Tíminn - 29.10.1987, Síða 9

Tíminn - 29.10.1987, Síða 9
Fimmtudagur 29. október 1987 'Tíminn 9 Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur: Breyttir beitarnættir - bætt meðferð lands í þurrkunum í sumar urðu óvenju miklar umræður um gróðureyðingu og landgræðslu. Málefnaleg umfjöll- un um þessi efni er nauðsynleg og þegar mér var boðið að taka þátt í ráðstefnu sem samtökin Líf og land héldu um gróðureyðingu og land- græðslu í Reykjavík hinn 27. sept- ember í haust þáði ég það með glöðu geði. Þess ber að geta að öll erindin tíu sem flutt voru á ráðstefnunni voru gefin út í hefti sem er fáanlegt hjá formanni samtakanna, Herdísi Porvaldsdóttur leikkonu. Erindi mitt er birt hér með leyfi hennar. Gróðurbreytingar eftir landnám Því verður ekki á móti mælt að gróðurfar hefur breyst og víða hafa gróðurlendi eyðst síðan landið byggðist. Umdeilanlegt er hversu mikil sú breyting hefur orðið og sömuleiðis hvort nú eyðist meiri gróður en nemur ýmiss konar rækt- jafnvel svín, og ætla má að sjá gróður sem klæddi ísland við land- nám hafi fljótlega látið á sjá. Þar við bætist skógarhögg, hrísrif, eldgos, harðindi og fleira. Þið vitið trúlega öll að árið 1979 var hið kaldasta sem komi hefur á þessari öld með 2,3°C meðalárshlita. Þá var spretta sáralítil í hálendinu og léleg á láglendi. En vitið þið að heill áratugur á öldinni sem leið, árin 1859-1868, hafði nær sama meðalhita, 2,4 °C? Þegar svo kalt er mörg ár í röð fer saman lítil spretta og minnkandi beitarþol og þá er hætta af völdum ofbeitar mest. Ætla má að við slík skilyrði hafi beitin, einkum hin harða vetrarbeit, verið afdrifarík, sér- staklega í kjarr- og skóglendi. Vatn og vindar hafa síðan tekið sinn toll og gera enn, jafnvel á stöðum sem hafa verið friðaðir fyrir beit um áratuga skeið. En það er að sjálfsögðu ekki algilt lögmál að rofið land verði örfoka því að Flestar umræður og skrif um tengsl beitar og gróðureyðingar hér á landi hafa einkennst af öfgakenndum mál- flutningi þar sem hið versta og besta er bor- ið saman. Eftir að hafa unnið við leiðbein- ingar um beit í réttan áratug tel ég mig geta fullyrt að skilningur og áhugi meðal bænda á gróðurvernd fer vaxandi og yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra verðskuldar málefna- legar umræður um beitarnýtingu. Skemmst er að minnast jákvæðra viðhorfa á ályktunum frá aðalfundi Hófleg beit veldur ekki gróðureyðingu. un og uppgræðslu. Við teljum okkur þekkja orsakir gróður - og jarðvegseyðingar sem eru fjölþætt- ar og samverkandi, en mér virðist þó mikið vanta á að gróðursaga landsins hafi verið rannsökuð og skráð á viðunandi hátt. Ágiskanir og tilgátur eru orðnar að stað- reyndum og tölu, alhæfinga og einfaldana gætir í sívaxandi mæli og oft virðist fræðimennskan víkja fyrir ýkjurn og áróðri. Helst hefur verið að skilja á umfjöllun ýmissa fjölmiðla í sumar að gróðureyðing í landinu sé svo til öll af völdum sauðkindarinnar. Þá hafa ýmsir tengt þessi mál umræðum um tíma- bundin markaðsvandamál sauð- fjárræktarinnar, oft af meira kappi en forsjá. Ég ætla að víkja sérstaklega að beitinni sem vissulega getur haft áhrif á gróðurfar og landgæði. Beitarhættir fyrr og nú Miklar breytingar hafa orðið á beitarháttum, einkum undanfarna þrjá til fjóra áratugi með tilkomu stórbættrar fjóðuröflunar og vetrarfóðrunar. Fyrr á öldum gekk búfénaðurinn að mestu sjálfala, nautgripir, sauðfé, geitfé, hross og þess eru ýmis dæmi að rofabörð hafi gróið og lokast, jafnvel í beitilöndum. Andstæður og öfgar Flestar umræður og skrif um tengsl beitar og gróðureyðingar hér á landi hafa einkennst af öfga- kenndum málflutningi þar sem hið versta og besta er borið saman. Gróskumestu, friðuðu gróðurlend- in eru borin sman við þau mest beittu og gróðursnauðustu, og bændum er oft stillt upp sem and- stæðingum gróðurverndar og skóg- ræktar. Skoðanir eru vissulega skiptar og ljóst er að annars vegar er í landinu sá hópur fólks sem hefur