Tíminn - 15.09.1987, Síða 9

Tíminn - 15.09.1987, Síða 9
Þriðjudagur 15. september 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR Opið bréf til Þórarins Þórarinssonar Fimmtudaginn 10. september 1987 birtist grein í Tímanum eftir þig, jDar sem svo er komist að orði: „Eg hefi það álit á Bandaríkja- mönnum, að ekki sé erfitt að hafa samskipti við þá, ef þeim er sýnd festa og einbeitni. Þeir eru hins vegar ekki ólíkir öðrum, þegar þeim er sýndur undirlægjuháttur, þá er gengið á lagið. Skipti okkar við Bandaríkin síð- ustu árin hafa markast af undir- gefni. í>au hafa fengið nær öllum óskum sínum framgengt varðandi’ aukningu hernaðarframkvæmda hér á landi.“ Og grein þinni lýkur þú með þessum orðum: „Haldi áfram sama undirgefni í skiptum við Bandaríkin og ríkt hef- ur allra síðustu árin, finnst mér ekki fjarri lagi að spyrja: Fá Banda- ríkin hér varaherflugvöll í þakk- lætisskyni fyrir hvalamálið?" í þessum tilvitnuðu orðum er horfið til máflutnings fyrri tíma, sem ég hélt ekki að handhafi ís- lensks blaðamannaskírteinis nr. 1 teldi sér nú sæmandi. Það eru al- varlegar ásakanir, þegar mönnum í trúnaðarstöðum er brigslað um „undirlægjuhátt'" og „undirgefni“ í samskiptum við erlent ríki. Full ástæða er því til þess að krefja þig um frekari skýringar á ásökunum þínum. Hvað eru t.d. „síðustu árin“ mörg? Telur þú árin 1980-83, þegar Ólafur Jóhannesson gegndi með prýði störfum utanríkisráðherra, til þeirra, en Ólafur Jóhannesson heimilaði með réttu fyrstu fram- kvæmdir við olíubirgðastöð varn- arliðsins í Helguvík og byggingar styrktra flugvélaskýla á Keflavík- urflugvelli? Eða telur þú „síðustu árin“ að- eins frá vordögum 1983 þegar Geir Hallgrímsson tók við starfi utan- ríkisráðherra og gegndi því til seinni hluta janúarmánaðar 1986? Er það leyfið til byggingar rat- sjárstöðvanna á Vestfjörðum og Norðausturlandi, sem þú hefur í huga, þegar þú talar um „undir- gefni“? Það leyfi var fyrst veitt eftir að ís- lensk stjórnvöld höfðu kvatt sér- fróða íslenska menn til ráðuneytis og sannfært sig um að bygging rat- sjárstöðvanna var í senn nauðsyn- fyrrv. ritstjóra leg til að tryggja öryggi íslands og efla varnarsamstarf Atlantshafs- bandalagsins, en til þess er stofnað til að koma í veg fyrir að ófriður brjótist út í okkar heimshluta. Öll leyfi til varnarframkvæmda í minni ráðherratíð voru veitt fyrir opnum tjöldum og frá þeim skýrt í utanríkismálanefnd og á Alþingi. Enginn ágreiningur var í ríkis- stjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar um þessi leyfi. Ertu, Þórarinn Þórarinsson, að saka Steingrím Hermannsson um undirlægjuhátt og undirgefni gagn- vart Bandaríkjamönnum? Ástæða væri ef til vill til að fjalla frekar um skýringar þínar á fram- komu Bandaríkjamanna í hvala- málinu og hvernig þú afsakar frant- komu þeirra með því að koma sök- inni yfir á þína eigin landa og fyrr- verandi pólitíska andstæðinga. Ég hélt reyndar að við værum báðir hættir flokkspólitískum afskiptum. En framkoma Bandaríkjanna gagnvart okkur í hvalamálinu á sér lengri sögu en nær til „allra síðustu