Tíminn - 29.10.1987, Qupperneq 11
10 Tíminn
Fimmtudagur 29. október 1987
Fimmtudagur 29. október 1987
Tíminn 11
VETTVANGUR
ÍÞRÓTTIR
ÍÞRÓTTIR
með annað kvðld
segir Atli Hilmarsson handknatt-
leiksmaður úr Fram - Höndin
reyndist óbrotin
Atli Hilraarsson handknattleiks-
maður mun að öliura líkindum
leika mcð Fram þegar liðið keppir
við Þór frá Akureyri í l. deildinni
annað kvöld. Atli meiddist sem
kunnugt er í fyrsta leik og var
talinn handarbrotinn en í Ijós hefur
kömið að svo var ekki heldur var
um slsenta tognun að ræða.
Atli sagðist í samtali við Tímann
í gærkvöldi vonast til að verða ldár
í slaginn annað kvöld, það kæmi
endanlega í Ijós eftir æfingu í
kvöld. Verið er að útbúa spelku á
höndina og ætlar Atli að láta reyna
á það á æfingunni t kvöld hvort hún
stenst átökin. Fari svo leikur hann
nteð „en ég ætla ekki að fara að
taka neina sénsa,“ sagði Atli.
Hann sagði að kontið hcfði í Ijós
eftir að gifsið var tekið af að
höndin hefði verið óbrotin en togn-
unin hefði verið það slæm að hún
hefði hvort eð er verið meðhöndl-
uð eins.
Það verður réttor mánuður ann-
að kvöid frá því Atli meiddist og
síðan hefur Framliðið ekki fengið
stig í deildinni. Flciri af leikmönn-
um liðsins hafa einnig verið meidd-
ir og þarf vart að fjölyrða um hver
styrkur það verður Frant að fá Atla
aftur t liðið. -HÁ
Gunnar Sigurösson yfirlæknir Lyflækningadeildar Borgarspítalans
„Fowarnir
ið fé til heilsu-
gæslustöðva“
Svar til borgarlæknis og formanns Heilbrigöismálaráös Reykjavíkur
Skúli Johnsen borgarlæknir og
Katrín Fjeldsted formaður Heil-
brigðismálaráðs Reykjavíkur
skrifa langa grein í Tímann þann
24. október sl. þar sem þau saka
undirritaðan um að skilja ekki gildi
forvarnastarfs. Ég vil því leyfa
mér að leiðrétta nokkurn misskiln-
ing sem kemur fram í grein þeirra.
í fyrsta Iagi tel ég mig alls ekki
hafa Iagst á móti forvörnum gegn
sjúkdómum, nema síður sé, enda
hefur það verið hluti af mínu starfi
undanfarin ár að sinna forvarna-
starfi. En megininntak orða minna
í Tímanum þann 28. júlí sl., sem
þau voru að vitna í, var að mót-
mæla þeirri klisju að nauðsyn beri
til að veita auknu fé til heilsugæslu-
stöðva til að forvarnastarfi verði
sinnt.
Lítum aðeins nánar á í hverju
forvarnastarf er fólgið og tökum
sem dæmi forvarnir gegn krans-
æðasjúkdómum sem er algengasta
dánarorsök miðaldra og eldra fólks
hér á landi.
lagervagnar
Burðargeta 400 kg
Burðargeta 200 kg
Rúmmál 150 lítra
LEIJKÖ HF.
Umboðs- og heildverslun
Smiðjuvegi 1 - 200 Kópavogi
• Síml 46365
Helstu þættir í fari og venjum
einstaklinga sem taldir eru auka
líkur á því að viðkomandi fái
kransæðasjúkdóm í framtíðinni
(svokallaðir áhættuþættir) eru;
a) Vindlingareykingar.
b) Hækkuð blóðfita (kólesteról).
c) Hækkaður blóðþrýstingur.
d) Sykursýki.
e) Mikil offita og samfara því oft
lítil líkamshreyfing.
f) ? Streita í starfi.
í hverju eru þá forvarnir gegn
þessum áhættuþáttum kransæða-
sjúkdóms fólgnar;
a) Reykja ekki; varað er við reyk-
ingum með því að fræða almenning
um skaðsemi þeirra, sem best verð-
ur gert í skólum og fjölmiðlum
ásamt víðtæku starfi lærðra og
leikra og þarf engar auknar fjár-
veitingar til heilsugæslustöðva til
þessa.
b) Varnir gegn óæskilega hárri
blóðfitu eru almenns eðlis og fólgn-
ar í ráðleggingum til almennings
um að gæta hófsemdar í mataræði,
einkanlega varðandi neyslu feitra
dýraafurða. Fyrir allan fjöldann er
eðlilegast að slík fræðsla sé veitt í
gegnum skólakerfið og fjölmiðla.
