Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 13. nóvember 1987 Títnirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Auglýsingaverð kr. 400 pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Fiskveiðistjórn er þjóðarnauðsyn Stjórnun fiskveiða er stöðugt deiluefni og er ekkert eðlilegra en svo sé. Útgerð og fiskvinnsla bera þjóðfélagið uppi og eru gífurlegir hagsmunir í húfi hvernig til tekst um aflabrögð, fiskvinnslu og sölu á erlendum mörkuðum. Þar ber fyrst og fremst að líta á hagsmuni þjóðarheildarinnar og síðan þeirra aðila sem draga fisk úr sjó, vinna hann og selja. í raun eru allir þessir hagsmunir samtvinnaðir. Þeim röddum fækkar sem mæla á móti allri fiskveiði- stjórn, enda sér hver heilvita maður hvert stefndi ef engar hömlur væru á fiskveiðum. En gagnrýnendur kvótans ganga stundum framhjá höfuðtilgangi hans í málflutningi sínum. Markmiðheildar- stjórnar fiskveiða er fyrst og síðast að vernda takmarkaða fiskistofna. Fiskurinn er ekki ótæmandi auðsuppspretta en endurnýjanleg. Viðhald stofnanna er því þjóðarnauð- syn og trygging fyrir áframhaldandi hagsæld. Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra, hefur kynnt frumvarp um stjórnun fiskveiða næstu fjögur ár. í megindráttum er það framhald þeirrar stefnu sem hann hefur mótað undanfarin ár í góðri samvinnu við Hafrann- sóknarstofnun og hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Þegar hefur verið fjallað um frumvarpsdrögin á aðal- fundi LÍÚ og eru samtök útgerðarmanna samþykk meginreglum þeirrar fiskveiðistefnu sem brátt verður lögð fyrir Alþingi. Sölusamband ísl. fiskframleiðenda hefur einnig lýst samþykki sínu með mótun stefnunnar. Gert er ráð fyrir að gildistími nýju laganna um stjórnun fiskveiða verði fjögur ár. S.l. fjögur ár, eða frá því núverandi kvótakerfi var tekið upp, hafa lögin verið endurnýjuð með nokkrum breytingum árlega. Það hefur valdið óvissu og erfitt hefur verið að skipuleggja fjárfest- ingar veiði og vinnslu og gera samninga um fisksölur langt fram ítímann. Sparnaðar- og hagræðingaráhrif kvótakerf- isins hafa því ekki komið fram nema að hluta til, eins og sjávarútvegsráðherra gat um í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ. Sérfræðingar hjá Háskólanum og hjá Þjóðhagsstofnun hafa lagt mat á áhrif kvótakerfisins að beiðni sjávarútvegs- ráðuneytisins. Niðurstaðan er sú að hagkvæmni í veiðum hafi aukist og útgerðarkostnaður minnkað á kvótaárunum miðað við veiðar á hverju tonni. Enn er hægt að auka hagkvæmnina með því að skipuleggja fiskveiðarnar lengra fram í tímann en gert hefur verið til þessa. Kvótakerfið hefur orðið til þess að sókn í áður vannýtta eða ónýtta fiskistofna hefur aukist til mikilla muna. Með því hefur fjölbreytni í útflutningi aukist og nýir markaðir opnast. Þarf ekki að fara orðum um hvílíkur búhnykkur það er fyrir útgerð og fiskvinnslu. Enn er fiskveiðiflotinn of stór og ávallt hefur verið farið fram úr þeim hámarksafla sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til varðandi veiðar á botnfiski. En með batnandi afkomu útgerðar og fjölbreyttari veiðum er þess að vænta að farið verði að ráðum fiskifræðinga um hámarksafla einstakra fiskistofna. Mismunun milli landshluta og sala á kvóta er og verður deiluefni hvernig svo sem að málum er staðið. Sama gildir um skömmtun á afla milli mismunandi veiðiskipa. Halldór Ásgrímsson hefur marglýst því yfir að kvótakerfið sé ekki fullkomið og þurfi sífelldrar endurskoðunar við, og að það verði aldrei svo úr garði gert að allir verði ánægðir með sinn hlut. En þjóðarheill krefst þess að ekki verði vikið frá heildarstjórn fiskveiða og að vöxtur og viðgangur helstu nytjastofnana á íslandsmiðum verði látinn ganga fyrir stundarhagsmunum einstakra aðila. Þegar til lengdar lætur fara saman þjóðarhagsmunir og afkoma þeirra sem fást við útgerð, sjómennsku og fiskvinnslu. GARRI llllliililllll! Treysti Steingrími ekki n Fruinhlaup Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra, er