Tíminn - 17.12.1987, Síða 9

Tíminn - 17.12.1987, Síða 9
Fimmtudagur 17. desember 1987 Tíminn 9 BÓKMENNTIR Sigurlaugur Brynleifsson: „Afdrep frá tíma“ Kristján Karlsson: Kvæðí '87. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1987. „Undir skammdegi" er fyrsta kvæði „Kvæða ’87“. Þar birtist þessi nýja náttúruskynjun skáldsins ofin andartaki „utan við tímann". Mann- anna verk falla inn í liti festingar og fjalls, sem ártíðin málar. Dagrenn- ing í svartasta skammdeginu verður í lok kvæðisins: „Svört brúnin til suðurs að eyðast í hnífsbláa egg fyrir elding án frekari dags. Einn morgun. “ Með orðum er myndin dregin. „Mál og hættir“ greina skáldskap (Skáldskaparmál Snorra Sturluson- ar. „Menn yrkja ekki með hugmynd- um, Degas, menn yrkja með orðum" sagði Mallarmé, þegar vinur hans listmálarinn Degas kvartaði yfir því, að hann gæti ekki tjáð hugmyndir sínar í ljóðum. (Paul Valéry: Poésie et pensée abstraitre, 1939). Með orðum leitast skáldið við að koma því til skila, sem ekki verður með orðum einum tjáð, þessvegna er ljóðið stöðug og endurtekin tilraun til þess að magna orðin og fylla Ijóðin seiðnum, sem er aðall þess ljóðs sem stendur undir nafni. Seiðurinn er líf ljóðsins, orð, hrynjandi, form, táknmál, litir og seiður, sem er ofar tímanum og gerir Ijóðið fullkomn- asta tjáningarform mennsks anda. Paul Valéry, áður tilvitnaðs, segir í minnisbókum sínum: „Fögur ljóð- lína er „fögur“ vegna þess sem er óskiljanlegt í sömu línu...“ Skilyrði ljóðsins er það óskilgreinanlega, seiðurinn. „Undir skammdegi" er magnað seið. Táknmál og líkingar eru einkenni skáldskapar og ekki síst kvæða Kr. K. í ágætri ritgerð um kvæði Kr. K. eftir Matthías Johannessen (Bók- menntaþættir, Rv. 1985, áður prent- að í Morgunblaðinu) segir: „Stund- um er sagt að íslendingar séu miklir Ijóðaunnendur... en þó skortir þá oft áhuga á að leita innri merkingar ljóða..." Ljóðið „Epli“ í þessari kvæðabók er Ijóð sem ekki verður skilið án þess að einhver hugmynd sé um táknið, epli. Rautt epli merk- ir tengsl við syndafallið, gult epli tákn endurlausnarinnar. Þetta tákn er algengt í málaralist fyrri tíma, myndir af Kristi nýfæddum, sýna hann oft með gull-epli. Ríkiseplið er þaðan ættað. Innri merking þessa ljóðs er bundið tákninu, epli: „ Gult epli himins endurfætt íepligrænu á hvora hönd. Hið staka epli er alltaf rautt“ Án þess að gera sér Ijósa merking táknmálsins í þessu kvæði, fer það fyrir ofan garð og neðan. „Grænn flötur rís af rausn í fang blátt ríki himins endurfætt. Hið staka epli eralltaf rautt“ Með táknmálið að bakgrunni og með litum árstíðanna hefur Kr. K. ort ljóð. sem á sér fáar eða engar hlið- stæður í íslenskum bókmenntum. „Svínafell". saga, sem gerðist ekki á staðnum og hugann tæmdan af harmleik, „þér leggist í grasið / yðar höfuð sólvermt og grænt... hér fyrir ofan eyðimörk langra vinda". Lýsing mesta jökuls í Evrópu, sem „eyði- mörk langra vinda" í tengslum við mesta harmleik íslandssögunnar er mynd sem lifir. Fallvaltleikinn og eyðingin er undirtónn sumra kvæðanna t.d. „Á Sólheimasandi: „Teljið nú sand- kornin / áður en allt er urn seinan /öll heimsins tákn / verða tekin frá yður síðar...“ Margar Ijóðlínur úr mörgum kvæðanna eru sjálfstæðar, þótt þær séu jafnframt óaðskiljanlegur hluti viðkomandi kvæðis, dæmi um það: „öll gleymska / Ijómandi tákn / þess sem er...“. „Garður í íþöku er tilvitnun til Getsemane: „Állir horfnir á burt / sem ég þekkti; ég einn er gult / Ijós og garður og kyrr.