Tíminn - 03.12.1987, Side 11

Tíminn - 03.12.1987, Side 11
Fimmtudagur 3. desember 1987 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR Handknattleikur, Polar Cup - Island-Júgóslavía: Sjö marka tap íslendingar töpuðu fyrsta leik sín- um á Polar Cup, sex landsliða hand- knattleiksmóti í Noregi, með sjö marka mun, 17 mörkum gegn 24 gegn Júgóslövum í gærkvöldi. í leikhléi var jafnt 10-10. Jafnræði var með liðunum fram- anaf og fslendingar yfirleitt fyrri til að skora en í síðari hálfleik gekk lítið hjá íslenska liðinu og munurinn varð fljótlega fimm mörk, 11-16. íslendingum tókst að minnka mun- inn í tvö mörk, 15-17 um miðjan síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og Júgóslavar tryggðu sér sigurinn, 24 mörk gegn 17. Helstu tölur: 1-0, 1-2, 3-2, 3-3, 4-4, 5-5, 6-6, 7-6, 8-7, 9-8, 9-10, 10-10 - 10-11, 11-11, 11-16, 13-16, 15-17, 15-20, 16-23, 17-23, 17- 24. Mörk íslands: Páll Ólafsson 4(1), Atli Hilmarsson 2, Geir Sveinsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Sig- urður Gunnarsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Valdimar Grímsson 2, Jakob Sigurðsson 1. Einnig léku Þorgils Óttar Mathiesen, Júlíus Jón- asson og markverðirnir Einar Þor- varðarsonogBrynjarKvaran. -HÁ Handknattleikur, 1. deild kvenna: Sigur hjá FH ogStjðmunni FH vann Víking með 22 mörk- um gegn 14 í 1. deild kvenna á íslandsmótinu í handknattleik í gærkvöldi. Leikið var í Selja- skóla. Þá sigraði Stjarnan Hauka 20-18 í Hafnarfirði. -HÁ W NBA Úrslit leikja í bandaríska körfuknattleiknum á mánudags og þriðjudagskvöld: Atlanta-Boston Celtics . 120-106 Detroit-NJ Nete (íraml.). 124-116 Seattle-NY Knicks....... 112-109 Houston-Denver.......... 106-101 Portland-Phoenix........ 102-100 Chicago-Golden State...... 98-97 LA Lakers-Sacramento.....125-120 (framl.) Milwaukee-Indiana........ 104-94 Phil. 76ers-Utah Jazz... 106-100 Handknattleiks- sambandið: Hópferð til Seoul HSÍ og Útsýn munu standa sameiginlega að hópfcrð ís- lenskra iþróttaáhugamanna á Ól- ympíuleikana í Seoul í september á næsta ári. Endanleg ferðatil- högun liggur ekki fyrir en verður Ijós ásamt kostnaði síðar i þessum mánuði. Skráning farþega er haf- in hjá Útsýn. Athygli þcirra sem skráð hafa sig hjá HSÍ er vakin á að hafa samband við Útsýn sem fyrst. I tengslum við samstarfið hefur Útsýn gerst einn af stuðningsaðil- um HSI vegna Ólympíuleikanna. BSÍ-hópferðabiIar hafa einnig bæst í hóp stuðningsaðila HSI sem stendur í fjárfrekum undir- búningi fyrir Ólympíuleikana. Happdrætti HSÍ er einnig liður í fjáröfiuninni, sala á lioltabrauð- um og einnig stórbingó sem verö- ur í Broadway í kvöld kl. 20.30. Handknattleikur, 2. flokkur kvenna: Grótta og FH rekin úr keppni íslandsmótsins? - Komust ekki til leiks í Vestmannaeyjum um helgina Páll Ólafsson var markahæstur tslendinga í leiknum í gærkvöldi, gerði fjögur mörk, öll í fýrri hálfleik. Á S G I JL R______J 4 K O B S S Q % ILUXAIt IJABUkUt JAHEÆXX iciwuis s.u;i HMNaiSSMiUI HAFNARFJARÐARJARLIVN Einars saga Þorgilssonar Ásgeir Jakobsson Bókin er ævisaga Einars Þor- gilssonar im leið og hún er 100 ára útgerðarsaga hans og fyrirtækis hans. Einar