Tíminn - 15.09.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.09.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrí mur G íslason Skrifstöfur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- 0 Náðarfaðmur Um langa hríð hefur verið sótt að okkur íslendingum í hvalveiðimálum af miklu offorsi og vanþekkingu, og hafa þeir sem minnst vita um hvalveiðistefnu okkar, friðunarvilja og hæfi- legar veiðar haft hæst og beitt mestum hótunum. Það hefur óneitanlega orðið hryggðarefni hér heima af hve mikilli frekju og yfirgangi að okkur hefur verið sótt af fulltrúum Bandaríkjanna á vettvangi Alþjóðahvalveiðiráðsins, en við telj- um Bandaríkin til vinaþjóða okkar og höfum margt saman við hana að sælda. En nú virðast hafa náðst sættir og sæmilegt samkomulag, sem vonandi verður ekki svikið í næstu andrá. Enginn vafi leikur á því að þeir Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, eiga mestan þátt í því að horfur eru nú á að við getum haldið hvalveiðum áfram í vísindaskyni. En í stað þess að þakka það, sem áunnist hefur í málinu er eytt nokkru plássi í það í síðasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að tíunda dáðir og framgang laumugræningjans dr. Calio, fulltrúa í banda- ríska viðskiptaráðuneytinu, og er hann jafnvel titlaður sjávarútvegsráðherra. Þessi dr. Calio tróð sér í samninganefnd til Ottawa þrátt fyrir ítrekaðar óskir íslendinga um að fulltrúar utanríkisráðuneytisins yrðu sendir. Aðsóknin að okkur var þá komin á það stig, að utanríkisráðherra okkar lét fresta viðræðum um framtíðarverkefni á Keflavíkurflugvelli, og vildi ræða samskipti þjóðanna á breiðum grundvelli. Auðvitað hafði dr. Calio ekkert umboð til þess. Utanríkisráðherra neitaði því að tala við manninn. Þegar það hafði gerst fór að örla á samningstilboðum, enda er símasamband milli Ottawa og Washington. Eftir frest á fundum fulltrúa kom svo skriflegt tilboð, sem vert þótti að skoða nánar. Þegar í odda skerst og íslend- ingar sýna að ekki verður á þeim troðið af hégilj ufólki, sem á frekar að fást við að semja áróðurspésa en fást við pólitík, kemur alltaf hljóð úr Morgunblaðinu, samanber Rvíkurbréf. Höfundum þess hefur fundist að ómaklega væri verið að ráðast á náðarfaðminn með því að neita að tala við undirtyllu í viðskiptaráðuneyti vestra. Það heldur því fram að náðarfaðmurinn hafi frá fyrstu stundu boðið það sem stóð í skriflegu tillögunum. Það hefði þá væntanlega ekki þurft neinn Ottawafund. Samskipti þjóð- anna hafa verið góð og svo er enn, þökk sé ákveðinni framkomu Steingríms Hermannsson- ar, utanríkisráðherra. En það þurfti ýmislegt til áður en laumugræningi viðskiptaráðuneytis vestra og kjallaralið áróðurspésanna í Washing- ton sá að of langt var gengið. Morgunblaðið má eiga sinn náðarfaðm en á meðan ætlum við hin að halda rétti okkar og sjálfstæði í viðskiptum við aðra. Þriðjudagur 15. september 1987 GARRI Trúboðsstöð á Grænlandi Opnuö hefur verið skandinuvísk menningarmiöstöö í Nuuk á Grænlandi, sem verður einskonar framhald á starfí Hans Egede með- al grænlenskra forðum, þegar mik- ið lá við að troða trúarbrögðum í samfélag sem átti sér einskis von af Norðurlöndum, og vissi ekki góðu hcilli að þau væru til. Veiðiþjóðin á norðurhjaranum, sem bjó við eilíf- an ís hafði það helst af skandinav- ískum kristindómi að segja, að þeim var bannað að lána konur sín- ar gestum og gangandi, sem hafði verið plagsiður frá því sögur af sel- veiðum hófust. Nú á cnn að fara að kenna Grænlendingum eitthvað í nafni menningar. Má það kalla undarlega áráttu Skandinava að mega hvergi þjóð sjá, sem hefur haldið nokkurn veginn óbrjáluðum einkennum öðruvísi en troða aftan í hana einhverjum ókjörum af kot- menningu skandinavískri, sem heiminn varðar ekkert