Tíminn - 29.10.1987, Síða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 29. október 1987
Tjmirin
MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriöi G. Forsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Aöstoöarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuömundsson
EggertSkúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskr’ift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir '686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Ræða Steingríms
Hermannssonar
í umræðum á Alþingi um stefnuræðu forsætis-
ráðherra lagði Steingrímur Hermannsson utanrík-
isráðherra mikla áherslu á þá frumskyldu ríkis-
stjórnarinnar að vinna gegn vaxandi verðbólgu og
viðskiptahalla.
Utanríkisráðherra sagði að verðbólga hefði auk-
ist að undanförnu, hættumerki á því sviði væru
augljós. Ráðherrann benti á að þenslan í efnahags-
lífinu væri undirrót verðbólgunnar, þ.á m. útlána-
þenslan í bankakerfinu, en ekki síst erlendar lán-
tökur sem farið hefðu meira en fjóra milljarða fram
úr áætlun. Sagði Steingrímur að helminginn af
þessari umframlántöku erlendis mætti rekja til
fjármögnunarleiganna, svo segja mætti að sú starf-
semi hefði farið úr böndunum.
Dró Steingrímur Hermannsson ekkert úr því að
fjármagn einkaaðila hefði leikið lausum hala á
þessu ári og að til þess mætti ekki síst rekja þá
miklu þenslu sem ógnar efnahagslífinu.
Orðrétt sagði ráðherrann:
„Frelsið er gott, en því aðeins verður það til
heilla að efnahagslífið sé nógu þróað til þess að
þola það og einstaklingarnir nógu þroskaðir til að
beita því. Frelsi í viðskiptum verður einnig að vera
undir eftirliti ríkisvaldsins og þeirra stofnana sem
til þess eru settar.“
Steingrímur taldi að vextir hér á landi væru alltof
háir og miklu hærri en gerðist í öðrum löndum.
Hvatti hann til þess að Seðlabankinn hefði strang-
ara eftirlit með vaxtaákvörðunum en raun bæri
vitni. Lét ráðherrann einnig svo um mælt að eftirlit
með verðbréfasölu, fjármögnunarleigu og erlend-
um lántökum bankanna hefði brugðist.
Þá lagði Steingrímur Hermannsson höfuðá-
herslu á að til þessa stjórnarsamstarfs hefði verið
efnt til þess að sporna við því að ný holskefla verð-
bólgu skylli yfir. Sagði hann að Framsóknarflokk-
urinn hafi gengið til stjórnarsamstarfsins með því
ófrávíkjanlega skilyrði, að gerðar yrðu viðhlítandi
ráðstafanir í efnahagsmálum.
M.a. yrði að stefna að því að afgreiða hallalaus
fjárlög, ekki með því einu að draga úr útgjöldum,
heldur einnig með því að skattar yrðu eitthvað
hækkaðir. Tók hann sérstaklega fram, að mikil-
vægast væri að auka tekjur ríkissjóðs með aðgerð-
um gegn skattsvikurum.
Steingrímur lagði einnig sérstaka áherslu á að
framsóknarmenn gætu aldrei fallist á að beita fjár-
lagastefnu sem hefði í för með sér samdrátt í vel-
ferðarmálum, félags- og menningarmálum. Hann
minnti á að átak í byggðamálum væri forgangsverk-
efni, sem sinna yrði á kjörtímabilinu.
í lok ræðu sinnar lét Steingrímur Hermannsson í
ljós von um að stjórnarflokkarnir ynnu vel saman,
enda sé þjóðinni fátt nauðsynlegra en stöðugleiki í
stjórnmálum.
Illllllllllllllllll! GARRI lllllllllllllllllllllllll
„VI ALENE VIDE“
Félagsmálaráðherra: Veit ekki aleinn allt.
Það var einu sinni Danakóngur
sein sagan segir að hafi haft það að
orðtaki, þegar ráðgjafar hans vildu
bera hann ráðum, að segja „Vi al-
ene vidc“, eða „Vér einir vitum“.
Þetta var á þcim tíma þegar kóngar
voru einvaldir og orð þeirra lög. Þá
þýddi ekki fyrir einfalda assistanta
að vera með múður þegar hans
hágöfgi hafði talað. Hann einn
vissi.