hann á dögunum veitti einum sex'fyrir- tækjum leyfi til að flytja út frystan fisk á Bandaríkjamarkað, heldur áfram að vera til uinræðu í blöðun- um. Eitt athyglisvert atriði kom þó fram i gær í pólitísku málgagni ráðherrans, Afþýðublaðinu. Þar er beruni' orðum viðurkennt að hann hafi gert þetta vegna þcss að hann hafi ekki reiknað með að Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra myndi veila slík leyfi eftir að þessi inál verða komin inn á hans borð. Með öðrum orðum að hann hafi ekki treyst Steingrími til að veita þessum fyrirtækjum lcyf- in. Nánar til tekið er þetta í greinar- korni sem reglubundið birtist á leiðarasíðu Alþýðublaðsins undir fyrirsögninni Önnur sjónarmið. Þar var í gær rakið nokkuð af því sem Morgunbiaðið og Tíminn hafa fjallað um þetta mál i leiðurum, og í lokin segir orðrétt: ’„Út af fyrír sig er náttúríega ekkert athugavert við þaðað spyrja sig þeirrar spurningar hvers vegna Jóni Sigurðssyni lá svona á að veita leyfin. Steingrímur hefur jú marg- lýst því yfír síðustu dagana að hann hafi verið búinn að hugsa sér að skoða þetta mál. Þgð skyldi þó aldrei vera að Jón Sigurðsson hafi þóst sjá fyrírniður- stöðuna af skoðun Steingríms?“ Merkileg yfirlýsing Hér er merkileg pólitísk yfirlýs- ing á ferðinni. Eins og menn vita hefur um langt skeið vcrið hafður sá liáttur á að láta tvö fyrirtæki, SH og SÍS, ein um að heyja samkeppni á freðfiskmarkaðnum vestra. Ekki hefur vcrið dregið í efa að raun- veruleg samkeppni hafi ríkt á milli þeirra, og engar raddir hafa heyrst sem borið hafí þeim á brýn samráð um verð sín á milli. Reynslan af þcssu fyrírkomulagi hefur í fáum orðum sagt veríð góð. Bæði fyrírtækin hafa lagt óhemju áhcrslu á vöruvöndun og vöru- gæði, og í krafti þess hefur báðum tekist að skila hingað heim góðu verði fyrir fískinn til frystihúsanna. Með óhemju tilkostnaði og mark- vissrí markaðssetningu hefur þeim tekist að byggja þama upp arðbær- an markað fyrir þessa mikilvægu útflutningsvöru okkar. Það er hins vegar hreinn barna- skapur, sem Alþýðublaðið heldur m.a. fram í þessari sömu grein og hér var vitnað til, að hér sé um að ræða „gamalgróið einokunarkerfi sem byggist á heliningaskiptum gömlu stóru flokkanna í íslenskum stjórnmálum“. Þvert á móti er hér um að ræða sölukerfi sem byggist á beinhörðum viðskiptasjónarmið- um og hefur ekkert með pólitík að gera. Óvanur maður Jón Sigurðsson er nýr á vett vangi stjórnmálanna og hefur ekki enn sem konúð er mikla rcynslu á þeim vettvangi. Svo er að sjá að í þessu máli hafi hann ekki gætt þess að með ákvörðun sinni var hann að hreyfa við kerfi sem góð rcynsla er komin á og hefur skilað ágætum hagnaði í þjóðarbúið. Með því að hleypa fleiri aðilum inn í þessi viðskipti cr verið að skapa hættu á því að gæðaslys gcti átt sér stað, með tilheyrandi hættu á verðlækk- un og fjárhagstapi fyrir þjóðarbú- ið. Eins og Garri hefur rakið áður er líka viðbúið að þetta fyrirkomu- lag geti kostað ríkið töluverða peninga í auknu gæðaeftirliti ef það fær að grassera áfram óheft. Meðan Jón Sigurðsson er óvanur maður er Stcingrímur Hermanns- son hins vegar þrautrcyndur á vettvangi stjórnmálanna. Þess vegna er það rétt hjá pólitísku málgagni Jóns Sigurðssonur að trúlegt má tclja að Steingrímur hefði vegið og metið þessar um- sóknir um útflutningsieyfi til Bandaríkjanna með meiri hliðsjón af heildarhagsmunum ísiensku þjóðarínnar heldur cn Jón gerði. Garri leyfir sér að reikna með að Steingrímur niyndi hafa skoðað það betur en Jón gerði hvað líklcgt væri að slíkar leyfísveitingar myndu kosta íslenska þjóðarbúið mikla peninga, í útlögðum kostn- aði eða í glötuðum sölutekjum af freðfiski. Þess vegna telur Garri að þessi yfirlýsing Alþýðublaðsins um að Jón hafi ekki treyst Steingrími til að veita leyfin umyrðalaust beri vott um póiitískt reynsluleysi hans. Það fer ekki á milli mála að hér hefur Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hlaupið á sig JHIvað svo sem Alþýðublaðið kýs að mala um helmingaskipti þá breytir það ekki staðreyndum viðskiptalífsins. Jón hefði betur beðið og treyst Stcin- grínii. . Garn. VÍTT OG BREITT |||||||!