ára" og þegar af þcirri ástæðu fær skýring þín ekki staðist. Ég skal heldur ekki fjalla frekar um „varaherflugvöll", scm þú ert svo hugkvæmur að setja í samband við hvalamálið. En þó skal á það minnt, að varaflugvöllur er áhuga- mál íslenskra flugyfirvalda og flugfélaganna og nauðsynlegur flugsamgöngum á friðartímum og verður byggður, þó á því kunni að verða bið, þar til unnt er að fjár- magna slíka framkvæmd. Hvort sú bið yrði eitthvað styttri ef slíkur flugvöllur yrði byggður í samstarfi við Atlandshafsbandalagið, verður að ráðast af öryggishagsmunum íslands. í báðum tilvikum myndi slíkur varaflugvöllur því miður verða nýtur el' til styrjaldar kæmi, en því fremur er ástæða til að efla þátttöku okkar í því bandalagi, sem komið hefur í veg fyrir stríð í okkar heimshluta í meira en 40 ár. Að lokum, Þórarinn Pórarins- son, vona ég að við getum verið sammála um það, að við fslending- ar megum ekki vera haldnir þeirri minnimáttarkennd að við getum ekki leyst ágreiningsmál við aðrar þjóðir nema með hótunum og þá gjarnan með hótunum um að fórna nteiri hagsmunum fyrir minni. Sannur þjóðarmetnaður er fólg- inn í því að flytja mál sín nteð sann- girni, festu og efnisrökum. Með þeim hætti öðlumst við virðingu annarra þjóða og náum þeint mark- miðunt, sem að er stcfnt á hverjum tíma. Með vinsantlegri kveðju og bestu óskum. Geir Hallgrímsson Ingólfur Davíðsson: Gengið á vit Hafnarstúdenta Á góðri stund vorið 1932: Sigurður Þórarinsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Kristján Krístjánsson og Ólafía (Ollý) Hjálmarsdóttir. „Indæla Eyrarsund opnast með gull í mund, borgir og skrúðgræna skóga“ kvað Matthías Jochumsson. Landsýnin heillaði mig einnig þegar ég sigldi í fyrsta sinn inn Eyrarsund 1929. En Kaupmanna- höfn virtist mér í fyrstu helst ógn- vekjandi, mér fannst alltof þröngt um mig og umferðin ótrúlega mikil. Það eru alltaf mikil umskipti fyrir sveitadreng að koma í stór- borg - og var raunar mun meiri þá en nú. Kunningjar mínir á Akur- eyri skildu ekkert í því að ég var að skima til beggja handa áður en ég gekk yfir götu þegar ég kom frá Höfn 1930. „Þú ert orðinn eitthvað svo hvimpinn" sögðu þeir. Vel líkaði mér að mörgu leyti í Háskólanum, var þó verr undirbú- inn í verklegu en danskir félagar mínir, en í bóklegu stóð ég þeim fyllilega á sporði. Þeir reyndust góðir félagar. Tilraunakennarinn í grasafræði Kaj Gram lagði sig fram um að leiðbeina mér við æfingar o.fl. Grasafræðiprófessorinn Knud Jessen var góður og strangur kenn- ari. Mjög skemmtilegurogörvandi í grasaferðum. „Ef þú stenst próf hjá Jessen, spjararðu þig eflaust hjá hinum" var orðtak í skólanum. Jessen fékkst m.a. mikið við móm- ýrarannsóknir bæði heima í Dan- mörku, og á íslandi minnir mig. Hann leiðbeindi mér við að athuga jurtaleifar í mósýnishornum, sem ég kom með frá ýmsum stöðum á íslandi. Vakti einnig áhuga minn á útbreiðslu jurtaslæðinga. írar taka upp mikinn mó enn í dag og hinir fjölbreyttustu hlutir hafa varðveist í margar aldir í dönskum mýrum, auk jurtaleifa. Ég var stirður í dönskunni fyrst en