Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 13. nóvember 1987 Utandagskrárumræða um leyniskjöl sagnfræðingsins norska: „Amerískir kontóristar að skrifa íslandssöguna" Alþýðubandalagsmaðurinn Hjör- leifur Guttormsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í sameinuðu Al- þingi í gær. Krafðist hann þess að þau gögn sem fjalla um samskipti ís- lands og Banda- ríkjanna á þeim tíma þegar verið var að ræða inngönguna í Atlants- hafsbandalagið yrðu opinberuð, hvort sem þau lægju í íslenska utanríkisráðuneytinu eða í Banda- ríkjunum. Sagði þingmaðurinn að þar væri dregin upp dökk mynd af íslenskum ráðamönnum á þessum tíma, sérstaklega Bjarna Benedikts- syni utanríkisráðherra og Stefáni Jóhanni Stefánssyni forsætis- ráðherra. Þá kvað þingmaðurinn það óverjandi að verið væri að skrifa íslandssöguna á kontórum í Amer- íku. Vildi hann fá að vita hvað utanríkisráðherra hygðist gera í mál- inu. Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra sagði að sendi- ráð íslands þar vestra væri að vinna að því að fá umrædd gögn. Þar giltu ákveðnar reglur um birtingar á opinberum trúnaðarskjölum og gæti það haft áhrif á gang málsins. Sagðist hann telja nauðsynlegt að setja slíkar reglur um birtingu opinberra gagna, því ekkert væri áunnið með að fara með málið, sem önnur mál, í felur. Steingrímur kvaðst treysta betur ummælum Eysteins Jónssonar, sem tók þátt í viðræðunum við Banda- ríkjamenn á þessum tíma ásamt Stefáni Jóhanni og Bjarna, en það sem einhverjir Bandaríkjamenn settu á blað um mat á mönnum. Eysteinn hefði sagt sér að það sem hefði komið frá norska sagnfræð- ingnum væri alrangt og í viðræðun- um hefði aldrei verið lýst yfir af hálfu íslendinganna að hræðsla væri við að kommúnistar hér á landi gerðu byltingu. Sagðist utanríkisráð- herra sannfærður um að þessir þrír menn, sem til Bandaríkjanna fóru 1949 hefðu haft hagsmuni íslands að leiðarljósi. Hreggviður Jónsson (B.Rn.) tók undir orð Steingríms um að vafasamt væri að treysta einhverjum um- sögnum er- lendra sendi- manna. Fróð- legt væri hins vegar að fá svip- aðar matsskýrslur frá sovéska sendi- ráðinu. Kristín Einarsdóttir (Kvl.Rvk.) sagði það óeðli- legt að menn væru að lesa upplýsingar erl- endis frá og skrifaðar af erl- endum túlkend- um um þessi mál. Nauðsyn- legt væri að setja reglur um skjala. birtingu opinberra Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.Rvk.) tók í sama streng og sagði að skrifa yrði sögu þessa tímabils hér heima. Karl Steinar Guðnason (A.Rn.) lýsti vanþóknun sinni á að minn- isblað erlends mannsskuli not-. að til að sverta minningu látins manns. Vitnaði hann til um- mæla Eysteins Jónssonar um að efni þess væri ekki sannleikanum samkvæmt. Vildi þingmaðurinn ein- nig að ríkisstjórnin gerði gangskör að því að fá fregnir af samráði sósíalista uppi í rússneska sendiráð- inu á sama tíma. Albert Guðmundsson (B.Rvk.) sagði að umræð- ur um þetta mál ættu að fara fram á lokuðum fundi sameinaðs Alþingis og þar eigi einnig að ákveða birting- arreglur varð- andi opinber skjöl. Steingrímur J. Sigfússon (Ab.N.e.) sagð- ist ekki sjá nein- ar ástæður til að halda íslenskum skjölum leynd- um yfirleitt og lokaður fundur sameinaðs Al- þingis um þessi mál væri fjar- stæða. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra minnti á að þegar starf- aði nefnd, sem m.a. ætti að fjalla um með- ferð opinberra gagna. Þessi umræða væri komin í gamlan farveg þar sem reynt er að gera tiltekna forystu- Bankastjórar segja vaxtamuninn um 6% Ef reiknað er út frá röngum grundvelli verður niðurstaða af þeim útreikningi einnig röng, segja talsmenn bankanna, sem eru ósáttir við þá niðurstöðu viðskiptaráðherra að vaxtamunur innl- ána og útlána bankanna hafi verið 8-9% undanfarin ár. Banka- stjórar telja að bundið fé í Seðlabankanum skuli teljast með útlán- um og þannig reiknað hafí vaxtamunurinn verið í kring um 6% á árinu 1986 og síðan farið lækkandi það sem af er þessu ári. Upplýsingarnar um 8-9% vaxta- mun komu fram hjá Jóni Sigurð- ssyni viðskiptaráðherra í svari við fyrirspurn á Alþingi, sem hann byggði á greinargerð frá Seðla- bankanum, eins og Tíminn skýrði frá í gær. f svarinu segir orðrétt: „Af ýmsum ástæðum hefur vaxta- munur útlána og innlána verið mikill hjá íslenskum bönkum og sparisjóðum, líklega 8-9% árin 1985 og 1986. Þetta er meiri vaxta- munur en er í bankakerfum ná- grannalandanna". Að sögn Stefáns Pálssonar, bankastjóra Búnaðarbankans, eru bankamenn ósáttir við að í þessum útreikningum er ekki