|||||||||| llllllllllllllllll Sannir Reykvíkingar og innflytjendur Þá sér Reykjavíkuríhaldið sína sæng út breidda. Albert Borgara- flokksformaður upplýsti í Tíman- um í gær að Davíð Oddsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í höf- uðborginni væri fæddur á einhverri Stokkseyrinni eða Eyrarbakkan- um. Albert er aftur á móti borinn og barnfæddur í miðbænum og þekkir enginn vandamál Reykvík- inga betur en hann og þær þarfir sem fátækt fólk hefur, að eigin sögn. Það hlýtur að vera sönnum Reykvíkingum gleðiefni að sá inn- fæddi hefur ákveðið að bjóða sig fram á móti aðskotadýrinu og taka að sér stjórn borgarinnar með trompi. Tilefni viðtalsins við Albert er þingsályktunartillaga sem hann hefur lagt fram ásamt öðrum, um að lífríki Tjarnarinnar verði rann- sakað af vísindalegri nákvæmni áður en Davíð hlussar ráðhúsi ofan í hana. Sem að líkum lætur hefur maður, sem fæddur er fyrir austan fjall, ekkert vit á pöddu- og fugla- lífi Tjarnarinnar eða tilfinningu fyrir náttúrlegri fegurð bílastæðis- ins sem prýðir norð-vesturbakka hennar. Fuglar himinsins og pöddur Tjarnarinnar En þótt fuglar himinsins og pöddur Tjarnarinnar hafi sigur yfir ráðhúsi Davíðs mun Albert og flokkur hans bjóða fram eigi að síður, enda á sannur Reykvíkingur fleiri erindi við borgarbúa en það eitt að vernda fugla og pöddur fyrir þeim. „Borgaraflokkurinn býður fram í sveitarstjórnarkosningunum hvernig sem þetta ráðhúsmál fer. “ Albert: Sannur Reykvíking- andskotafylkingum hlýtur að vega þungt að annar er sannur Reykvík- ingur og fæddur í sjónmáli við Esjuna en hinn leit fyrst dagsins ljós á flatneskjunni fyrir austan. Lífkeðjan Davíð: Inn- flytjandi. Blaðamaður vill fá að vita hver muni leiða Boraraflokkinn til sig- urs yfir Reykjavíkuríhaldinu og er viðmælandinn ekki í vafa. „Þau áhugamál mín sem snerta fólkið í borginni og vandamál þess verða ekki leidd betur af öðrum en mér og á meðan ég hef krafta og vilja til að starfa fyrir fólkið í borginni þá geri ég það.“ Geta má nærri að það verður handagangur í öskjunni þegar borgarstjóraefnin takast á í næstu kosningum. Annar er sannur Reykvíkingur en hinn bara fæddur fyrir austan og innflytjandi á torf- una sem hann er að burðast við að stjórna. Báðir vilja ráðhús, en ekki á sama staðnum. Báðir hafa mikla reynslu í borgarmálefnum og þegar þeirra naut beggja við stilltu þeir saman hugi sína til að verða Reykjavíkuríhaldinu til þess sóma sem af þeim var frekast krafist. Þegar að því kemur að kapparnir fara að nálgast hver annan úr Þegar það nú er að verða mál málanna að passa lífríki Tjarnar- innar fyrir íhaldsmeirihlutanum er það gleðiefni að háttvirt Alþingi hefur látið málið til sín taka. Vonandi verður lífríkið kannað ofan í kjölinn og merkar skýrslur skrifaðar um þær merkilegu lífver- ur sem þar þrífast og stendur ógn af ef bílastæði verður lagt niður og hús byggt á því. í Tjörnina liggja klóök úr há- menningarhverfum landsins. Sú til- högun stuðlar mjög að varðveislu lífríkisins og verður fróðlegt að fá í skýrslur hvílíkt grómagn berst í perlu borgarinnar með þeim hætti. Tjörnin er með eindæmum gróður- sæl og lífkeðjan blómstrar þar óslitin. Þegar það liggur vísindalega fyr- ir að ráðhús á bílastæðinu muni steindrepa allt lífríki Tjarnarinnar, væri gaman að fá vitneskju um, svona í framhjáhlaupi, hvort lífrík- ið sæla mundi ekki bíða óbætanleg- an hnekki af ef frárennslinu. sem nú fer í Tjörnina, verður beint í annan farveg. Um þetta og sitthvað fleira verð- ur tekist á um í næstu borgarstjórn- arkosningum, en uppstillinga- nefndir flokkanna munu eftir síð- ustu uppljóstranir athuga vandlega hvort frambjóðendur eru innfædd- ir Reykvíkingar, eða bara úr ein- hverjum ómerkilegum plássum úti á landi. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.