uppfyrir. Efri
línurnar sýna svo laun verk-
fræðinga og viðskiptafræðinga
á almenna markaðnum, þar sem
verkfræðingarnir eru komnir
langefst við 30 ára starfsaldur. í
Svíþjóð byrja allir þessir hópar á
svipuðum launum. Lögfræð-
ingar hjá ríkinu fara síðan að
þokast meira og meira fram úr
kennurunum eftir 10 ára starf,
og efsta línan sýnir háskóla-
mennina á almenna vinnumark-
aðnum.
Finnlandi, um 25 þús. kr. í Svíþjóð
og Danmörku og rúmlcga 34 þús.
krónur í Noregi. í Noregi og Dan-
nrörku voru þessi „ncttólaun" nær
þau söntu hjá fólki með langan
starfsaldur aö baki en hækkuðu um
2-4 þúsund á nránuði í hinum
löndunum þrem.
„Bókvitið ekki í
askana látið“
Á sama tíma og launþegar í ís-
lcnskum iðnaði höfðu um 29 þús. á
máriuði í nettómánaðarlaun fyrir
dagvinnu. voru samkvæmt útreikn-
ingunum, byrjunarlaun háskóla-
manna hjá íslenska ríkinu aðeins í
kringunr 24 þús. kr. Samsvarandi
laun sænskra háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanria voru um 23-26
þúsund ísl. kr.,danskra 29-30þús.,
norskra 32-38 þús. og finnskra há-
skólamanna unt 26-36 þús. kr. ísl. á
mánuði.
Þeir háskólamenn sem starfað
höl'öu í 20 ár voru komnir upp í um
30 þús. kr. nettó mánaðarlaun að
meðaltali, eða svipað og launþegar
með langan starfsaldur í iðnaði.
Hjá háskólamenntuðum ríkis-
starfsmönnum á hinum Norður-
löndunum eru starfsaldurshækkan-
ir hins vegar víðast hvar miklu
mciri, þannig að ekki er ótítt að
þeir ha.fi unt 50% hærri nettólaun
en starfsbræður þeirra hjá ríkinú
hér eftir 15-20 ára starf.
Háskólamenn á almenna vinnu-
markaðnum hér eru hins vegar
sagðir með um 50-70% hærri nettó-
laun en menn með sambærilega
menntun hjá ríkinu. Og það sé
miklu meiri munur heldur en um er
að ræða á hinum Norðurlöndun-
um.
Til að reyna að átta sig betur á
laununum á hinum Norðurlöndun-
um má nefna að nettólaun verk-
fræðings hjá ríkinu í Svíþjóð voru
t.d. talin frá um 68 þús. sænskum
kr. í byrjun og upp í um 95 þús.
sænskar krónur á ári eftir 25 ára
starf. Það svaraði til 328-460 þús.
ísl. kr. á þáverandi gengi en 415 til
580 þús. króna nettó árslaunum
miðað við núverandi gengi. Verð-
bólga í Svíþjóð hefur verið um 5%
á ári. Launahækkanirgætu því hafa
verið í kring um 10% frá árslokum
1985. þannig að þarna gæti verið
um að ræða sem svarar 38 til 53 þús.
íslenskra króna nettó mánaðarlaun
hjá sænskum verkfræðingum hjá
ríkinu um þessar mundir.
Kennaralaunin voru þó ennþá
neðar.
Um 37 þús. á mánuði
í sænskum iðnaði?
Nettó árslaun verkfræðinga og
viðskiptafræðinga starfandi í
einkarekstri voru hins vegar frá 70
og upp í um 115 þús. sænskar á ári
eftir 25 ára starf. Miðað við núver-
andi gengi og 10% hækkun mundi
það samsvara frá um 40 og upp í um
65 þús. króna mánaðarlaunum í
umslaginu eftir skatt um þessar
mundir. Meðallaun launþega í
sænskum iðnaði gætu nú með sama
útreikningi verið um 37 þús. kr. á
mánuði nettó og þar bætist sem
kunnugt er engin aukavinna við
eins og hjá okkur á Fróni.
Hækkun á greiddu tímakaupi i
dagvinnu hiá verka- og iðnaðar-
mönnum á Islandi voru 48-53% frá
4. ársfjórðungi 1985 til 1. ársfjórð-
ungs í ár, samkvæmt fréttabréfi
Kjararannsóknanefndar, og munu
síðan hafa hækkað eitthvað.
Um 29 þús. króna byrjunarlaun
launþega í íslenskum iðnaði fyrir
dagvinnu (nettó) í árslok 1985 ættu
því að hafa hækkað í að minnsta
kosti um 44 þús. kr. nettólaun fyrir
dagvinnu um þessar mundir. ís-
lenski iðnverkamðurinn ætti sam-
kvæmt þessu að hafa unt 20% hærri
1‘aun nettó fyrir dagvinnu sína en
sænskur starfsbróðir hans. Þar við
bætist svo öll aukavinnan hjá hin-
urn íslenska. sem getur verið allt
upp undir 50-80 tímar á mánuði.