Garra verður vonandi ckki lagt
það út til verri vegar þótt hann segi
eins og er að þessi orð kóngsins
sóttu töluvert á hann á mánudags-
kvöld. Það var á meðan hann var
að fylgjast með fréttunum í sjón-
varpinu af málflutningi Jóhönnu
Sigurðardóttur á þingi, þar sem
hún talaði fyrir frumvarpinu um
húsnæðismál. Með fullri virðingu
fyrir hæstvirtum ráðherra í ríkis-
stjórn, sem framsóknarmenn eiga
aðild að, þá þótti Garra að þanþol
stjórnarsamstarfsins væri þar teygt
til hins ýtrasta. Það er ciginlega
nokkuð langt gengið þcgar ekki
verður séð að ráðherra vilji lengur
láta einstökum þingmönnum í sam-
starfsflokkunum haldast uppi að
hafa skoðanir á þeim málum sem
ráðherrann vill koma áfram.
Það eru vissulega ýmsar sögur til
í þingsögunni um sterka leiðtoga
sem eiga að hafa haldið flokks-
mönnum sínum í járngreipum og
undir sterkum flokksaga. En um
hitt munu vandfundin dæmi að
leiðtogar hafi líka reynt að láta slík-
an flokksaga ná til þingmanna í
samstarfsflokkum.
Samstarfsvilji
Lýðræðiskcrflð hjá okkur er
byggt á því að menn með mismun-
andi skoðanir geti unnið saman.
Samstarf um ríkisstjórn stendur og
fellur með því að flokkarnir semji
um ntálin. Þar rcynir á að fólk með
ólík viðhorf til mála geti slakað til á
víxl, komið til móts við hvert annað
og reynt með lagni að þoka áhuga-
málum sínum álciðis.
í húsnæðismálum gildir það
sama og í öðrum málaflokkum að
menn hafa þar mismunandi skoð-
anir og leggja misjafnar áherslur á
einstaka þætti þcirra. Húsnæðis-
málin eru raunar viðkvæmari en
ýmsir aðrir ntálaflokkar, vegna
þess að í þeim er vitað að stjórnar-
flokkarnir þrír hafa ekki samstæð-
ar skoðanir.
Og þess vegna reynir kannski
meira þar en annars staðar á sam-
starfsvilja og lipurð í samningum,
ef ekki á allt að fara í hund og kött.
Slíkt væri raunar óskemmtilegt og
myndi bitna haröast á þcim sem síst
skyldi, fólkinu sem er að byggja í
fyrsta skipti og þeim öðrum sem
eru í brýnustu þörflnni fyrir þak
yflr höfuöið. Og fréttir úr Alþingi
síðustu dagana benda satt að segja
ekki til þess að félagsmálaráðherra
hafl gert sér þetta almennilega
Ijóst.
Eignarrétturinn
Að því er hér að gæta að hús-
næðismálin snerta hvem einasta
landsmann, en ekki alþýðuflokks-
menn eina. Lika er fjármagnið í líf-
eyrissjóðunum byggt upp af öllum
launþegum þessa lands, en ekki al-
þýðuflokksmönnum einum. Þess
vegna eru húsnæðismálin þjóðmál,
en ekki innanflokksmál í Alþýðu-
flokknum. Það er ekki Alþýðu-
flokksins eins að ákveða hvernig
peningunum er ráðstafað.
Húsnæðismálin era líka mikil-
vægur þáttur í kjarasamningum, og
lífeyrissjóðirnir era vitaskuld eign
þess fólks sem árlega greiðir háar
upphæðir til þeirra. Þetta fólk á þar
sinn eignarrétt sem þýðir ekki að
hunsa. Þess vegna er það ekki
nema rétt og skylt að allir leggist á
eitt til að ná sem víðtækastri sam-
stöðu um það hvernig eigi að haga
framkvæmd þessara mála. Og vita-
skuld ciga launþegasamtökin að
koma þar inn ■ umræðu og ákvarð-
anatöku sem umbjóðendur fé-
lagsmanna sinna.
Alþýðuflokkurinn hefur að sjálf-
sögðu stefnu í húsnæðismálum, svo
sem honum er bæði rétt og skylt.
En á sama hátt hafa aðrir flokkar
líka sína stefnu, og til þess verður
að taka tillit. Ráðherra Alþýðu-
flokksins getur ekki ætlast til þess í
stjórnarsamstarfl að allir aðrir
bugti sig og beygi í fullkominni
hlýðni við stefnu hans. Ríkisstjórn-
arsamstarf byggist á því að allir
hlutaðeigandi hlusti á hina og nái
svo samkomulagi. Annars koma
brestir í stjórnarsamstarfið. Þar
dugir ekki að tala eins og Danakon-
ungar forðum. Garrí.
Illllllllllllllllllllllllill VÍTT OG BREITT .::!IHIHIIi;' ..................................................................................................................................................... ................................. ............................... .........................
