Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 16
Félag framsóknarkvenna í Reykjavík
Fundur að Nóatúni 21, mánudaginn 16. nóvember kl. 20.30.
Gestir fundarins verða:
Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður, Sigrún Magnúsdóttir
borgarfulltrúi, Alfreð Þorsteinsson formaður FR, Hallur Magnússon
formaður FUF, Finnur Ingólfsson formaður fulltrúaráðsins.
Mætið vel.
Stjórnln.
Miðstjórnarfundur SUF
Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald-
inn í Reykjavík laugardaginn 28. nóv. n.k.
Dagskrá nánar auglýst síðar.
Stjórnln.
Umhverfismál
Samband ungra framsóknarmanna boðar til umræðufundar um
umhverfismál, í Nóatúni 21. þriðjudaginn 17. nóv. 1987 kl. 20.00.
Framsögumaður verður Hermann Sveinbjörnsson aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra.
Stjórnin.
Hafnfirðingar
Opið hús að Hverfisgötu 25, mánudaginn 16. nóvember kl. 20.30.
Dagskrá:
Starfið framundan - Bæjarmálin - Önnur mál - Kaffiveitingar
Stjórn Fulltrúaráðsins
Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi er opin að Hamraborg 5, Kópavogi kl. 17-19 alla virka daga og kl. 17-21 á þriðjudögum. Slmi 43222. Stjórnin.
Kópavogur Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna verður haldinn að Hamraborg 5, mánudaginn 16. nóv. n.k. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins: Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og trygg- inga-málaráðherra. Fulltrúar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Stjórnln. SfesnMÉiL .
Kópavogsbúar Skrifstofa Framsóknarfélaganna, Hamraborg 5, 3. hæð er opin alla virka daga kl. 10-12, sími 41590. Opið hús alla miðvikudaga kl. 17-19. Starfsmaður: Einar Bollason Tökum höndum saman og hefjum öflugt vetrarstar Heitt á könnunni. Fra f. msóknarfélögir I.
r
Kjördæmisþing í Reykjanesi
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður hald-
ið sunnudaginn 29. nóv. 1987 kl. 10 að Garðaholti í Garðabæ.
Stjórnin.
Suðurland
Skrifstofa Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna á Suðurlandi,
Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.
13-17 sími 2547.
Heimaslmi starfsmanns er 6388.
Framsóknarmenn eru hvattir til að líta inn eða hafa samband.
Happdrætti Suðurlandi
Drætti í skyndihappdrætti kjördæmissambands Framsóknarfélag-
anna á Suðurlandi hefur verið frestað til 17. nóvember n.k.
Upplýsingar i síma 99-2547 og 99-6388.
Föstudagur 13. nóvember 1987
lllllllllllllllllllllll nnRRrtn
Agústa Ágústsdóttir sópransöngkona
Tónleikar í íslensku óperunni
Agústa Ágústsdóttir sópransöngkona
og Agnes Löve píanóleikari halda söng-
skemmtun í fslensku óperunni á morgun,
laugardaginn 14. nóvember kl. 14:00.
Tónleikarnir eru í röð hljómleika á
vegum Styrktarfélags íslensku óperunn-
ar. Á efnisskránni eru óperu-aríur:
Draumur Elsu úr óperunni Lohengrin og
Ballaða Zentu úr óperunni Hollendingur-
inn fljúgandi eftir Richard Wagner. Þá
flytja þær Aríu Súsönnu úr Brúðkaupi
Fígarós eftir Mozart, Aríur Líú úr óper-
unni Turandót eftir Puccini og Casta Diva
úr óperunni Normu eftir Bellini. Auk
þess verða á efnisskránni íslensk sönglög
eftir Sigfús Einarsson, Skúla Halldórsson,
dr. Hallgrím Helgason, Eyþór Stef-
ánsson, Árna Björnsson, Karl O. Run-
ólfsson, Þórarin Guðmundsson og Ragn-
ar H. Ragnar.
Miðaverð er kr. 400 kr. Afsláttur
(25%) er veittur styrktarfélögum íslensku
óperunnar, ellilífeyrisþegum og náms-
mönnum.
