Fréttablaðið - 19.02.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 19.02.2009, Síða 6
6 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Thermalrúllur 8x8cm8x8c , 5stk í pakka. 199kr stykkið Fyrirtækja þjónusta PÖNTUNARSÍMI 550 4111 Ti lb oð ið g ild ir út fe br úa r 2 00 9 VM Stórhöfða 25 110 Reykjavík sími 575 9800 www.vm.is EFNAHAGSMÁL Innan Seðlabankans er vonast til að fyrstu niðurstöð- ur úr viðamikilli greiningu á efna- hagsstöðu allra Íslendinga verði hægt að senda til ríkisstjórnar í næstu viku. Fjármálaráðherra hefur sagt að gagnanna sé beðið með óþreyju, og í forsætisráðuneyti er þeirra vænst fyrir helgi, enda séu þær undirstaða þess að hægt sé að vinna skynsamlega áætlun um efnahag heimilanna. Um er að ræða grundvallarupp- lýsingar frá flestum fjármála- stofnunum landsins um eigna- og skuldastöðu heimilanna, greiðslu- byrði og aukningu hennar í kreppunni. Í minnisblaði Seðlabanka frá 18. desember er rætt um að bráða- birgðaniðurstöður verði tilbúnar um miðjan febrúar eða fyrr. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans, sagði svo hér í blaðinu 14. febrúar að vinnan hefði taf- ist um nokkrar vikur og vísaði til þess að ákveðið hefði verið að afla leyfa hjá Persónuvernd og fylgja skilyrðum hennar. Þetta var gert samkvæmt beiðni fjármálafyr- irtækja frá 12. janúar, segir Þor- varður Tjörvi Ólafsson, sem fer fyrir starfshópnum sem meta á upplýsingarnar í Seðlabankanum. „Það var engin seinkun hér,“ segir Sigrún Jóhannesdóttir, for- stjóri Persónuverndar. Í tilkynn- ingu frá stofnuninni kemur fram að Seðlabanki sótti um leyfið 21. janúar og síðasta umsókn frá fjár- málastofnun vegna verkefnisins barst föstudaginn 6. febrúar. Leyf- ið var síðan veitt mánudaginn 9. febrúar. Spurður um tafirnar segir Arnór Sighvatsson að talsverð umræða hafi farið í það í upphafi að ákveða hvaða leiðir ætti að fara. Ekki hafi verið sjálfgefið að leita til Persónu- verndar. Einnig hafi undirbúning- ur í bönkunum tekið sinn tíma. „Þetta er ekki einfalt mál og er talsvert mikil vinna í bönkunum [...] og hér innanhúss, sem ekki er gott að sjá fyrir hversu langan tíma tekur,“ segir hann. Þorvarð- ur Tjörvi segir að gagnaöflunin hafi tafist um minnst þrjár vikur af ýmsum ástæðum. Bráðabirgða- niðurstöður verði sendar út jafn- óðum. Vonandi fari þær fyrstu til ríkisstjórnar í næstu viku. klemens@frettabladid.is Greining Seðlabanka kemur ekki í vikunni Forsætisráðherra býst við fyrstu niðurstöðum úr viðamikilli rannsókn á fjárhag landsmanna fyrir helgi, en þær koma ekki þá. Persónuvernd afgreiddi beiðni um hana á fáeinum dögum. Seðlabankinn hafði þá verið í mánuð að verki. ARNÓR SIGHVATSSON SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR ÞORVARÐUR TJÖRVI ÓLAFSSON Til stóð að senda upplýsingarnar yfir netið og í miðlara hjá Decode, en Persónuvernd taldi sig kunna örugg- ari og ódýrari leið. Eftir sem áður er notast við dulkóðun Decode. Gagnavinnsla persónuupplýsinga fer fram undir eftirliti tilsjónarmanns Persónuverndar, en Seðlabankinn greiðir kostnað vegna hans. Fjármálastofnanir skrá persónu- upplýsingarnar á geisladiska og afhenda þá Seðlabankanum. Bankinn leggur til fartölvu sem uppfyllir kröfur tilsjónarmanns. Vinnsla persónugreinanlegra upplýsinga fer fram í þessari tölvu og þar skal dulkóða kennitölur. Þegar upplýsingarnar eru komnar í fartölvuna eru upprunalegu geisla- diskarnir brotnir. Seðlabankinn fær svo dulkóðaðar upplýsingar úr tölvunni á öðrum geisladiskum. Þegar verkefninu lýkur verður hörðum diski fartölvunnar fargað. Þannig eiga starfsmenn Seðlabank- ans ekki að geta tengt fjárhagsupp- lýsingar við einstaklinga. GEISLADISKARNIR BROTNIR Í SUNDUR Rakel Sveinsdóttir, framkvæmda- stjóri Creditinfo, sem heldur meðal annars utan um vanskilaskrá, hefur lýst yfir miklum áhyggjum af tíma- freku ferli greiningar Seðlabankans hér í blaðinu. Hún telur að