Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 13. nóvember 1987 Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-87008: Raflínuvír 180 km. Opnunardagur: Fimmtudagur 10. desember 1987, kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 12. nóvember 1987 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 11. nóvember 1987 ^l RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Lausar stöður við námsbraut í hjúkr- unarfræði við Háskóla íslands Eftirtaldar stööur við námsbraut í hjúkrunarfræði við læknadeild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar: 1) Staða lektors (50%) í hjúkrunarfræði veitt til tveggja ára. Aðalkennslugrein er vöxtur og þroski barna og unglinga. 2) Staða lektors (50%) í hjúkrunarfræði veitt til tveggja ára. Aðalkennslugrein er almenn hjúkrunarfræði. 3) Staða lektors (37%) í öldrunarhjúkrun veitt til tveggja ára. 4) Staða dósents (37%) í sýkla- og ónæmisfræði veitt til fimm ára. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og fyrri störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. desember 1987. Menntamálaráðuneytið, 10. nóvember 1987. Tilkynning til launa- skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakín á því, að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðína september og október er 15. nóvember n.k. Launaskatt ber launagreiðenda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir októbermánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamtsöluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Umsóknarfrestur um áður auglýsta kennarastöðu í viðskipta- og hagfræðigreinum og kennarastöðu í stærðfræði við Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki framlengist til 1. desember. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið Vörubifreið óskast Vil kaupa góðan Scania vörubíl, helst 112H. Volvo kemureinnigtilgreina. Upplýsingarísíma 34604. MINNING illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Björgvin Filippusson Fæddur 1. desember 1896 Dáinn 6. nóvember 1987 I dag fer fram frá Áskirkju útför Björgvins Filippussonar fyrrum bónda á Hellum í Landssveit og Bólstað í Austur-Landeyjum. Björgvin var fæddur að Hellum í Landssveit sonur sæmdarhjónanna Ingibjargar Jónsdóttur ljósmóður og Filippusar Guðlaugssonar, er all- an sinn búskap bjuggu á Hellum við rausn og virðingu samtíðarmanna sinna. Þau hjón voru bæði af Vík- ingslækjarætt. Björgvin var yngstur barna þeirra er komust til fullorðins ára, en 4 börn munu þau hafa misst á ungum aldri, hin voru Árný er var stofnandi og skólastjóri Kvennaskól- ans á Hverabökkum í Hveragerði og Vilhjálmína Ingibjörg ljósmóðir er lengi bjó á Hellum, gift Magnúsi Jónssyni frá Björgum í Köldukinn. Þær systur eru báðar látnar fyrir nokkrum árum. Björgvin ólst upp á Hellum á fjölmennu menningarheimili eins og og þau gerðust best í íslenskum sveitum. Björgvin var bráðþroska og fljótt kom í ljós að hann var góðum gáfum gæddur og músíkalskur í besta lagi . því þriggja ára var hann farinn að spila á munnhörpu og níu ára lék hann á harmónikku í samkvæmum fyrir sveilunga sína. Þó Biörgvin væri góðum gáfum gæddur, gekk hann ekki mennta- veginn þrátt fyrir áeggjan kenn- ara síns í barnaskóla. Þar mun tvennt aðallega hafa ráðið úr- slitum að svo varð ekki, annað að hann veiktist og varð að leggjast á sjúkrahús, en hitt hve sterkum bönd- um hann var tengdur sveitinni sinni og ákvað því að verða bóndi. Björgvin vann á búi foreldra sinna og bjó sig þar undir Hfsstarfið. Að Hellum kom til dvalar ung og glæsi- leg stúlka Jarþrúður Pétursdóttir frá Högnastöðum við Reyðarfjörð. Þau Jarþrúður og Björgvin felldu hugi saman og gengu í hjónaband 28. nóvember 1922 og hófu