Hreppurinn Suðaustur-Asía
Annað slagið berast fréttir af
könnunum sem gerðar eru á svo-
kallaðri hlustun og horfun ljós-
vakafjölmiðlanna. Þeir greina frá
niðurstöðum og gerir þar hver sinn
fugl eins fagran og velsæmið og
áreiðanleg fréttamennska leyfir.
Af þessum könnunum er ljóst að
þorri landsmanna fylgist með frétt-
um ríkishljóðvarps og að mikið er
horft á sjónvarp öll kvöld. Sjón-
varpsstöðvarnar eru sá miðill sem
flestir, væntanlega ungir sem
gamlir, þiggja afþreyingu frá og
væntanlega einhvern fróðleik.
Það er því ekki út í hött þegar
haldið er fram að uppeldisgildi
sjónvarpsefnis sé mikið og ábyrgð-
arhluti að velja það og matbúa.
í þessum dálki var imprað á því
s.l. þriðjudag að svo virtist sem
starfsfólk sjónvarps teldi það fyrst
og fremst hlutverk sitt að vera
fyndið og skemmtilegt og leiða
fram alls kyns skringilegheit á
skjáina.
Þetta kemur vel heim og saman
við þá kenningu að sjónvarp sé í
eðli sínu afþreyingarmiðill, og alls
ekki eins hentugur til að miðla
fróðleik eins og margir vilja vera
láta.
Hömluleysi
Viðtal sem Alþýðublaðið birti
við Sigurbjörn Einarsson biskup
hefur vakið athygli, en þar er hann
ómyrkur í máli um þau áhrif sem
sjónvarpsefni hefur á þjóð og ein-
staklinga. Hann átelur mjög það
hömlulausa frelsi sem ríkir í mál-
efnum Ijósvakans þar sem enginn
ber ábyrgð á því hlutverki sem
sjónvarpsstöðvar hafa tekið að sér
við uppeldi þjóðarinnar.
Sjónvarp er mjög ágengur og
áhrifamikill fjölmiðill og þeim mun
mikilvægara að vel sé vandað til
þess efnis sem út er sent og óþarfi
að láta skemmtanagildið eitt sitja í
fyrirrúmi. Eins mætti fróðleikurinn
stundum vera staðbetri.
Fróðleikur eða
aðeins skemmtun
Fréttamenn þurfa oft að taka á
viðkvæmum málum og málefnum
sem þeir hafa takmarkaða þekk-
ingu á. Þá reynir á að vera fíjótur
að afla sér staðreynda og ef það
tekst ekki er oft betra að láta frétta-
efnið lönd og leið.
Fyrir skemmstu buðu sjónvörp
að minnsta kosti þrisvar upp á ein-
hvers konar fréttaumfjöllun úm
það fyrirbæri að íslenskirkarlmenn
sækja sér konur í stórauknum mæli
til Filipseyja og Thailands. Listar
með myndum af konunum eru aug-
lýstir til sölu. Kvennakaup með
þessum hætti munu hafa viðgengist
um hríð í Evrópu og Bandaríkjun-
um.
Fróðleikurinn sem sjónvörpin
buðu upp á var allur með þeim
hætti að engu er iíkara en að Thai-
land og Filipseyjar séu hreppur fyr-
ir norðan eða vestan, eða þá í Suð-
austur-Asíu. Alhæfingar um þjóð-
félagsástand, siðvenjur og lyndis-
einkunn íbúanna bentu ekki til að
um aðskilin lönd sé að ræða eða að
þau séu byggð fleiri þjóðum.
Leitt var fram fólk sem kemur
því málefni sem átti að vera til um-
fjöllunar ekkert við. Þar voru m.a.
thailenskar konur sem giftar eru ís-
lenskum mönnum og íslensk kona
sem á thailenskan eiginmann.
Fram kom að öll höfðu þau kynnst
mökum sínum og fellt hugi saman
með allt öðrum hætti og aðrar að-
stæður, en þeir sem kvennalistasal-
ar bjóða upp á. Enda hafði þetta
fólk enga þekkingu á þeim við-
skiptaháttum, sem sjónvarpsfólk
var að spyrja um.
Það dæmi sem hér er tekið vekur
þá spurningu hvort sjónvörp telja
fréttamennsku útskýringar á stað-
reyndum eða hvort einhvers konar
forvitnilegt skemmtanagildi ræður
umfjöllun. En að minnsta kosti
undirrituðum þótti þessar hrað-
soðnu og flaustursfullu „frétta-
skýringar" ekki skemmtilegar og
enn síður fróðlegar. OO