Tíminn - 15.09.1987, Side 5
Þriðjudagur 15. september 1987
Tíminn 5
Reiknað með lausn
hvalamálsins í
Hvalamálið er enn ekki leyst.
Allar líkur benda þó til að það
leysist seinna í dag, eða í síðasta
lagi í kvöld, samþykki íslensk
stjórnvöld orðalagsbreytingar
Bandaríkj amanna.
í samtali við Tímann seint í
gærkveldi sagðist Halldór Ás-
grímsson, sjávarútvegsráðherra
ekki búast við að endanleg niðurst-
aða lægi fyrir, fyrr en síðdegis í
dag. Halldór benti á að það væri
ekki nóg að Bandaríkjamenn skil-
uðu inn tillögunum, heldur þyrftu
íslendingarnir að kynna sér þær
líka. Það tæki einhvern tíma.
í gær og langt fram á kvöldið leit
út fyrir að málið væri að komast í
höfn. Ekki var búist við öðru en að
Bandaríkjamenn myndu skila inn
tillögunum aftur til íslenska sendi-
ráðsins innan þeirra tímatakmark-
ana, þ.e.a.s. innan þessara fimm
daga sem þeir höfðu talað um. Sá
frestur rann út í gærkveldi.
Nær öruggt er talið að tillögur
Bandaríkjamanna með breyttu
orðalagi iiggi nú fyrir hjá íslenskum
aðilum, bæði ytra sem hér heima.
Því séu íslensku aðilarnir nú að
fara yfir breytingar Bandaríkja-
manna og séu þeir þeim samþykk-
ir, leysist málið seinna í dag.
Samkvæmt heimildum Tímans
hafa bandarískir aðilar glímt við
það nótt sem nýtan dag að breyta
orðalagi tillagnanna, þannig að
tillögurnar stangist ekki á við
bandarísk lög.
Meginatriði tillagnanaa_5tfifldÉlfc
samt eftir sem áður eftirT5breyiR"
Pannig munu Bandaríkjamenn
samþykkja fyrir sitt leyti að fslend-
ingar veiði 20 sandreyðar ásamt
því að leggja sínar athafnir fyrir
vísindanefnd Alþjóðahvalveiðir-
áðsins.
Vandi Bandaríkjamanna er á
hinn bóginn auðskilinn. Þeir geta
ekki skyndilega samþykkt vísinda-
veiðarnar, nýbúnir að gefa í skyn
að viðskiptaþvinganir vegna þeirra
séu á næsta leiti. Þeim virðist hins
Fari svo sem sjávarútvegsráðherra býst við, halda tveir hvalbátanna til veiða mjög fljótlega.
vegar hafa tekist að sneiða framhjá
Iagaákvæðum, og standist það,
geta þeir haldið friðinn við íslend-
inga annars vegar, og hins vegar
friðað „pressuhópana" ytra, með
því að vitna í tillögurnar sem ekki
stangast á neinn hátt við bandarísk
lög.
Bandarískum aðilum virðist hafa
tekist að koma málinu fyrir horn
með orðalagsbreytingunum. Hvort
þær standast íslenskar kröfur, er
hins vegar enn ekki ljóst. Verði í
lagi með orðalagsbreytingarnar, og
íslendingarnir samþykki þær,
halda hvalbátarnir á miðin strax í
kvöld eða nótt. Hafi Bandaríkja-
menn á hinn bóginn breytt tillögun-
um það mikið, að þær breyti eðli
þeirra á einhvern hátt, er málið
komið í nýjan og jafnvel illleysan-
legan hnút.
Tveir hvalveiðibátar standa til-
búnir til að halda á miðin og veiða
þær 20 sandreyðar sem eftir eru af
hvalveiðikvótanum. Ákveðið hef-
ur verið að veiða fram í október-
mánuð, en þess eru dæmi að slíkt
hafi verið gert áður, en undir
venjulegum kringumstæðum er
Tímumynd: Brein
ekki veitt lengur en fram undir
miðjan septembermánuð.
Veiðunum verður hagað með
tilliti til vinnuhraða þeirra aðila
sem enn eru við vinnu í Hvalstöð-
inni. Mikið er um að skólafólk
vinni á sumrin í hvalstöðinni, og
þar sem skólarnir eru nú byrjaðir,
hefur starfsliði Hvalstöðvarinnar
fækkað til muna. - SÓL
Æfing Almannavarna:
Hvernig er brugðist við
Suðurlandsskjálftanum?
„Við tókum út þrjá staði sem
módel. Það voru Selfoss, Hvolsvellir
og Flúðir. Þangað fórum við með
þrjátíu vettvangsstjóra, sérþjálfaða,
til að skoða hvernig við mundunt
skipuleggja hjálparstarf inn á þessa
staði í kjölfar Suðurlandsskjálfta.
