Fréttablaðið - 19.02.2009, Síða 4

Fréttablaðið - 19.02.2009, Síða 4
4 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR STJÓRNMÁL „Þetta var óskýrt af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en ég hafði rétt fyrir mér eins langt og það náði. Ég skildi póst- inn eins og hann kom til mín. Nú er komið fram að hann var ekki nægi- lega skýr og það dugar mér,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, um tölvupóst sem Poul Thomsen, formaður sendi- nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fyrir Ísland, sendi honum á mánudagskvöld. Þar tekur Thoms- en af allan vafa um það að stjórn- völd voru beðin um að birta ekki bráðabirgðaathugasemdir AGS við frumvarp um Seðlabanka Íslands. Fyrr um daginn fullyrti Geir í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi að farið hafi verið með rangt mál, þegar Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra sagði að AGS hefði beðið stjórnvöld um að birta ekki bráðabirgðaumsögn sjóðsins. Í tölvupóstinum, sem Frétta- blaðið hefur undir höndum, segist Thomsen hafa heyrt að fyrri tölvu- póstssamskipti þeirra Geirs um málið hefðu valdið misskilningi. „Við sendum bráðabirgðaumsögn til að flýta vinnu við lagasetning- una,“ segir Thomsen í tölvupóstin- um til Geirs. „Ég hefði átt að taka það sérstaklega fram að ég átti við lokaumsögnina; við báðum ríkis- stjórnina um að birta ekki bráða- birgðaumsögnina. Ég vona að þetta skýri málið,“ segir Thomsen í nið- urlagi tölvupóstsins. Spurður um orðaskipti sín og for- sætisráðherra á þinginu á mánudag segir Geir að til greina hafi komið að segja frá því að Thomsen hafi sent fyrrnefndan tölvupóst, þar sem útskýrt er hvernig í málum lá. „En Thomsen er maður sem ég ætla mér að vinna með, þótt ég sé kominn í annað hlutverk. Ég ætlaði ekki að gera honum lífið erfiðara en efni standa til. Þetta eru mistök og hann segir það sjálfur að þetta hafi ekki verið nægilega skýrt.“ Geir telur ekki að hann hafi látið of þung orð falla þegar hann sagði Jóhönnu hafa sagt ósatt. „Hún og aðrir sem sitja í ríkisstjórninni hafa látið þyngri orð falla og það stendur ekki upp á mig að biðj- ast afsökunar. Það er alveg af og frá.“ Geir segir að burtséð frá þess- um augljósa misskilningi hafi aðalatriði málsins ekki komið fram. „Í viðskiptanefnd þingsins, er mér tjáð, hefur komið fram að í þessu fyrra áliti sjóðsins standi að hæfiskröfurnar séu of þröng- ar. Álitið tók breytingum frá því það var sent sem bráðabirgða- álit og þar til það kom í endan- legri útgáfu, sem var birt. Þetta var veigamikil efnisbreyting sem ekki átti að leyna fólki,“ segir Geir sem hvetur stjórnvöld til að birta skjalið. Jóhanna Sigurðardóttir ætlar ekki að tjá sig um málið. svavar@frettabladid.is ERLENTP ÓFKJÖR REYKJAVÍK Reykjavíkurborg eyddi 26 milljónum í móttökur á árinu 2008. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hve margar móttökur voru haldnar á því ári. Frá 21. ágúst í fyrra til 5. febrúar í ár voru hins vegar haldn- ar 35 móttökur á vegum borgarinn- ar; ýmist í Ráðhúsinu eða í Höfða. Móttaka sem Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, hélt kollegum sínum í Framsóknarflokknum 14. nóvember kostaði 87 þúsund krón- ur. Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, hefur gagnrýnt mót- tökuna, sagt hana dæmi um spill- ingu og krafist afsagnar Óskars. Sem dæmi um móttökur hjá borginni má nefna að um 400 gest- ir voru í móttöku vegna ADHD- ráðstefnu. Þá komu um 200 gestir í salinn vegna fornbílaralls og um 250 vegna ferðaráðstefnu. Þá var 25 gestum boðið í Ráðhúsið í nóvember vegna móttöku fyrir Oddfellowstúk- una Hallveigu. Ársuppgjöri fyrir árið 2008 er ekki að fullu lokið þannig að mögu- lega var kostnaður meiri en 26 milljónir. Innifalið í kostnaði eru laun, veitingar, blóm og annað sem til fellur. - kóp Móttaka framsóknarmanna í Ráðhúsinu kostaði tæpar 90 þúsund krónur: 26 milljónir í móttökur í fyrra RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Reykjavíkurborg eyddi að minnsta kosti 26 milljónum króna í móttökur á árinu 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Ferðaskrifstofa 25. febrúar - 4. mars. Vika m/v 2 saman í íbúð, stúdíó eða herbergi. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. JAPAN, AP Shoichi Nakagawa, fjármálaráðherra Japans, sagði skyndilega af sér vegna ásakana um að hann hefði verið ölvaður á blaðamannafundi á ráðstefnu sjö helstu iðnríkja heims, sem haldin var á Ítalíu um síðustu helgi. Nakagawa segist þó ekki hafa verið drukkinn, heldur illa fyr- irkallaður vegna kvefmeðals og flugþreytu. Afsögnin þykir áfall fyrir Taro Aso forsætisráðherra, sem hefur aðeins verið í embætti í tæpa fjóra mánuði. Einnig er þetta áfall fyrir efnahagslíf Japans, sem stefnir inn í alvarlegt sam- dráttarskeið. - gb Japanskur ráðherra: Kveðst saklaus en segir af sér VINSTRI GRÆN Steinunn Þóra Árnadóttir gefur kost á sér í 4. sæti í sameiginlegu forvali Vinstri grænna fyrir Reykjavíkurkjör- dæmin. Jórunn Einarsdóttir býður sig fram í 2. sæti á lista Vinstri grænna í forvali í Suðurkjördæmi. Álfheiður Ingadóttir gefur kost á sér í 1. til 2. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR Ásbjörn Óttarsson sækist eftir 1. til 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi. Sigríður Á. Andersen sækist eftir einu af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Eydís Aðalbjörnsdóttir býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Norðvesturkjördæmi. SAMFYLKING Björgvin G. Sigurðs- son gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Jónína Rós Guðmundsdóttir býður sig fram í 1. til 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjör- dæmi. Helga Valfells aðstoðar Gylfa Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur ráðið Helgu Valfells sem aðstoðarmann sinn. Helga er með BA-gráðu í bókmenntum og hagfræði frá Harvard-háskóla og MBA frá Lond- on Business School. STJÓRNMÁL VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 5 16° 7° 2° 1° 3° 7° 1° 2° 1° 1° 19° 9° 8° 22° 5° 10° 9° -4° 1 1 0 0 2 4 5 6 4 3 -2 13 13 8 10 5 8 15 5 8 6 9 13 0 -1 2 6 Á MORGUN Hæg breytileg átt LAUGARDAGUR Hvassviðri á annesj- um nyrðra og syðra annars 5-10 m/s 6 4 5 5 6 RYSJÓTT TÍÐARFAR Í dag má búast við skúrum eða éljum á landinu sunnan- og vestanverðu. Þegar líður á kvöldið kemur ný lægð í spilið með myndarlegt úrkomu- loft og hlýindi. Í kvöld verður því komin nokkuð þétt rigning eða slydda á suður- helmingi landsins með snjókomu á fjöllum. Á morgun verða él nyrðra og eystra en rigning syðra og á laugardag verður milt. Síðan frystir á sunnudag. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur STJÓRNMÁL Þingmaðurinn Jón Magnússon er genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og hefur tekið sæti í þingflokki hans. Þetta var tilkynnt á þingflokksfundi flokksins í gær. Jón var á sínum tíma virkur í Sjálfstæðisflokknum, gekk síðan til liðs við Nýtt afl og síðan í Frjálslynda flokkinn. Hann sagði sig úr Frjálslynda flokknum fyrir skemmstu. Jón segist ekki vera búinn að taka endanlega ákvörðun um hvort hann hyggst bjóða sig fram til þings fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Margir hafi skorað á hann og málið skýrist á næstu dögum. - sh Hugar að þingframboði á ný: Jón til liðs við Sjálfstæðisflokk EFNAHAGSMÁL Sé allt lagt saman er brúttóskuldastaða landsins á þriðja þúsund milljarða, sam- kvæmt svartsýnustu spám, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra. Þetta segi þó ekki allt. Með bjartsýnni spám um nettó- skuldastöðu hins opinbera megi komast nálægt því sem Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráð- herra, hefur talað um, undir 500 milljörðum. Þetta kunni þó að vera of mikil bjartsýni, eins og fyrri talan, 2.200 milljarðar, beri of mikilli svartsýni vitni. Nákvæmari tölur eigi að fást á næstunni. Unnið sé að úttekt á skuldum þjóðarbúsins. - kóþ Fjármálaráðherra: Brúttóskuldir segja ekki allt Átök um frumvarp byggð á misskilningi Geir H. Haarde fékk tölvupóst frá AGS um að átök um frumvarp um Seðla- bankann væru byggð á misskilningi. Geir íhugaði að segja frá bréfinu en vildi ekki koma fulltrúa sjóðsins í vanda. Hann segir málið enn óuppgert. JÓHANNA OG GEIR Formað- ur sendinefnar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sendi fyrrverandi forsætisráðherra bréf þar sem hann tók af allan vafa um að stjórnvöld voru beðin um að birta ekki bráðabirgðaathugasemdir AGS við frumvarp um Seðla- bankann. GENGIÐ 18.02.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 177,5871 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,92 114,46 161,42 162,20 143,23 144,03 19,222 19,334 16,185 16,281 12,870 12,946 1,2292 1,2364 167,85 168,85 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.