Tíminn - 15.09.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.09.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 15. september 1987 Þriðjudagur 15. september 1987 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Víkingar í fyrstu deild Víkingar endurheinitu á sunnu- daginn sæti sitt í 1. deild eftir tveggja ára fjarveru með því að sigra Selfyss- inga 3-2 á Valbjarnarvellinum. Vík- ingar höfðu yfir 2-1 í lcikhléi. Það voru Selfyssingar sem sóttu undan vindinum í fyrri hálfleik og skoruðu fyrsta markið, stórglæsilegt skallamark Jóns Gunnars Bergs. Selfyssingar höfðu fram að því verið í sókn nánast allan tímann og héldu því áfram. Jón Gunnar átti skalla ofan á slá Víkingsmarksins en ör- skömmu síðar komust Víkingar í skyndisókn sem Björn Bjartmarz jafnaði úr. Markið kom eins og reiðarslag yfir Selfyssinga og var í raun úrslitamark leiksins, svo miklu breytti það. Selfyssingar höfðu legið í sókn og Víkingar virtust vera aö brotna en dæmið snérist þarna alveg Björn Bjartmarz á fullri ferð í átt að marki Selfyssinga, óáreittur, og örskömmu síðar lá boltinn í markinu. Tímamynd Pjclur við. Atli Einarsson bætti við öðru marki fyrir Víkinga nokkru síðar og þar með var varla spurning um úrslit. Björn Bjartmarz skoraði þriðja mark Víkinga á 75. mín., bókstaflega labbaði með boltann inn í mark Selfyssinga og þrátt fyrir að Björn Axelsson næði að minnka ntuninn á síðustu mínútu leiksins breytti það ekki neinu. Selfyssingar voru miklir klaufar að fá á sig þessi mörk, þeim var svo mikið í mun að sækja að vörnin gleymdist augnablik og það var nóg. Siglfirðingar unnu auðveldan sig- ur á ÍR-ingum í roki og rigfiingu á sunnudaginn. Lokatölur urðu 6-3 en í hálfleik var staðan 5-1. Siglfirðing- ar léku undan vindi í fyrri hálfleik og voru þá mjög ágengir við mark ÍR-inga. Heimir Karlsson skoraði þrjú mörk fyrir ÍR í leiknum og varð þar með markahæsti leikmaður 2. deildar. Fyrir KS skoruðu Róbert Haraldsson og Jónas Björnsson 2 hvor en Baldur Benediktsson og Gústaf Björnsson 1 hvor. Gústaflék þarna að öllum líkindum sinn síðasta leik með KS í bráðina því hann heldur nú erlendis til náms. Eyjamenn unnu ísfirðinga 5-2 og Blikarnir sigruðu Vopnfirðinga með sömu markatölu og færðust þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. - öþ/HÁ Reykjavíkur- mótið í hand- knattleik Úrslit leikja hafa orðið þessi undanfarna daga: Mfl. kvenna: Valur-Víkingur 15-12 KR-Fram 20-19 Stadan Víkingur........ 2 Valur........... 1 KR ............. 2 Fram ........... 1 Mfl. karla: KR-Fylkir 30-11 Ármann-ÍR 15-25 KR-Ármann 34-18 Fylkir-Valur 14-40 Fram-KR 18-21 Ármann-Víkingur 19-25 ÍR-Fylkir 28-26 Fram-Valur 25-23 Staðan KR ....... Fram ..... Víkingur . . . ÍR........ Ármann .... Fylkir.... Nœstu leikir: Mfl. kvenna: 15.09. kl. 19.15 Valur-KR 17.09. - 19.15 Víkingur-Fram Mfl. karla: 15.09. kl. 20.30 KR-Víkingur 15.09. - 21.45 Ármann-Fylkir 17.09. - 20.30 Fram-ÍR 17.09. - 21.45 KR-Valur Lokakeppni stigamóta frjálsíþróttamanna: Einar varð fimmti Reuter Einar Vilhjálmsson hafnaði í 5. sæti í úrslitakeppni stigamóta frjáls- íþróttamanna sem haldin var í Brus- sel á föstudagskvöldið. Einar kastaði 77,56 m en sigurvegari varð Viktor Yevsyukov frá Sovétríkjunum með 84,02 m. Einar varð einnig fimmti í heildarstigakeppni spjótkastaranna. Pað var Bandaríkjamaðurinn Tom Petranoff sem sigraði í stiga- keppninni í spjótkastinu, fékk 51 stig. Bretinn Mike Hill varð annar með 43 stig og Sovétmaðurinn Yevs- yukov þriðji