Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 20
Þjónusta í þína þágu $ SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig 1917 / 1987 ÁRA Lúsin lífseig og ergir grunnskólakennara Afar erfitt að kveða lús niður Á kennurum í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu má heyra að illa gangi að vinna á lús, sem ítrekað skýtur upp kollinum í einhverjum bekkjum á hverjum vetri. Endrum og eins stingur hún sér niður oftar en einu sinni í sama bekk. Fjölskylda þeirra barna sem lús fínnst á fær tilmæli frá hjúkrunarfræðingi skólans um að gangast undir afar einfalda meðferð til að losna við lúsina, en Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, segir að erfitt sé að eiga við vandamálið þegar fólk tekur ekki þátt í meðferðinni. Borgarlæknir segir að hlutfalls- lega fá tilfelli af lús finnist á ári, en lús- in sé ákaflega líf- seig. Ekki eru til tölur um hve mörg tilfelli hafa fundist á þessu námsári, en ný- lega var gerð skrá yfir fjölda tilvika námsárið 1985 til 1986. „Þetta er árlegt fyrirbæri,“ seg- ir Skúli G. Johnsen, borgarlækn- ir. „Lús er full- þroska skordýr en nit er egg þess. Hvarsem hún kem- ur upp veldur lúsin . miklum vanda. Lús i eða nit hefur fundist í 15 skólum af 28 grunnskólum á höfuðborg- arsvæðinu. En það eru alls ekki mörg tilfelli. Alls eru skráð 115 tilfelli á námsárinu 1985 til 1986 meðal milli 12 og 13 þúsund nemenda.“ Skúli segir að lúsatilfelli utan skóla heyri undir húð og kynsjúk- dómadeild, en í fyrra fundust þar fimm tilfelli höfuðlúsar hjá einum karlmanni og fjórum telpum. Flatlús og maurakláði er talsvert algengari. „Þegar lús er komin af stað er alltaf erfitt að kveða hana niður vegna þess að þeg- ar farið er yfir mál- ið í bekkjum þar sem koma upp svona vandamál er þeim sem lús hefur fundist hjá gert að fara heim með leiðbeiningar til annar- ra fjölskyldumeðlima. f þeim er öllu heimilisfólki ráðlagt að fara í meðferð. Það er afar einfalt mál og frá því skýrt í leiðbeiningun- um. En ef þeim er ekki hlýtt kemur lúsin upp aftur. Oft á hún þá upptök sín á sömu heimilum. “ Skúli sagði að ká.VY þegar heimili van- rækti að sinna ráð- leggingum hjúkr- unarfræðinga yrði lítið að gert. „Það er mjög erfitt að taka á slíku. Borgarlæknir sagði hjúkrunar- fræðinga búa yfir ákaflega virkum lyfjum gegn lús, en þau dygðu að sjálf- sögðu ekki til ef fólk fengist ekki til að taka þau. Nauðsynlegt er að hver sá sem hefur grun um að hafa fengið lús leiti til læknis sem fyrst, enda smitast hún á milli manna. þj KHMaHHe. Ungfrú heimur valin í gærkvöldi: Anna Margrét í þriðja sæti Annar hinna tveggja nýju báta í Reykjavíkurhöfn í gær. Tímamynd: Brein Jötunn og Haki aðstoða Magna Reykjavíkurhöfn hefur fest kaup á tveimur nýjum bátum til að leysa af hólmi þá Jötun og Haka, en Magni stærsti báturinn til þessa mun áfram þjóna sínu hlutverki. Nýju bátarnir bera sömu nöfn þ.e. Jötunn og Haki og voru keyptir notaðir frá skipasmíðastöðinni í Damen í Hollandi. Bátarnir eru 16 metra langir og 4,9 metra breiðir. Togkraftur þeirra hefur mælst yfir 10 tonn og eru þeir búnir 365 hestafla vélum, sem tryggir mjög góða stjórnhæfni þegar skip eru aðstoðuð. Ákveðið hefur verið að búa bát- ana til eld- og mengunarvarna. I annan bátinn hefur verið sett eld- varnakerfi sem er vél og dæla og getur dælt um 4000 lítrum á mínútu. Á hinn bátinn hefur verið settur mengunarvarnarbúnaður sem er dæla og bómur til á dreifa olíueyð- ingarefni á olíuflekki. BD Anna Margrét Jónsdóttir Ungfrú fsland náði þeim ágæta árangri í gærkvöldi að skipa sér í þriðja sæti keppninnar Ungfrú heimur 1987, aðeins tveimur árum eftir að Hófí Karlsdóttir varð Ungfrú heimur. Alls tóku þátt í keppninni stúlkur frá 78 þjóðlönd- um. Það var hinsvegar ungfrú Austurríki, Ulla Weigerstorger, sem hreppti hinn eftirsótta titil, Ungfrú heimur. í öðru sæti varð ungfrú Venesúela. í fjórða til sjötta sæti urðu: Ungfrú Pólland, Ungfrú Argentína og Ungfrú Kolombía. Sérstaka athygli vakti að þegar tólf stúlkur voru eftir var Anna Margrét okkar stigahæst með 34 stig af 36 mögulegum. Valdar voru heimsálfudrottning- ar. Ungfrú Nígería var valin Ungfrú Afríka. Ungfrú Venesúela var valin Ungfrú Ameríka. Ungfrú HongKong var valin Ungfrú Asía Anna Margrét, okkar fulltrúi í Albert Hall í gær, var valin þriðja fegursta stúlkan í höllinni. og Ulla hin austurríska var einnig kjörin Ungfrú Evrópa. Ungfrú Guam var valin Ungfrú Eyjaálfa. - ES Sókn og sigrar Lokabindið komið út Þriðja og síðasta bindi Sóknar og sigra eftir Þórarin Þórarinsson er komið út. Er þar rakin saga Fram- sóknarflokksins og íslenskra stjórn- mála yfirleitt á árunum 1957-76. Fyrri hluti þess tímabils sem þriðja bindið spannar er kenndur við við- reisnarstjórnina og stjómarathafnir hennar en síðari hlutinn er oft nefnd- ur Framsóknaráratugurinn. Tímabil þetta var mjög viðburðaríkt í stjórn- málasögunni og varðar þar að sjálf- sögðu mestu að fiskveiðilögsagan var færð út úr 4 sjómílum í 200. Þessum árangri var náð í nokkrum áföngum og kostaði oft mikil átök og er saga útfærslunnar rakin ítarlega í bókinni. Ritverkið Sókn og sigrar spannar tímabilið frá 1916 til 1957. Höfundur segir í formála: Þegar ég lít til baka yfir þessa áratugi, finnst mér nafnið á riti mínu, Sókn og sigrar, vera réttnefni. Þar á ég ekki aðeins við þátt Framsóknarflokksins í stjórn- málasögunni. Þessi orð, sókn og sigrar, eru í raun táknræn fyrir alla þjóðarsöguna á þessu skeiði. Þórarinn Þórarinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.