Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 16
Framsóknarfólk Austurlandi athugið 28. kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi, veröur haldið á Hótel Höfn, Hornafirði dagana 30. og 31. október n.k. og hefst kl. 20.00. Gestir þingsins verða: Steingrímur Hermannsson, Guðmundur Bjarnason, Sigurður Geirdal, Guðrún Jóhannsdóttir frá L.F.K. og Guðmundur Gylfi Guðmundsson frá S.U.F. Nánari upplýsingar í síma 97-11584. KSFA. Árnesingar Hinni árlegu framsóknarvist Framsóknarfélags Árnessýslu verður fram haldið föstudaginn 30. okt. kl. 21 í Félagslundi. Ávarp kvöldsins flytur Ingibjörg Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi, Sel- fossi. Lokaumferð verður að Flúðum 13. nóvember. Aðalvinningur er ferðavinningur frá Samvinnuferðum-Landsýn. Heild- arverðmæti vinninga kr. 75.000. Allir velkomnir. Stjórnin. Vesturland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið í Ólafsvík laugardaginn 14. nóv. n.k. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Vesturland Skrifstofa kjördæmissambandsins Brákarbraut 1, Borgarnesi verður opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00-17.00. S(mi 71633 og sími utan skrifstofutíma 51275. Stjórnin ogfe 31. OKTÓBER LFK og SUF Byrjendanámskeið - Framhaldsnámskeið Landssamband framsóknarkvenna í samvinnu við Samband ungra framsóknarmanna býður hér með upp á hin vinsælu námskeið í sjálfsstyrkingu, fundarsköpum, fundarhaldi og framkomu í sjónvarpi. Alls 5 kvöld eða 1 helgi. Einnig framhaldsnámskeið 4 kvöld eða helgi þar sem boðið verður upp á leikræna tjáningu, framsögn, ræðumennsku og sjónvarpsfram- komu. Réyndir hressir leiðbeinendur taka að sér leiðsögnina. Ef þið hafið áhuga þá hringið sem fyrst í síma 91-24480 og pantið námskeið. Góð fjárfesting fyrir gott verð. Fimmtudagur 29. október 1987' DAGBÓK Breskur drengjakór í Hallgrímskirkju Hér á landi er nú staddur breskur drengjakór, Hampton School Choral Soc- iety. Hann er hér í boði Skólakórs Garðabæjar. Kórinn hefur sungið í Garðakirkju og á Akranesi, en í kvöld, fimmtudagskvöldið 29. október kl. 20:30 mun hann halda tónleika í Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Á efnisskrá eru verk eftir D. Buxtehu- de, Anton Briickner, G. Fauré og Benja- min Britten. f kórnum eru nokkrir efni- legir hljóðfæraleikarar sem leika bæði samleik og einleik á tónleikunum. Stjórn- andi kórsins er Michael Newton og organ- isti Christopher Mabley. Þórólfur Stefánsson. Burtfararprófstónleikar Þórólfs Stefánssonar gítarleikara Laugardaginn 31. október mun Þórólf- ur Stefánsson gítarleikari þreyta burtfar- arprófstónleika sína frá Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar. Þórólfur er fæddur á Sauðárkróki. Hann hóf nám í Tónskóla Sigursveins haustið 1979 og hafa aðalkennarar hans þar verið þeir Gunnar H. Jónsson, Joseph Ka Cheung Fung, Símon ívarsson og s.l. tvö ár Páll Eyjólfsson. Á tónleikunum, sem eru síðari hluti burtfararprófs, mun Þór- ólfur m.a. flytja verk cftir Bach, Sor og Brouwer. Tónleikarnir verða í Áskirkju laugar- daginn 31. október og hefjast kl. 17:00. Allir eru velkomnir á tónleikana. Lógfræðiaðstoð laganema Orator, félag laganema verður í vetur, eins og undanfarin ár, með ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir almenning. Þessi að- stoð felst aðallega í símaráðgjöf. Símatími verður á fimmtudagskvöldum kl. 19:30-22:00 og byrjar í kvöld, fimmtud. 