(Kannski að þarna skýrist loksins
þriðjungi stærri meðalíbúðir á ísl-
andi en í Svíþjóð ogþriðjungi mciri
bílaeign, vitaskuld miðað við fólks-
fjölda?).
Næsthæstu meðaltekjur
áíslandi 1984
Því má bæta hér við að sam-
kvæmt „Nordisk statistisk ársbok"
fóru árið 1984 tæplega 16% af
skattskyldum tekjum Islendinga í
beina skatta, samanborið við33% í
Noregi og Svíþjóð, 30% í Dan-
mörku og 28% í Finnlandi. Það
samsvarar því að Skandinavar
þurfa að mcðaltali 26% hærri tekj-
ur.til að halda jafn miklu eftir skatt
og íslendingar.
Miöað við meðalgengi ársins
1984 voru nettótekjur eftirskatt að
meðaltali 188 þús. krónur á hvern
framteljanda á íslandi, 172 þús. ísl.
í Noregi, 175 þús. í Finnlandi. 185
þús. í Svíþjóð og síðan lang hæstar
eða 221 þús. fslenskar krónur að
meðaltali á hvern skattgreiðanda í
Danmörku. Tæpast þarf að taka
fram að laun á íslandi voru afar lág
árið 1984. -HEI
Kjarvalsstaðir:
Sýning opnuð á
keppnisgögnum
Ferskfisksala erlendis:
GÓD SALA í
BRETLANDI
Sýning á listaverkum sem bárust í
samkeppni Listahátíðar í Reykjavík
um merki hátíðarinnar verður opn-
uð20. septemberá Kjarvalsstöðum.
Sýningin er haldin í tengslum við
Kvikmyndahátíð Listahátíðar sem
byrjar 19. september.
Efnt var til keppninnar snemma í
vor en skilafrestur er nýlega útrunn-
inn. Átján tillögur að höggmyndum
og skúlptúrum bárust en við opnun
sýngingarinnar á Kjarvalsstöðum
verða úrslit keppninnar tilkynnt.
Það listaverk sem vinnur verður
einkenni Listahátíðar 1988 á plaköt-
um, elnisskrám og annarsstaðareftir
ákvörðun framkvæmdastjórnar.
Dómnefnd skipa Jón Þórarinsson
formaður framkvæmdastjórnar
Listahátíððar, Bera Nordal list-
fræðingur og Jón Gunnar Árnason
myndhöggvari, en það er fyrirtækið
Nathan og Olsen hf í Ármúla 8 sem
gefur verðlaunin í tilefni af 75 ára
afmæli sínu. Verðlaunin nema 250
þúsund krónum. ABS
Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna:
Einn fer og
tveir koma
Á stjórnarfundi Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna. þann 11.
september sl., sagði Ólafur
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
framleiðslumála, starfi sínu
lausu. þar sem hann hefur gerst
eigandi að Hraðfrystihúsi Ólafs-
víkur hf., Ólafsvík, ásamt fleir-
um. Hann nrun taka við rekstri
fyrirtækisins á næstunni.
í beinu framhaldi þessa var sú
breyting gerð á framkvæmda-
stjórn Sölumiðstöðvarinnar. að
Hjalti Einarsson, framkvæmda-
stjóri, verður framkvæmdastjóri
framleiðslumála og Sturlaugur
Daðason, verkfræðingur, verður
framkvæmdastjóri tækni- og
eftirlitsmála, jafnframt því sem
Innkaupadeild S.H. heyrir undir
hans starfssvið. -SÓL
Sex skip seldu afla sinn í Bretlandi
í síðustu viku, samtals um 743.440
kíló. lang mest þorskur. Þetta voru
skipin Oddgeir ÞH, Sveinborg SI 70,
Þórshamar GK 75, Sléttanes IS 808.
Gullver NS 12 og Keilir RE 37.
Oddgeir, Þórshamar og Sléttanesið
lönduðu í Hull, 7., 8. og 9. þ.m.. en
Sveinborg, Gullverið og Keilir lönd-
uðu í Grimsby, 8., 10. og 11. þ.m.
Sléttanesið landaði 231.245 kíló-
um og fékk fyrir 13.025,482 krónur,
eða meðalverð upp á 56.33 krónur á
kílóið. Gullverið landaði 180.175
kílóum og fékk fyrir það 10.086.998
krónur, eða meðalverð upp á 55.98
krónur kílóið. Sveinborgin fékk hins
vegar langbesta meðalverðið, en hún
seldi 104.895 kíló og fékk meðal-
verðið 62.14 krónur.
Alls voru seld 834.840 kíló af
ýmsum fiski í gámum til Bretlands í
síðustu viku. Meginuppistaðan var
þorskur, eða tæp 504.000 kíló. Með-
alverð heildaraflans var 63.28, en
þorsksins eins sér, 59.46 krónur.
-SÓL