Tíminn - 27.09.1987, Page 3
Sunnudagur 27. september 1987
Tíminn 3
n
í Irkutsk, sem í öðrum eldri borgum Rússlands gnæfa kirkjur
rétttrúnaðarins við himin. Þetta er Frelsarakirkjan, en þar hafði í byrjun
18. aldar aðsetur sitt munkaregla er lengi var helsti tengiliður
evrópskrar menningar við Kína.
Hafnarstemmning við Baikalvatn.
geta höggvið helmingi meira timbur,
án þess að stefna umhverfi í neina
hættu. Þá eru miklar saltnámur
norður af borginni, leifar fornra
hafa, og er magnið áætlað nema
billjónum lesta. Norður frá er svo
gnótt af olíu og gasi, járn og kola-
námur og helstu gull og demanta-
námur Sovétríkjanna. Eru gullnám-
urnar við Aldan, en demantanámur
í Mirny. Ekki láta menn uppi hve
mikið magn t.d. demanta muni unn-
ið þarna. Sérfræðingur frá Volvo-
verksmiðjunum er starfað hafði í
grennd við Mirny og ég átti orðræður
við í förinni sagði mér hins vegar að
framkvæmdir við demantanámurnar
væru svo tröllauknar að óhugsandi
væri annað en magnið væri afar
mikið.
Þá er ónefnd í þessari upptalningu
sú auðlegð sem vatnsafl á svæðinu
er. Angarafljót er langtum straum-
harðara en aðrar mestu ár
Rússlands, svo sem Volga og Ob og
þar er nú verið að byggja þriðju
stórvirkjunina. Hin fyrsta var virkj-
unin í Bratsk, sem um hríð var
stærsta virkjun heims. Bygging
Bratsk stíflunnar var framkvæmd
með einskonar múghlaupi æskulýðs
úr öllu landinu og var fádæma átak,
rekið áfram með miklu fjárstreymi
og áróðursherferðum. Sömu aðferð-
um var beitt er ráðist var í að leggja
BAM járnbrautarlínuna árið 1974,
en hún liggur frá Baikalvatni austur
til Amurfljóts. Stendur gerð brautar
þessarar enn yfir. Með tilkomu
hennar hefur mikið batnað aðstaða
til nýtingar auðlinda í nórðrinu, en
einnig mun brautin hafa stórfellt
hernaðarlegt gildi með tilliti til hugs-
anlegrar styrjaldar við Kínverja.
í Irkutsk er stór tækniháskóli, sem
ekki þarf að koma á óvart. Löngum
voru þau fræði sem þar voru kennd
fyrst og fremst tengd námavinnslu,
en í seinni tíð eru greinar orðnar
fjölþættari og sögðu ntér forráða-
menn skólans að öll áhersla væri nú
lögð á betri nýtingu náttúrauðlinda í
Síberíu en var, en minna hirt um að
fjölga námum og verksmiðjum.
Skortur á vinnuafli er mikill. Ver-
ið er að reyna að laða ungt fólk til
minni bæja og borga með ýmsum
fríðindum, verulega hærra kaupi en
í stórborgunum og þá ekki síst með
því að bjóða upp á betra húsnæði.
Einhvern árangur hefur þetta borið
en mikið mun á vanta að svari
þörfum.
Land skóga
Síberiski skógurinn, „taiga", eins
og heimamenn nefna hann rná vel
nefnast frumskógur. Þessi flæmi eru
slík að margri sál hefur legið við
sturlun sem orðið hefur að ferðast
um hann dögum og vikum saman,
enda virðist hann endalaus. Það
þykir líka sjálfsagt að bjóða ferða-
mönnum sem til Irkutsk koma í
skógarferð, svo sem til þess að gefa
þeim dálítinn forsmekk af þessu og
er ekki laust við að menn verði
fegnir að komast í borgarmenning-
una að slíkri reisu lokinni.
Enn á vorum dögum ber Irkutsk
merki nágrennisins við „taiguna“.
Öll hin eldri íbúðarhús eru reist úr
rammauknum trjáviði og getur að
líta hér heil hverfi með þessu lagi,
sum oröin nokkurra alda gömul. I
útjaðri borgarinnar hefur einnig ver-
ið reist heilt sveitaþorp í gömlum
stíl, sem jafnfram er þjóðháttasafn.