29. október. Nýtt símanúmer Lögfræðiaðstoðarinn- ar er 11012. Tinna Gunnlaugsdóttir sem Yerma. YERMA Fimm aukasýningar í Þjóðleikhúsinu Vegna mikillar aðsóknar sl. vor á uppfærslu Þjóðleikhússins á Yermu eftir Federico García Lorca verða fimm auka- sýningar á leikritinu nú í haust. Fyrsta sýningin verður laugardaginn 31. okt- óber, en síðan verður verkið á dagskrá fimmtud. 5. nóv., föstud. 13. nóv. , sunnud. 15. nóv. ogföstud. 20. nóvember og er það jafnframt síðasta sýningin á verkinu. Hægt er nú þegar að panta miða á allar þessar sýningar. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, Karl Guðmundsson hefur þýtt texta, Hjálmar H. Ragnarsson samdi tónlistina við sýninguna, Sigurjón Jóhannsson gerði leikmynd og búninga og Páll Ragnarsson annast lýsingu. Auk Tinnu Gunnlaugsdóttur í titilhlut- verkinu, leika m.a.: Signý Sæmundsdóttir söngkona, Arnar Jónsson sem leikur Joann, eiginmann Yermu, Pálmi Gestsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Kristbjörg Kjeld, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Anna S. Ein- arsdóttir. Mikill fjöldi annarra leikara, dansara og söngvara kemur fram í sýning- unni. Félagsvist Húnvetninga- félagsins Félagsvist Húnvetningafélagsins verð- ur spiluð á laugardag 31. okt. kl. 14:00 í félagsheimilinu Skeifunni 17. Verð- launaveitingar. Allir velkomnir. Safnaðarfélag Ásprestakalls Kaffisala félagsins verður sunnudaginn 1. nóvember í félagsheimili kirkjunnar að aflokinni messu kl. 14:00. Minnisvarði um Egil Thorarensen reistur í Þorlákshófn Sunnudaginn 1. nóv. kl. 14:00 verður afhjúpaður í Þorlákshöfn minnisvarði, sem Gunnsteinn Gíslason, myndlistar- maður í Reykjavík, hefur gert um Egil Thorarensen. Egill fæddist að Kirkjubæ á Rangárvöll- um árið 1897. Hann fluttist að Selfossi 1918 og hóf þar verslunarrekstur. Þegar Kaupfélag Árnesinga var stofnað árið 1930 seldi hann verslun sína og gerðist framkvæmdastjóri þess. Árið eftir varð hann formaður stjórnar Mjólkurbús Flóamanna og gegndi báðum þeim störf- um til dauðadags, 1961. Árið 1934 gekkst hann fyrir því, að Kaupfélag Árnesinga keypti jörðina Þorl- ákshöfn og 1949 stóð hann fyrir stofnun útgerðarfélagsins Meitilsins. Þetta tvennt varð upphafið að Þorlákshöfn nútímans. Nú er Þorlákshöfn blómleg byggð með á 12. hundrað fbúa. Upplýsingamiðstóð ferðamála Upplýsingamiðstöð ferðamála hefur aðsetur að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar allar upplýsingar um ferðaþjónustu á íslandi og það sem er á döfinni í Reykja- vík. Opið er mánudaga til föstudaga kl. 10:00 -16:00, laugardaga kí. 10:00-14:00, en lokað er á sunnudögum. Síminn er 623045. Hvsfreyjxui Húsfreyjan Á forsíðu 3. tbl. 38. árgangs tímaritsins Húsfreyjunnar er mynd, sem tekin var 19. júní 1986 á skemmtisamkomu héraðs- sambanda K.l. á SV- landi