þá bjargföstu trú að öll beit sé skaðleg gróðri og hins vegar fyrirfinnast þeir bændur og hesta- menn sem óttast sinumyndun og viðurkenna aldrei ofbeit, a.m.k. ekki á eigin landi. Ég tel fráleitt að láta málflutning slíkra jaðarhópa ráða ferðinni því að hann er í senn óraunhæfur og skaðlegur öllum skynsamlegum úrbótum. Við skulum gagnrýna það sem miður fer en gera það með þekkingu og sanngirni að leiðar- ljósi. Stéttarsambands bænda sem haldin var á Eiðum í byrjun þessa mánað- ar. í öllum stéttum og hópum er misjafn sauður í mörgu fé. Ástand gróðurlenda er afar breytilegt, jafnvel innan hverrar sveitar. og bændur fella sig ekki við alhæfingar og sleggjudóma um heilar sýslur eða landshluta. Þeini sárnar þegar fjölmiðlarnir eru að hampa harð- línumönnum sem ekki virða sam- þykktir meirihlutans um górður- verndaraðgerðir því að víða um land hafa hreppsnefndir og upp- rekstrarfélög beitt sér fyrir margvíslegum umbótum í sam- vinnu við Landgræðslu ríkisins og Búnaðarfélag íslands. Má þar m.a nefna seinkun upprekstrar á vorin, bætta dreifingu fjár um afrétti, breyttan gangnatíma á haustin, takmarkanir eða algert bann gegn afréttarbeit hrossa og uppgræðslu á gróðursnauðu eða örfoka landi. Á nokkrum stöðum hefur verið gerð ítala, oftast frumvkæði bænda sjálfra. En víkjum nánar að beitinni og áhrifum hennar þvf að mér finnst allt of lítill greinarmunur gerður á hóflegri beit og ofbeit. Hófleg beit Beitin er býsna flókið mál, en ntargir telja sig þó sérfróða í þeim efnum og ýmsar bábiljur eru á kreiki í hita umræðna. Þótt beit hafi áhrif á gróðurfar og geri það að jafnaði einhæfara er hægt ð viðhalda býsna fjölbreyttum gróðri á hóflega beittu landi. Það er ofbeitin sem er skaðleg og getur átt þátt í gróður- og jarðvegseyðingu, einkum þegar gróðurskilyrði eru skert stórlega, t.d. vegna langvar- andi kulda eða þurrka. Sumsstaðar sjáum við greinileg merki ofbeitar, t.d. við sumar afréttargirðingarnar og í nauðbeittum hrossahólfum. Beitartilraunir sýna einnig gögg- lega hvað gerist við beit og vek ég sérstaklega athygli á sauðfjárbeit- artilraun við Sandá á Auðkúluheiði í Austur-Húnavatnssýslu sem hef- ur nú staðið á annan áratug. í ofbeitta hólfinu er gróðurfar ein- hæft, hvergi sést víðir, fjalldrapinn er ósköp rýr, lyngið er vesælt, mosinn er troðinn og annar gróður að mestu uppurinn á haustnóttum. Á hóflega beitta hólfinu, og enn frekar á því léttbeitta, er komin veruleg gróska í víðinn, fjalldrap- inn dafnar vel, á lynginu þroskast ber og mikið af uppskeru grasa og blómj urta er ósnert á haustnóttum. Lítill munur er á léttbeitta hólfinu og hólfum sem hafa verið friðuð um margra ára skeið. Við vitum líka að hægt er að græða upp örfoka eða gróðursnautt land með áburði og grasfræi þótt það sé beitt hóflega, en melgresi og lúpína eru viðkvæmari fyrir beit. Flestar umræður og skrif um tengsl beitar og gróðureyðingar hér á landi hafa einkennst af öfga- kenndum málflutningi þar sem hið versta og besta er borið saman. Gróskumestu, friðuðu gróðurlend- in eru borin sman við þau mest beittu og gróðursnauðustu, og bændum er oft stillt upp sem and- stæðingum gróðurverndar og skóg- ræktar. Skoðanir eru vissulega skiptar og ljóst er að annars vegar er í landinu sá hópur fólks sem hefur þá bjargföstu trú að öll beit sé skaðleg gróðri og hins vegar fyrirfinnast þeir bændur og hesta- menn sem óttast sinumyndun og viðurkenna aldrei ofbeit, a.m.k. ekki á eigin landi. Ég tel fráleitt að láta málflutning slíkra jarðar hópa ráða ferðinni því að hann er í senn óraunhæfur og skaðlegur öllum skynsamlegum úrbótum. Við skulum gagnrýna það sem miður fer en gera það með þekkingu og sanngirni að leiðar- ljósi. Minnkandi beitarálag Þótt sauðfé og hross nýti meiri hluta úthagabeitarinnar munar töluvert um hreindýrabeit ogfugla- beit, einkum gæsa og álfta, á ákveðnum svæðum. Eftiraðsauðfé fækkaði hefur hlutdeild hrossa aukist þannig að sumir telja að nú taki hrossin