Tíminn - 03.12.1987, Page 10

Tíminn - 03.12.1987, Page 10
10 Tíminn Almenn umslög og röntgenumslög Tilboö óskast í almenn umslög og röntgenumslög fyrir Innkaupanefnd sjúkrastofnana og fleiri ríkisstofnanir. Tilboöin veröa opnuð föstudaginn 8.jan.1988 í viðurvist við6taddra bjóöenda. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Sjúkrahúsið í Húsavík sf. Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar óskast til starfa frá áramótum. Upplýsingar gefur hjúkrunar- forstjóri í síma 96-41333 t Faðir okkar Hákon Einarsson Víkurbraut 10, Vík i Mýrdal andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 1. desember Hrefna S. Hákonardóttir Magnús Hákonarson t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa Þorleifs Thorlacíus skipasmíðs Nýlendugötu 20 A, Reykjavík sem andaðist að Hrafnistu í Reykjavík þann 26. nóvember, fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 4. desember kl. 13.30. Ágústa Thorlacíus Birna Thorlacíus Gunnlaugur Gunnlaugsson Margrét Thorlacíus Ólafur Helgi Ólafsson Þórhildur Þorleifsdóttir BjörgThorlacíus ÓlöfThorlacíus T ryggvi T ryggvason Haraldur L. Haraldsson börn og barnabarnabörn Flokksstarf Framsóknarfólk um land allt athugið Hin geysi fallegu jólakort Landssambands framsóknarkvenna eru komin út. Sendum hvert á land sem er, hafið samband við Margréti á flokksskrifstofunni sími 91-24480, fyrir hádegi. L.F.K. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur almennan fund mánudaginn 7. desember kl. 20.30 að Sunnubraut 21. Alexander Stefánsson situr fyrir svörum. Allir velkomnir. Stjórnin. Fimmtudagur 3. desember 1987 AÐ UTAN 'lllllllll Oðru vísi menningarsamskipti Frakklands og Japans stolin listaverk úr frönskum söfnum stinga upp kollinum í Japan Menningarsamskipti Japans og Frakklands eru á ofurlítið öðrum nótum þessa dagana en endranær. Franskir leynilögreglumenn þykj- ast hafa rakið slóð 9 málverka impressjónista, sem stolið var úr Marmottan safninu í París fyrir tveim árum, til Japans og hafa nú látið í ljós ósk um að fá viðtal við áhrifamann í stórglæpamannahópi þar í landi en sá viðurkennir að hafa séð málverkin fyrir aðeins einu ári. Glæpamaðurinn Takayama er háttsettur í mikilsvirtu félagi á því •sviði, Tosei-Kai, sem hefur höf- uðstöðvar í Tokýó. Tosei-Kai er einhver valdamesti glæpahópurinn í Tokýó og hefur t.d. öll ráð í hendi sér í Ginza, aðalskemmtihverfi Tokýó. Æðsti maður hópsins er fæddur í Kóreu og er sagður eiga heilmikil ítök í stjórnmálaheimin- um bæði í Tokýó og Seoul. Takayama hefur verið yfirheyrð- ur bæði af japönsku lögreglunni og blaðamönnum þar í landi og hefur viðurkennt að hafa fengið sendar í pósti úrklippur úr sýningarskrá Marmottan-safnsins af málverkun- um 9 sem stolið var. Hann fór síðan til Parísar í mars sl. til að kynna sér þetta tilboð nánar. Þar tóku 3 franskir starfsbræður hans á móti honum á flugvellinum, 2 karl- ar og ein kona. Bundið var fyrir augu hans og keyrt með hann í vöruhús þar sem honum gafst tæki- færi til að skoða nákvæmlega stolnu málverkin. Nú er sérfræðingur frönsku lög- reglunnar í listamálum, Mireille Balestrazzi, farin til Tokýó ásamt þrem frönskum leynilögreglum- önnum og þótti einsýnt að þau ætluðu að kafa betur ofan í þetta mál. En þau sáu þann kost vænstan að láta sig hverfa þegar við komuna til Tokýó þegar á móti þeim kom hersing af herskáum fréttamönn- um og Ijósmyndurum. Það fer því litlum sögum af því hvað þau eru að aðhafast. Japanska lögreglan hefur þó fengist til að upplýsa að Balestrazzi og félagar séu búin að yfirheyra Shinichi Fujikuma, sem er vitað að seldi málverk eftir Corot, sem stolið var úr frönsku safni 1984. En þeim hafi ekki enn tekist að yfir- heyra Takayama. Fujikuma er