um. Raun- verulegir menningarmenn, eins og Johannes V. Jensen, August Strindberg, Knut Hamsun og Henrik Ibsen, gengu ekki grenj- andi um löndin til að boða skand- inavíska mcnningu. Þeir vildu láta fólk í friði. Raunar skrifaði Jensen bók um manninn sem sótti norður ■ frerann. Áreiðanlcga verður hans seint minnst í skandinavísku menn- ingarmiðstöðinni í Nuuk á Græn- landi. Þangað verða cflaust sendir snauðir anarkistar og vinstri smá- skáld auk popphljómsveita til aö tryggja góðar launagreiðslur og halda uppi einhverju skuggaboxi í þágu tillögugerðar og ákvarðana menningarsnauðra manna. Við opnun trúboðsstöðvarinnarí Nuuk lék Sinfóníuhljómsveit ís- lands fyrir Grænlendinga á því al- þjóðlega máli sein tónlistin er. Ekkert nema gott eitt um það að segja að Sinfóníuhljómsveitin skyldi.send vestur. Okkur er sómi að henni. Aðrar þjóðfr Norður- landa sendu mikla menningar- inenn, en Grænlcndingar munu hafa haft lítinn áhuga á að hlusta. Hans Egedc rak þá til messu og hótaði þeim helvíti og kvölunum ella. Það gekk báglega af því Grænlendingar höfðu engar spurn- ir haft af hcl víti fy rr en norski prest- urinn hóf trúhoð sitt. Eins verður þessu farið með skandinavísku menninguna. Grænlcndingar hafa ekkert um hana heyrt og liafa. kannski lítið með hana að gera. Hvað sem þessu líður fögnuðu Grænlcndingar ákaflega hljóm- sveitinni okkar og sungu jafnvel með henni, en sá söngur var tekinn upp á spólu. Það er því von til þess að hið eina góða sem kemur frá þessari athöfn verði söngur Græn- lenrlinpa. Annars er einkennilcgt hvað þeir fulltrúar mcnntamálaráðuneytisins íslenska eru hart keyrðir, þegar kemur að því að þurfa að velja full- trúa íslands á svona menningar- mót. Þótt sjálfsagt hafí verið að senda hljómsveitina hefði mátt hugsa sér að senda einhvern menn- ingarpostulann héðan til að lesa eða halda ræðu, kannski fleiri en einn í samræmi við helginginn í bræðraþjóðum okkar. En því var ckki að heilsa að þessu sinni. Mcnn eru miklir músikkantar í mennta- málaráðuneytinu. Þangað flytjast gjarnan á einskonar eftirlaun söngvarar og leikhúsmenn og eru að föndra við hin takmörkuðu áhugasvið sín. Eitthvert hrafl af fólki er sent vítt uni lönd undir heit- inu '„Scandinavia Today“ án þess að þær forsendingar beri mikinn árangur. Með huggulegum hætti ber alltaf töluvcrt á fulltrúum menntamálaráðuneytisins í þessum ferðum. Hins vegar eru sendi- nefndir fátækar af ýmsum snilling- um, sem við eigum nóg af og þörf er á að senda til útlanda. Þeir komast yfírleitt lítið nema berja áður á dyr fjármálaráðuneytis og biðja um farareyri. Það betlistarf gengur oft erfiðlega, og fyrir keinur að stúlkan í mótttökunni misfer mcð nöfn, meö skelfílegum afleiðingum og hurðarskellum. Hin nýja trúboðsstöð í Nuuk á Grænlandi mun njóta þeirrar reynslu sem fengist hefur í Vatns- mýrinni í Rcykjavík. Það hefði því verið full ástæða fyrir söngvara menntamálaráðuneytisins að stilla svo til að Grænlcndingar fengju að sjá einhver áhrif Vatnsmýrinnar, eins og þau birtast í persónugerv- ingum andlegs lífs á Islandi. Ekki verður í fljótu bragði séð livaða persónuleg andúð hefur valdið því að menn á borð við Sigurð A. Magnússon og Thor Vilhjálmsson voru ekki sendir til Nuuk. Við get- um nefnilega státað af flciru en tónlist. Garri lllll VlTT OG BREITT Hllllii[S ..... .... VINNUAFLIÐ ELTIR LÁNSFÉÐ Vinnufært fólk er orðið svo uppt- ekið af að selja hvert öðru eða að þjónusta á einn hátt eða annan, að framleiðslugreinarnar búa við manneklu og er nú innflutningur á vinnuafli orðið mál málanna ásamt með Útvegsbanka og hvalveiðum. Góð aflabrögð og mikil cftirs- purn fiskmetis hafa hleypt fítons- krafti í atvinnugreinarsem tengjast verslun og þjónustu. En hitt mun ekki vega minna að