allt að því eins mikla beit í úthaga og sauðféð. Nú orðið er þó lítið um hross í afréttum, en sumsstaðar þrufa þau það mikla beit í heimalöndum að bændur eru háðari afréttarbeit fyrir sauðfé en ella. Hross skipta því verulega máli auk þess sem þau ganga öllu nær landi en sauðfé. Þótt hrossum fari nokkuð fjölgandi fækkar fénu það mikið að beitarálag í úthaga er nú mun minna en það var fyrir áratug og samfara tiltölulega hag- stæðu tíðarfari síðustu árin hefur mun minna borið á ofbeit en á árunurn í kringum 1980. Áhrif ýmissa gróðurverndaraðgerða eru einnig farin að segja til sín eins og áður var vikið að. Stefna Búnaðarfelags íslands Þar eð hross og sauðfé nýta einkum úthagabeitina skiptir þró- un þessara búgreina miklu máli svo og hestaeign þéttbýlisbúa. Ég nota hér tækifærið til að vekja athygli á því að stefna Búnaðarfélags ís- lands og búnaðarsambandanna í landinu, bæði i hrossarækt og sauð- fjárrækt, samræmist ágætlega sjón- armiðum gróðurverndar. Leið- beiningar til bænda miðast við ræktunarbúskap, að byggja fremur á arðsemi einstakra gripa en fjölda. Höfðatölusjónarmiðið er orðið úr- elt þótt enn sé það við líði hjá fáeinum fjárbændum og all mörg- um stóðbændum. Við stefnum áfram að aukinni frjósemi sauðfjár sem er virkasta leiðin til að auka arðsemina og hún stuðlar jafnframt að gróðurvernd því að þá þarf færri ær til að framleiða hvert tonn af dilkakjöti. í hrossaræktinni kemur æ betur í jós að gæðin skipta mestu máli og með markvissu kynbóta- starfi er að skaðlausu hægt að grisja stofninn verulega. Sumir þéttbýlisbúar eiga fleiri hross en góðu hófi gegnir en mikið af þeim fer í hagagöngu út í sveitrnar. FRIMERKI 1 illílllllllllllli í! Illlllllll 111 Nordia -1980 Norræna frímerkjasýningin „Nor- dia-1989" verður haldin í Fredrik- stad dagana 9.-11. júní, 1989. Það er Fredrikstad Filatelistklubb, í sam- vinnu við Landssamband norskra frímerkjasafnara og norsku Póst- málastofnunina sem sér um sýning- una. Sýningin verður haldin í Kong- stenhöilinni, sem er íþróttahöll í nágrenni gamla bæjarins, stór og nútímaleg bygging. I næsta nágrenni eru svo Gamlebyen og Kongsten virkið, sem meðal annars voru myndefni á frímerki, sem gefið var út 1985. Auk sýnenda, frímerkjakaup- manna og fulltrúa hinna norrænu Póstmálastofnana. ntunu heima- menn og frímerkjasafnarar sem konja munu víða að setja svip sinn á bæinn, dagana sem sýningin stendur, Sonja. krónprinsessa hefir sam- þykkt að vera verndari sýningarinn- ar og mun hún vera viðstödd opnun hennar. Búist er við að sýningin rúmi yfir 1000 ramma. Þá verða skipulagðar ferðir frínterkjasafnara, hverskonar fundir hinna ýmsu félaga og frí- merkjauppboð með miklu norrænu efni. Allir dagarsýningarinnar verða helgaðir einhverju sérstöku efni eða þema og þá vitanlega með sérstimpli fyrir það, svokölluðum þemadags- stimplum. Tillaga hefir verið flutt í útgáfu- nefnd norskra frímerkja, að gefa út frímerkjasamstæðu daginn sem sýn- ingin opnar. Þegar mun vera búið að ræða og jafnvel ákveða myndefni þeirra frímerkja, en ekki er enn heimilt að gefa það upp. Það hversu miðsvæðis Fredrikstad liggur á Norðurlöndum, gerir það að verkum að auðvelt er fyrir flesta að ferðast þangað. Ef því búist við miklum fjölda gesta frá öðrum londum heims, eins og meðlimir frímerkjakiúbba Skandinavíusafn- ara í: Énglandi, Hollandi, Banda- ríkjunum og Þýskalandi. Þegar er kominn alvarlegur skriður á skipulagið og búið að skipa um- boðsmenn á öllum Norðurlöndun- um. íslenski umboðsmaðurinn er; Sigurður H. Þorsteinsson skóla- stjóri, Laugarhóli, 510 Hólmavík, sími 95-3379 (eða í bænum 91- 50350). Þá er búið að gefa út upplýsinga- bæklinga og geta menn fengið þá senda með því að snúa sér til um- boðsmannsins. Bulletin 1 ogtilkynn- ingar um þátttöku verða tilbúin fljótt eftir áramótin og eru þeir sem óska eftir að taka þátt, beðnir að hafa samband við umboðsmanninn. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.