Það voru valin starfssvæði fyrir
hjálparliðið, mcð tilliti til söfnunar-
svæða fyrir tækjabúnað og mann-
afla. miðað við úr hvaða áttum
maður sækir með liðið og tækin inn
á byggðina og síðan voru valin svæði
fyrir slasaða, hvar óslösuðum er
komið fyrir áður en fólk er flutt á
brott og einnig hvaðan flutningar
færu fram með þyrlum og þess
háttar” sagði Guðjón Pctersen,
framkvæmdastjóri Almannavarna
ríkisins, cn um helgina var haldin
vettvangskönnun á Suðurlandi.
Könnunin tókst í alla staði mjög
vel, og má segja að æfingin hafi leitt
í ljós agnúa á drögum þeim sem
Almannavarnir höfðu dregið upp í
nýju skipulagi, og því var hægt að
breyta því. Mistökin voru fólgin í
skiptingu milli Skeið- og Gnúpverja-
hrepps og Hrunamannahrepps, sem
reyndist röng á pappírunum, en var
leiðrétt.
Æfingarnar stóðu yfir frá 8 á
laugardagsmorgni til 17 um daginn,
og tóku rúmlega 30 manns þátt í
æfingunni, en þeir koma úr röðum
lögreglumanna, slökkviliðsstjóra og
björgunarsveitarmanna. Mennirnir
koma af svæðinu frá Snæfellsnesi til
Vestur-Skaftafellssýslu.
- SÓL
, Fiskmarkaöur á Suðurnesjum:
Agætt meðalverð
á fyrsta uppboði
Fyrsta uppboð Fiskmarkaðs
Suðurnesja hf. var haldið í húsnæði
félagsins í Njarðvík í gær klukkan
15. Var um nokkurskonar prufu-
uppboð að ræða og var boðinn upp
afli úr skipunum Unu í Garði GK
100 og Vörðufelli GK 205, samtals
um 8 tonn.
5,3 tonn seldust af kola á meðal-
verðinu 36,60 krónur. 800 kíló af
þorski fóru á meðalverðinu 30,40
og síðan voru seld 700 kíló af keilu,
steinbít og löngu á 10 krónur.
Um 8 aðilar buðu í aflann og
þótti uppboðið takast afbragðsvel.'
í dag verða haldin tvö uppboð á
vegum Fiskmarkaðs Suðurnesja og
fara þau fram samtímis í Njarðvík
og Grindavík. Verður þá boðinn
upp afli úr nokkrum bátum, þ.á m.
úr Vörðufellinu. Hefjast þau bæði
klukkan 15. - SÓL
VERSLUNARRAD
ÍSLANDS 70 ÁRA
I fréttatilkynningu frá Verslunarr-
áði íslands segir að þann 17. sept-
ember séu 70 ár liðin frá stofnun
þess.
Það var upphaflega sett á laggirnar
sem fulltrúaráð fyrir verslun, iðnað
og siglingar, en starfar nú scm alh-
liða samtök viðskiptalífsins. í til-
kynningunni segir: Verslunarráð ís-
lands hóf starfsemi sína á erfiðum
tímum í sögu þjóðarinnar. Vöru-
skortur var mikill og það verslunar-
frelsi sem náðst hafði með langri
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar var
skert af landsstjórninni sjálfri.
Ennfremur segir, að Verslunar-
ráðið sé málsvari viðskiptalífsins
gagnvart stjórnvöldum og öðrum
aðilum. Miklar framfarir hafi orðið
í öllum viðskiptaháttum á síðustu
áratugum. Viðskiptafrelsi og and-
staða við ríkiseinokunina hafi jafnan
verið efst á blaði í stefnuskrá Versl-
unarráðsins.
Verslunarráðið hafi oft og tíðum
verið umdeilt vegna stefnu sinnat.
Ráðið hafi fyrst og fremst litið til
lengri tíma og til almannahagsmuna
í stefnumörkun sinni og verið óhrætt
að hreyfa við og styðja ýmis fram-
faramál sem ekki geti náðst fram
átakalaust.
Fundi VSÍ og
VMSÍ frestað
Fyrirhuguðum samningafundi
Verkamannasambandsins og
Vinnuveitendasambandsins sem
halda átti í dag, hefur verið
frcstað fram á mánudag.
Að sögn Þórarins V. Þórarins-
sonar frkvstj. VSÍ virtust þeim
enn mörg atriði óljós sem þyrftu
að vera skýrari. Auk þcss væri
vinna varðandi samningamálin,
sem ákveðið hefði verið að færi
frani í hópum, mjög skammt á
veg komin. Þess vegna hefðu
aðilar orðið sammála um þessa
frestun. - phh