Tíminn - 15.09.1987, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 15. september 1987
Tíminn 15
UTLÖND
illlllllllllllll
Tvennar fylkiskosningar í Vestur-Þýskalandi:
Frjálslyndir demó-
kratar sigurvegarar
kosninganna
Kristilegi demókrataflokkur Hel-
mut Kohls kanslara Vestur-Þýska-
lands tapaði miklu fylgi í tvennum
fylkiskosningum um helgina.
í Schfeswig-Holstein misstu
Kristilegir demókratar stöðu sína
sem stærsti flokkur fylkisins eftir 30
ár sem stærsti flokkurinn, fékk 33
þingsæti á móti 36 fyrir sósíaldemó-
krata. Hins vegar er talið fullvíst að
flokkurinn og fylkisstjóri hans Uwe
Barschel muni halda völdum með
stuðningi Frjálsra demókrata. En
frjálslyndir demókratar unnu þar
talsverðan sigur og komast inn á
fylkisþingið á ný eftir fjögurra ára
fjarveru og hafa 4 þingsæti.
Það er þó óvíst að allt falli í ljúfa
löð í Scleswig-Holstein eftir kosning-
arnar því Kohl kanslari hefur krafist
rannsóknar á ásökunum um belli-
brögð leiðtoga kristilegra demókrata
Uwe Barschels í kosningunum og
kennir þessum ásökunum um slæmt
gengi flokks síns í kosningunum. En
fyrir kosningarnar hafði Barschel
fylkisstjóri höfðað mál á hendur
tímaritinu Spiegel, sem lét að því
liggja í grein að Barschel hafi látið
hlera hjá sínum helsta keppinaut
í kosningunum. Bjoern Eng-
holm leiðtoga sósíaldemókrata. Þá
sagði Kohl að hugmyndafræðilegar
umræður Kristilegra demókrata um
hvort leita ætti til hægri eða vinstri í
stefnu flokksins hefðu dregið úr
fylginu.
Kohl kanslari er vart svo brosmildur
eftir fylkiskosningarnar um helgina.
í Schleswig-Holstein á danski
minnihlutinn einn fulltrúa á fylkis-
þinginu og hefur sá lýst því yfir að
hann styðji samsteypustjórn krist-
legra demókrata og frjálslyndra
demókrata, sem hefur eins þingsætis
meirihluta á fylkisþinginu.
í borgfylkinu Bremen, þar sem
mikið atvinnuleysi hefur ríkt, héldu
sósíaldemókratar hins vegar hrein-
um meirihluta sínum, fengu 54 af
100 þingsætum, þó svo þeirjDyrftu að
þola fylgistap, en fylgistap kristilegra
demókrata varð þó enn meira. Frjáls-
lyndir demókratar unnu einnig veru-
legan sigur í Bremen, þar sem þeir
tvöfölduðu fylgi sitt og fengu 10
þingsæti, en þeir höfðu ekki átt
fulltrúa þar á fylkisþinginu sl. 4 ár.
Græningjar tvöfölduðu einnig fylgi
sitt í Bremen, en unnu lítið á í
Schleswig-Holstein.
Athygli vakti einnig í Bremen að
flokkur yst til hægri, DVU, scm
berst fyrir sameiningu þýsku ríkj-
anna vann eitt þingsæti og er það
eini árangur stækra hægriafla í kosn-
ingum í Vestur-Þýskalandi í fjölda
ára. Klaus Wedemeier fylkisstjóri
sósíaldemókrata lýsti því yfir að
útiloka ætti DVU frá þátttöku í
fylkisþinginu og hann mundi-reyndar
sjá til þess að svo yrði. Þó lýsti
Helmut Kolil því yfir að ekki mætti
líta á þennan ávinning DVU sem
merki um að öfgaöfl til hægri væru í
vexti, en slíkt væri vart Kohl og hans
flokki til góðs.
Það er Ijóst að í báðum kosningun-
um eru frjálslyndir demókratar
óumdeilanlegir sigurvegarar og er
það rakið að mestu leyti til frammi-
stöðu Hans-Dietrich Genschers
utanríkisráðherra í afvopnunarmál-
um. Frjálslyndirdemókratareiga nú
þingmenn á tíu fylkisþingum og eru
í samsteypustjórnum í fimm þeirra.
Fyrir þremur árum áttu þeir fulltrúa
á einungis fimm fylkisþingum.
Nýja Kaledónía:
Áfram
undir
Frakk-
landi
Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar
á franska eyjaklasanum Nýju Kale-
dóníu í Kyrrahafi á sunnudaginn um
hvort eyjarnar yrðu áfram undir
franskri stjórn eða gerðust sjálfstætt
ríki fór eins og búist var við. Mikill
meiri hluti íbúanna, sem mcstan
ÚTLÖND
Líkur á átökum í Nýju Kaledóníu hafa ekki minnkað eftir kosninguna um
sjálfstæði.
part eru aðfluttir Frakkar. vildi
áframhaldandi stjórn Frakklands.
