Tíminn - 03.12.1987, Side 12

Tíminn - 03.12.1987, Side 12
12 Tíminn Fimmtudagur 3. desember 1987 FRETTAYFIRLIT FERE-EN-TARDENOIS, Frakklandi - Bjartsýni ríkti þegar fyrsti fundur Norodom Sihanouk prins, fyrrum leiö- toga Kampútseu og fulltrúa skæruliöahópa landsins, og sendimanna núverandi stjórn- ar er nýtur stuðnings Víetnama hófst í grennd við París í gærdag. LUNDÚNIR — Bandaríkja- dalur hækkaði verulega í verði gagnvart öðrum helstu gjald- miðlum heims eftir að hafa lækkað meira en nokkru sinni áðureftirstríðslokfyrr í þessari viku. Hækkun dalsins varð til þess að hlutabréfamarkaður- i | inn varð stöðugari. Fésýslu- menn töldu þó að hækkun dalsins myndi ekki halda lengi áfram. GENF — Þrír kirkjunnar menn sökuðu stjórnvöld á Haiti um að vinna með óeirðahópunum sem komu í veg fyrir að kosnin- garnar í landinu gætu farið fram á sunnudag. Mennirnir þrír voru sendir til Haiti á vegum Alheimskirkjuráðsins til að fylgjast'með kosningunum og gangi mála kringum þær. BRÚSSEL — Varnarmála- ráðherrar NATO ríkjanna voru sammála um að stjórnir þeirra þyrftu að vinna nánar saman frá og með næsta ári að þróun og framleiðslu hefðbundinna vopna. HÖFÐABORG — Ríkis- stjórn P.W. Botha í Suður-Afr- íku hélt áfram að framfylgja kynþáttaaðskilnaðarstefnu sinni þegar hún setti reglur um búsetu á heimalöndum fyrir hálfa milljón blökkumanna í viðbót. OSLÓ — Thorvald Stolten- berg utanríkisráðherra Noregs sagði á þingi að samningur stórveldanna um eyðingu; meðaldrægra og skammdræg- ari kjarnavopna mætti ekki verða til þess að kjarnorkuvíg- búnaður yrði aukinn á Norður-| höfum. LUNDÚNIR - Opinber rannsókn á eldinum í Kings Cross neðanjarðarbrautar- stöðinni í Lundúnum í síðasta mánuði, er varð 31 manni að bana, hófst í Lundúnum í gær með mínútuþögn í minningu fórnarlambanna. TEHERAN - íranar undir- búa nú nýja sókn gegn irökum og í gær var tilkynnt að fimm milljónir landsmanna hefðu boðið sig fram til herþjónustu á síðustu þremur vikum. ÚTLÖND llilllllllllllllllllllllllllllllllllljllllllllll! Hvarf suður-kóresku farþegaflugvélarinnar: Hryðjuverk líklegast Leitin að suður-kóresku farþegaflugvélinni fer aðallega fram á suðurlanda- mærum Burma og Tælands (skyggða svæðið). Þar er mikill og ógreiðfær skógur og auk þess hafast þar við skæruliðar er berjast gegn stjórninni í Rangoon Mikil pólitík var í gær komin í málið er tengist hvarfi suður-kór- esku farþegaflugvélarinnar sem talið er að hafi hrapað yfir miklu skóga- svæði á landamærum Burma og Tælands á sunnudag. Margt bendir til að hryðjuverkamenn hafi komið fyrir sprengju í vélinni en í henni voru 115 manns. Leitarsveitir frá Tælandi höfðu ekki fundið nein ummerki eftir suður-kóresku far- þegaflugvélina í gærkvöldi. Chun Doo Hwan forseti Suður- Kóreu lýsti í gær yfir hryggð sinni vegna hvarfsins og gaf jafnframt í skyn að Norður-Kóreumenn gætu hafa staðið að baki þessum atburði. Kenningin sem Chun og stjórn hans halda sig við er sú að japönsku skötuhjúin sem handtekin voru vegna þessa máls og reyndu að fremja sjálfsmorð skömmu síðar, hafi verið í tengslum við öfl í Norð- ur-Kóreu. Rauði herinn japanski tengist einnig þessari kenningu enda hafa margir óttast að hann væri að vígbúast á nýjan leik og ætlaði að beita sér sérstaklega gegn Ólympíu- leikunum í Seoul á næsta ári. Aðstoðarutanríkisráðherra Suð- ur-Kóreu tók í sama streng og forset- inn sinn í gær, lýsti ekki formlega ábyrgðinni á hendur norður-kóresk- um yfirvöldum en gaf í skyn að hryðjuverkamenn hefðu komið sprengju fyrir í vélinni til að sverta ímynd Suður-Kóreu fyrir Ólympíu- ieikana í Seoul. í Japan sögðu hins vegar samtök Kóreubúa er tengjast stjórninni í Norður-Kóreu að þau hefðu ekkert að gera með flugvélarhvarfið og Japanana tvo. Talsmaður samtak- anna sakaði þvert á móti Suður-Kór- eustjórn um að hafa komið flugvél- arhvarfinu í kring til að fá aukna samúð vegna kosninganna í landinu og í framhaldi að því fleiri at- kvæði. Embættismenn í Tælandi og Burma sögðu að leitinni yrði haldið áfram í dag beggja vegna landamær- anna. Það hefur mjög hægt á leitar- sveitum að skógurinn er gífurlega erfiður yfirferðar og að auki eru þarna aðalstöðvar skæruliða sem berjast gegn Burmastjórn. Talsmaður stjómarinnar í Burma sagði að leitarsveitir frá þeim leituðu bæði á láði og legi að Boeing 707 flugvél