þá búskap á Hellum í félagi við Vilhjálmínu og Magnús, en fljótlega sá Bjorgvin að of þröngt yrði um þá báða á Hellum og fór því að leita sér að öðru jarðnæði. Hann keypti þá jörðina Voðmúla- staða-Suðurhjáleigu í Austur-Land- eyjum og þangað fluttu þau hjónin vorið 1923. Björgvini líkaði ekki nafnið á jörðinni og fékk því breytt og nefndi Bólstað. Þetta varð til þess að Landeyingar fóru að breyta nöfn- um á jörðum sínum, sem óeðlilega margar hétu hjáleigur. Björgvini hefur varla verið það sársaukalaust að skilja við æskustöðvarnar, en honum fannst að hann ætti frekar að víkja þar sem systir hans var orðin Ijósmóðir sveitarinnar. Það var góð sending, sem Austur- Landeyingar fengu er þau hjón fluttu í sveitina. Þar áttu þau eftir að dvelja í 26 ár og lífga uppá samfé- lagið. Þeim búnaðist vel, Björgvin var bóndi af líf og sál og húsfreyjan lærð saumakona afburða vel verki farin. Björgvin og Jarþrúður eignuðust 9 börn, öll hafa þau reynst góðum kostum búin, vel gefin og traustir þjóðfélagsþegnar, hvar sem þau hafa tekið sér stöðu á lífsbrautinni. Eina stúlku eignaðist Jarþrúður áður en hún kynntist Björgvini, Aðalheiði Kjartansdóttur, sem lengi hefur búið á Svanavatni í Landeyjum, mikil ágætis kona og var mjög kært með þeim Björgvini og henni. Það var gott að koma að Bólstað, þar var oft glatt á hjalla, húsbóndinn spilaði á orgelið og börnin og konan sungu með því músík og söngur var þeim öllum í blóð borin. Björgvin var kirkjuspilari í Kross- kirkju og söngstjóri um fjölda ára eða lengst af þeim tíma er hann bjó í Landeyjum. Þó oft væri glatt á hjalla í Bólstað kom sorgin þar við eins og víða, 2 börn þeirra hjóna létust á Bólstað tveggja ára drengur, þriðja barn þeirra hjóna og síðar sextán ára stúlka. Um fertugs aldur fer Jarþrúð- ur að þjást af liðagigt er varð henni svo þung í skauti að þau hjón urðu að bregða búi ogfluttu til Reykjavík- ur vorið 1949. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir jafn rótgróinn bónda og Björgvin var að þurfa að yfirgefa jörð sína og hjörð og flytja til Reykjavíkur, en aldrei heyrði ég hann tala um það. Það var ekki vani hans að kvarta um sín kjör. Þegar til Reykjavíkur kom fékk Björgvin vinnu hjá Mjólkursamsöl- \unni og þar starfaði hann, þar til hann varð að hætta fyrir aldurssakir 74 ára, en þá með góðan starfsþrótt. Ég held að Björgvin hafi unað hag sínum vel hjá Mjólkursamsölunni, þar var hann í nokkrum tengslum við bændur og ekki hefur fyrirtækið verði svikið af handtökum hans og trúmennsku. Þegar Björgvin flutti til Reykja- víkur keypti hann nýbyggt hús á Hjallavegi 23 þar var lítið ræktuð lóð og engin trjáplanta. Björgvin tók nú til við að rækta garðinn sinn í Reykjavík og nú er þar mikið af stórum og fallegum trjám er skýla húsinu og fegra umhverfið. Þegar Björgvin flutti til Reykja- víkur hafði hann með sér 2 gæðinga því alltaf hafði hann átt góða hesta, hann vildi ekki alveg yfirgefa þessa vini sína og reisti þeim fljótlega lítið hús á lóðinni hjá sér, þar sem átti að standa bílskúr. Nú allra síðustu ár hefur þetta litla hús, sem áður Pétur Siqfússon Sumir kvedja og síðan ekki söguna meir. Aðrir með söng, sem aldrei deyr. Alftagerði Þ.V. Sundurdrætti fjárins í Stafnsrétt var lokið. Við vorum á leið út Svartárdalinn með safnið frá Eyhild- arholti. Enn var naumast farið að bregða birtu. Djúp haustkyrrðin hvíldi yfir dalnum. A árbakkanum, skammt neðan við götuna, sem féð rann eftir, voru tveir menn. Þeir voru á leið út dalinn en höfðu stigið þarna af bakið og héldu í hesta sína. Er mig bar á móts við þá kölluðu þeir í mig og spurðu hvort ég gæti ekki sfaldrað við stundarkorn við hjá þeim. Jú, ég gat það raunar, vék hestinum úr götunni og reið