Búskapartól og innanstokksmunir
gefa góða hugmynd um lifnaðar-
háttu á fyrri tíð og svipar sumu af
þessu til gamalla íslenskra áhalda,
því þarna stóð strokkur með bullu í
horni og hefði fullt eins getað verið
ættaður úr Flóanum.
lrkutsk er óneitanlega hreinleg og
falleg borg og umhverfið minnir
sums staðar á Rínarhéruð, þar sem
snyrtileg hús standa dreifð innan um
akurskákir í háum slakka upp af
fljótinu.
Á síðari árunt hefur ferðamönn-
um farið fjölgandi enda enginn endir
á því sem náttúra þessa fjarlæga
heimshluta hefur eftirtektarvert upp
á að bjóða. Til gamans má geta þess
að á hótel Intourist rekumst við á
enska stórskáldið Graham Green,
sem hér er í för með konu sinni í
boði sovéska rithöfundasambands-
ins, en lengi hefur verið kunnugt að
dáleikar hafa verið milli hans og
sovéskra. Við eigum stutt kurteis-
isspjall saman, og ég gríp auðvitað
tækifærið og fæ að smella af honum
nokkrum myndum. Hann er nú 83
ára, en bærilega á sig kominn, eins
og sést af því að hann skuli leggja á
sig að ferðast svo langan veg. AM
Bændur - Útgerðarmenn
Verktakar - Fiskkaupmenn
Á bökkum Angara
Irkutsk stendur á bökkum Ang-
aratljóts - „fljótsins reiða" eins og
nafnið mun þýða. Borgin er aðeins
skamman spöl frá Baikalvatni. Þetta
er gömul borg, stofnuð árið 1652 og
var löngum hernaðarleg og stjórn-
sýsluleg miðstöð austursvæða Síber-
íu. Hún hefur í aldanna rás mjög
tengst sögu rússneskra útlaga og eru
þeirra kunnastir hinir svonefndu
desembristar, er sendir voru þangað
austur eftir uppreisnartilraun sína í
St. Pétursborg í desember 1825.
Meðal desembrista voru margir há-
lærðir menn og telst þeim að þakka
að borgin varð snemma hið helsta
menntasetur austur Síberíu, sem
hún enn er. Mikið er látið með
minningu desembrista af ráðstjórn-
inni og sér þess víða stað f borginni.
Hús helstu forsprakka þeirra hafa
verið gerð upp á veglegan hátt og að
legstöðum þeirra er stöðugur
straumur gesta.
Margt er veglegra bygginga í borg-
inni og ber þar að vonum mest á
kirkjum grísk-róversk kaþólskunn-
ar. eins og í öllum eldri borgum
Rússlands.
Stjórnsýslusvæði Irkutsk er mikið
flæmi, 768 þúsund ferkílómetrar að
stærð. Það er auðugt að málmum og
skóglendi er gífurlega mikið. Kveð-
ast menn höggva þarna 65 milljónir
kúbikmetra timburs árlega og sér
ekki högg á vatni, enda eru 50-55%
svæðisins skógar. Telja menn sig
Fólki af þjóð Jakúta bregður fyrir
í Irkutsk, en það er í miklum
minnihluta.
Graham Green, sem nú 83 ára.
Þetta er vinnuþjarkur á frá-
bæru verði sem dugar
í flest verk
Takmarkað magn á lager
IMISSAN PICK-UP 2,3 dísel kr. 680.000,-
NISSAN PICK-UP bensín kr. 544.000.-
Gerið verðsamanburð
^1957-1987
Bílasýning laugardag og sunnudag
kl. 14.00 - 17.00
Verið velkomin -
Alltaf heitt á könnunni
% 30
v
ara
M\ INGVAR HELGASON HF.
| Sýmngarsalurinn /Rauðagerði, simi 33560
Nokkrir úr tólf ára bekknum. Einn varð að reka út úr sér tunguna framan
í „Ameríkanann," sem þeir félagar töldu víst að ferðamaðurinn væri.
I