vel kynntur í glæpa- heimum Tokýó og París, enda hefur hann setið í fangelsi á báðum stöðum, og er sagður hafa verið tengiliður milli frönsku glæpa- mannanna, sem frömdu lista- verkaþjófnaðina auk bankaráns í Tokýó, og Tosei-Kai hópsins. Sá sem keypti tvær Corot-mynd- Franski listfræðingurinn Mireille Balestrazzi er nú komin til Japans til að kynna sér betur listaverka- þjófnaðina. Hún fer nú huldu höfði í Tokýó til að hafa vinnufrið fyrir fréttamönnum. anna, reyndar af ástmey Fujikuma, hefur boðist til að skila þeim aftur til franska safnsins og bendir það til þess að hann hafi gert sér ljóst að hann væri að kaupa þýfi. Jap- önsk yfirvöld hafa samt ekki sýnt neinn lit á að höfða mál gegn honum. Hann hafði afþakkað að kaupa þriðju Corot-myndina, sem síðar var seld til Murauchi safnsins í Tokýó. Af fjórðu Corot-mynd- inni eru engar spurnir en álitið að hún sé í Japan. En erfiðara mun að fást við mál Kenji Takeuchi, eiganda listasafns í Osaka. Hann hafði keypt stolið málverk eftir Corot fyrir sem svar- ar 1,8 milljón ísl. kr. og látið fara fram „nauðsynlegar viðgerðir" á því fyrir um 130.000 kr. Myndin var gerð upptæk hjá honum þegar upp komst hvernig stæði á veru hennar í Osaka, en hann krefst þess að fá hana aftur þar sem hann hefði keypt hana í góðri trú. Lög- fræðingur hans segir að ef málverk- inu verði skilað til Frakklands eftir diplómatiskum leiðum jafngilti það ekki aðeins „skrumskælingu á jap- önskum lögum heldur væri það skerðing á sjálfstæði Japans.“ Samvinna franskra og japanskra þjófa á listaverkum getur þess vegna valdið erfiðleikum í diplóm- atiskum samskiptum Frakka og Japana. Grafreitur gæludýra friðaður - og Rin Tin Tin fær aö hvíla í friði Elsti gæludýragrafreitur í Frakklandi og einn sá alíburðar- mesti í öllum heiminum er nýslopp- inn úr bráðri hættu. Garðurinn er á eyju í Signu,' skammt frá París, í Asnieres. í haust læsti eigandinn hliðunum að garðinum og hafði í hótunum um að hann hygðist láta umbylta öllu landi á eyjunni og selja það fast- eignasölum og byggingameistur- um. Bæjaryfirvöldum í Asnieres varð ekki um sel, þau höfðu lýst garðinn, sem á 88 ára sögu, friðað svæði vegna „listræns, sögulegs og náttúrufagurs“ gildis hans. Fyrr- verandi embættismanni var fengið það verkefni að kanna hvort bæjar- félagið ætti að kaupa eyjuna. Þeirri könnun er lokið og niður- staðan sú að bæjarfélagið ætti að ganga að kaupunum. Það verður því ofan á að Asnier- es-búar kaupa dýrakirkjugarðinn þar sem Rin Tin Tin og hundar þeirra Saint-Saéns og rúmenskrar prinsessu eru jarðsettir, ásamt 3000 gæludýrum öðrum fyrir 4 milljónir franka (um 26 millj. ísl. kr.). Og með vorinu má búast við að bæjar- starfsmenn verði búnir að reyta illgresi og snyrta til í garðinum, gæludýraeigendum og öðrum veg- farendum til yndis og ánægju. LESENDUR SKRIFA llllllllllllllllllllllllllllil IIIUIII: IIIIIIIIIIIIÍIIIII lllllllllllllllllllllllllllllllllllill: Enn vantar skýrslur Allur sá gauragangur, sem al- þýðubandalagsmenn hafa haft í frammi út af vægast sagt óljósum frásögnum norsks sagnfræðings, virðist hafður uppi til þess að reyna - með aðstoð Ríkisútvarpsins - að sverta minningu þeirra Stefáns Jóh. Stefánssonar og Bjarna Benedikts- sonar. Hvernig væri, að þessir aðilar beittu sér fyrir því að fá skýrslur um áratuga tengsl kommanna hérlendis við Jósef Stalín & „samlede venner"? En ef treglega kynni að ganga að fá skýrslur frá Rússum, hvernig væri þá að reyna að fá í Noregi skýrslur um viðræður Stefáns Jónssonar, fyrrverandi þingmanns Alþýðu- bandalagsins, við Ame Treholt, sem geymdur mun á vísum stað um visst árabil þar í landi? Sigurður Jónsson Krummahólum 2, R.vik.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.