og BKR. Ritstjórnarpistill Sigríðar Ingimars- dóttur nefnist „Svífur að haustið", og eru ýmsar hugleiðingar, allt frá sláturgerð til félagsstarfsemi vetrarins. Meðal efnis í þessu blaði er greinin Hvers vegna kvenfélög? Þá segir Ragn- heiður Davíðsdóttir frá einni viku í lífi sínu í „Dagbók konu“. Fallegar prjóna- uppskriftir eru í blaðinu. Kristín Gests- dóttir cr með matreiðsluþátt í sláturtíð. Þá er smásaga frá Möltu: Ostur og salat út úr neyð, sem þýdd er af Önnu Maríu Þórisdóttur. Sigríður Haraldsdóttir skrif- ar um auglýsingar og hvort þær gefi raunhæfar upplýsingar. Viðtal er við Birnu Bjarnadóttur, skólastjóra Bréfa- skólans. Aftast í blaðinu er athyglisverð mynda- saga: Séð með öðrum augum. Það má segja að hún hitti beint í mark. Utgefandi er Kvenfélagasamband ís- lands og ritstjóri Sigríður Ingimarsdóttir. Sjávarfréttir Sjávarfréttir 3. tbl. 1987 er nýkomið út. Meðal efnis í blaðinu er: Úttekt á arðsemi frystitogara annars vegar og ísfisktogara hins vegar, sem Finnbogi Alfreðsson, framkvæmdastjóri Framleiðni sf. hefur gert. Þá er viðtal við Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra um þær breytingar sem hann telur nauðsynlegt að gera á kvótakerfinu. „Hverju breytti það, ef loðnuverk- smiðjum fækkaði úr 21 í 6?“ nefnist úttekt sem tveir sérfræðingar Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Guðmundur Þóroddsson og Sveinn Vík- ingur Árnason, hafa gert. Sveinn Hjörtur Hjartarson ritar grein um stjórn fiskveiða í nágrannalöndunum og Halldór Hermannsson á ísafirði rekur sögu rækjuveiða við fsland frá upphafi. Rætt er við Einar S.M. Sveinsson, fisk- markaðsstjóra í Hafnarfirði og fyrrum forstjóra BÚR og BÚH. Sigurjón Arason fjallar um fiskvinnslu á tímamótum og Sigfús A Schopka fiskifræðingur skrifar um Grænlandsþorskinn, sem stundum slæðist til fslands og er þá kærkomin búbót. Blaðauki er um fiskeldi. Greint er frá kræklingarækt í Hvalfirði í viðtali við Úlfar Antonsson líffræðing. Þá er í Sjávarfréttum blaðauki á ensku um ýmsa þætti fslensks sjávarútvegs f tilefni af sjávarútvegssýningunni f Laug- ardalshöll. Ritstjóri SJÁVARFRÉTTA er Guð- jón Einarsson, en útgefandi Frjáls fram- tak hf. Stjómin E _ IANDSVIRKJUN Forval Landsvirkjun hefur ákveðiö að efna til forvals á verktökum vegna byggingar stjórnstöðvar við Bústaðaveg 7 í Reykjavík. Nær verkið til upp- steypu hússins og að gera það fokhelt. Húsið verður á þremur hæðum samtals 1.997 m2 að flatarmáli og 8.354 m3 að rúmmáli. Áætlaðar helstu magntölur eru: Mót 5.900 m2 Steypustyrktarstál 145tonn Steypa 1.220 m3 Auk þess skal koma fyrir lögnum, blikkstoðum og innsteyptum pípum vegna raflagna. Miðað er við að útboðsgögn verði tilbúin í janúar 1988 og að verkið geti hafist 15. febrúar 1988 og að því verið lokið 15. júní 1988. Forvalsgögn verða afhent frá og með fimmtudegin- um 29. október 1987 á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. Útfylltum og undirrituðum forvalsgögnum skal skila á sama stað eigi síðar en föstudaginn 13. nóvember 1987. Reykjavík 29. október 1987.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.