með 34. Tékkinn Jan Zellezny varð fjórði með 38 stig og Einar sem fyrr sagði fimmti, fékk 36 stig. Svíinn Peter Borglund kom næstur með 30 stig, V-Þjóðverjinn Tafelmeier sjöundi með 22 og Dag Wennlund frá Svíþjóð varð áttundi með sömu stigatölu. Röð keppenda í spjótkastinu í úrslitakeppninni varð þessi: 1. Viktor Yevsyukov 84,02 m 2. Tom Petranoff 83,24 m 3. Jan Zellezny 79,26 m 4. Klaus Tafelmeier 78,16 m 5. Einar Vilhjálmsson 77,56 m 6. Mike Hill 77,54 m 7. Peter Borglund 77,52 m 8. Dag Wennlund 76,12 m Ben Johnson og Carl Lewis sigr- uðu í 200 m hlaupi með stuttu millibili á mótinu í Brussel. Johnson keppti ekki í stigahlaupinu heldur í boðshlaupi sem fram fór samhliða. Johnson kom í mark á 20,76 sek. og var vel á undan Desai Williamms sem varð annar á 28,83 sek. Johnson geystist af stað eins og venjulega með ótrúlegu starti og eftir að hægja á í beygjunni bætti hann aftur við á beinu brautinni og sigraði sem fyrr sagði örugglega. Lewis hljóp á 20,31 sek. og átti greinilega nóg eftir þrátt fyrir það. Thomas Jefferson varð annar á 20,43 sek. Sabine Busch endurtók afrek sitt frá HM og sigraði í 400 m grinda- hlaupinu í kvennaflokki, hljóp á 54,28 sek. Sama stúlka varð önnur og í Róm, ástralski Samveldismeist- arinn Debbie Flintoff á 54,56 sek. - HÁ Vinningstölurnar 12. september 1987 Heildarvinningsupphæð: 4.735.981 1. vinningur var kr. 2.372.636,- 2. og skiptist hann á milli 4ra vinningshafa, kr. 593.159,- á mann. vinningur var kr. 709.275,- og skiptist hann á 965 vinningshafa, kr. 735,- á mann. vinningur var kr. 1.654.070,- og skiptist á 13.670 vinningshafa, sem fá 121 krónu hver. 532 Upplýsingasími: 685111 Carl Lewis. Lokastaðan i 2. deild Víkingur 18 n 2 5 35-26 35 Leiftur . 18 9 5 4 32-22 32 UBK ... 18 9 2 7 34-23 29 Selfoss . ■■■■■■■■■■■■■•■•■ 18 8 5 5 35-28 29 Þróttur . 18 9 1 8 35-31 28 ÍBV .... 18 7 5 6 35-30 26 KS .... 18 7 4 7 33-32 25 ÍR 18 7 4 7 33-34 25 Einherji 18 5 4 9 21-35 19 ÍBÍ .... 18 : > 0 16 22-54 6 Evrópukeppni bikarhafa, ÍA-Kalmar: Spila öðruvísi fótbolta en við eigum að venjast - segir Guðjón Þórðarson þjálfari Skagamanna um Kalmarliðið Pétur Ormslev og Rúnar Kristinsson með verðlaun sín í lokahófi 1. deildarleikmanna á sunnudagskvöldið. Pétur var kosinn besti leikmaður 1. deildarinnar sumarið 1987 og Rúnar sá efnilegasti. Þetta er annað árið í röð sem Framarar eiga besta ieikmann deildarinnar en Guðmundur Torfason hlaut titilinn í fyrra. Kjör Péturs og Rúnars kom fæstum á óvart, þeir þóttu líklegastir fyrirfram. Tímamvnd Pjetur. Skagamenn fá lið Kalmar frá Sví- þjóð í heimsókn í fyrstu umferðinni í Evrópukeppni bikarhafa í knatt- spyrnu á Akranesi í kvöld. Lcikurinn hefst kl. 17.30 á heimavelli þeirra Akurnesinga. Kalmarliðið er í 2. deild í Svíþjóð, féll í fyrra en tryggði sér jafnframt bikarmeistaratitilinn. Sýnir það nokkuð vel styrk liðsins en jafnframt „karakter" þess, liðið leikur mjög vel á góðum degi en dettur niður á milli. Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA var ekki nema passlega bjartsýnn þegar Tíminn hafði samband við hann í gær og sagði Guðjón leikinn leggjast þokkalega í Skagamenn. „Maður er auðvitað alltaf með vissan kvíða fyrir svona leiki, en kannski ekki neinn ótta samt.