“ „Voyeur" liðinn tími, sem er, eða „andartak utan við tímann" (Úr Undir skammdegi). Það er eitt ein- kenni sumra kvæðanna, að þau tengjast hvort öðru, verða tilvísanir til hvors annars og í þessari bók er þetta einkenni meira áberandi en í fyrri bókum og það gerir Kvæði '87, heildstæðari. Kristján Karlsson. Hér eru framhaldskvæði úr fyrri bókum. „Daglegt líf fyrir scxtíu árum IV" og „Við fljótiö" þar scm Möðrudals-Manga kemur við sögu. Þar eru þessar Ijóðltnur „Nú leggist þér til hvíldar / löngu sumardagar/ á tljótsins botna scm skuggar / Mar- grét fer á fætur / við föla birtu og kyrra..." Eyvind fyrri bóka er hér að finna í „Hið forna dansgólf". „Lát engan halda að Eyvindur villist af leið / hann ætlaði þangaö sem fcrðin og minningin beiö". Biblían hefur um aldir verið eitt af nægta-hornum skáldskapar í Evrópu og er óþarfi aö tíunda það frckar. Hér á landi náði kveðskapur undir kristnum formcrkjum hæst á 17. öld og jafnframt einnig svokallaður ver- aldlegur kveðskapur. Magnaðurstíll Gamla testamentisins tengdist forn- íslenskri skáldskaparhcfð og helgi- kveðskap síð-miðalda. Tungutak spámannanna lætur engan ósnortinn. „Endurminningar um Gamla testamentið" er bergmál af helgimáli Hebreanna úr mögnuð- unt þýðingum þeirra rita. Kr. K. yrkir: ., Vindur í trjákrónum traust og hald vort í dag? Leið hjá þér vindinn sem náttlangt þýtur um þök en þcgar hann blæs í trjánum hjá Geba er hann gustur afferðum Drottins og Davíð konungur veit að hans er sigurinn: þúsundir féllu þegar við Baal-Perazim þúsundir aftur við Geba „flýt þcr", kvað Drottinn við Davíð; en hvað scm þú heitir sem heyrir þytinn í mórberjatrjánum í dag skalt fara þcr hægar hércru cngin trc". Höfundurinn nær því að konia endurminningunum til að skila í mögnuðum Ijóðum og stíl og í lokin koma Antoníus og Kleopatra Shak- espeares og græn lína og hálf (skáld- skapurinn grænn). í viðtali viö Kr.K. talar hann um óbilgjarna harðncskju Gamla tcstamentisins og frá þcim textum liggur útgöngulciðjn til Tarsus, „borgar sem er". Hvað um það, með þessu kvæði hefur Kr.K. náö aö bergntála mögnuöustu stílsnilli bókmenntanna mcð grænni línu og hálfri og cndur- vakið tengslin viö íslenska klassík 17. aldar. Jón Páll fer á kostum í lýsingum á kraftakeppnum og hálftröllum - Bókin um Jón Pál sterkasta mann heims eftir Jón Óskar Sólnes Pað hefur mikið færst í vöxt á síðustu árum að gefa út bækur um okkar kunnustu íþróttakappa, jafn- vel þótt þeir séu spriklandi fjörugir í sportinu og eigi mörg ár eftir á toppnum. Þetta er ekkert slæmt, farið er yfir uppvaxtarár stjarnanna og lýst þeirra helstu íþróttaafrekum. Bækurnar hafa margt til að bera til að ná vinsældum í jólaösinni, þær eru skemmtilegar aflestrar fyrir unga sem gamla íþróttamenn og í þeim eru margar frásagnir sem gefa unn- endum íþrótta betri mynd af stjörn- uheiminum. Þannig er um bókina Jón Páll sterkasti maður heims, sem íþrótt- afréttamaðurinn Jón Óskar Sólnes hefur ritað. Jón Óskar hefur tekið þá skynsamlegu ákvörðun að vera nokkurs konar skrásetjari og bókin er því að mestu leyti byggð á viðtöl- um við íþróttakappann Jón Pál. Og Jón Páll fer hreinlega á kostum, lýsingarorðin skortir aldrei og t.d. stendur keppnin Sterkasti maður allra tíma, sem sýnd var í sjónvarp- inu nú nýlega, manni miklu nær eftir að hafa lesið fyrsta kafla bókarinnar. Þar er að finna all svakalegar lýsingar á aðalkeppinaut Jón Páls, Bill Kazmeier. Líkir okkar maður honum við Glám nútímans með Trapesius- vöðva eins og Mount Everest úr holdi. En tröllin Kazm- eier og Capes höfðu ekkert að gera í íslendinginn sem mánuðum fyrir keppnina hafði tautað fyrir munni sér „Þú verður að sigra“. Jón Páll rekur æskuminningar sín- ar samviskusamlega og verður held- ur langt mál úr þeim enda ekki merkilegri en gengur og gerist. Það er þegar kynni hans af heimi kraft- lyftingamanna og átakaíþrótta hefj- ast sem verulegt fjör færist í leikinn og lýsingarnar verða skemmtilegar og ljóslifandi. Enginn vafi er á því að Jón Páll er einn okkar mesti íþróttamaður fyrr og síðar, hann Jón Páll stendur í stórræðum. hefur lagt gífurlega á sig við æfingar í gegnum árin og það kemur oftar en einu sinni fram að sérstakt keppnis- skap hans lyftir honum upp í hæstu hæðir. Lyfjamálið er Jóni Páli greinilega hugleikið en heldur verður frásögnin einhæf og illskeytt í garð forystum- anna ÍSÍ. Bókin um Jón Pál hefur þá kosti að vera afburða skemmtileg aflestrar sökum hreinskilinna og fyndinna lýsinga sterkasta manns heims. f henni eru einnig margir fróðleiks- molar um heim kraftlyftinga og kraftakarla þar sem „karlrembumór- ailinn” svífur yfir vötnunum. Bókin eru 140 blaðsíður og er skreytt mörgum ágætum myndum. hb. Um breiðfirska alþýðumenningu Játvarður Jökull Júliusson Hefur llðugt tungutak Annarra vlsur og aðrlr þættir Víkurútgáfan Játvarður Jökull vinnur af mikilli elju að byggðasögu Breiðafjarðar. Hér skilar hann bók sem öðru frem- ur fjallar um lausavísur. Að vísu er það svo að margir húsgangar sem menn þekkja sem lausavísur hafa upphaflega átt heima í rímu eða kvæði þó að fáir viti skil á því. T.d. vissi ég að ýmsir kunnu þessa vísu: Ævintýri er ei svo ljótt efþví rétt er hagað að ekki megi eitthvað gott afþví dæmi draga. Að vísu var fyrsta hendingin gjarnan höfð svona: Sjaldan er svo efnið Ijótt. Hitt varð ég ekki var við að nokk- ur vissi að þessi staka væri eftir sr. Ólaf á Söndum og væri úr rímum af eyðibyggingu Jerúsalemborgar. Hún stendur fyrir sínu ein sér og stök og því hefur hún lifað á vörum manna meira en 300 ár. Raunar lét presturinn á Söndum fylgja þessari ályktun athugasemd sem hefur líka lifað á vörum manna: Pó er það máltak mönnum hjá sem muna skal almenningur að taki svo fáir tjörunni á hún tolli þeim ei við fingur. Þessi bók Játvarðar Jökuls geymir útvarpserindi hans um kerskisvísur og fleira eftir sveitunga hans. En auk þess eru sjálfstæðir þættir um önnur efni. Þar er meðal annars kafli um tæringuna, þar sem segir hversu ægi- lega berklaveikin vofði yfir byggðum og hve stórhögg hún var. Mun flest- um finnast til um það, en þó finnst mér að ekki séu hér nefnd dæmi um afhroð eins og þau gerðust mest þar sem hópur systkina dó úr tæringu á æskuárum. En vel kannast ég við að skilvindunum væri kennt um berkla- veikina. Ástæða finnst mér til að nefna síð- ustu kafla bókarinnar. Þar er glögg lýsing á þeirri vinnu að skammta kúm heyið í meisa og að gefa hey úr tóft. Allt er það fróðleikur um liðinn tíma sem ekki kemur aftur. Og engu síður eru athuganir og lýsingar á Játvarður Jökull Júlíusson. gróðri og gróðurcyðingu athygl- isverðar. Svo að lokum fácin orð um þær þýsku. Sagt er frá þremur þýskum stúlkum sem komu í vist í Reykhóla- sveit 1949. Ferillþeirrahérálandiog rcynsla af þeim varð misjöfn. Allar hafa þær verið merktar lífsrcynslu sigraðrar þjóðar og styrjaldarhörm- unga sem við þekkjum aðeins úr fjarlægð. Og allar hafa þær viljað rétta hlut sinn en með mismunandi hætti. Sumir munu sennilega telja að einkenni þjóðernisins komi fram í þessum þætti og sjálfsagt er það rétt. En þess skyldi gætt að styrjöld gerir menn grimma og miskunnarlausa. Það er ástæða til að samfagna Ját- varði Jökli með þessa bók og um leið sveitungum hans og öllum þeim öðr- um sem láta sér annt um breiðfirskar menningarerfðir. H.Kr.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.