til þeirra ofanað ánni. Hvorugan þekkti ég með nafni. En ég hafði séð þá báða við réttina. Og ég mundi, að þeir höfðu reynst liðtækir við sönginn inni í veitinga- tjaldi kvenfélagsins. - Nú tökum við lagið, sagði annar þeirra, - við fáum ekki betri sönghöll en Svartárdalinn. Ég féll fyrir freist- ingunni - hvað annað - og þarna sungum við saman þríraddað nokkur lög við undirleik árinnar. Svo kvödd- umst við með fyrirheitum um að finnast aftur við Stafnsrétt að hausti. Annar þessara söngfélaga var Pét- ur Sigfússon, síðar bóndi í Álfta- gerði í Skagafirði. Þarna á bökkum Svartárinnar hitti ég hann í fyrsta sinn. Það var mikil heiðríkja yfir þeim fundi. Og svo var það jafnan um samverustundir okkar Péturs þaðan í frá og þær voru, sem betur fór, margar um áratuga skeið. Hún hefur oft síðan leitað á hug- ann þessi gamla minning um söng- æfinguna í Svartárdalnum en aldrei með þvílíkum þunga sem nú, þegar Pétur hefur sungið sinn síðasta tón. Pétur Sigfússon var Húnvetningur en fluttist ungur austur yfir Vatns- skarð og til Skagafjarðar. Kvæntist Sigrúnu Ólafsdóttur bónda í Álfta- gerði og Arnfríðar konu hans, hóf búskap í sambýli við tengdaforeldra sína og síðar börn og tengdabörn og bjó þar til æviloka. Það var ekki mikill veraldarauður í búi þeirra Álftagerðishjóna, Ólafs og Arnfríðar. En gestagangur var þar mikill og gestrisni með eindæm- um. Árum saman var þar skilarétt sauðfjár. Þann dag komu þangað jafnan tugir manna. En enginn fékk að fara þaðan án þess að koma heim í baðstofuna eða litla Suðurhúsið og þiggja góðgjörðir. Inn á þetta heimili flutti nú Pétur og þar var hann svo sannarlega kominn heim. Og heimilisbragurinn breyttist ekki þó að ungu hjónin tækju við. Það var ekki hátt til lofts né vítt til veggja í gamla bænum í Álftagerði. Þar voru þó stundum saman komnir tugir manna samtímis. En gestrisni, glaðværð og hjartahlýja húsbænd- anna sá fyrir því, að enginn kenndi þrengsla. Pétur í Álftagerði var mikill rækt- unarmaður í öllum skilningi. Hann umskapaði jörð sína að ræktun og húsakosti. Hann var frábærlega nat- inn og nákvæmur búfjárhirðir enda bú hans mun arðsamara mörgum þeim, sem meiri voru að vöxtum. Hann var hestelskur og hestfær með afbrigðum svo að fáum hefi ég kynnst slíkum. Kom þar til næmi hans og glöggur skilningur á eðli hvers hests, sem hann hafði undir höndum. Hann vissi að sá einn, sem öðlast vináttu hestsins og traust, getur fengið hann til að leggja sig allan fram. Pétur var öllum mönnum yfirlætis- lausari en ávallt reiðubúinn til að leggja öllum góðum málum lið. Það kaus hann hins vegar ætíð að veita með þeim hætti, að sem minnst yrði eftir því tekið. Á einu sviði, sviði söngs og tónlist- ar komst hann þó ekki hjá því að vera veitt veruleg athygli. Hann var gæddur óvenjuríkri tónlistargáfu og ákaflega hugþekkri söngrödd. Tón- heyrn hans var hárnæm, smekkvísin óbrigðul. Raddsvið hans var með ólíkindum. Hann varáratugumsam- an ein styrkasta stoð Karlakórsins Heimis og einsöngvari með kórnum alla tíð. í kórnum gat hann átaka- og erfiðleikalaust sungið hvaða rödd sem var - og bætti þær allar. Sigrún kona Péturs, er mjög söngvin svo sem þau Álftagerðis- systkini öll. Börn þeirra sex, hafa öll erft raddgæðin í ríkum mæli. Þegar Pétur var jarðsunginn frá Víðimýr- arkirkju, við mikið fjölmenni, sungu synir hans yfir kistunni, ásamt félög- um úr Karlakórnum Heimi. Það var eftirminnileg kveðja og fögur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan við Pétur sungum saman á Svartárbakkanum. Sú stund var upp- hafið að langri og góðri samfylgd, sem nú er lokið. Söngvasvönunum heima hefur fækkað um einn. Magnús H. Gíslason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.