Tíminn - 29.10.1987, Síða 19

Tíminn - 29.10.1987, Síða 19
Fimmtudagur 29. október 1987 Tíminn 19 IIIHll" UM STRÆTI OG TORG lllllllll![[|llllllll[ll!llllllllllll!lll|llllllllllllllllllllll[ll KRISTINN SNÆLAND iiil AÐSKILDAR - EN ALLTAF SAMAN Ekkert jafnast á við að hjálpa mömmu. í þá daga voru þær raunverulega óað- skiljanlegar. Fonda bætur við að þær læri ósköp- in öll þar. Þær leika sér mikið, bæði úti og inni og gæta tveggja ára systur sinn- ar af mikilli ábyrgðartilfinningu. Báðar hafa þær yndi af að teikna og mála og hjálpa mömmu við heimil- isstörfin. - Þærerustöðugtað.segirKim. - Svo sannarlega lifa þær lífinu til hlítar. Vissulega eiga þær þó við vandamál að stríða, sem við hjónin tökum fiillt tillit til. Sem betur fer taka þær hlutunum með ró og brosa gjarnan að sjálfum sér. Nýlega gengust þær undir alls- herjar Iæknisrannsókn og læknar fullyrða að allt sé í góðu lagi, mun betra en gert hafði verið ráð fyrir. - Þær eru sérstaklega duglegar og ákveðnar, gefast ekki upp við neitt, fyrr en í fulla hnefana, segir faðir þeirra. - Við vitum, að lífið verður þeim engan veginn auðvelt, en sem betur fer hafa þær járnvilja og mikla ekki vandamálin fyrir sér. Þær uppgötva eitthvað nýtt á hverj- um degi. Nýlega endurbættu þær kvöldbænina sína dálítið og þakka nú fyrir að hafa fengið nýtt líf, segir Aldin Beaver að lokum. Fonda og Shannon Beaver voru svo sannarlega ekki taldar eiga framtíðina fyrir sér, þegar þær fæddust fyrir sjö og hálfu ári, sam- vaxnir tvíburar, en nú brosir lífið heldur betur við þeim. - Þetta eru stórkostleg börn, sem ég á, segir móðir þeirra, hin 22 ára gamla Kim Beaver. - Þær áttu á hættu að lifa alla ævina skuggameg- in, en núna eru þær sannarlega sól- armegin í lífinu, bætir hún við. Þegar Fonda og Shannon fæddust, þann 9. febrúar 1980, voru þær eðlilega skapaðar frá bringu og upp úr, en neðri hlutinn var nánast eitt barn. Foreldrunum, Kim og Aldin var þetta mikið áfall. Hvorki læknar né foreldrarnir töldu ákjósanlegt að telpurnar yxu upp svona, og því var gert ráð fyrir að þær yrðu aðskildar. Aðgerðin fór fram ári síðar og tókst framar vonum. Sams konar aðgerð hafði aldrei verið gerð áður, þar sem hvor telpan þurfti að fá gervifót að auki. Nú eru systurnar komnar í skóla, eru 120 cm háar og rúm 20 kíló. - Okkur þykir ákaflega gaman í skólanum, segir Shannon hrifin og Glaðlyndir listamenn SALTAUSTURINN Nú er hafinn hinn árlegi saltaust- ur á götur borgarinnar. Að þessu sinni með því loforði gatnamála- stjóra, Inga Ú. Magnússonar (réttara sagt hótun) að saltað verði meira en nokkru sinni fyrr. Svo langt gengur söltunargleðin að Ingi var jafnvel kallaður upp í sjónvarp til þess eins að „harma“ það að ekki hefði verið saltað nægilega í Breiðholti einn morguninn vegna bitunar. Fyrsti söltunardagurinn var víst síðastliðna helgi og mér og fleirum blöskraði sannarlega óhófið. Um klukkan 23 að kvöldi ók ég suður Reykjanesbraut frá Breiðholts- braut í ausandi rigningu. Sem ég kem á móts við Nýbýlaveg sé ég bíl í fjarlægt koma með gulum blikk- andi ljósum. Nú þeir eru bara að salta segir farþegi, nei svara ég, þetta hlýtur að vera björgunarbíll. Þegar við svo mætum farartækinu kom í ljós að þetta var vörubíll með snjótönn og ekki nóg með það, heldur stóð saltstrókur af grófustu gerð aftur af honum, beint ofan á rennandi blauta götuna. Nú er því við að bæta, að vissulega hafði gert hálku um klukkan 20 til 21 um kvöldið en þá tók að rigna og rigndi rækilega. Söltun Reykjanes- brautarinnar að þessu sinni var og er mér með öllu óskiljanleg. Til þess að ekki fari milli mála, þá er rétt að geta þess að almennt er ég mótfallinn söltun til hálkueyðing- ar. Ástæðan er sú að ég tel söltun skapa ökumönnum falskt