“ Guðjón sagði sína menn tilbúna í slaginn en þó hefði einn helst úr lestinni um helg- ina, Hafliði Guðjónsson öklabrotn- aði í leiknum á móti KA í 1. deildinni. Guðjón sagðist hafa kynnt sér sænska liðið og sagði það leika öðruvísi knattspyrnu en við hér ættum að venjast og vera mjög leikna með boltann. Án efa yrði erfitt að eiga við þá. „Við förum auðvitað varlega en reynum samt að spila okkar leik. Við verðum að ná hagstæðum úrslitum en fyrst og fremst verða allir að gera sitt besta, meira er ekki hægt að gera“ sagði Guðjón. Þekktastur af leikmönnum Kalm- ar FF er líklega Peter Nilson sem áður lék með belgíska liðinu FC Brugge og þar áður með Teiti Þórð- arsyni hjá Öster. Hann hefur leikið 35 landsleiki fyrir Svíþjóð. Aðrir landsliðsmenn eru Hakan Arvidsson með 17 leiki, Johny Erlandsson með 3 og Martin Holmberg með 2. Liði Kalmar FF hefur gengið þokkalega í deildinni í sumar en er reyndar ekki í toppbaráttunni. Leikurinn hefst sem fyrr sagði á Akranesi kl. 17.30. Miðaverð er kr. 400 fyrir fullorðna og kr. 100 fyrir börn. Afsláttur er veittur af “pakka", þ.e. ferð með Akraborg og leik á miða og fer Akraborgin kl. 16.00 frá Reykjavík og kl. 20.30 til baka eftir leik, aukaferð. - HÁ Pétur bestur og Rúnar ef nilegastur Pétur Ormslev knattspyrnumaöur úr Fram var á sunnudagskvöld kjörinn besti leikmaður 1. deildar íslandsmótsins árið 1987. Rúnar Kristinsson úr KR hlaut útnefninguna efnileg- asti leikmaðurinn. Tilkynnt var um valið í lokahófi 1. deildarleikmanna sem haldið var í veitingahúsinu Broadway. Kjör þeirra Péturs og Rúnars kom fáum á óvart, þeir höfðu verið taldir líklegastir fyrir- fram. Pétur hefur líklega aldrei leikið betur en í sumar og hefur hann verið potturinn og pannan í spili Framliðsins auk þess sem hann hefur leikið með landsliðinu. Rúnar hefur einnig verið áberandi í leik KR-liðsins og leikið með unglingalandsliðinu að auki. Það var Frank McLintock, fyrrum fyrirliði Arsenal. sem afhenti Pétri verðlaun sín en hann var gestur 1. deildarleikmanna í lokahóf- inu. í hófinu var einnig kosin besta knattspyrnu- mynd sumarsins og varð mynd Brynjars Gauta á DV úr leik Vals og Fram fyrir valinu. - HÁ Valsstúlkur urðu bikarmeistarar Valsstúlkur tryggðu sér á sunnudaginn bika- rmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna, sigr- uðu ÍA 2-1 í úrslitaleik sem háður var á Valbjarnarvelli. Veðrið var í stóru hlutverki í þessum leik eins og flestum knattspyrnuleikjum helgarinn- ar og varð knattspyrnan fyrir bragðið ekki eins skemmtileg. Bæði lið börðust af krafti og urðu úrslitin alls ekki ljós fyrr en flautað var til leiksloka þrátt fyrir að öll mörkin hafi verið gerð í fyrri hálfleik. Fyrsta markið kom eftir mistök markvarðar Skagamanna, hún hugðist stíga skref afturábak inn í vítateiginn og grípa síðan boltann en var of fljót á sér og fékk dæmda á sig hendi.. Guðrún Sæmundsdóttir sendi síðan boltann í netið eftir aukaspyrnuna. Ingibjörg Jónsdóttir bætti við öðru marki Vals eftir að hún komst ein í gegnum vörn Skagastúlkna en mark- mannsmistök hinumegin urðu kveikjan að marki ÍA, Laufey Sigurðardóttir skoraði þá eftir að dæmd höfðu verið skref á markvörð Vals. Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af mikilli baráttu og áttu bæði lið þokkalegustu færi. Engin ein stóð uppúr jöfnu liði bikar- meistaranna en hjá Skagastúlkum er helst að nefna Halldóru Gylfadóttur. Keppt var á Valbjarnarvelli og er óskiljan- legt hversvegna kvenfólkið fær ekki að leika sjálfan bikarúrslitaleikinn á aðalleikvanginum. - HÁ Tvíbökur tvíbakaðar - nýbakaðar nákvæmlega eíns og tvíbökur eíga að vera. Ragnheiður Víkingsdóttir fyrirliði Vals hamp- ar bikarnum. Tímamynd Pjetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.