Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. október 1987
Tíminn 3
Þrettánda þing Verkamannasambands íslands hefst í dag í
Alþýðuhúsinu á Akureyri og stendur fram á laugardag.
Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambandsins
sagði í samtali við Tímann, að stærsta mál þingsins yrði vitanlega
kjaramálin og jafnframt að hann byggist við skiptum skoðunum
manna um þau. Hann bjóst við að í kjaramálaályktun þingsins yrðu
aðaláherslurnar lagðar á þá sem sömdu í desember því þeir sem
sömdu eftir það hefðu fengið meiri hækkanir. Fiskvinnslufólk sem
væri á bilinu 6 til 10 þúsund í Verkamannasambandinu þekkti ekki
yfirborganir og það væri ákaflega mikil gremja í fólki yfír því, ekki
síst á landsbyggðinni.
„Við teljum að meðal okkar
sé stærsti hópur þess fólks sem ekki
hefur notið launaskriðs. Við lækkum
meðaltölin og við viljum fá leiðrétt-
ingar þar á. Við viljum því fá
viðræður strax. Ég er þeirrar
skoðunar að náist ekki samningar í
nóvember, þá stefni hér allt í alls-
herjarátök í mars. Ef það skeður,
hef ég minni von um að hægt verði
að leiðrétta þetta almenna verkafólk
sem hefur margt orðið ansi mikið
útundan. Þá yrðu málin væntanlega
leyst með því að einhver ákveðin
prósenta gengi yfir alla, sem aftur
hefði í för með sér að hún gengi til
hvers einasta manns í þjóðfélaginu.
f svoleiðis samningafloti eru ekki
þeir leiðréttir sem við teljum að
þurfi mest á leiðréttingu að halda,“
sagði Guðmundur.
Guðmundur sagðist því vilja
reyna til þrautar að ná samningum í
nóvember og ríkisstjórnin yrði að
koma inn í þá samninga. Matarskatt-
ur kæmi t.d. hart niður á verkafólki
en það væri urgur í fólki út af fleiru
en honum. Fiskvinnslufólki fyndist
ákaflega skrýtið að búið væri að
hækka fiskverð til útgerðar um svona
15 til 25% og öll þjónusta við
frystihúsin hefði stórhækkað. Svo
þegar fiskvinnslufólk athugaði sín
kjör, væri það spurt hvort það væri
að heimta gengislækkun.
„Hins vegar hefur spenna og eftir-
spurn eftir vinnuafli aldrei verið
meiri. Það er öll fjölskyldan sem er
farin að vinna úti. Það er ekki lengur
langur vinnutími hjá einni fyrirvinnu
á heimili, það er maðurinn, konan
og unglingarnir sem vinna langan
vinnudag. Ætli það sé ekki t.d. um
þriðjungur allra framhaldsskóla-
nema sem vinnur með náminu. Þær
kauptölur sem verið er að auglýsa
gilda því alis ekki um stærstan hóp
félaga í Verkamannasambandinu.
Sannleikurinn er sá, að þeir sem eru
á hæstu laununum eru orðnir lang-
samlega kröfuhæstir. Almenn verka-
lýðsfélög eru sauðmeinlaus og eins
og spakir hundar á móti sérfræðinga-
félögum ýmis konar sem eru harð-
íLíimHF
Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.
Pósthólf 10180
svíraðir kröfuklúbbar,“ sagði 'Guð-
mundur.
Karl Steinar Gunnlaugsson vara-
formaður Verkamannasambands fs-
lands hefur sagt að hann gefi ekki
kost á sér svo að öllum líkindum
verður nýr varaformaður kosinn á
þinginu, svo framarlega sem Karl
Steinar stendur fast á því að gefa
ekki kost á sér. Guðmundur sagði að
það yrði lagt ákaflega hart að honum
að gefa kost á sér og um hann myndi
verða samstaða, því mikill skaði yrði
að missa hann. Um aðra kandídata
vildi Guðmundur ekki mikið segja,
en nefndir hafa verið Karvel Pálma-
son alþingismaður, Jón Karlsson á
Sauðárkróki, Jón Kjartansson í
Vestmannaeyjum, og Sigrún
Clausen frá Akranesi.