þcim einstaklingum sem mælst
hafa með háa blóðfitu (sjálf mæl-
ingin er reyndar ekki gerð á heilsu-
gæslustöðvum að jafnaði) getur
þurft að gefa frekari matarráðlegg-
ingar og lyf undir eftirliti læknis.
Fagna ber því ef heilsugæslulæknar
hafa fengið meiri áhuga á þessum
þætti en til þessa, en þar hafa
sjúkrahúsin haft frumkvæði eins
og reyndar á mörgum öðrum svið-
um forvarnastarfs. Eftirlit þessara
einstaklinga yrði þá aðeins eðlileg-
ur hluti af starfi heilsugæslulækna
sem og annarra lækna og þyrfti
ekki aukafjárveitingu til að þessu
hlutverki yrði sinnt.
c) Hár blóðþrýstingur er greindur
með einfaldri blóðþrýstingsmæl-
ingu sem er hluti af venjulegri
læknisskoðun og haldið niðri ef
með þarf með viðeigandi lyfjagjöf.
Ef frekari rannsókna er talin þörf
í þessu tilliti eru þær framkvæmdar
á rannsóknarstofum eða sjúkra-
húsunum. Rannsókn Hjarta-
vemdar hefur sýnt að nú vita mun
fleiri en áður um hvort þeir hafa
háan blóðþrýsting, bæði vegna
frumkvæðis Hjartavemdar á þessu
sviði svo og stofnunar Göngudeild-
ar háþrýstings á Landspítala fyrir
meira en áratug. Heilsugæslulækn-
ar hafa einnig á síðustu ámm sýnt
þessu hlutverki vaxandi áhuga og
er það lofsvert. Hins vegar þarf
ekki aukið fé til heilsugæslustöðva
til þess að læknar mæli blóðþrýst-
ing sem á að vera hluti af venjulegri
læknisskoðun.
d) Á sviði eftirlits sykursjúkra
hefur fmmkvæðið verið á vegum
sjúkrahúsa, einkanlega Göngu-
deildar sykursjúkra á Landspítala,
svo og sérfræðinga á þessu sviði,
þótt allir læknar með áhuga og
TVO FALT S/F
Ódýrari hús Betri hús
Varanleg hús Sumar-hús
og geta verið gróðurhús um leið.
TVÖFALTS/F sími 46672.
Gunnar Sigurðsson
þekkingu geti að sjálfsögðu litið
eftir þessum þætti.
e) Það þarf ekki aukið fé til
heilsugæsíustöðva til þess að ráð-
leggja fólki heilbrigðari lífshætti,
svo sem hæfilega líkamsáreynslu,
íþróttir og annað. Ekki get ég
heldur séð að auknar fjárveitingar
til heilsugæslustöðva þurfi til að
koma til að segja fólki að varast
offitu og afleiðingar hennar.
Undirritaður fagnar mjög vax-
andi áhuga lækna, þar með talið
borgarlæknis og formanns Heil-
brigðismálaráðs á forvarnastarfi,
og Læknadeild Háskóla íslands
hefur vissulega lagt aukna áherslu
á þessa þætti í kennslu læknanema.
Ég leyfi mér hins vegar að mót-
mæla þeim fullyrðingum;
1) Að aukið fé þurfi til heilsugæslu-
stöðva til þess að þessu forvarna-
starfi verði sinnt. Ég efast ekki um
að heilsugæslustöðvar séu í fjár-
svelti eins og aðrir hlutar heilbrigð-
isgeirans en það á ekki að leita eftir
auknum fjárveitingum á fölskum
forsendum.
2) Að slíkt forvarnastarf leiði
þegar til þess að innlögnum á
sjúkrahús fækki og draga megi úr
fjárframlögum til heilbrigðiskerfis-
ins, þar með talið til sjúkrahús-
anna. Áhrif slíkra forvarna, þegar
til langs tíma er litið, kæmi fyrst og
fremst fram í því að þessir sjúk-
dómar kæmu síðar á ævinni og
ævilengdin yrði þá væntanlega
lengri, en álag þessara sjúkdóma á
sjúkrahúsin yrði að öllum líkindum
alls ekki minna en nú.
Ég óttast að áhrifa þessarar
klisju „forvarnir = aukið fé til
heilsugæslustöðva“ sé þegar farið
að gæta og stjómmálamenn séu
farnir að trúa því að sjúkrarúm séu
of mörg og að óhóflega miklu sé
varið til reksturs sjúkrahúsanna í
dag. Þetta kemur m.a. fram í
naumum fjárframlögum til þessara
stofnana, svo naumum að eina
leiðin til þess að endar nái saman
á þessu ári er að loka deildum á
sjúkrahúsunum og þá ekki vegna
skorts á hjúkrunarfólki, heldur ein-
göngu í sparnaðarskyni. Það er
kominn tími til að almenningur
geri sér grein fyrir þessu áður en í
hreint óefni er komið. Ég efast um
að þetta hafi verið meining stjórn-
málamannanna en það er full
ástæða til að þeir kafi dýpra í þessi
mál og það var eitt megininntak
orða minna í Tímanum 28. júlí sl.
sem þau Skúli Johnsen og Katrín
Fjeldsted, vísvitandi eður ei, hafa
mistúlkað.