suður-kóreska flugfélagsins KAL. Síðast heyrðist til vélarinnar á sunnudagsmorgun þegar hún var ■um 180 kílómetra frá strönd Burma, yfir Andamanhafi. Suður-kóreskir stjórnarerindrek- ar í Tælandi létu hafa eftir sér í gær að þeir héldu að maðurinn og konan sem ferðuðust á japönskum vega- bréfum með vélinni til Abu Dhabi hefðu komið fyrir tímasprengju í henni. Skötuhjúin voru þau einu sem yfirgáfu vélina í Abu Dhabi en áætlunarflugið var frá Baghdad til Seoul með viðkomu í Abu Dhabi og síðan Bangkok. Maðurinn og konan voru handtekin á þriðjudagsmorgun á flugvellinum í Bahrein en eins og *Tíminn skýrði frá í gær lést maður- inn eftir að hafa tekið inn sjálfs- morðstöflu og konan lá í gær þungt haldin á sjúkrahúsi í Bahrein eftir að hafa reynt að fremja sjálfsmorð eins og maðurinn. Þar er mikill örygg- isvörður og vandlega er fylgst með heilsu konunnar enda vonast til að hægt sé að yfirheyra hana. Svæðið sem leitað er á er fjöllótt og þakið þéttum skógi. Þar hafast við villt dýr sem og öflugasti skæru- liðahópurinn í Burma er tilheyrir hinu kristna Karenfólki sem berst af krafti gegn stjórninni í Rangoon. „Skógurinn er svo þéttur að þyrlur geta víða hvergi lent“, sagði einn tælenskur landamæravörður á þessu svæði og annar bætti við að skærulið- ar Karena gætu skotið á leitarliðið og þyrlur þeirra. í gær höfðu menn þó vonir um að Karenfólkið hjálpaði til við leitina. Alls er þetta fólk 2,5 milljónir talsins og eru skæruliðar þeirra sérfræðingar í skógarhernaði og börðust við hlið Breta gegn Japönum í síðari heimsstyrjöldinni. Reuter/hb Sovétríkin: Geimfari metaham í Sovéski geimfarinn Júrí Róman- enkó hefur verið iðinn við að setja met í geimnum. Hann hefur dvalið þar lengur í einu en nokkur annar og Moskvuútvarpið skýrði í gær frá nýju meti kappans sem það kallaði „óopinbert íþróttamet“. Rómanenkó hefur nú dvalið í 300 daga í geimstöðinni Mir og verið duglegur við að æfa sig á stigmyllu. í gær hafði hann lagt að baki meira en þúsund kílómetra á stigmyllunni síðan hann kom til Mir stöðvarinnar þann 6. febrúar. Það var í september sem Róm- anenkó setti dvalarmet sitt, hafði þá verið meira en 237 daga í geimnum en svo lengi höfðu þrír sovéskir geimfarar dvalist árið 1984. Rómanenkó ætlar ekki að koma til jarðarinnar fyrr en einhvern tíma á næsta ári, að því er sovéskir embættismenn sögðu. hb/Reuter „Dýraræktun mun í framtíðinni verða miðuð við að gera dýrin heil- brigð og ánægð,“ sagði Hellström. Segja má að tillögur Hellströms séu tilkomnar vegna þrýstings al- mennings. Þar hefur barnabóka- höfundurinn Astrid Lindgren verið fremst í flokki. Þessi bóndadóttir er orðin áttatíu ára en hefur ætíð látið sig velferð dýra varða miklu. „Þegar ég var yngri voru kýr, hross og svín vinir okkar. Aldrei kom mér til hugar að seinna meir ætti ég eftir að verða ævireið vegna þjáninga þeirra,“ sagði Lindgren nú nýlega. Sænsk stjórnvöld kynntu bylting- arkenndar tillögur í gær. Nái þær fram að ganga eins og allt bendir til eru betri tímar í vændum fyrir dýr landsins. í tillögunum er t.d. lagt bann við að stríðala hænsni, svín eiga að fá allt aðra og betri aðstöðu og kýr eiga rétt á að fá að bíta gras úti við. Mats Hellström landbúnaðar- málaráðherra landsins sagði á blaðamannafundi að þegar tillög- urnar yrðu að lögum myndu allar sænskar kýr eiga rétt á að eyða vissum tíma 'utandyra og svín ættu rétt á stærri og hreinlegri stíum. stað. Fylgjast á vandlega með allri slátrun þannig að dýrin þjáist ekki. Högg og slög og annað ofbeldi gagnvart dýrum verður bannað, svo og notkun hormóna nema til þess liggi góðar ástæður. Talsmaður samtaka sænskra bænda sagði að nýju reglurnar myndu líklega leiða til hækkandi verðs á landbúnaðarvörum þar sem dýrara yrði fyrir bændur að ala dýrin. Reuter/hb Fari sem horfi munu nýju lögin taka gildi í júlí á næsta ári og verð- ur þeim að fullu framgengt á næstu tíu árum. Ekkert bendir til þess að erfiðlega rnuni ganga að koma þessum tillögum í gegnum þingið. Tillögur sósíaldemókrata eru umfangsmiklar. Gert er ráð fyrir að dýrin fái aðskilda svefnstaði og hvíldarstaði og nærist á enn öðrum Svínsleg aðstaða: Sænsk svín munu ekki láta bjóða sér upp á þessa aðstöðu þegar nýju dýraréttindalögin taka gildi Svín í Svíþjóð fá sérherbergi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.