tekið tillit til þess fjár sem bundið er í Seðl- abankanum. Árið 1986 hafi t.d. 18% heildarinnlána bankanna far- ið á slíka bindireikninga. Af því fé hafi Seðlabankinn borgað tæplega 14% vexti að meðaltali í tæplega 15% verðbólgu. í raun hafi bank- arnir því borgað um 1% með þessum skyldubundnu innistæð- um, sem eicki sé hægt að flokka öðruvísi en til útlána hjá bönkun- um. Að teknu tilliti til bindiskyld- unnar hafi vaxtamunurinn hins vegar verið í kring um 6% að meðaltali hjá bönkunum. Raunar sagði Stefán þá banka- menn telja að taka þurfi tillit til allra vaxtaberandi þátta í sambandi við útreikninga á vaxtamun hjá bönkunum. Vaxtamunur innlána og útlána í erlendri mynt hafi t.d. ekki verið nema um 1,25% - þannig að ef öll innlán og útlán væru meðtalin yrði talan ennþá lægri. Vaxtamunurinn færi líklega niður í 3-4% ef allt væri talið með. Stefán Pálsson bankastjóri. Á þessu ári sagði Stefán bindi- skylduna hafa lækkað niður í 13% af innlánum. Seðlabankinn greiði verðtryggingu á það fé en enga vexti. Stefán var einnig ósáttur við þá túlkun Tímans að um 1% mínus- vextir hafi verið á heildarinnlánum bankanna árið 1986. Hann telur órökrétt að blanda veltiinnlánum inn í slíka útreikninga. Eðlilegast sé að reikna með spariinnlánum í heild, og þau hafi gefið verulega jákvæða ávöxtun, eða um 3% raunávöxtun að meðaltali árið 1986. Stefán benti á að víðast erlendis greiði bankar enga vexti á veltiinnlán, enda séu þetta pening- ar sem séu á stöðugri hreyfingu inn og út úr bönkunum og þeir hafi þá því ekki til útlána nema að tak- mörkuðu leyti. í þessu sambandi vill Tíminn benda á þann stóra mun, að víða erlendis er verðbólga kannski að- eins frá 1% og upp í 3-5%, þannig að jafnvel vaxtalaus innlán geta aldrei borið hærri mínusvexti en sem því nemur. Peningar á íslensk- um tékkareikningum með 4-8% vexti í um og yfir 20% verðbólgu (að ekki sé nú talað um 19% vexti í 55% verðbólgu eins og árið 1982) hljóta því að rýrna mun meira. Hér má einnig vitna í svar viðskiptaráð- herra varðandi mikinn vaxtamun í íslenskum bönkum: „Önnur skýr- ing liggur hugsanlega í því að verulegur hluti innlána eru velti- innlán sem bera lága vexti, að minnsta kosti ef miðað er við verðbólgu. Því má ætla að vaxta- munurinn minnkaði nokkuð af sjálfu sér ef verðbólga hjaðnaði". - HEI menn tortryggilega og rýra mannorð þeirra. Taktíkin nú væri að varpa fram ásökunum og síðan ættu aðrir að sjá um að afsanna sektina. Reynslan hefur sýnt að sá kostur sem þessir menn völdu í öryggismál- um íslands hefur tryggt öryggi lands- ins sagði Þorsteinn. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði að ekki þyrfti að leita í erlend skjöl til að finna land- ráðabrigsl um þessa menn. Sagði hann að þessi áróður væri engin ný- lunda og Þjóðviljinn hefði stundað þessa iðju alla tíð. Utanríkisráðherra sagði í loka- ræðu sinni að þetta mál mundi ekki sofna í utanríkisráðuneytinu, en hins vegar væri erfitt að segja um það hversu langan tíma tæki að afla gagna úr greipum Bandaríkja- manna. En Eysteinn Jónsson hefði sagt honum að innihald skýrslu þess- arar hefði verið opinberað 24. mars 1976. ÞÆÓ Samræmadag fjölskyldu Ráðstefna Bandalags kvenna í Reykjavík um illa meðferð á börnum, haldin að Hallveigarstöð- um 31. október 1987, lýsir yfir áhyggjum vegna þess hve illa er búið að börnum og foreldrum þeirra í íslensku samfélagi, þar sem þeim gefst skaðlega lítill tími til samskipta vegna vinnuálags, skortur er á öruggri gæslu og samræmdum vinnu- degi foreldra og barna. Þess vegna skorar ráðstefnan á yfirvöld ríkis og sveitarfélaga að huga alvarlega að því að hlúa betur að börnum og foreldrum þeirra. í því felst besta fjárfesting íslensks þjóðfélags til framtíðar, segja bandalagskonur í Reykjavík. þj Umferðarslys: Keyrtá stúlku vegna hríms á rúðum Rétt fyrir klukkan 8 í gærmorgun var keyrt aftan á stúlku sem var á leið í strætó á Selásbraut. Ökumaður fólksbílsins hafði ekki skafið af rúð- um bílsins og skyggni var því mjög lítið hjá honum þegar slysið varð. Stúlkan hlaut einhverja höfuðáverka og var flutt á slysadeild. Tæpum fjórum klukkustundum síðar var tilkynnt um eld í íbúð við Drápuhlíð og var kona sem var í henni flutt á slysadeild, en eldurinn var óverulegur. Þá gerði hópur unglinga sig heim- akomna í verslun í Breiðholtinu í fyrrinótt, en flúðu af vettvangi þegar lögreglan kom á staðinn. Þó náðust tveir unglinganna, og talið að allt þýfið sé einnig komið í leitirnar. - SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.