Alls mættu 60% kjósenda á
kjörstað, en talið var að lágmark
þyrfti helming eyjaskeggja á kjör-
stað til að kosningarnar gætu kallast
trúverðugar.
Tæp 97% kjósenda greiddu at-
kvæði með áframhaldandi stjórn
Frakka yfir eyjunum.
Það bendir hins vegar flest til að
órói verði áfram á eyjunum, því
innfæddir eyjabúar, Kanakar, sem
vilja aðskilnað frá Frakklandi og
tclja um 43% íbúa Nýju Kaledóníu,
virðast flestir hafa setið heima að
áskorun leiðtoga þeirra. Enda hafa
leiðtogar Kanaka lýst því yfir að þeir
taki ekki mark á niðurstoðunum og
útiloka ekki beitingu ofbeldis til að
ná markmiðum sínum.
Þess má geta að FLNKS og LKS,
flokkar Kanaka, fengu um 39%
atkvæða í héraðsstjórnarkosningum
í september 1985, þannig að þessar
kosningar endurspegla styrk flokk-
anna vel og sýna enga breytingu þar
á.
Engin hrifning ríkir mcðal ann-
arra sjálfstæðra ríkja í Kyrrahafinu
yfir yfirráðum Frakka í Nýju Kale-
dóníu. Ástralía. Nýja Sjáland og
fleiri smærri ríki viðurkenna ekki
kosningarnar sem raunhæfa at-
kvæðagreiðslu um sjálfsákvörðunar-
rétt eyjaklasans. Þá er almennt
viðurkennt að atkvæðagreiðslan
leysi engin yandamál og eigi franska
stjórnin eftir'að súpa seyðið af því.
St. Jósefsspítali
Landakoti
Hvernig litist þér á að vinna á Landakoti?
Spítalinn er staðsettur í hjarta gamla bæjarins
og þar ríkir góður starfsandi. Hjá okkur eru
nokkrar stöður lausar.
Hjúkrunarfræðingar
Það vantar hjúkrunarfræðinga á svæfingadeild
spítalans. Um fullt starf er að ræða. Boðið er upp
á aðlögun og í gangi eru fastir fræðslufundir fyrir
starfsfólk svæfingadeildar.
Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra
í síma 19600-220.
Sjúkraliðar
Við þörfnumst ykkar! - Á handlækningadeildir
vantar sjúkraliða, bæði í fullt starf eða hlutavinnu.
Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra
í síma 19600-220.
Fóstrur/þroskaþjálfar
Á barnadeildinni er laus staða fóstru/þroskaþjálfa
í leikmeðferð barna, góð vinnuaðstaða, líflegt
umhverfi. Hvernig væri að prófa að hafa samband
við skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 19600-220.
Barnaheimili
Við leitum að eldri konu sem hefur ánægju af
börnum. Brekkukot er staðsett við Holtsgötu 7 í
nágrenni spítalans.
Umsækjendur hafi samband við forstöðukonu í
síma 19600-250.
Reykjavík 12. 9. 1987
Ritari
Laxveiði - Laxveiði
Laxveiði við nýtt veiðisvæði.
„Norðlingafljót Borgarfirði“
Nógur lax, falleg veiðiá og fagurt umhverfi.
Örfá óseld veiðileyfi verða seld næstu daga hjá
eftirtöldum aðilum.
1. Sveinn Jónsson, s. 84230-673737
2. Þorgeir Jónsson, s. 685582
3. Fljótstunga Hvítársíðu, s. 93-51198
Verð veiðileyfa kr. 5000 pr. stöng pr. dagur
Ættarmót
Halldórs Jónssonar og Þórunnar Gunnlaugsdóttur,
frá Bjarnargili Austur-Fljótum, verður haldið laug-
ardaginn 26. september í Reykjavík.
Vinsamlegast látið vita um þátttöku fyrir 20.
september í neðangreinda síma:
96-23161 Anna, 96-21948 Bryndís, 91-13609
Dorothea, 91-83588 Kjartan.
Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa
í utanríkisþjónustunni.
Krafist er góðrar tungumálakunnáttu og góðrar
vélritunarkunnáttu.
Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð
fyrir, að ritarinn verði sendurtil starfa í sendiráðum
íslands erlendis.
Eiginhandarumsókn með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneyt-
inu, Hverfisgötu 115, 105 Reykjavík fyrir 17.
september n.k.
Utanríkisráðuneytið