öryggi og valda þar með slysum. Söltunin tærir og skemmir bílana og veldur þar með slysum. Söltunin veldur verra útsýni úr bifreiðunum og veldur þar með slysum. Söltunin veldur minni lýsingu aðalljósa bif- reiða og þar með slysum. Söltunin skemmir malbikið en malbiks- skemmdir valda slysum. Söltunin skemmir fatnað og gólfklæðningar. Tjón af völdum söltunar er þann- ig án efa gífuriegt en vegna þess að það kemur hvergi fram sem rekstr- arliður í reikningum borgarinnar, þá hafa a.m.k. ráðamenn vorir litlar áhyggjur af þeim útgjöldum. Árekstur sem verður vegna þess að hemlarör hefur tærst sundur í saltpæklinum og veldur örkumlun eða dauða, verður ekki að beinum frádráttarlið í reikningum Reykja- víkur. Hreinsun á gólfteppi eða ónýtir skór koma heldur ekki fram í þeim reikningum. Það sem ég vildi sagt hafa er að söltunargleði borgarinnar er með eindæmum, oftast óþörf en alltaf að einhverju leyti til skaða og óþurftar. Ég játa að slík hálka getur orðið að söltun sé óhjákvæmileg. Slíkt gerðist svona fjórum til sex sinnum síðastliðinn vetur. Nú er þegar búið að saita tvisvar og í bæði skiftin að óþörfu. Ég vek athygli á því að árekstr- um og umferðaróhöppum fækkar alltaf í borginni þegar akstursskil- yrði eru slæm, vont veður eða hálka. Því er hinsvegar ekki að neita að í upphafi hálku, fyrstu klukku- stund hálkunnar verða oft nokkur umferðaróhöpp. Þegar ökumenn hafa gert sér grein fyrir hálkunni, hríðfækkar óhöppunum og verða öllu jöfnu miklu færri en við bestu aðstæður, þ.e.a.s. í þurru góðviðri. Ástæðan er sú að ökumenn haga akstri sínum miðað við aðstæður og vegna hálkunnar aka þeir með ýtrustu gætni. Margir hverjir sleppa ökuferðum og sitja heima, aðrir ferðast með almenningsfarar- tækjum. Það er sannfæring mín að þessa fækkun umferðaróhappa megi fyrst og fremst rekja til þess að ökumönnum hefur unnist ráð- rúm til þess að átta sig á því að hálka sé komin á, en ekki til þess að söltun gatna sé hafin. Umferð saltaustursbílanna um borgina er hinsvegar ökumönnum augsýnileg og áberandi auglýsing um að hálka sé komin á og bílarnir sem slíkir, jafnvel þó hvergi söltuðu, góð og áberandi auglýsing um hálku. Til- vera og þeytingur saltbílanna um allan bæ hefur áreiðanlega orðið til þess að fækka umferðaróhöppum. Þessi árangur næðist hugsanlega einfaldlega með því að starfsmenn gatnamálastjóra hefðu beint og gott samband við ljósvakafjölmiðl- ana. Þá kæmi heldur ekki slíkt rugl á rásinni eins og síðasta hálku- kvöld, þegar hálkan var horfin um kl. 22 en þulurinn tilkynnti undir miðnætti gífurlega hálku á götum Reykjavíkur, eða eins og síðastlið- inn vetur þegar nokkur föl var á götum einn morguninn og þulurinn á gufunni tilkynnti að þæfingsfærð væri í borginni. Vitanlega á að nota útvarpsstöðvarnar sem mest til þess að fræða um færð og ástand vega. Þær mega líka eiga það að þær eru fljótar að koma upplýsing- um á framfæri um slíkt. Ef lög- regla, starfsmenn gatnamálastjóra eða einstakir vegfarendur, til dæm- is bílstjórar með bílasíma hringja inn upplýsingar um færð og ástand vega eða gatna, þá er það segin saga að þessu er útvarpað við fyrsta tækifæri. Að lokum skal það tekið fram að andstaða mín gegn óhóflegri salt- notkun byggist á viðtölum við aðra ökumenn sem eru mér sam- mála. Ég hitti ekki það fólk sem mælir með saltaustrinum, né sé í lesendabréfum dagblaða óskir um söltun gatna. Ég sé heldur ekki tilganginn með saltaustrinum með- an flest óhöpp í umferðinni verða þegar aðstæður til aksturs eru bestar. Mér er nær að halda að hálka, illviðri og ófærð sé besta slysavörnin í umferðinni, taki til dæmis radarmælingum langt fram þó góðar séu. Með kveðjum og óskum um minna salt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.