hóf út- gerð sína 1886 og var því út- gerðin aldargömul á síðasta ári og er elzta starfandi út- gerðarfyrirtæki landsins. Þá er og verziun Einars Þorgilssonar einnig elzta starfandi verzlun landsins, stofnuð 1901. Einar Þorgilsson var einn af „feðrum Hafnarfjarðar," bæði sem atvinnurekandi og bæjar- fulltrúi og alþingismaður. Þá er þessi bók jafnframt almenn sjávarútvegssaga í 100 ár og um það saltfisklíf, sem þjóðin lifði á sama tíma. Handknattlcikslið Gróttu og FH í 2. flokki kvenna geta átt á hættu að verða rekin úr keppni íslandsmóts- ins fyrir að komast ekki til leiks í 2. umferð íslandsmótsins í Vestmann- aeyjum um síðustu helgi. Flugleiðir flugu ekki til Vestmannaeyja á föstu- daginn og þessi tvö lið komust því ekki til Eyja. MAGNÚS JÓNSSON BÆRÍ BYRJUN ALDAR Mótið var eigi að síður háð í Eyjum því önnur lið fóru með Herj- ólfi og eitt með leiguflugi Sverris Þóroddssonar sem flýgur í verra veðri en Flugleiðir. Mörg lið vilja ekki fara með Herjólfi og má nefna fjölmörg dæmi þess að kappleikjum í Eyjum hafi verið frestað vegna þess að lið hafa ekki komist með AUÐUNN BRAGISÆINSSON |§|él | -If- Ml Kl flugi. Telja forráðamenn Gróttu og FH að það sama eigi að gilda í þessu tilfelli, liðin hafi ekki komist til leiks vegna samgönguörðugleika. Mótanefnd HSf mun á næstunni taka ákvörðun um hvort liðin verði rekin úr keppni íslandsmótsins eða hvort veita eigi þeim aðra refsingu. -HÁ FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurði skurdi og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. BÆR I BYRJUN ALDAR HAFNARFJÖRÐUR Magnús Jónsson Bær íbyrjun aldar — Hafnar- fjördur, sem Magnús Jónsson minjavörður tók saman, er yfirlit yfir íbúa og hús í Hafn- arfirði árið 1902. Getið er hvar húsin voru staðsett í bænum, hvort þau standa enn o.s.frv. Síðan er getið íbúanna. Og þar er gífurlega mikill fróðleikur samankominn. Ljósmyndir eru af fjölda fólks í bókinni. Allur aðaltexti bókarinnar er handskrifaður af Magnúsi, en aftast í bókinni er nafnaskrá yfir þá sem í bókinni eru nefndir, alls 1355 nöfn. MEÐ MÖRGU FÓLKI Audunn Bragi Sveinsson Auðunn Bragi Sveinsson, fyrr- verandi kennari og skólastjóri, hefur ritað margt sem birst hefur í blöðum og tímaritum í gegnum árin í ljóðum og lausu máli, og einnig hefur hann ritstýrt nokkrum bók- um. Bók sú sem hér birtist fjallar fyrst og fremst um fólk við ólík skilyrði og í mismun- andi umhverfi, — frá afdal til Austurstrætis, ef svo má að orði komast. Með mörgu fólki er heitið, sem höfundur hefur valið þessu greinasafni sínu. Mun það vera réttnefni. ÖSPIN OG ÝLUSTRÁIÐ Haraldur Magnússon Haraldur Magnússon fæddist á Árskógsströnd við Eyjafjörð 1931. Hann ólst upp í Eyja- firði og Skagafirði fram að tvítugsaldri. Nú býr hann í Hafnarfirði. Þetta smásagna- safn er fyrsta bók Haraldar, en þessar sögur og fleiri til hefur hann skrifað í frístundum sín- um undanfarin ár. Sögurnar eru að ýmsu.leyti óvenjulegar og flestar fela þær í sér boð- skap. Þetta eru myndrænar og hugmyndaauðugar sögur, sem höfða til allra aldurshópa. SKVGGSJA - BOKABVÐ OUVERS STEINS SF

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.