Tíminn - 03.12.1987, Qupperneq 20

Tíminn - 03.12.1987, Qupperneq 20
Auglýsitigadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta KÆTA 1 /. Iiininn Ástráður hjá loðnunefnd segir alltaf mokfiskast þegar ráðherra er með móttöku, en það er „loðnuskyrtan sem gerir gæfumuninn „Það virðast vera tveir hlutir sem þurfa að vera fyrir hendi til að eitthvað veiðist af loðnu. Annars vegar skyrtan mín og hins vegar móttökur Halldórs Ásgrímssonar. Það bregst ekki að það mokveiðist þegar þetta á við. Eg sagði nú við Halldór um daginn að við þyrftum að setja móttökurnar í fjárlög," sagði Ástráður Ingvarsson hjá loðnunefnd í samtali við Tímann. Ástráður virðist hafa rétt fyrir sér, því veiðin hefur heldur betur glæðst eftir að hann fór í „loðnu- skyrtuna" sína og hafði Ástráður á orði að hann ætti nú að fá hlut fyrir. Það kemur einnig heim og saman við hroturnar sem komið hafa þegar sjávarútvegsráðherra hefur móttökur. En nú eru komin tæp 200.000 tonn af loðnu á land og hefur veiðst vel síðustu tvær nætur. Bátarnir eru enn staddir rétt austan við Kolbeinsey og hefur verið rjóma- logn og blíða síðustu daga, en nú er spáð leiðindaveðri. Seinni loðnuleiðangri Hafrann- sóknarstofnunar lýkur nú um helg- ina og er búist við að honum Ijúki undir Langanesi. Hjálmar Vil- hjálmsson, leiðangursstjóri um borð í Bjarna Sæmundssyni, sagði í samtali við Tímann í gær að leiðangurinn hefði gengið mjög vel miðað við árstíma og niðurstöð- urnar gæfu tilefni til bjartsýni. Hann sagði loðnuna aðallega út af Vestfjörðum og við vestanvert Norðurland og síðan norður af Skjálfanda við Öxarfjörð. Búist er við að norsk-íslenska Jan Mayen nefndin svo kallaða hittist um helgina og ræði niður- stöður leiðangursins og ákveði í framhaldi af því hver viðbótin verður á loðnukvótann, en hann var aukinn í vikunni. -SÓL Ástráður er hér í skvrtunni góðu, og það var eins og við manninn mxlt, veiðin glæddist þegar hann var kom inn í hana. Tímamynd: Pjetur Kaupleiga ríkisfyrirtækja nam 220 milljónum á 2 árum: Bann á kaupleigu „Það hefur verið skrifað bréf til ráðuneytanna vegna þessa máls þar V sem tekið er fyrir að slíkir kaupleigu- samningar verði gerðir. Öðru vísi getur ráðuneytið ekki tekið á þessu, en einfaldlega að banna þetta,“ sagði Karl Th. Birgisson upplýsing- afultrúi í fjármálaráðuneytinu í gær. Hann var að svara spurningu Tímans um viðbrögð ráðuneytisins nú þegar niðurstöður úr athugun Ríkisendur- skoðunar á kaupleigusamningum ríkisfyrirtækja liggur fyrir. f athugun þessari kom í ljós að kaupleiguskuld- bindingar ríkisfyrirtækja nema sam- tals um 220 milljónum króna á árunum 1985-1987. Af einstökum fyrirtækjum er það ríkisútvarpið sem hefur stofnað til mestra skuldbind- inga með þessum hætti eða rúmlega 150 milljón króna vegna kaupa á tækjabúnaði. Það er meira en 10 sinnum hærri upphæð en hjá Ríkis- spítölunum sem koma næstir í röð- inni með um 14 milljónir. Að sögn Karls Th. eru skiptar skoðanir meðal sérfræðinga um lög- mæti þessara skuldbindinga en það atriði væri búið að vera í skoðun bæði hjá fjármálaráðuneytinu og hagsýslustofnun, þó niðurstaða lægi ekki fyrir. Sjálfur vildi hann ekki tjá sig um það atriði. Hugmyndir landbúnaöarráöherra til - athugunar hjá Jóni Baldvin: Ovíst með framhaldið „Ég lagði fram hugmyndir um útfærslu á tillögum til hækkunar á framlögum til landbúnaðarins, Þess- ar hugmyndir eru við það miðaðar að ekki komi til frekari hækkunar á fjárlagafrumvarpinu,41 sagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra að- spurður um fund hans með forsætis- og fjármálaráðherra í gærmorgun. Jón sagðist ekki geta tjáð sig frekar að svo stöddu um þessar hugmyndir en sagði að þær þyrfti að skoða í samhengi við annað til frekari athugunar og umræðu. Hann sagðist ekki vita hvenær þessi mál yrðu rædd næst í ríkisstjórn en áður myndi fjármálaráðherra trúlega skoða þær gaumgæfilega. „Ég vona að það finnist lausn sem allir geta sætt sig við,“ sagði Jón Helgason. óþh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.