Tíminn - 29.10.1987, Qupperneq 7
Fimmtudagur 29. október 1987
Fúskið kostar
tugi milljóna
Gífurlegir fjármunir fara í súginn
vegna þess að byggingarmennn og
verktakar hafa staðið rangt að við
steypuvinnu og steypublöndun.
T.d. nema viðgerðir við Gerðuberg
í Breiðholti vart undir þremur
milljónum, eða íbúðarverði, en
skemmdir þess húss má rekja rak-
leitt tU þess hvernig staðið var að
uppsteypu. Þar var vetrarsteypa
helsta orsökin. Vetrarsteypa er
notað yfir það þegar frystir ofan í
nýja steypu áður en hún nær að
harðna nægilega. Gerðuberg er
ekki nema um þriggja ára gamalt
hús.
En frostskemmdir eru líka í
gömlum húsum og er nánast hægt
að ganga upp að næsta húsi og sjá
hvernig múrinn er sprunginn utan
af veggjum. Myndirnar frá Ár-
múlaskóla í Reykjavík eru teknar
af handahófi, en þar liggur ein
byggingarálman undir skemmdum
vegna lélegrar hönnunar og lítils
viðhalds.
Þegar skýrslan um alkalí-
skemmdir í íslenskri steypu var
lögð fram, 1977, var talað um
milljarða í viðgerðarkostnað. Nú
er talað um tugi eða hundruð
milljóna í viðhaldskostnað vegna
frostskemmda, en það er ein helsta
hrörnunarmeinsemd íslenskra
húsa allra tíma. Tíminn leitaði því
til hönnunarskrifstofu sem m.a.
vinnur við að gera úttekt á steypu-
skemmdum fyrir Reykjavíkurborg
og Innkaupastofnun ríkisins, auk
fjölda aðila annarra.
„Mér finnst steypuskemmda-
tíðni vera óþægilega há, almennt í
steinhúsum á Islandi. Þetta ætti
ekki að þurfa að vera svona,“ sagði
Ríkharður Kristjánsson, verkf-
ræðingur og framkvæmdastjóri
Línuhönnunar hf.
Sagði hann að margir þættir
lægju að baki þessum miklu og
víðtæku skemmdum í steinhúsum
á íslandi.
Sprungur
„Ef við erum að tala um
sprungur, þá hafa menn ekki áttað
sig á eðli þessara húsagerða sem
við byggjum. Þ.e. stífum húsum
með einangrun að innan. Menn
hafa ekki byggt rétt eða hannað
rétt. Það þyrfti að byggja þessi hús
öðruvísi ef þau eiga að vera slag-
regnsþétt. Við vitum t.d. ekki
ennþá hvað við þurfum að benda
útveggi til þess að þeir séu slag-
regnsþéttir. Það er heldur ekki víst
að hægt sé að benda þá nógu mikið
til að þeir verði slagregnsþéttir,"
sagði Ríkharður.
Frostskemmdir
„Ef við lítum á frostskemmdir,
þá vitum við líka hvað er að þar.
Það eru aðallega tveir þættir sem
valda þeim.
Það er annars vegar of há vatns-
sementstala, þ.e. of mikið vatn er
í steypunni miðað við sements-
magnið. Hins vegar er um of lítið
loft að ræða. Með því að breyta
þessu má ná upp mun betra frost-
þoli en verið hefur.
Ef maður sparar mikið sement
þarf að spara mikið vatn. Gallinn
er bara sá að það gerist yfirleitt
ekki samtímis. Nú hefur bygging-
arfulltrúi gefið út nýja reglugerð
sem er ætlað að koma í veg fyrir
þetta. Á síðustu mánuðum hafa
kröfurnar verið hertar til steypunn-
ar,“ sagði Ríkharður ennfremur.
Járnryðgun
„Hvað varðar járnryðgunina, þá
liggja þessi steypujárn bara of
utarlega. Það stafar af fúski í
staðsetningu járna í mótunum,"
sagði Ríkharður. Benti hann á að
það væru múrarameistararnir sem
eiga að sjá um þann þátt í bygging-
unni. Oftast væri þó um að ræða
ófaglærða menn í þessari vinnu, þó
að hún væri í flestum tilvikum
undir eftirliti múrarameistara eða
ætti að vera það. Engin sérstök
iðngrein er til í járnabindingum.
