Tíminn - 03.12.1987, Side 3

Tíminn - 03.12.1987, Side 3
Fimmtudagur 3. desember 1987 Tíminn 3' Yfirlit um meðaltekjur fyrirtækja 1986: Launin í Pylsuvagninum svipuð og í Háskólanum Af yfirliti um meðalárslaun í einstökum fyrirtækjum og starfs- greinum árið 1986 virðist vandráð- ið hvort/hvaða hæfileikar, mennt- un eða aðrir kostir það eru sem mestu ráða um launagreiðslur á fslandi. Þannig kemur t.d. í ljós að Háskóli íslands og Kassagerðin borguðu starfsmönnum sínum að segja má nákvæmlega sömu með- allaun í fyrra - og raunar má bæta þar við Utgerðarfélagi Akureyrar og Stálvík. Meðallaun í öllum þessum fyrirtækjum voru í kring- um 58 þús. kr. að meðaltali á mánuði. Segja má að starfsmenn Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, Mjólkurbús Flóamanna, Pylsu- vagnsins hafi einnig verið með mjög svipuð mánaðarlaun og í Háskólanum og Kassagerðinni. Starfslið Verslunarskólans og Dagblaðsins náðu hins vegar ekki alveg meðallaunum í Pylsuvagnin- um og Ölgerðinni. Heldur fyrir neðan kom svo starfsfólk á Ríkis- spítölunum sem hefur fengið nær sömu upphæð í launaumslaginu og starfsmenn í Kóka-kóla verksmiðj- unni (Vífilfelli). Kóka- kóla hafði þó aðeins vinninginn yfir (listina) Leikfélag Reykjavíkur. Leikfélag- ið var hins vegar aðeins ofanvið starfsmenn Framkvæmdastofnun- ar, sem aftur á móti voru nær hnífjafnir starfsmönnum Álafoss hf. (Kannski gott dæmi um sam- ræmi í launum húsbænda og hjúa á Fróni). í raun má segja að meðallaun allra þessara, mjögsvo ólíku, fyrir- tækja og stofnana hafi verið ákaf- lega svipuð, eða á bilinu 616-696 þús. krónur á árinu 1986, þ.e. frá 51.300-58 þús. kr. að meðalatali á mánuði. Launatölur þær sem hér er vitn- að til koma fram í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar, þar sem víð- tækar upplýsingar er að finna um hundruð íslenskra fyrirtækja, svo sem um veltu þeirra, hagnað, starfsmannafjölda og launagreiðsl- ur og fleira. Meðallaunin eru fund- in með því að deila unnum ársverk- um í fyrirtækjunum upp í beinar launagreiðslur þeirra. Mun meiri launamunur kemur vissulega þarna fram heidur en hér að framan er lýst - en í fljótu bragði virðist sem 600-700 þús. kr. á ársverk gætu kallast góð miðl- ungslaun 1986 ef útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki eru ekki talin með en þau eru mörg langt fyrir ofan þetta. - HEl Garðbæingar geta andað léttar: Malbikunar- stöð mengar ekki framar Á undanförnum árum hefur staðið mikill styr um rekstur malbikunar- stöðvar Hvammsvíkur hf. í Garð- abæ. Hafa íbúar Garðabæjar marg- sinnis orðið fyrir ónæði og óþægind- um vegna mengunar, sem stafar af framleiðslu fyrirtækisins á malbiki. Samningur fyrirtækisins um afnot af lóð í Garðabæ rann út 1. desember og hafa bæjaryfirvöld og fulltrúar Hvammsvíkur hf. komist að sam- komulagi um að fyrirtækið fái áfram- haldandi afnot af lóðinni í Smára- hvammslandi og að framleiða mal- bik til 15. desember nk. Síðarverður hvorki framleitt malbik né olíumöl í Garðabæ, enda á slík framleiðsla ekki erindi í íbúðahverfi. Fyrirtækið mun tína saman föggur sínar og flytja stöðina á brott fyrir 30. mars 1988. Standi Hvammsvík hf. við það, munu bæjaryfirvöld taka til athugunar að ganga til samn- inga um afnot fyrirtækisins af 5000 m* af lóðinni til desembermánaðar á næsta ári. í lok næsta árs er búist við að olíustöðin verði endanlega horfin. Þj Fjöldamargar blaðagreinar og fréttir hafa birst um „ónýtu“ bílana úr Drammenfirði. Þeir teljast ekki nógu góðir fyrir Norðmenn. Nú eru þeir fluttir inn til íslands og seldir sem „útsöluvarningur“ til manna sem vita um sögu þeirra. Deilur um innflutning á saltvatnsskemmdum bílum: Fluttir úr norskum Frumvarp á Alþingi: Lögvernd fóstra Finnur Ingólfsson (F.Rv.) mælti í gær fyrir lagafrumvarpi, sem hefur það markmið að koma á lögverndun á starfsheiti og starfs- réttindum fóstra. í framsöguræðunni kom fram að á undanfömum árum hafa margar starfstéttir í þjónustu hins opinbera fengið lögverndun á starfsheitum sfnum og starfsréttindum. Minnti Finnur á að kennarastarfið hefði öðlast lögvemdun á síðasta ári. Þessi störf, kennarastarfið og