Tíminn - 03.11.1987, Side 5
Þriðjudagur 3. nóvember 1987
Tíminn 5
Víðtækar hugmyndir um samruna í bankakerfinu:
VERDA FIMM BANKAR
GERÐIR AÐ TVEIMUR?
„Nýjar hugmyndir eru nú
komnar fram í sambandi við
framkvæmd á stefnu ríkisstjórnar-
innar í bankamálum og jafnframt
breytingar á bankalögum. Farið
gæti svo að Samvinnubanki og
Búnaðarbanki yrðu að einum
banka og Útvegsbanki, Iðnaðar-
banki og Verslunarbanki að
öðrum. Sagði Jón Sigurðsson,
viðskiptaráherra, í samtali við
Tímann, að hinar nýju tillögur
hans hefðu þegar verið lagðar fyr-
ir ríkisstjórn og þingflokka stjórn-
arflokkanna til kynningar og um-
ræðu. Þetta gerðist í síðustu viku.
Hafa þær verið ræddar á fundum
þar, án þess að ákveðnar ályktan-
ir hafi komið út úr því.
„Þetta eru mörg atriði og Bún-
aðarbankinn er m.a. inni í þess-
um tillögum. Ég vil ekki tjá mig
um einstök atriði eða nefna nein-
ar tölur í þessu sambandi. Eitt
mikilvægt markmið í stefnu okkar
í bankamálum er að stuðla að
samruna banka og það er til um-
ræðu. Annað megin atriði er að
draga úr áhrifum og beinum af-
skiptum ríkisins af bankarekstri,"
sagði Jón Sigurðsson.
Sagðist Jón hafa rætt við þá að-
ila sem tengdust Útvegsbanka-
málinu um margar leiðir til breyt-
inga á bankamálum landsins.
Auðvitað væru þær tillögur, sem
hann væri að ræða við samstarfs-
menn sína, ávöxtur af viðtölum
við þá og fleiri.
Játaði hann að hér væri um víð-
tækari tillögur að ræða en til
þessa hafa sést í bankamálum
landsins. Með þessum tillögum
væri verið að reyna að fram-
kvæma þá stefnu sem ríkisstjórn-
in setti sér í upphafi.
Hvað varðaði niðurstöður um-
ræðna í þingflokki Alþýðuflokks-
ins, sagðist Jón ekki vilja ræða
það að öðru leyti en því að hann
hefði skilning þingflokksins á því
eftir hvaða stefnu hann ætlaði sér
að vinna.
Talsverðar vangaveltur hafa
verið um það hvernig að útboðum
verði staðið samkvæmt þessum
nýju tillögum Jóns. Getgátur hafa
verið uppi um að 25% af hlutafé
Útvegsbanka og Búnaðarbanka,
hvors um sig, verði boðin erlend-
um aðilum til kaups. Þá verði
35% hvors banka í eigu ríkisins
fyrst um sinn, en 40% af hlutafé
þeirra verði boðin sterkum aðilum
sem hafi ítök í öðrum bönkum.
Þannig verði tryggt með sölu á
40% hlutanna að þeir aðilar stuðli
að samruna annarra banka með
kaupum sínum. Þcir aðilar sem
hingað til hafa verið með banka-
samruna á stefnu sinni eru helst
þeir aðilar sem buðu í Útvegs-
bankann hf. í sumar. Uppi eru
því hugmyndir um að 33-menn-
ingarnir undir forystu Kristjáns
Ragnarssonar fái keypt 40% í Út-
vegsbankanum og sambandsfyrir-
tækin fjögur, undir forystu stjórn-
ar SÍS, fái keypt 40% af Búnaðar-
bankanum. Að baki kauptilboða
beggja þessara stóru aðila lágu
hugmyndir um sameiningu við
aðra banka. Þannig gæti farið svo
að Búnaðarbanki og Samvinnu-
banki yrðu að einum banka og
Útvegsbanki, Iðnaðarbanki og
Verslunarbanki að öðrum. Öllu
víðtækari breytingar í átt til sam-
runa eru vart hugsandi í næstu
framtíð. Það er því engin furða
þótt málin þurfi að ræða ítarlega
innan þingflokkanna og með
niestu leynd. KB
Jón Sigurðsson.