greiður að- gangur er að lánsfé í útlöndum um þessar mundir. Til þess má rekja þau töfrabrögð að velsældarmust- eri spretta upp út um allar þorpa- grundir og í þeim er meiningin að fórnir séu færðar þeim fjárfreku goðmögnum sem þjónusta og selja. Að salta eða frysta fisk, að tína úr honum orm eða að búa til veiðarfæri hlýtur að sitja á hakan- um. Dreifing og sala á kjöti situr fyrir sláturverkum og því sem þeim tilheyrir. Iðnaðarfyrirtæki sem framleiða söluvarning fá ekki fólk til starfa þar sem viðskiptahlið atvinnulífsins hefur allan forgang að vinnuaflinu. Framleiðsluatvinnuvegirnir stynja þungan hvenær sem á það er bent að þeir séu ekki færir um að brauðfæða starfsfólk sitt svo sæm- andi sé. Þeir eru aldrei aflögufærir þegar að því kemur að keppa við aðrar geinar um starfskraftinn. Þrautalending Svo er að heyra að alls staðar vanti fólk til starfa. Eins og fleira á landi hér belgjast umsvifin og at- vinnulífið langt út fyrir þann ramma sem íbúafjöldinn setur. Atvinnurekendur kunna því illa að þurfa að keppa um vinnuaflið hver við annan og afneita allri frjálsri samkeppni á þeim markaði. En yfirvinna og launaskrið eru samt sem áður haldreipi þeirra. Enda skortir ekki hrakspárnar, svokölluð spenna á vinnumarkaði ýtir undir kröfugcrð og er launa- fólki hótað óstöðvandi verðbólgu ef það heldur sig ekki á mottunni. I þessu ástandi er þrautalending- in að fá útlendinga til að puða í láglaunastörfunum. Þá er svo komið að gengdarlaust aðstreymi erlends fjármagns, hvort sem er í formi beinna bankalána eða auðfenginna kaupleigusamn- inga er einnig farið að kalla á erlenda aðstoð til að standa undir þeim umsvifum sem hið lánaða fjármagn kallar óhjákvæmilega á. Eins fer ekki á milli mála að á íslandi skortir ncytendur. Offjár- festing og offramleiðsla er komin á það stig að mikil nauðsyn er á að fjölga neytendum og þjónustuk- aupendum svo að allt móverkið fái staðist. Hins vegar er vafamál hvort nokkur hundruð farandverk- amanna leysi þau mál svo að nokk- urt gagn verði að. Ef fjölga á landsmönnum til einhvers sam- ræmis við erlendu lántökurnar og framkvæmdagleðina sem þær leiða af sér verður að hugsa stærra en svo að takmarkaður fjöldi erlends verkafólks í láglaunastörfum leysi þá markaðskreppu sem sýnilega er í uppsiglingu. Verbúðir leysa vandann Ein er sú kreppa sem aðfluttir frá útlöndum setja í enn meiri keng en þegar er raunin á. Það eru hin dularfullu húsnæðisvandræði. Það er sama hvað byggt er og byggt, húsnæðiseklan versnar ár frá ári. Viðhlítandi eða skiljanlegar skýringar fást ekki. Erlent verkafólk hlýtur að sækja á leigumarkaðinn og allir vita hve gæfulegur hann er. Það getur verið álitamál hvort það er lífvænlegra að draga fram lífið á atvinnuleysis- bótum í útlöndum en að stunda verkamannavinnu og greiða húsa- leiguna af launum sínum á íslandi. Hér er atvinnurekendum og ráðningarstofum nokkur vandi á höndum og verður hann varla leystur nema að hróflað verði upp einhvers konar verbúðum til að hýsa starfskraftinn. Reyndar eru þegar spurnir af því, að stórfyrir- tæki í Reykjavík hafi orðið sér úti um eitt stykki gistiheimili til að erlenda vinnuaflið, sem von er á til að halda framleiðslunni gangandi, hafi þar skjól fyrir kulda og trekki í vetur. Upplýsingaþjóðfélgið er gengið í garð, að því er vísustu menn segja, og tölvur og tól, sem keypt eru fyrir ærið fé vinna verkin. Samt vantar víðast hvar fólk til vinnu. Góðærið og kannski umfram allt erlenda fjármagnið hefur vaxið þjóðinni yfir höfuð og hún er hætt að geta unnið fyrir sér hjálparlaust. Erlent lánsfé og útlent vinnuafl eru greinar af sama meiði og flokk- ast sjálfsagt undir framfarir, stór- hug og gróandi þjóðlíf. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.