hægt væri að fá sambærilegar tölur með mun minni tilkostnaði. Rakel bað á mánudag um viðtal við fjármálaráðherra vegna þessa og segist hafa fengið afar kurteislegt og jákvætt svar. FUNDAR MEÐ STEINGRÍMI DÓMSMÁL Maður um tvítugt hefur verið dæmdur í fimmtán mán- aða fangelsi fyrir tvær alvarleg- ar líkamsárásir, fíkniefnasölu, vörslu fíkniefna, vopnalagabrot og umferðarlagabrot. Maðurinn réðist á konu í mið- borg Reykjavíkur árið 2007. Hann útskýrði árásina þannig að hann hefði haldið að konan ætlaði að ráðast á þáverandi unnustu sína. Maðurinn sló í andlit konunnar, sparkaði í síðu hennar og brjóst- kassa með þeim afleiðingum að bringubein brotnaði. Þá réðist maðurinn á annan mann að tilefnislausu inni í versl- un í Reykjavík á síðasta ári. Hann sparkaði í klof hans þannig að úr honum blæddi. Afleiðingar árás- arinnar voru þær að þvagrás fórn- arlambsins klemmdist og rofn- aði. Af upptökum símtala sem spil- aðar voru í dómsal mátti ráða að maðurinn hafi verið stórtækur fíkniefnasali. Maðurinn var, auk ofangreindr- ar refsingar, sviptur ökurétti ævi- langt. Um 300 þúsund krónur í peningum, skotvopn og fíkniefni voru gerð upptæk, þar á meðal 385 grömm af kókaíni. Loks var honum gert að greiða konunni, sem hann réðist á, 324 þúsund krónur í miskabætur. - jss Maður um tvítugt dæmdur fyrir fíkniefnamál og líkamsárásir: Fíkniefnasali í 15 mánaða fangelsi ALÞINGI „Nefndin mun ekki aðhaf- ast frekar í þessu máli,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkis- málanefndar, en nefndin fundaði um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar eins og þau birtust í þýskum fjölmiðl- um nýverið. Árni segir að utanrík- isráðuneytið og forsætisráðuneytið hafi sent áréttingar utan til þýskra fjölmiðla, og samkvæmt upplýsing- um frá utanríkismálanefnd hafi ekki orðið sérstök eftirmál í Þýskalandi vegna fréttaflutningsins. Björn Bjarnason, sem óskaði eftir að nefndin tæki málið fyrir, segir það einstaklega vandræðalegt fyrir forsetann. „Ég tel, að það sé hlut- verk utanríkisráðuneytisins að koma í veg fyrir atvik af þessu tagi með því að stjórna heimsóknum erlendra fjölmiðlamanna á Bessastaði og eiga fulltrúa á staðnum,“ segir Björn í tölvupósti til Fréttablaðsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni fóru fram á það á fund- inum að óskað yrði eftir upplýsing- um frá forsetaembættinu og utan- ríkisráðuneytinu í tilefni greinar Eiðs Guðnasonar í Morgunblaðinu á mánudag, þar sem hann sagði forset- ann hafa farið á svig við sannleikann þegar hann sagði frá hádegisverð- arfundi með erlendum sendiherrum hér á landi. - ss Björn Bjarnason vegna misskilnings erlendra fjölmiðla á orðum forseta: Ráðuneyti stýri heimsóknum fjölmiðla ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Segist mis- skilinn af erlendum fjölmiðlamönnum, en sagðist nýlega ekki hyggjast taka upp á að lesa viðtöl yfir fyrir birtingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KÓKAÍN Tæp 400 grömm af kókaíni voru gerð upptæk hjá manninum. AFGANISTAN, AP Sameinuðu þjóð- irnar segja að dauðsföllum almennra borgara í stríðsátökum í Afganistan hafi fjölgað um 40 prósent á síðasta ári, þegar átök- in kostuðu 2.118 manns lífið. Aldrei áður hafa jafn margir almennir borgarar fallið á einu ári. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem birt var á þriðjudag, segir að talibanar og aðrir uppreisnar- menn beri ábyrgð á 55 prósent- um þessara dauðsfalla. Hermenn frá Bandaríkjunum, Atlantshafs- bandalaginu og Afganistan hafi hins vegar orðið 928 almennum borgurum að bana. - gb Stríðið í Afganistan: Dauðsföllum fjölgaði í fyrra „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Hefur þú áhyggjur af loðnu- skorti á miðunum? Já 66% Nei 34% SPURNING DAGSINS Í DAG: Var rétt af Steingrími J. Sigfús- syni að hætta ekki við að leyfa hvalveiðar? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.