frúin í matsölunni þar sem ég bjó, bauð mér oft í kaffi á kvöldin og setti dóttur sína til að liðka mig í málinu. Betur gat hún ekki gert. Tveir jóskir stúdentar bjuggu á sama stað og fræddu mig um ýmsa hluti. En ónæðissamt, einkum á nóttum, þótti mér fyrst í stað, því rétt úti fyrir svefnherbergisglugg- anum var skiptistöð sporvagna og glumdi hátt í bjöllum með stuttu millibili. Og hinum megin við göt- una var uppganga frá járnbrautar- stöð með hvæsi sínu og ys. En staðurinn Nörregade 40 var stutt frá Háskólanum og var það mikill kostur. Þó flutti ég á friðsælli stað eftir nýárið. Hugumað Háskólanum danska Hann var stofnaður 1475, vígður 1479. Núverandi „gamla" háskóla- byggingin við Frúartorg er frá 1836. Eldsvoðar og ófriður eyði- lögðu elstu byggingarnar. Gamli Háskólinn er fyrir löngu orðinn alltof lítill og hefur smám saman verið byggt yfir nýjar deildir hér og hvar útum borgina. íslenskir námsmenn, fáir að vísu, leituðu snemma til Háskólans. Síðar fór þeim mjög fjölgandi og þangað sækja allmargir íslenskir náms- menn enn í dag. Hafnarháskóli var í rauninni einnig „Háskóli íslands“ í fimm aldir. Bjarni Jónsson frá Unnarholti hefur af mikilli elju rannsakað hvaða íslendingar eru skráðir í bækur Háskólans danska og fær töluna 1208, og telur enn- fremur 15, sem líkur eru á að stundað hafi þar nám, þó ekki finnist skráðir. Eru og sumar elstu skrár glataðar. Virðist svo að nokkrir íslendingar hafi stundað nám við Hafnarháskóla skömmu eftir að hann var settur á stofn. Sjá bók Bjarna Jónssonar “íslenskir Hafnarstúdentar", Akureyri 1949. Síðar hafa margir bæst í hópinn og mætti giska á að tala íslenskra Hafnarstúdenta sé nú orðin um 1500. Auðvitað hafa ekki nærri allir lokið námi, en engar skýrslur munu til í þeim efnum. Það heltast líka margir úr lestinni í Háskóla fslands. Öldum saman hafa gengið trölla- sögur um það að menn ‘iegðust í bjórinn" og drægi þá mjög úr námsgetu og horfði stundum til vandræða. Mátti stundum með sanni segja: Öl, öl, öl! gauf og aftur öl. Skyndiástir, knæpukynning, köld er flestum þó sú minning. Út, út, út! „Ölver“ grét við stút. Stórborgarlíf var okkur æði framandi, sem kontum úr fámenn- inu á íslandi. Stórborgin upplyfti örvandi hönd, opnaði freistandi heima. Sýndi oss gull og gersemalönd, geigvænlegdjúp ogskuggabönd. Á dönsku mig byrjaði að dreyma. Laufvindar blása, það liður að vetri, löng gerast síðkvöldin útlend- ings tetri. Á ég að leggja í ofninn minn heima, eða á knæpunni drekka og gleyma? Pyngjan er lóm og malurinn mjór, mál er seglin að rifa. Þreyttur á lestri og þyrstur i bjór, það er erfitt að lifa! Margir bjuggu við léleg húsa- kynni í borginni: Pað er ekki tekið út meðsitjandi sæld að sinna próflestrí ströngum. Nú ómar af lífi hver dalur og dæld og dátt var á strætinu löngum. Ur glugganum sé ég í mórennd- an múr og myrkan bakgarðinn þrönga. Hann minnir á harðlokað bavíanbúr og birtu fær sálin þar önga. Nei, mér varð hugsað til vorsins og víðáttunnar heima. Það var órói í skapinu og erfitt að einbeita sér að lestri. Háskólafræðin ei hugnast