Þing Verkamannasambandsins
hefst kl.9.30 með hljóðfæraleik,
setningu og ávörpum gesta. Síðan
fer fram fyrri umræða um kjaramál,
fjárhagsáætlun og lagabreytingar
ásamt nefndastörfum. Fyrir hádegi á
föstudag fer fram síðari umræða um
kjaramál en eftir hádegi síðafi um-
ræða um lagabreytingar og fjárhags-
áætlun. Á laugardeginum verður
Guðmundur J. Guðmundsson segir
verkalýðshreyfinguna vera sem
spakir hundar.
síðan kosning nýrrar stjórnar Verka-
mannasambandsins fyrir næsta
kjörtímabil og áframhald umræðna
um þau mál sem eftir kunna að vera.
ABS
Starfsfræðslunefnd
fiskvinnslunnar
150 REYKJAVÍK
SÍMI 686095
V erkstj óranámskeið
fískvinnslunnar eru
nú í fullum gangi.
Starfsfræðslunefnd fisk-
vinnslunnar hefur skiþu-
lagt námskeið fyrir verk-
stjóra í fiskvinnslu og
verða þau haldin nú í
haust og í vetur.
Námskeiðin verða haldin
í Borgarnesi og standa
samtals í sex kennslu-
daga sem skiptast í tvær
þriggja daga annir. Þátt-
takendur mæta í Reykja-
vík á miðvikudagskvöldi
og eftir stuttan kynning-
arfund er ekið þaðan
með rútu í Borgarnes. Á
laugardagseftirmiðdegi
er ekið til Reykjavíkur og
lýkur námskeiðs-
önnunum þar með
kvöldverði í boði
sj ávarútvegsráðherra
Meðal leiðbein-
enda á námskeið-
unum verða:
Álfheiður Steinþórs-
dóttir sálfræðingur,
40 verkstjórar í tveim 20
manna hópum geta set-
ið hverja námskeiðsönn.
Þátttökugjald er 15.000
kr. fyrir hvora önn. Inni-
falið í gjaldinu er greiðsla
á öllum kostnaði, þar
með töldum ferðum til og
frá Borgamesi ásamt öll-
um uppihaldskostnáðí í
Borgamesi.
Námskeiðin verða haldin
á eftirfarandi tímum:
1. önn, nr. 2:
4.-7. nóvember 1987 og
vikulega eftir það, eftir
þörfum.
2. önn, nr. 1:
20.-23. janúar 1988 og
vikulega eftir það, eftir
þörfum.
Ekki verður bókað á
seinni námskeið fyrr en
fullbókað er á hin fyrri.
Fram til þessa hefur
framboð á námskeiðum
fyrir verkstjóra fisk-
vinnslunnar verið lítið en
þau námskeið sem nú er
boðið upp á eru gerð
sérstaklega fyrir þá.
Guðfinna Eydal
sálfræðingur,
G.unnar Aspar
verkstjóri,
Magnús Ólafsson
sjúkraþjálfi,
Þórður M. Þórðarson
tæknifræðingur,
Á fyrri önn verður lögð
megináhersla á samstarf
og samvinnu á vinnu-
stað, líkamsbeitingu og
stjórnun og skipulagn-
ingu starfsþjálfunar.
Magnús H. Ólafsson
mun fjalla um líkamsbeit-
ingu við vinnu og þá
möguleika sem verk-
stjórar hafa í dag til að
viðhalda góðri heilsu
starfsfólks.
Guðfinna Eydal og Álf-
heiður Steinþórsdóttir
munu kenna verstjór-
um markvissa sam-
skiptatækni og fjalla um
samstarf og samvinnu á
vinnustað.
Þórður M. Þórðarson og
Gunnar Aspar munu
síðan fjalla um starfs-
þjálfun og skipulagningu
hennar, en í dag, með
aukinni tækni í fiskiðnaði
og takmörkuðu framboði
af starfsfólki, er þe6si
þáttur mikilvægari en
nokkru sinni áður.
Á seinni önn verður
áfram fjallað um sam-
starf og samvinnu á
vinnustað, en einnig um
stjórnunarhlutverk verk-
stjórans, túlkun kjara-
samninga og ýmsa aðra
þætti tengda verkstjóra-
starfinu.
Á kvöldin á báðum önn-
um verður Ieitast við að
fá sérfræðinga til að
halda fyrirlestra og
stjóma umræðum um
nútíma verkstjórn, fram-
leiðnimál, tækniþróun í
fiskiðnaði, markaðsmál
o.fl.
Verkstjórar eru hvattir til að skrá sig hið fyrsta á skrifstofu
starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar.
Guðmundur J. Guðmundsson, form. Verkamannasambands (slands
um verkalýðshreyfinguna:
„Ýmist kröfuklúbbar
eða spakir hundar“