KB
Eitt hornið á Ármúlaskóla í Reykjavík, en einn hluti skólahússins er
frekar illa farinn af frostskemmdum. Tímamynd Pjetur
Styrkir til bifreiðakaupa
til hreyfihamlaðra
Umsóknarfrestur er framlengdur
til 15. nóvember
Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu verður haldinn í Hlégarði
laugardaginn 31.10. kl. 17.00.
Dagskrá
• Skýrsla stjórnar
• Lagðir fram reikningar
• Stjórnarkjör
• Kosning fulltrúa á kjördæmisþing
• Önnur mál
Að loknum aðalfundi verður snæddur kvöldverður í Hlégarði.
Þingmenn flokksins í kjördæminu Steingrímur Hermannsson og
Jóhann Einvarðsson munu mæta á fundinn ásamt mökum. Matseðill-
inn hefur þegar verið ákveðinn. Borið verður fram rjómalöguð
sveppasúpa ásamt piparkrydduðum lambavöðva. Á eftir verður síðan
borið fram kaffi.
Verð fyrir veitingarnar er 1030 kr. fyrir manninn og eru þátttakendur
vinsamlegast beðnir um að tilkynna um þátttöku í síðasta lagi 29.10
til Gylfa í síma 666442 eða til Helga í síma 666911.
Stjórnin
Austfirðingar - Árshátíð
Árshátíð KSFA veröur haldin á Hótel Höfn
laugardaginn 31. október og hefst kl. 20.
Fjölbreytt skemmtiatriði. Meðal þeirra er fram
koma eru Jóhann Már Jóhannsson, Jóhannes
Kristjánsson og Karlakórinn Jökull, auk ýmiss ■
konar heimalagaðra atriða.
Borðapantanir á Höfn í sima 81446 - Kristín
- og i síma 81787 - Sverrir - eða á skrifstofu
KSFA, Egilsstöðum í síma 11584.
KSFA
Selfoss
Aðalfundur framsóknarfélags Selfoss verður haldinn að Eyrarvegi 15,
Selfossi fimmtudaginn 29. október kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing
3. Önnur mál
Stjórnin
Framsóknarfólk Suðurlandi
28. Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna á Suðurlandi verður haldið
helgina 7.-8. nóv. n.k. á Kirkjubæjarklaustri og hefst kl. 14
laugardag.
Nánar auglýst síðar.
KSFS
Suðurland
Skrifstofa Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna á Suðurlandi,
Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.
13-17 sími 2547.
Heimasími starfsmanns er 6388.
Framsóknarmenn eru hvattir til að líta inn eða hafp samband.
Árnesingar
Hin árlega framsóknarvist Framsóknarfélags Árnessýslu hefst föstu-
daginn 23. október kl. 21.00 í Arátungu, föstudaginn 30. okt. í
Félagslundi og lýkur 13. nóvember að Fluðum.
Aðalvinningur er ferðavinningur frá Samvinnuferðum-Landsýn. Heild-
arverðmæti vinnjnga 75.000 kr.
Allir velkomnir Stjórnin
Kopavogsbúar
Skrifstofa Framsóknarfélaganna,
Hamraborg 5, 3. hæð er opin alla
virka daga kl. 10-12, sími 41590.
Opið hús alla miðvikudaga kl. 17-19.
Starfsmaður: Einar Bollason
Tökum höndum saman og hefjum öflugt vetrarstarf.
Heitt á könnunni. Framsóknarfélögin.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í
Tryggingastofnun ríkisins og hjá
umboðsmönnum hennar um allt land.
Afgreiðslunefnd
Freyja Kópavogi
Aðalfundur Freyju félags framsóknarkvenna í Kópavogi verður
haldinn að Hamraborg 5, þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20.30.
Að aðalfundarstörfum loknum mun Guðrún Jóhannsdóttir segja frá
landsþingi LFK.
Stjórnin.