fós- trustarfið, væru um margt mjög skyld. Báðar stéttirnar gegndu afar mikilvægu uppeldishlutverki í þjóðfélaginu. Meginmarkmiðið með starfsemi dagvistarheimila er að gefa börn- um kost á að njóta handleiðslu sérmenntaðs fólks í uppeldismál- um og búa þeim uppeldisskilyrði sem efla persónulegan og félagsleg- an þroska þeirra. Uppeldisstörf á dagvistarheimil- um væru í reynd falin forsjá fóstra og treyst á menntun þeirra. Þetta væri viss viðurkenning á fóstru- menntun og fóstrustéttinni. Hins vegar hefði fóstrunám ekki verið eftirsóknarvert og skortur verið á menntuðum fóstrum. Finnur Ingólfsson. Ein ástæða þessarar vöntunar á fóstrum væri eflaust að starfsheitið nyti ekki lögverndar. Breytingar þær í þjóðfélaginu sem fælust í hraðvaxandi atvinnuþátttöku kvenna leiddu til aukins mikilvægis dagvistarheimila í uppeldi barna. Það er því nauðsynlegt að foreldrar geti treyst því að þau láti börn sín í hendurnar á vel menntuðu og hæfu fólki á dagvistarheimilunum, sem hefðu fullkomin réttindi til starfans. Engar umræður urðu um málið og athygli vakti að engar konur kvöddu sér hljóðs um það. ÞÆÓ firði til íslands Til fslands er verið að flytja jap- anskar bifreiðar frá Drammen í Noregi, sem innflytjendur þar treysta sér ekki til að markaðssetja vegna þess að flóðbylgja flæddi yfir þá í óveðri í Noregi fyrir miðjan október. Ekki komi til greina að selja bílana í Noregi nema öruggt sé að þeir séu í fullkomnu lagi. Tjónið var metið á 192 milljónir íslenskra króna og ætlast til að bílarnir yrðu seldir í brotajárn. Sam- ið hafði verið um að þeir yrðu ekki seldir innan Skandínavíu, en til hennar telst ísland ekki. Jafnvel hefur verið rætt að selja bifreiðarnar til þróunarlanda, þar sem enga um- boðsmenn bifreiðanna er að finna. Óttast er að saltvatnið hafi ekki aðeins skemmt innréttingar, hurð- arspjöld og mottur, heldur geti kom- ið upp bilanir í rafkerfi, tölvubúnaði og hemlabúnaði, - jafnvel eftir að ábyrgð er útrunnin. Hjá Ingvari Helgasyni hf., sem flytur inn Subaru, fengust þær upp- lýsingar að þeir væru harðlega and- snúnir því að flytja þessa ónýtu bíla til landsins. Fréttir hefðu borist um að Subaru bílar, sem staðið höfðu í sjó í Drammenfirðinum, væru vænt- anlegir til landsins, en þeir koma ekki á vegum innflytjenda og fram- leiðendur hafa sagst gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að vatnskemmdar Subaru bif- reiðar yrðu fluttar til Islands. Þeir hafi áður haft samband við trygg- ingafélög í Noregi og farið fram á bílarnir yrðu ekki seldir úr landi. Hekla hf. hefur fest kaup á 354 bifreiðum af Mitsubishi gerð úr hópi bíla sem lentu í sjónum. Þeir bílar hafa verið seldir á hálfvirði starfs- mönnum fyrirtækisins, vinum og ættingjum, en ekki auglýstir á al- mennum markaði. Tveir starfsmenn Frá Magnúsi Magnússyni frétlarita Tímans í Borgarfirði: Kirkjukór Reykholtskirkju mun standa fyrir aðventukvöldi í Loga- landi nk. laugardag, 5. desember. Að sögn aðstandenda þessa fagnað- ar er þetta í áttunda sinn sem kórinn stendur fyrir slíku kvöldi, en Reyk- holtskirkja fagnaði 100 ára afmæli sínu í sumar og var þeirra tímamóta minnst við hátíðlega athöfn sl. sunnudag. Kirkjukórinn mun bjóða upp á Heklu hf. héldu utan til Noregs til að rannsaka bílana og komust að þeirri niðurstöðu að engin hætta væri á ferðum. Forsvarsmenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda eru mjög uggandi vegna þessa og telja óeðlilegt að bifreiðar séu samþykktar hér á göt- una sem ekki teljast nógu góðar i Noregi. Þótt Mitsubishi bílarnir hafi verið seldir starfsmönnum fyrir- tækisins Heklu hf. verji ekkert rétl kaupenda séu bílarnir endurseldir. Þj ijölbreytta dagskrá á aðventukvöld- inu. Auk þess sem Kirkjukór Reyk- holtskirkju mun syngja undir stjórn Bjarna Guðráðssonar, mun sr. Geir Waage flytja hugvekju, Pétur Andr- ésson les jólasögu, Teódóra Þor- steinsdóttir syngur einsöng, þær Val- gerður Benediktsdóttir og Steinunn Arnadóttir leika tvíleik á píanó. Aðventukvöldið hefst kl. 21 á laug- ardag og er eins og áður segir haldið i Logalandi. Aðventa í Logalandi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.