Helgina 14. og 15. nóvember verða
haldnir tvennir tónleikar í Norræna hús-
inu, þar sem leikin verða verk eftir
Hafliða Hailgrímsson tónskáld, en hann
hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
síðastliðið vor. í tengslum við tónleikana
verður sett upp í anddyri hússins sýning á
nótum, efnisskrám o.fl. sem snertir feril
Hafliða sem tónskáld og sellóleikara.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17:30 á
laugardaginn, strax og sýningin hefur
verið opnuð. Þar leikur Halldór Haralds-
son tvö píanóverk eftir Hafliða, en á milli
þeirra spjallar Hafliði um tónskáldaferil
sinn.
Seinni tónleikarnir verða kl. 20:30 á
sunnudagskvöld, og eru þeir stærri í
sniðum. Þar koma fram Pétur Jónasson
gítarleikari, Kolbeinn Bjarnason flautu-
leikari, Halldór Haraldsson píanóleikari
og Hafliði sjálfur leikur á selló. Ennfrem-
ur syngur Hamrahlíðarkórinn undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur nýtt verk,
sem Hafliði hefur skrifað fyrir kórinn, og
loks leikur Kammersveit Reykjavíkur
undir stjórn Hafliða ásamt Laufeyju Sig-
urðardóttur, sem leikur á fiðlu og Richard
I. Talkowsky, sem leikur á selló.
Hafnarfjarðarkirkja:
Fræðsluerindi um myndlist og
trú
Dr. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur
Reynivöllum í Kjós flytur fræðsluerindi
um myndlist og trú í Hafnarfjarðarkirkju
og sýnir litskyggnur af listaverkum næstu
tvo laugardaga 14. og21. nóvember 1987
og hefjast erindin kl. 10.30
í framhaldi af erindaflutningnum verð-
ur boðið upp á kaffi og umræður í
Dvergasteini og stefnt að því að öllu sé
lokið fyrir hádegi.
Gunnar Ingason, sóknarprestur
Neskirkja -
félagsstarf aidraðra
Samverustund verður á morgun, laug-
ardag 15. nóv. kl. 15:00, í safnaðarheimili
kirkjunnar. Heimsókn úr Garðabæ.
Hádegisverðarfundur
Hins íslenska sjóréttarfélags
Hið íslenska sjóréttarfélag gengst fyrir
hádegisverðarfundi í Leifsbúð á Hótel
Loftleiðum í dag, föstud. 13. nóv. Id.
12:00. (kalt borð).
Fundarefni: Haraldur Blöndal hrl. flyt-
ur erindi er hann nefnir “Rannsóknar-
nefnd sjóslysa og starfsemi hennar".
Að erindinu loknu er gert ráð fyrir
fyrirspurnum og umræðum.
„Fundurinn er öllum opinn og eru
félagsmenn og aðrir áhugamenn um
sjórétt, sjóvátryggingarétt og siglinga-
málefni hvattir til að mæta,“ segir í
fréttatilkynningu frá Hinu íslenska sjó-
réttarfélagi.
Kökubasar í Blómavali
Harmonikufélag Reykjavíkur
heldur kökubasar í Blómavali við Sigtún
á morgun, laugardaginn 14. nóvember kl.
10:00 f.h. og fram eftir degi. Dynjandi
harmonikumúsík allan
daginn !
Basar Kvenfélags
Háteigssóknar
Kvenfélag Háteigssóknar heldur basar
laugardaginn 14. nóvember kl. 13:00 í
Tónabæ. Á boðstólum verða handunnir
munir, prjónadót, kökur. jólapappír og
kort.
Tekið verður á móti basarmunum í
kirkjunni á milli kl. 17:00-19:00 á föstu-
daginn, og í Tónabæ á laugardaginn kl.
10:00-12:00.
Allur ágóði rennur í altaristöflusjóð.
Basarnefndin
Hlutavelta og flóamarkaður
Á morgun, laugardaginn 14. nóv. kl.
14:00 verður hlutavelta og flóamarkaður
í Hljómskálanum.
Lúðrasveitakonur
Basar Verkakvenna-
félagsins Framsóknar
Verkakvennafélagið Framsókn minnir
félagskonur sínar á basarinn, sem verður
á laugard. 14. nóv. kl. 14:00 í húsi
félagsins Skipholti 50 A. Basarnefndin
Ganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Frístunda-
hópsins Hana nú í Kópavogi verður á
morgun, laugard. 14. nóv..
Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl.
10:00. „Góður félagsskapur. Hlýr fatnað-
ur. Samvera, súrefni, hreyftng. Nýlagað
molakaffi. Allir velkomnir," segir í frétta-
tilkynningu frístundahópnum Hana nú.