Stefán Valgeirsson, formaður bankaráðs Búnaðarbanka Islands:
Þeir munu taka út
fjármagn sitt ef
breytingar verða
„Við óskuðum eftir því að fá
fund með bankamálaráðherra og
sá fundur verður á fimmtudaginn
kemur í hádeginu," sagði Stefán
Valgeirsson, alþingismaður og for-
maður bankaráðs Búnaðarbanka
Islands. Sagðist hann ekki hafa
heyrt um málið nema á skotspón-
um og ráðherra hefur ekki kynnt
honum málið. „Allt þetta banka-
mál er orðið alveg kostulegt. Það
er t.d. staðreynd að ríkisbanki
getur fengið lán með betri kjörum
af því að hann er með ríkisábyrgð
og getur það munað um 2%. Á
stórum fjárhæðum munar það
miklu. Það verður auk þess engin
trygging fyrir því, ef þetta verður
hlutafélagsbanki, að þeir sem eiga
fjármagn í Búnaðarbanka lslands,
kæri sig um að hafa það áfram,“
sagði Stefán. Sagðist hann strax
núna hafa fengið hringingar frá
aðilum sem inni ættu stórar fjár-
hæðir og hafi það verið heldur
hastarleg viðbrögð sem hann mætti
frá þeim. Þetta tal um hlutafjár-
banka hafi valdið þeim áhyggjum
og þessir fjármagnseigendur hafi
viljað fá orð hans fyrir því að þeir
fengju að fylgjast með gangi
málsins. Þeir sem hringt hafa í
Stefán vegna þessa segjast ætla að
taka út það fé sem þeir eiga, ef
bankanum verður breytt úr ríkis-
banka.
„Þetta gæti þýtt það að erfitt
reyndist að standa undir afurðalán-
um landbúnaðarins, sem bankinn
er með til jafns við Landsbanka
íslands. Hins vegar kæmi.það ekki
til kasta okkar sem núna sitja í
bankastjórn, ef bankinn verður
seldur," sagði Stefán. Sagðist hann
ekki verða hissa þó að inni í
þessum hugmyndum væri sú áætlun
að hætta að veita afurðalán úr
Búnaðarbankanum. Flestar ráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar hafi ver-
ið þannig að hann ætti erfitt með
að sjá hvernig landbúnaðurinn ætti
að standa það allt saman af sér.
Sagðist hann sjá vegið að land-
búnaði úr ýmsum áttum, en ekki
síst frá ríkisstjórninni. Ef hann
miðaði við það fjárlagafrumvarp
sem fyrir lægi, þá muni áburður
Stefán Valgeirsson.
hækka mjög mikið og fyrirsjáan-
legt að bændum væri ætlað að
standa undir ýmissi þjónustu, sem
ríkið hefur til þessa veitt.
„Ég tel að þessar hugmyndir um
Búnaðarbankann sé liður í þessari
heildarstefnu gegn landbúnaði.
Þetta er kratastefnan, sem fyrst og
fremst virðist ráða ferðinni, að því
er mér sýnist í flestum hlutum.
Hinir ráðherrarnir virðast gera
flest til að halda stólunum," sagði
Stefán.
Sagðist hann ekki vilja líta á
þetta mál nema frá sjónarhóli
landsbyggðarinnar og þessar hug-
myndir gætu verið alveg stórkost-
lega varasamar. T.d. hafi hlutafél-
agsbankar til þessa verið á undan
öðrum bönkum til að hækka vexti.
Auk þess væri hinn grái fjármagns-
markaður, þar sem ekki þyrfti að
bjóða bindiskyldu eða neitt, að
bjóða í fé landsmanna og sprengja
allt upp. Afleiðingar þessa eru þær
að aðrir bankar neyðast til að
bjóða í ráðstöfunarfé fólksins eða
að missa það öðrum kosti. „Þetta
er orðin hrein mafíustarfsemi. Ég
segi ekki annað. Ég lít á þetta fyrst
og fremst og einvörðungu frá sjón-
arhóli þeirra sem skipta við
bankann, hvort sem þeir eru í
strjálbýli eða þéttbýli," sagði Stef-
án Valgeirsson.
KB
Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Búnaðarbankans:
Engir fundir enn
með bankastjórum
„Við vitum afskaplega lítið um
þessar hugmyndir og ég held að
þetta mál hafi bara verið að koma
uppá borð hjá ríkisstjórninni,"
sagði Jón Adolf Guðjónsson,
bankastjóri Búnaðarbankans,
vegna nýjustu frétta af bankasölu-
máli viðskiptaráðuneytis. Sagðist
hann ekki kannast við málið, enda
hafi ekkert borið að í Búnaðar-
bankanum enn sem komið er.
Vissulega kæmi þetta einkennilega
fyrir en þeir væru nú orðnir ýmsu
vanir.
Sagði hann að þeir bankastjór-
arnir hafi rætt málið en ekki væri
annað að gera en að bíða þess að
viðskiptaráðherra kynnti það fyrir
yfirstjórn bankans.
Sagði Jón Adolf ennfremur að
fréttir Moggans af fundi með ráð-
herra á mánudag, væru einfaldlega
ekki réttar. Hins vegar hafi staðið
til að koma slíkum fundi á. Vildi
hann ekki ræða það opinberlega
hvernig honum litist á málið, vegna
þess að það hafi ekki enn verið
skýrt út fyrir bankanum. Gerði
hann síðan góðlátlegt grín að því
að nær undantekningarlaust hafi
þeir verið að lesa þessar hugmyndir
í blöðunum sem vaknað hafa varð-
andi ráðstafanir með bankann.
KB
Jón Adolf Guðjónsson