Reykjavík 27.10.’87
Virðingarfyllst
Gunnar Sigurðsson
Tveggja marka tap
- íslendingar héldu fjóröa sæti í riðlinum sem er besti árangur landsliðsins í Evrópukeppni
fslenska landsliðið ■ knattspyrnu
lék í gær síðasta leik sinn í 3. riði
Evrópukeppninnar í knattspyrnu.
Leikið var gegn Sovétmönnum í
Simferopol á Krímskaga og lauk
leiknum með 2-0 sigri Sovétmanna.
Það verður að segjast eins og er að
ekki var búist við hagstæðari úrslit-
um og raunar óttuðust menn að enn
verr færi. Sovéska liðið varð með
þessum sigri fyrst liða til að tryggja
sér sæti í úrslitakeppninni sem fram
fer í V-Þýskalandi á næsta ári og
íslenska liðið hafnaði í fjórða sæti í
riðlinum en þeim árangri hefur ís-
lenska landsliðið aldrei fyrr náð.
Fyrra mark Sovétmannanna í
leiknum í gær kom á 15. mínútu,
Vladimir Bessonov skaut þrumu-
skoti að íslenska markinu, Bjarni
Sigurðsson varði en hélt ekki boltan-
um og Igor Belanov fylgdi vel á eftir
og skoraði. Staðan í hálfleik var 1-0
en Oleg Prostasov bætti öðru marki
við fimm mínútum eftir leikhlé.
Eftir seinna markið siökuðu Sovét-
menn nokkuð á enda sætið í úrslita-
keppninni tryggt, þeim nægði jafn-
tefli. Varð leikurinn í lokin nokkuð
daufari fyrir bragðið.
(slenska liðið átti nokkur þokka-
leg færi í leiknum og var Guðmundur
Torfason þar oftast að verki, skaut
m.a. tvívegis í hliðarnetið og einu
sinni bjargaði Dasayev markvörður
með góðu úthlaupi eftir að Guð-
mundur komst í færi.
Rúnar Kristinsson og Þorvaldur
Örlygsson komu inná sem varamenn
í leiknum og var það í fyrsta skipti
sem þeir leika A-landsleik.
Sá árangur íslenska liðsins að|
komast upp úr botnsætinu í riðlinum
er góður og þýðir m.a. að þá stendur
liðið betur að vígi þegar dregið
verður í riðla fyrir næstu Evrópu-
keppni, Iiðunum er raðað í styrk-
leikaflokka eftir röðinni í riðlunum
og fá íslendingar því eitt „botnsætis-
lið“ í sinn riðil næst.
Liðin sem léku í gærkvöldi:
ísland: Bjarni Sigurðsson, Gunnar
Gíslason (Þorvaldur Örlygsson 80.),
Atli Eðvaldsson, Ómar Torfason,
Halldór Áskelsson, Sævar Jónsson,
Guðni Bergsson, Ólafur Þórðarson,
Ragnar Margeirsson, Guðmundur
Torfason, Lárus Guðmundsson
(Rúnar Kristinsson 70.)
Sovétríkin: Dasayev, Bessonov,
Demyanenko, Khidiatullin,
Bubnov, Rats (Yakovenko 80.),
Yaremchuk (Blokhin 72.), Litovc-
henko, Aleinikov, Belanov, Protas-
ov.
A-Þjóðverjar unnu
Norðmenn
Austur-Þjóðverjar og Norðmenn
léku einnig í gærkvöldi og fóru
leikar svo að A-Þjóðverjar gerðu 2
mörk gegn einu marki Norðmanna í
Magdeburg. Ulf Kirsten skoraði
bæði mörk heimamanna en Jan
Fjærestad svaraði fyrir Norðmenn.
Einn leikur er eftir í 3. riðli, leikur
Frakka og A-Þjóðverja en hann
breytir engu um stöðuna í riðlinum.
-HÁ/Reuter
Staðan í 3. riðli
Sovétríkin ................ 8 5 3 0 14-3 13
A-Þýskaiand ................ 7 3 3 1 12-4 9
Frakkland ................... 7 1 4 2 4-6 6
ísland....................... 8 2 2 4 4-14 6
Noregur...................... 8 1 2 5 5-12 4
- ÍS sigraði HK í bæði karla og kvennaflokki
Víkingur vann Fram
dapra hrinu. Urslitin urðu 3-1 og
hrinurnar 15-9,15-2, 3-15 og 15-8. ÍS
vann auðveldan sigur á HK sem lék
án eins af lykilmönnunum, Skjöldur
Vatnar fingurbrotnaði á móti HSK.