Vatnslitamynd frá 1985 eftir Jónas
Guðmundsson
Jólakort eftir
Jónas Guðmundsson,
rithöfund og listmálara
Árið 1985 málaði Jónas Guðmundsson,
rithöfundur og listmálari, vatnslitamynd-
ina „Skip“. Nú hafa verið gerð kort eftir
þessari mynd. Kortin eru hugsuð sem
jóla- og/eða gjafakort. Tvær stærðir eru á
kortunum; það minna kostar 30 kr. með
umslagi en 50 kr. það stærra.
Hægt er að panta kortin í síma 99-3448,
og best er að hafa samband sem fyrst.
Kortin eru prentuð í PÁV - Prentsmiðju
Árna Valdemarssonar hf.
Margrét Jónsdóttir
Keramiksýning í
Gallerí List, Skipholti 50B
Á morgun, laugardaginn 14. nóvemb-
er, verður opnuð sýning á keramikmun-
um Margrétar Jónsdóttur í Gallerí List
að Skipholti 50B.
Margrét stundaði nám í Kunsthand-
værkerskolen í Kolding í Danmörku á
árunum 1980-’84. Frá árinu 1985 hefur
hún starfrækt verkstæði á Akureyri. Allir
munirnir á sýningunni eru brenndir í
Raku-brennslu, sem er ævaforn aðferð og
er talin komin frá Kóreu.
Margrét hefur tekið þátt í nokkrum
samsýningum hér á landi og f Danmörku.
Sýningin verður opin kl. 10:00-18:00
alla daga nema sunnudaga kl. 14:00-18:00
og lýkur 22. nóvember.
Glugginn á Akureyri:
Sýning Hafsteins Austmann og
Kristins G. Harðarsonar
Á morgun, 14. nóvember kl. 14:00,
opnar Glugginn, Glerárgötu 34 á Akur-
eyri, sýningu á verkum þeirra Hafsteins
Austmann og Kristins G. Harðarsonar.
Kristinn G. Harðarson er fæddur 1955
í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr Mynd-
lista- og handíðaskólanum 1977 og stund-
aði síðan framhaldsnám í Haag. Kristinn
hefur fengist við margs konar störf með-
fram myndlistinni. Hann hefur oft sýnt í
Reykjavík og víða erlendis. Hann hefur
áður sýnt skúlptúr á Akureyri, en nú sýnir
hann tæplega 50 myndir, þar sem hann
beitir ýmsum aðferðum en þó mest
olíupastel og gvassi.
Hafsteinn Austmann fæddist 1934 í
Vopnafirði, nam myndlist í Reykjavík,
París og víðar. Fyrstu einkasýningu sína
hélt hann í Listamannaskálanum 1956.
Hafsteinn sýnir nú bæði olíumálverk og
vatnslitamyndir. Hann kynntist abstrakt-
inu snemma og stendur þar föstum fótum
svo sem sjá má á þessari sýningu.
Sem fyrr segir verður sýningin opnuð
laugardaginn 14. nóvember kl. 14:00 og
stendur til sunnudagsins 22. nóvember.
Glugginn er opinn daglega kl. 14:00-
20:00, en Iokað er á mánudögum.
Ámoksturstæki
Vil kaupa ámoksturstæki í IH.B. 414. Upplýsingar
í síma 93-51283.
Framsóknarkonur í
Reykjavík
Hittumst í Skipholti 21, (Hótel Hof) laug-
ardaginn 14. nóv. kl. 10.00 f.h. og bökum
okkar vinsæla laufabrauð fyrir basarinn.
Hafið með ykkur áhöld. Mætið vel.
Stjórnln.
Árnesingar
Lokaumferð hinnar árlegu framsóknarvistar Framsóknarfélags Árnes-
sýslu verður föstudaginn 13. nóvember kl. 21, að Flúðum.
Ávarp kvöldsins flytur:
Ólaffa Ingólfsdóttir formaður Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu.
Aðalvinningur er ferðavinningur frá Samvinnuferðum-Landsýn.
Heildarverðmæti vinninga er kr. 75.000,-
Allir velkomnir.
Stjórnln.
Rangæingar
Spilum félagsvist á Hvoli sunnudaginn 15. nóv. kl. 21.00. Góð
verðlaun.
Framsóknarfélag Rangælnga