mér lengur, hljóp út í sólskinið íslenskur drengur. Lærdómsstríð er kaldur kofi, hjá skógarins síkvika súlnahofi. Stúlkurnar springa líka út á vorin! Pú varst föl og guggin í gær, görótt í skapi niður í tær! Birtist í morgun björt sem sól blíðasta vor - á nýjum kjól. Það þótti varla fært stúdentum að stofna heimili á námsárum mín- um og örfáir sem það gerðu, jafnt íslendingar sem Danir. En auðvit- að áttu margir unnustu. Horfinn er dagur, hljóðnar stræti, mig er að dreyma í mánaskini. Útbrunninn arinn. unnustan farin, lifir í lofti Ijúfust angan. Ljósir fingur leika í húmi, „Lúna“ seilist úr himinrúmi. Hugurþinn dvelurhjá mérenn, hjalar við minn glugga. Andvarinn greinar hreyfír hljótt, hugljúfa vökudraumanótt. Karel gengur gætnum skrcfum, gamalt raular stef, Björg sá rauðan ref. Steingrímur skylmist við Guð- mund hinn góða, uns Gestur á kappana byrjar að Ijóða. Sverrir og dúfan hans sitja í trjánum, í„sjóinn“ rann Torfi og bleytti í hnjánum. Á góðri stund voriðl932 sjást á mynd Sigurður Þórarinsson, Sig- ríður Vilhjálmsdóttir, Kristján Kristjánsson og Ólafía (Ollý) Hjálmarsdóttir. „Leikur við ströndina sólgullinn sær, ég sveitist við lesturinn inni. “ Farið var í skógarferðir þegar voraði, oft út í Dýramörkina, með skógi sínum, dýrum og grasslétt- um. Það var sannarlega gott að létta sér upp úti í guðs grænni náttúr- unni, eða um vetrartímann á fs- lendingamótum. íslendingafélagið var félag allra íslendinga. Þar var Marteinn Bartels bankafulltrúi lengi leiðandi kraftur. Ræðumenn létu ljós sitt skína, Haraldur Sig- urðsson töfraði með fögrum hljóm- um og auðvitað dunaði dansinn. „Gleymt er um stund að græna borðið blður, bjart varaftungli, stjörnuhiminn víður. “ (Græna borðið, þ.e. prófborðið). Björn Karel mun hafa verið rímnafróðastur allra íslendinga og var ennfremur mjög sérstæður persónuleiki. Ganga af honum margar kátlegar sögur: í skógar- ferð skall á þrumuveður og fylgdi langvarandi úrhellisrigning. Stúlka leitaði sér skjóls undir regnhlíf Björns - og undan regnhlífinni komu þau trúlofuð! Ýmsir, sem sýndir eru á myndunum, urðu þjóðkunnir. Tvo vísindamenn bar hátt í stúdentalífinu á þessum tíma, þ.e. Sigfús Blöndal og Jón Helga- son sbr.: „Þá gengur fram prófessor glettinn á svip, gamansöm þylur kvæði, og Blöndal minn syngur við gítarsins grip góð eru skæðin bæði, þeir ávaxta islænsk fræði. “ Dálítill fiðringur var í prentvillu- púkanum í fyrra helmingi þessarar greinar 4. september. Getið var þess að margir gengu daglcga með gömlu lúðu stúdentshúfuna sína og sögðu sem svo: „Þú ert lærdóms- merki á mér mætari borsalínó," en það var dýr og vandaður heldri manna hattur. Eg man aðeins einn stúdent sem bar slíkt höfuðfat. En hatti þeim var fljótlega stolið á stúdentamatstofunni, einmitt sama dag og borinn var á borð nýstárleg- ur fiskur með fagurgrænum bein- um. Hornfiskur mun skepnan heita. Engar íslenskar stúlkur stund- uðu nám við Hafnarháskóla á námsárum mínum, að ég held. Þær komu síðar. En danskar stúdínur voru allmargar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.