Leikurinn fór 3-0 (15-7, 15-13 og
15-5. í kvennaflokki urðu sömu
úrslit sömu liða, ÍS vann HK 3-0
(15-1, 15-8 og 15-11). -HÁ
Stjörnukonurnar Guðný Gunnsteinsdóttir og Erla Rafnsdóttir taka Magneu Friðriksdóttur föstum
tÖkum. Tímamynd: Pjetur.
Þrír leikir voru í gærkvöld á
íslandsmótinu í blaki. f 1. deild
karla voru það Víkingar og Stúdent-
ar sem stóðu uppi sem sigurvegarar
en Stúdínur unnu eina leikinn í
fyrstu deild kvenna.
Víkingar og Framarar léku fyrsta
leikinn og var sigur þeirra fyrrnefndu
öruggur þó þeir ættu eina mjög
Guðmundur Torfason var aðgangsharðastur fslendinganna við sovéska markið en átti við ofurefli að etja.
Hörkuviðureign
- Valur vann Stjörnuna í jöfnum og spennandi léik
- Fjóla varði fjögur víti
Valur vann Stjörnuna með 15 mörkum gegn
14 í leik liðanna í 1. deild kvenna á íslandsmót-
inu í handknattleik í gærkvöldi. Leikurinn var
bæði jafn og spennandi og börðust leikmenn
beggja liða af hörku. Valur hafði eins marks
forskot í leikhléi, 9-8, en jafnt var á flestum
tölum í leiknum.
Valsstúlkur áttu fyrsta og síðasta markið í
leiknum en nákvæmlega þangað og ekki lengra
náði forskot þeirra, leikurinn var gífurlega
jafn og hefði getað endað á hvorn veginn sem
var. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik,
Valur yfirleitt á undan að skora. Þær voru yfir
9-8 í hálfleik og bættu við tíunda markinu strax
eftir hlé en Stjarnan skoraði næstu fjögur mörk
og breytti stöðunni í 10-12. Munaði þar mestu
um frammistöðu Fjólu Þórisdóttur í marki
Stjömunnar en hún varði hvorki meira né
minna en þrjú vítaköst á þessum kafla. Aftur
var jafnt 13-13 og 14-14 en eftir nokkrar
sviftingar tókst Valsstúlkum að skora 15.
markið hálfri mínútu fyrir leikslok. Stjörnu-
konur fóru í sókn en tíminn rann út án þess að
þeim tækist að skapa hættu.
Mikil barátta var f leikmönnum beggja liða
og leikurinn á köflum ágætlega leikinn. Erla
Rafnsdóttir átti margar gullfallegar sendingar
í fyrri hálfleiknum, þar af tvær þar sem henni
var haldið úti á velli í hraðaupphlaupum.
Henni tókst í bæði skiptin að senda boltann
beint á frían samherja sem þurfti ekkert annað
en að skora. Erla er yfirburðamanneskja í
Stjörnuliðinu og lék best útileikmanna liðsins
þrátt fyrir að minna sæist til hennar í síðari
hálfleik. Fjóla Þórisdóttir átti einnig stórgóðan
leik í markinu, varði m.a. fjögur vítaskot. Hjá
Val átti Arnheiður Hreggviðsdóttir ágætan
leik í markinu og Kristín Arnþórsdóttir sýndi
sitt rétta andlit í seinni hálfleiknum en hún
hefur verið meidd og leikur með spelku á
hnénu.
Mörkin, Valur: Kristín Arnþórsdóttir 5, Guörún Kristjáns-
dóttir 4, Katrín Friðriksen 3, Erna Lúðvíksdóttir 2, Magnea
Friðriksdóttir 1. Amheiður Hreggviðsdóttir varði 8(1) skot.
Stjaman: Erla Rafnsdóttir 6(2), Drífa Gunnarsdóttir 2,
Hrund Grétarsdóttir 2, Guðný Gunnsteinsdóttir 2, Ingibjörg
Andrésdóttir 1, Ragnheiður Stephensen 1. Fjóla Þórisdóttir
varði 8(4) skot. - HÁ
Sannkölluð reyfamímup - meðan biryðir endast
70 srn
*os^o
srri
99
65
\Q^°
feiö°
895
\asV-°
(.7
Ö70
00
KF. HERAÐSBUA .
EGILSSTÖÐUM SEYÐISFIRÐI REYÐARFIRÐI
öl VÖRUHÚS VESTURLANDS
BORGARNESI ^
Undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu, 3. riðill:
íslandsmótið í handknattleik, 1. deiid kvenna:
íslandsmótiö í blaki: